Morgunblaðið - 03.04.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRIL 1975
23
Minning:
Páll Pálsson útvegs-
bóndi, Hnífsdal
Ljúfan eftir liðinn dag
um Iokið strfða að dreyma
slíðra sverð um sólarlag
sofna þreyttur heima.
Mér kom í hug framanrituð
visa, er ég spurði andlát vinar
míns og samferðamanns um tugi
ára, Páls Pálssonar, Heimabæ í
Hnífsdal, en hann lézt á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Isafirði
26. marz sl. eftir skamma legu.
Páll hefði orðið 92 ára 10. júlí nk„
ef honum hefði orðið lengra lífs
auðið.
Mér finnst einhvern veginn, að
vísan hér að framan sé nánast
táknræn fyrir hinn aldna höfð-
ingja, þegar tekið er mið af lang-
lífi hans og dugmiklu ævistarfi,
ýmsu andstreymi, er mætti hon-
um á langri ævi. Líf Páls Páls-
sonar var ekki ætíð dans á rósum,
því sannarlega kom það fyrir, að
hann mátti þola störa harma í lífi
sinu, ekki sizt er um ástvinamissi
var að ræða. Við slíkar aðstæður
kom það sér vel, að Páll var
óvenjulegur þrekmaður, þegar á
reyndi í mótbyr lífsins og kjark-
urinn næstum því óbilandi, er
erfiðleikum var að mæta. Þessir
meðfæddu eiginleikar dugðu hin-
um aldna höfðingja lengi vel til
þess að verjast ásókn Elli kerl-
ingar.
Enginn má sköpum renna. —
Ævikveldið var á næsta leiti og
því óhjákvæmilegt að slíðra sverð
og hvílast að leiðarlokum. Nú er
Páll í Heimabæ allur, hann sem
svo lengi hafði sett svip sinn á sitt
kæra byggðarlag, fyrr og síðar.
Páll Pálsson var fæddur í
Heimabæ í Hnífsdal 10. júlí 1883.
Foreldrar hans voru Helga
Jóakimsdóttir og Páll Halldórs-
son, búandi hjón í Heimabæ.
Helga móðir hans var fædd Þing-
eyingur, en Páll faðir hans var
fæddur að Gili í Bolungarvík.
Páll, sem var yngstur bræðra
sinna, byrjaði strax eftir ferm-
ingu að stunda sjó með föður sin-
um, sem gerði út árabáta frá
Hnifsdal og var einnig formaður.
Þegar faðir Páls dó, en hann
lézt fyrir aldur fram úr lungna-
bólgu, sem um þær mundir var
mikill dauðavaldur, hóf Páll að
stunda sjó með bræðrum sínum,
sem þá voru orðnir formenn á
árabátum. Páll gerðist sjálfur for-
maður og útgerðarmaður haustið
1905, þá komst hann yfir árabát
er Hannes hét og hóf róðra frá
hinn víðkunnu verstöð, Bol-
ungarvík. Þessi haustvertíð var
happasæl. Árið eftir keypti Páll
nýlegan sexæring, sem hann
skýrði Hovgaard. Það var svo árið
þar á eftir, að Páll í Heimabæ
brauzt í því að komast yfir mótor-
vél í þennan bát sinn, Hovgaard.
Það tókst honum með ágætri að-
stoð annarra, en einmitt á þessu
árabili voru formenn og útgerðar-
menn margir að afla sér véla i
árabáta sína, er til þess voru nógu
stórir. Það skipti sköpum í allri
útgerð og sjósókn þegar mótorbát-
arnir komu til sögunnar, þótt ekki
væru það stórar eða burðarmiklar
fleytur í byrjuninni. Þennan
fyrsta mótorbát, 4 lestir, átti Páll
lengi og reyndist hann happasæl
fleyta um mikinn árafjölda.
