Morgunblaðið - 03.04.1975, Page 19

Morgunblaðið - 03.04.1975, Page 19
19 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRlL 1975 Sr. Siffurjón Guðjónsson: Freskan í Hallgrímskirkju í Saurbæ og Segerstrále MATTHtAS Johannessen rit- stjóri kom art máli við mig f gær og óskaði þess, að ég segði í stuttu máli frá þvf, hvernig freskan f Saurbæ er til orðin. Er mér ljúft að verða við þvf. En f fjölmiðlum hefur undanfarið gætt misskiln- ings um gefanda hennar. XXX Á fögru ágústkvöldi sumarið 1963 vorum við Loftur Bjarnason staddir í kirkjunni i Saurbæ sem oft endranær og ræddum eitt og annað varðandi hana. Á kórgafli kirkjunnar hékk þá trékross, er þar hafði verið frá vigsludegi hennar, en hugsaður til bráðabirgða í stað altaristöflu. Það hafði verið orðfært við frægasta listmálara þjóðarinnar að gera altaristöflu og mun hann, að því er ég bezt veit, hafa gert uppkast, sem honum líkaði ekki. Gaf hann siðan verkið upp. Rædd- um við Loftur um, hver yrði til þess að vinna þetta verk. Sagði ég þá við hann: Ef ég hefði ráð, kysi ég hér fresku i stað altaristöflu. Lofti leizt vel á það og mælti: „Þekkirðu nokkurn, sem gæti málað hana. Við finnum einhver úrræði til að greiða verkið. — Ekki er hann að finna meðal íslenzkra málara. En mér er kunnugt um finnskan málara, sem ég treysti fullkomlega til að leysa verkið af hendi með prýði. Veit ég þó, að hann er nokkuð við aldur og ekki vel hraustur upp á síðkastið. — — Hver er hann? sagði Loftur. — Lennart Segerstrále prófess- or í Borgá í Finnlandi. Eg hafði séð freskur hans í Finniands- banka i Helsingfors haustið 1951. — Fyrir alla muni skrifaðu hon- um strax. 1 stað þess að skrifa listamann- inum, sem ég þekkti ekki per- sónulega, reit ég vini mínum.há- skólakennara í Helsingfors, og bað hann ganga sem fyrst á fund málarans og bera upp við hann erindið. — Að fáum dögum liðnum fæ ég bréf frá kennaranum: Málar- inn er fús að koma til tslands og kynna sér aðstæður, áður en hann gefur endanlegt svar. Eitthvað er hann smeykur um, að íslenzk kirkjuhús i sveit séu varla svo vel úr garði gerð, að þau beri uppi svo dýrt verk sem freska er. Loftur sendir þegar i stað tvo flugfarmiða til Borgá. Eftir fáa daga er málarinn kom- inn að Saurbæ, ásamt frú sinni. Ekki hafði hann setið inni nema skamma stund, er hann hafði orð á því, að nú vildi hann ganga til kirkju. Þegar hann hafði virt hús- ið fyrir sér stundarkorn, sagði hann: „Kirkjan er sérlega falleg. Hún verðskuldar fresku." Segerstrále er innilegur trú- maður og iðkar bænalíf, enda um margra áratuga skeið einn af kunnustu siðvæðingarmönnum á Norðurlöndum. Þá fáu daga, sem hann dvaldi í Saurbæ að þessu sinni, gekk hann daglega til kirkju og sat þar ein- samall drykklanga stund hverju sinni. An efa var hann að tala við Guð um, hvort hann ætti að vinna verkið. Á þriðja degi mælti hann, er hann kom úr kirkjunni, og ljóm- aði allur sem spámaður: — Það er vilji Guðs að ég vinni verkið. Samdægurs gerði Loftur samn- ing við málarann um laun og und- irbúning verksins hér heima. Daginn eftir hurfu hjónin heim til sin. Altaristafla Lennarts Segerstrále í Hallgrímskirkju f Saurbæ. Draumar í Sturlungu ROBERT James GLENDINNING heitir maður og kennir germönsk fræði við Manitobaháskóla i Kanada. Fyrir fáeinum árum lagði hann fram til doktorsvarnar við háskólann í Freiburg í Þýska- landi ritgerð er nú hefur komið út á bók og nefnist Draumar og fyr- irboðar í lslendinga sögu Sturlu Þórðarsonar (Traume und Vor- bedeutung in der Islendinga Saga Sturla Thordarsons), undirtitill BðKmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON Form- og stfirannsókn (Eine Form- und Stiluntersuchung). Þetta er hátt í þrjú hundruð síðna ritgerð, skrifuð á þýsku en tilvitn- anir i islensk rit birtar á íslensku. Glendinning er kanadamaður að uppruna og telst á yngra aldri sem fræðimaður, f. 1931. í eftir- mála kveður hann sig hafa notið kennslu próf. Haralds Bessasonar við Manitobaháskóla og er tæpast að efa að fyrir áhrif frá honum sé sprottið val hans á