Morgunblaðið - 03.04.1975, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.04.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRIL 1975 15 skref ”-aðferð Kissii igers? BANDARlSKA dagblaðið Washington Post skýrði frá þvf fyrir skömmu að eftir- farandi sögu væri mjög á loft haldið f Israel sem dæmisögu um þá stefnu, sem bandarfski utanríkisráðherrann dr. Henry Kissinger hefur fylgt í tilraun- um sfnum til að koma á friði milli Israels og Araba skref fyrir skref. Hjúskaparmiðlari fór til manns eins i þorpinu þar sem hann bjó og sagði honum að hann hefði fundið dásamlega stúlku handa syni hans. Maðurinn svaraði því til að hann skipti sér ekki af einka- málum sonar síns. „En þú veizt bara ekki hver stúlkan er, sagði hjúskapar- miðlarinn, hún er dóttir Rothsehilds baróns.“ „Nú, úr því svo er....“ sagði maðurinn. Síðan fór hjúskaparmiðlar- inn til Rothschilds og sagði vió hann: „Ég hef fundið hinn mesta prýðismann handa dótt- ur þinni." „En dóttir mín er ekki nema sautján ára,“ svaraði Rothschild barón. „En þú veizt ekki hver maðurinn er — hann er vara- forseti alþjóðabankans," sagði hjúskaparmiðlarinn. „Nú, úr þvi svo er....“ sagði Rothschild. Þvf næst fór hjúskapar- miðlarinn til forseta alþjóða- bankans og sagði við hann: „Ég hef fundið afburða vara- forseta fyrir þig.“ „En ég hef þegar tvo varaforseta," svaraði forseti alþjóðabankans. „En þú véizt ekki hver maðurinn er, hann er tengda- sonur Rothschilds baróns... sagði hjúskaparmiðlarinn. Nguyen Duy Trinh, utanrfkisráðherra Norður-Vietnam, og William Rogers, utanrfkisráðherra Bandarfkjanna, undirrita samkomulagið f Parfs. Parísarsamkomulagið - i dag innantóm orð Enskeri í Lissabon Lissabon 2. apríl — Reuter, NTB FINNSKA eiturskipið Enskeri, sem er með 100 tonn af arsenik- eitri innanborðs, var enn utan við Lissabon f dag, og ekkert var vfst um ákvörðunarstað skipsins. Hið rfkisrekna olfufélag, Neste, hefur verið að reyna að finna stað þar sem unnt reynist að losa eitur- farminn eftir að áætlanir þess um að sökkva farminum í Suður- Atlantshaf fóru út um þúfur vegna mótmæla hvaðanæfa að úr heiminum. Hins vegar hefur olíu- félagið haldið þvf fram, að skipið væri á leið heim til Finnlands aftur með farminn. 20 fórust Grenoble 2. aprfl — AP HÓPFERÐABlLL með frönskum ferðamönnum rann stjórnlaus niður bratta hlfð nærri Grenoble f dag og steyptist f fljót. Um 20 manns fórust, og a.m.k. 20 aðrir slösuðust. Ferðafólkið var að koma úr pílagrímsferð frá kaþólskum helgistað. • LAUGARDAGINN 27. janúar, kl. 10.00 árdegis að ísl. tíma, var undirritað við 18 minútna athöfn í Majestic-hótelinu í París samkomulag um vopnahlé í styrjöldinni í Víetnam. Þeir sem undirrituðu sam- komulagið voru William Rogers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Tram Van Lam, utanríkisráðherra Suður-Víetnam, Nguyen Duy Thinh, utanríkisráð- herra Norður-Víetnam, og frú Nguyen Thi Binh fyrir Víetcong-hreyfinguna. Að athöfninni lokinni skáluðu menn í kampavíni og fögnuðu því að friður hefði nú verið innsiglaður í landinu eftir margra ára styrjöld. Svo reyndist ekki vera eins og raunar kom strax í ljós næstu dag á