Morgunblaðið - 03.04.1975, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.04.1975, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1975 LOFTLEIÐIR BILALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 LOFTLEIÐIR BÍLALEIGAN— 5IEYSIR CAR RENTAL 24460 28810 PIOMEEn Útvarpog stereo, kasettutæki ■ TEL 14444*25555 ^mium BlLALEIGA CAR RENTAL Hópferðabílar 8 — 21 farþega i lengri og skemmri ferðir. Kjartan Ingimarsson. Simi 861 55 - 32716-37400. Afgreiðsla B.S.I. FERÐABILAR h.f. Bilaleiga, sími 81260. Fólksbíkar — stationbílar — sendibílar — hópferðabílar. Verksmióju _ útsala Alafoss Opió þriójudaga 14-19 fimmtudaga 14-21 á útsolunm: Flækjulopi Hespulopi Flækjuband Endaband Prjónaband Vefnaðarbútar Bílateppabútar Teppabútar Teppamottur Á ALAFOSS HF MOSFELLSSVEIT Dömustólar og sófar Bólstrun Guðm. H. Þorbjörnssonar, Langholtsvegi 49, (Sunnutorg) sími 33240. „Að breyta í grundvallaratriðum ” Frá þvf að sfðustu almennu kjarasamningar voru gerðir fyrir ári hefur kaupmáttur út- fiutningstekna þjóðarbúsins rýrnað um 30%. Röskun kaup- máttar launa hefur þvf reynzt óumflýjanleg. Nú hafa verið gerðir kjarasamningar til bráðabirgða, sem einkanlega rétta hag þeirra, sem við lökust kjör búa, og ríkisst jórnin hefur heitið verulegum kjarabótum í þeirra þágu með skattalækkun- um. Engum blandast þvf hugur um, að allt hefur verið gert, sem unnt er, til þess að treysta hag launafólksins við þessar erfiðu aðstæður. Þjóðviljinn ^tekur þessum samningum að sjálfsögðu með nokkuð kynlegum hætti. I for- ystugrein blaðsins í gær segir, að þótt mörgum þyki ugglaust of smár sá árangur, scm verka- lýðshreyfingin hefur náð f þessari lotu, þá verði hins að gæta, að án breyttrar stjórnar- stefnu í grundvallaratriðum sé ekki að vænta stórra sigra til handa verkafólki, eins og það er orðað. Hér hlýtur Þjóðvilj- inn að eiga við þá stefnu f kjaramálum, sem Alþýðu- bandalagið rak f vinstri stjórn- inni á sl. ári. 1 tilefni þessara ummæla Þjóðviljans nú er fróðlegt að rifja upp helstu þætti þeirrar stefnu, sem Alþýðubandalagið fylgdi f ríkisstjórn. I fyrstu stuðlaði Alþýðu- bandalagið og sérstaklega ráð- herrar þess að kjarasamning- um, þar sem kveðið var á um mestar hækkanir til þeirra, sem fyrir höfðu hæst laun. Aðeins rúmum tveimur mán- uðum eftir að þessir samningar voru gerðir f lok febrúar f fyrra létu ráðherrar Alþýðubanda- lagsins banna með lögum greiðslu vísitöluuppbóta á laun, án nokkurrar fvilnunar í þágu láglaunafólks sérstaklega. Þá létu ráðherrar Alþýðu- bandalagsins banna allar kaup- hækkanir til sjómanna með lögum og loks lögðu þeir til, að hluti þeirra kauphækkana, sem samið hafði verið um f almenn- um kjarasamningum kæmi ekki til framkvæmda. Þetta vildu þeir lögfesta. Þetta er sú breytta stefna f grundvallaratriðum, sem Þjóð- viljinn reynir að telja les- endum sfnum trú um, að þjóni hagsmunum launafólks í land- inu. Til samanburðar er fróðlegt að lfta á þá stefnu í kjaramálum, sem fylgt hefur verið sfðan núverandi rfkis- stjórn tók við völdum. Vildu menn skipta? t fyrsta lagi var ákveðið að f stað vfsitöluuppbóta á laun skyldu greiddar