viðfangsefni þessu til doktorsprófs. Eins og bókarheitið gefur til kynna beinir Glendinning athygli sinni einkum að draumum og öðr- um fyrirboðum í Sturlungu og leggur út af þeim á ýmsa vegu en þó fyrst og fremst með stil- og byggingarsjónarmið verksins fyr- ir augum. Telur hann að Sturla Þórðarson hafi ekki aðeins aukið lexta sjnn með frásögnum af draumum og öðrum forboðum í þeim vændum að koma til skila sannri og réttri sagnfræði; list- ræna sjónarmiðið hafi líka vakað fyrir honum, listbrögðum hafi hann beitt til að styrkja innviði verksins og auka áhrifagildi þess. Yfirhöfuð má segja að Glendinn- ing skoði rit Sturlu frá nokkuð öðru sjónarhorni en áður hefur tíðkast. íslensk fræði eru víða stunduð og kannski ekki svo auðvelt að fylgjast með því alltaf og alls stað- ar. Utlendingur eins og Glendinn- ing, sem hefur numið allan sinn lærdóm erlendis, nýtur þess ekki að vera innlifaður í sögusviðið og hafa þar að auki alist upp við alls konar skírskotun til fornritanna eins og islenskir starfsbræður hans. En það villur þá ekki heldur fyrir honum.. Hann getur skoðað viðfangsefnið hlutlaust og úr fjar- lægð. Þó ekki verði farið út í að ræða hér nánar rannsóknir Glen- dinnings og niðurstöður taldi ég sjálfsagt að vekja hér athygli á hinu vandaða riti hans. Þegar öllu er á botninn hvolft kemur það engum meira við en okkur Islend- ingum. Vegna þeirra sem vilja afla sér ritsins skal þess getið að útgef- andi er Herbert Lang & Gie AG Bern und Frankfurt/M, útgáfuár 1974. Allan veturinn vann listamað- urinn að verkinu og kom aftur að Saurbæ við lok maimánaðar 1964. Tók hann þar þegar til starfa við hjálp Þóris Bergsteinssonar múr- arameistara. — Lauk hann við fresk'una 12. júlí. Var hún afhjúp- uð skömmu síðar við hátfðlega messu í Saurbæ. í vörzlu minni er greinargerð listamannsins og skýring á verk- inu. Margt mætti enn segja um lista- manninn Lennart Segerstrále og verk hans. Vera má að vinnist siðar tími til þess. Áður en hann kvaddi Island, gaf hann íslenzkum listamönnum þriðjung launa sinna fyrir fresk- una í Saurbæ. — Það skal skýrt fram tekið í eitt skipti fyrir öll, að listaverkið er gjöf H.F. Hvals, eins og svo margar aðrar stórhöfðinglegar gjafir félagsins til Hallgrims- kirkju i Saurbæ fyrr og síðar. Framkvæmdastjóri félagsins var þá og frá upphafi og til dauða- dags Loftur Bjarnason. En í stjórn voru eftirtaldir menn: Eg- ill Vilhjálmsson, Kristján Guð- laugsson, Othar Ellingsen, Sveinn Benediktsson og Vilhjálmur Árnason. Allir landskunnir at- hafna- og sæmdarmenn. En stærsta hlutann á Loftur sem allt vildi fyrir það kirkjuhús gera, er tengt var nafni sr. Hall- grims Péturssonar. Og þvf var það, að einn stjórnarmanna sagði, er ég þakkaði honum fyrir lista- verkið: Það er ekkert okkur að þakka. Þakkið þið honum Lofti. Við erum vanir því að láta Loft ráða. Það gefst okkur alltaf bezt. 31. marz 1975. Sigurjón Guðjónsson. Nýjar plötur Ótrúlegt úrval Chicago — Bob Dylan — B.T. Express — Ramsey Lewis — John Lennon — Mahavishnu Orchestra — Loudon Wainvright III — Earth Wind & Fire — Led Zeppelin — Billy Swann — Labelle — Alice Cooper — RobinTrower — Gordon Lightfood — Babe Ruth — Grand Funk — Alvin Lee — Albert Hammond — Ýmsir gamlir góðir — Aðrir gamlir góðir — Ýmsir„Soul"listamenn — Dan Fogelbery — Nektar — David Gates — Ringo Starr — Loggins & Messina — Three Degrees — Barry Mainlow — Sailor — Chicago VIII Blood on the Tracks Do it till your satisfied. Sun Goddness. Rock n'Roll Visions of Emeraldi Beyond. Unrequited. That's the Way of the World. Physical Graffitty. I can help. Nightbirds. Welcome to my nightmare. For Earth Below. Cold on the shoulder. Ný plata. A11 Girls in the World Beware. In Fight. Albert Hammond. History of British Rock Vol. 1. History of British Rock Vol. 2. Phyllysound. Souveniers Down to Earth Never let her go. Goodnight Vienna Mother Lode Three Degrees Barry Mainlow II (Inniheldur „Mandy"). Sailor Sendum í póstkröfu Sími 13008. Erleudur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.