eftir undirritunina, er margir blóðugustu bardag- ar stríðsins voru háðir. % Samkomulag þetta var árangur af margra ára friðarviðræðum Henry Kissingers, þáverandi ráð- gjafa Nixons forseta í öryggismálum og núver- andi utanríkisráðherra, og Le Duc Thos, aðalsamn- ingamanns Norður-Víet- nams-stjórnar. Þeir hlutu friðarverðlaun Nóbels fyrir þetta starf. Eftir að tilkynnt hafði verið að samkomulag hefði náðst sagði Tho: „Við eigum ekki óleyst nein atriði. Frá öllu hefur verið gengið nema því að ákveða hvar halda skuli alþjóðlega ráðstefnu um Indókína.“ Og Nixon Bandaríkjaforseti, sagði í ávarpi til þjóðarinnar er hann skýrði frá samn- ingunum, að gengið hefði verið að öllum skilyrðum sem Bandaríkjamenn hefðu sett fyrir því að frið- ur yrði saminn með sæmd. Helztu ákvædi samkomulagsins voru þessi: Allt herlið Bandaríkj- anna og annarra erlendra aðila fari frá Suður-Víetnam innan 60 daga. Þó er ekki minnzt á herlið Norður-Víetnama og var ekki annað að sjá en það gæti verið I landinu óáreitt. Á þessum sama tima verður skipzt á bandariskum stríðsföngum og pólitiskum föng- um. Gert er ráð fyrir, að marka- línan milli Suður- og Norður- Víetnams verði ekki til frambúð- ar. Sett skal á fót samstarf- og sáttanefnd fulltrúa Saigon- stjórnarinnar og skæruliða Víet- cong. Halda skal kosningar í land- inu og kveðið á um óyggjandi sjálfsákvörðunarrétt íbúa Suður- Víetnams. 1160 manna gæzlulið og eftirlitsnefnd fjögurra rikja, Kanada, Indónesiu, Póllands og Ungverjalands, skal fylgjast með framkvæmd vopnahlés og ákvæða samkomulagsins. Loks skal halda alþjóðlega ráðstefnu um Indókína eftir mánuð eða svo, eins og fram kom að ofan, og tækju þátt i henni auk deiluaðila og ríkja í eftirlits- nefnd, Sovétríkin, Kína, Bretland og Frakkland. Ekki var minnzt á vopnahlé í Laos og Kambódiu, en kveðið á um að þaðan skuli flytja burt erlendar hersveitir og þar ekki hafðar herstöðvar er ógni Suður-Vietnam. Varðandi ákvæðið um marka- linuna milli Suður- og Norður- Víetnam sem liggur um 17. breiddarbaug, var það talinn mikill ávinningur fyrir Norður- Víetnama að hún skyldi einungis vera til bráðabirgða og yrði ekki pólitísk eða landfræðileg landa- mæri ríkjanna. En báðum megin við markalínuna var hins vegar kveðið á um 16 km hlutlaust belti. Varðandi störf eftirlitsnefndar- innar er kveðið á um að hún skuli dreifa sveitum gæzluliðsins um Suður-Víetnam. Ákvaðanir henn- ar skuli teknar einróma, og geti hvert einstakt aðildarríki hennar krafizt rannsóknar á til- teknum atriðum. Ef ágreiningur verði innan nefndarinnar skuli álit allra aðila gert opinbert. Framhald á bls. 18 Iraksher eltir reisnarmenn Baghdad, Hakkari, 2. apríl, Reuter. HERSVEITIR Iraksstjórnar leituðu í dag að kúrdlskum upp- reisnarmönnum I fjallahéruðun- um í norðausturhluta Iraks, og héldu innreið sfna í hinar yfir- gefnu aðalstöðvar Kúrda, Kalala, sem eru I fjalllendinu skammt frá írönsku landamærunum. Mustafa Barzani, leiðtogi Kúrda, fór frá Kalala um s.l. helgi og hefur Ieitað hælis I tran ásamt Stórsigur Daleys Chicago 2. apríl — Reuter RICHARD Daley, borgarstjóri demókrata í Chicago, vann I dag stórsigur I