sérstakar launajöfnunarbætur. Ráðherr- ar Alþýðubandalagsins sáu ekki ástæðu til að ákveða neinar slfkar bætur, þegar þeir afnámu vfsitöluuppbæturnar með lögum. Fiskverð var hækk- að og þar með kaup sjómanna. Umsamdar grunnkaupshækk- anir komu til framkvæmda f stað þeirrar stefnu ráðherra Alþýðubandalagsins að fella þær niður með lögum. Sfðan hefur rfkisstjórnin unnið að umtalsverðum skattalækkun- um til þess að bæta kjör og ráðstöfunartekjur launþega, þar sem ljóst er, að atvinnufyr- irtækin rfsa ekki undir veru- legum kauphækkunum, án nýrrar kollsteypu. Með þessum aðgerðum hafa láglaunamenn fengið kjarabætur f fullu sam- ræmi við verðlagshækkanir frá þvf f ágúst. Þetta er sá reginmunur, sem ríkir á milli stefnu núverandi rfkisstjórnar í kjaramálum og stefnu Alþýðubandalagsins meðan það var f rfkisstjórn. Engum þarf að blandast hugur um hvor stefnan tryggir betur hagsmuni launamanna. Til við- bótar þessu má nefna, að með efnahagsaðgerðum núverandi rfkisstjórnar tókst að koma f veg fyrir stöðvun f atvinnu- rekstrinum, sem blasti við, þeg- ar ráðherrar Alþýðubandaiags- ins skildu við atvinnumála- ráðuneytin. Það eru þessar að- gerðir, sem hafa forðað okkur frá þvf böli atvinnuleysisins, sem hrjáð hefur flestar nágranna- og viðskiptaþjóðir okkar. — I ljósi þessara staðreynda er kátbroslegt að lesa í Þjóðviljanum um nauðsyn þess að breyta stjórn- arstefnunni f grundvallaratrið- um, hvorki meira né minna! Skoðanir Umræður um stjórnmál og félagsmál Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, er eitt af hinum rótgrónu féiögum Sjálfstæðis- flokksins. Formaður þess er nú Olöf Benediktsdóttir. Hún seg- ir, að markmið félagsins sé skýrt ákveðið í lögum þess og felist i því að berjast fyrir þjóð- legri og víðsýnni framfara- stefnu í þjóðmálum með hags- muni allra stétta og öfluga sam- einingu þjóðarinnar fyrir aug- um. Olöf segir einnig, að það leiði af sjálfu sér, að markmið féíagsins sé ennfremur að stuðla að aukinni þátttöku kvenna í stjórnmálum, bæði á alþingi og i borgarstjórn. Fé- lagið vinni einnig að því að styrkja hag heimilanna sem bezt má verða, einkum á sviði uppeldis-og heilbrigðismála. Olöf Benediktsdóttir segir, að félagið sé orðið nokkuð gamalt í hettunni, það hafi verið stofnað 15. febrúar 1937. Hún segir, að félagið hafi ekki náð að koma fram öllum þeim markmiðum, sem því hafi verið sett. Þar hefðu auðvitað verið mörg ljón á veginum, en að einhverju ieyti væri þó við félagskonurn- ar sjálfar að sakast. Nú stæðu hins vegar vonir til þess, að unnt yrði að auka félagsstarfið, þegar sjálfstæðishúsið nýja yrði fullbúið, en húsnæðis- skortur hefði háð mjög allri starfsemi félagsins fram til þessa. Aðspurð segir Ölöf, að féiagskonur í Hvöt séu um 860 og þar séu konur á öllum aldri. A undanförnum árum hafi fé- lagsmönnum fjölgað mikið og sér virðist eins og ungar konur hafi i auknum mæli tekið virk an þátt í störfum þess. Þá sagði Ólöf, að sér fyndist starf Hvatar hafa verið einstaklega blómlegt og gott i samanburði við aðra félagsmálastarfsemi. Aðspurð sagði Ölöf, að félags- konur í Hvöt reyndu að efna til funda um þau