sjöttu borgarstjóra- kosningunum sem hann tekur þátt í. Þar með er talið að Daley hafi tryggt sér mikil áhrif á val forsetaefnis demókrata I kosningunum á næsta ári. Daley, sem er 72 ára harðjaxl og einn valdamesti stjórnmálamaður Bandarfkjanna, hlaut 78% at- kvæða í kosningunum, og hefur setið lengur f embætti borgar- stjóra f stórborgum Banda- rfkjanna en nokkur annar, eða alls 24 ár ef hann situr út þetta kjörtfmabil. Er svo til allir at- kvæðaseðlar höfðu verið taldir hafði Daley hlotið 536,413 at- kvæði, John Hoellen, frambjóð- ,andi repúblíkana, 136,874, en eini blökkumannaframbjóðandinn, frú Willie Mae Reid, úr Sós- falfska verkamannaflokknum, fékk 16,749. Hneykslismál settu svip sinn á síðasta kjörtímabil Daleys, og nokkrir samstarfs- manna hans fengu dóma fyrir mútuþægni skattsvik og fleira. tveimur sonum sfnum, ldriss og Massut. Q Einn af leiðtogum Kúrda, dr. Mahmut Osman, aðalritari kúrd- fska lýðræðisflokksins, sagði f dag að meir en 5000 kúrdískar konur, börn og gamalmenni hefðu farizt f fyrra mánuði er þau reyndu að flýja frá fjalllendinu f norðurhluta lraks f miklu frosti. Hann sagði ennfremur að meira ein 1000 uppreisnarmenn hefðu verið teknir af lífi eftir að hafa gefizt upp fyrir hersveitum Iraks- stjórnar. Ekki fengust þessar ásakanir staðfestar. Dr. Osman sagði að uppreisn Kúrda væri að- eins lokið f bili. Talið er að enn séu þúsundir Kúrda á víð og dreif f fjalllend- inu f Norður-lrak nærri landa- mærum Tyrklands og írans. Vopnahléinu sem Baghdadstjórn- in bauð Kúrdum f sfðasta mánuði rann út á mánudagskvöld, en var hins vegar framlengt til aprílloka fyrir þá Kúrda sem flýðu til Irans á meðan á bardögum stóð og nú vilja snúa aftur. Tyrkland og Iran hafa tekið fyrir ferðir Kúrda frá Irak yfir landamæri sfn. Stjórnin f Baghdad hafði lýst þvf yfir að hún myndi þurrka út alla upp- reisnarmenn sem ekki hefðu gefið sig fram á mánudagskvöld, og yrðu allir Kúrdar sem halda uppi ófriði látnir sæta hörðum refsingum. Shelepin Heimsókn Shel epins var stytt Prestwick, London 2. apríl AP-Reuter ALEXANDER Shelepin, leiðtogi sovézku verkalýðssamtakanna og fyrrum yfirmaður sovézku leyni- þjónustunnar, KGB, flaug áleiðis heim til Moskvu f kvöld, sólar- hring fyrr en ráðgert hafði verið. Aður en hann hélt af stað kvartaði Shelepin yfir því að „at- vinnumótmælendur" undir for- ystu zíónista hefðu reynt að eyði- leggja heimsókn hans til Bret- lands. A flugvellinum í Prestwick var hópur Ukrainumanna með spjöld á lofti þar sem Shelepin var katlaður fjöldamorðingi og kröfðust þeir þess að pólitískum föngum yrði sleppt f Sovétríkjun- um. Var farið með Shelepin með leynd upp f flugvélina og náðu Ukrainumennirnir ekki til hans. Fyrr i dag hafði Shelepin sagt fréttamönnum að litill hópur sem væri andsnúinn bættri sambúð austurs og vesturs hefói staðið að mótmælaaðgerðunum gegn sér í London í gær, og væri hópur þessi ekki dæmigerður fyrir brezkan verkalýð. Shelepin var í Bretlandi í boói brezka alþýóusambandsins, TUC. Mótmælaaðgerðir settu mjög svip sinn á heimsóknina, sem að öðru leyti fór mjög dult.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.