efni, sem efst væru á baugi hverju sinni. Þar væri bæði fjallað um stjórnmál og önnur efni, sem talin væru falla fyrir utan þann ramma. Hvöt hefði t.a.m. staðið að ráð- stefnum ásamt Landssambandi sjálfstæðiskvenna um ýmis efni. í vetur hafi þessir aðilar t.d. i sameiningu haldió stóra ráðstefnu um nýjungar í skóla- málum. Því næst sagði Ólöf, að menn spyróu gjarnan, hvers vegna konur væru að starfa i sérstök- um félögum. Hún sagði, að svar sitt við þessari spurningu væri það, að hún teldi, að enn sem komið væri stæðu konur ekki jafnfætis karlmönnum. Þær hefðu ekki fengið sama rétt á borði eins og í orði. Þar sem konur kepptu við karlmenri á einhverjum svióum, væri alla jafnan gerðar meiri kröfur til kvennanna en karlanna. Þá væri þess einnig aó geta, að þær konur, sem störfuðu í kvenfé- lögum og félagi eins og Hvöt, væru þar með í ýmsum heildar- samtökum kvenna. Þetta væri að mörgu leyti æskilegt, og hún teldi ekki sízt mikilvægt fyrir konur, sem störfuðu í stjórn- málafélögum, að þær hefðu tækifæri til þess að kynnast og starfa með konum, sem væru að Ólöf Benediktsdóttir. vinna að öðrum verkefnum. Svo mörg mál væru enn óleyst í þessum efnum, að ekki veitti af, að konur stæðu saman til að vinna þeim brautargengi. Ölöf sagði, að sín skoðun væri sú, að konur yrðu að standa betur saman og berjast hver með annarri og hver fyrir aóra, ef þær ætluðu í alvöru að auka þátt sinn í þjóðmálastarfsem- inni. MÉR ER Ö5VÍKÍNN KRAFTORj ' MÍLLI FÓTANA '-------- góoa// G-ET STUN&IÐ HVERN/ V AEM ER. AF / ^fOhAuND Nú er aðeins einni umferð ólok- ið i undankeppni íslandsmótsins i Reykjanesumdæmi en keppni þessi er jafnframt meistaramót Reykjaness. Staða efstu sveita: Kára Jónassonar BK 1 72 Björns Eysteinsssonar BH 151 Bjarna Sveinssonar BK 148 Haralds Brynjólfssonar BH 146 Alberts Þorsteinssonar BH 146 Sigurðar Emilssonar BH 136 Guðmundar Ingólfssonar BS 135 Fimm sveitir öðlast rétt til þátt- töku i formóti íslandsmótsins. Keppnin hefst klukkan 16 — en að keppni lokinni er ætlunin að hafa lokahóf fyrir spilara — konur þeirra og aðra velunnara bridgeiþróttarinn- ar og eru allir velkomnir. Til skemmtunar verður m a. dans og bingó. XXX Frá landsmóti mennta- skólanema í bridge Landsmót menntaskólanema var haldið í menntaskólanum við Hamrahlið helgina 22.—24. marz sl. Til leiks mættu 9 sveitir frá 5 skólum: Menntaskólinn að Laug- arvatni, Menntaskólinn á Akur- eyri, Menntaskólinn í Reykjavík og menntaskólinn við Hamrahlið sendu 2 sveitir hver skóli og ein sveit frá Menntaskólanum víð Tjörnina. Skipt var í tvo riðla og spilaðir 20 spila leikir. í A-riðli voru fimm sveitir og sigraði A-sveit MR með 60 stigum en i B-riðli voru fjórar sveitir og sigraði A-sveit ML einnig með 60 stig (fullt hús). Úrslitaleikurinn varð þvi milli A-sveita MR og ML. Spilaður var 32 spila leikur og sigraði sveit ML örugglega 20-0. í sveit ML eru Guðmundur Her- mannsson, Sævar Þorbjörnsson, Skafti Jónsson og Skúli Einars- son. I A-sveit MR eru Kristján Þórarinsson, Kristján Gunnarsson, Jóngeir Hlynason og Egill Guð johnsen. A.G.R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.