Þegar mótorbátarnir komu al-
mennt til sögunnar, óx mörgum
formanninum áræði i sjósókn
allri, enda gerlegt að leita fanga á
nýjum fiskimiðum, sem gáfu
betri raun en árabátamiðin höfðu
gjört alla jafnan. Páll Pálsson
reyndist fljótt á formennskuárum
sínum dugmikill og aflasæli eins
og bræður hans, Jóakim og
Halldór, en allir urðu þessir bræð-
ur síðar héraðsþekktir aflamenn
og kappsfullir sjósóknarar. Enn
því var ekki að neita, að stundum
virtist manni, að teflt væri á
tæpasta vaðið, er veður voru
válynd ekki sízt á vetrarvertíðum
og fyrripart vorvertíða. Ekki bar
það ósjaldan við, að bátstapar hér
vestra yrðu í maímánuði, er
norðanáhlaup gerði. — Enn þegar
verst gegndi og landtaka i heima-
höfn virtist hæpin eða tvísýn, var
brugðið á það ráð að hleypa til
annarra verstöðva t.d. Súganda-
fjarðar eða jafnvel Önundarfjarð-
ar.
Páll var lengi fyrirvinna móður
sinnar, en 1. júní 1914 kvæntist
hann Guðrúnu Guðleifsdóttur frá
Sæbóli í Aðalvík, mestu myndar-
konu. Þau Guðrún og Páll eign-
uðust sjö börn, eitt þeirra dó í
æsku. Börn þeirra Guðrúnar og
Páls, er upp komust og nú lifa eru
þessi: Páll fyrrum togaraskip-
stjóri, nú stórkaupmaður i
Reykjavík, Jóakim Pálsson fram-
kvæmdastjóri og útgerðarmaður í
Hnífsdal, Leifur fyrrum skip-
stjóri, Halldór verkstjóri hjá
Hraðfrystihúsinu h/f í Hnífsdal
og Helga, ekkja Skúla Hermanns-
sonar fyrrum skipstjóra, sem dó
fyrir aldur fram af slysförum. Þá
lézt uppkominn sonur þeirra,
Kristján á 21. aldursári, mesti
efnispiltur. Konu sina Guðrúnu
missti Páll árið 1923, aðeins 28
ára gamla, og var það mikið
reiðarslag fyrir hann eins og á
stóð, börnin öll mjög ung. Árið
1924 giftist Páll Pálsson aftur,
Kristínu Jónsdóttur frá Reykjar-
firði við Djúp, en hún hafði dval-
izt á heimili þeirra Guðrúnar og
verið því mikil stoð.
Eftir að . Páll Pálsson hafði
stundað sjó í nokkur ár, brá hann
á það ráð að setjast á skólabekk i
Flensborgarskóla, en Halldór
bróðir hans hafði einmitt áður
sótt þann skóla. Páll dvaldist einn
vetur i Flensborg og naut hand-
leiðslu mætra kennara.
Af þessu stutta yfirliti um ævi
og starf Páls í Heimabæ, kemur
það berlega í ljös, að líf hans allt
hefur ekki ávallt verið dans á
rósum, því að stundum mátti
hann þola þunga harma við missi
ástvina sinna, eins og hér hefur
verið rakið. En létt lund ásamt
óvenjulegu þreki og miklum
kjarki græddi sárin fyrr en ella,
en þessir eiginleikar Páls dugðu
honum bezt þegar verst gegndi og
ýmislegt fór úrskeiðis i lífinu.
Páll Pálsson kom víðar við í
heimahögum sínum en að vera
útvegsbóndi og mikill sjósóknari,
því að á sínum yngri árum starf-
aði hann mikið að félagsmálum í
Hnífsdal. — Og einmitt á þeim
vettvangi urðu fyrstu kynni
okkar Páls í Heimabæ. Löngu
seinna gerðist hann viðskipta-
maður minn, er ég hóf fiskikaup
vorið 1931 og reyndist þá mjög
aflasæll sem fyrr.
Um 1941 hætti Páll með öllu
formennsku, en átti þá mótorbát
er Vinur hét, 12 tonn, sjálfur
hafði hann verið formaður á bátn-
um um nokkurt árabil, en nú tók
við formennsku tengdasonur
hans, Skúli Hermannsson. Páll
Pálsson sem lengi hafði verið
mjög fengsæll sjósóknari og
byggðarlagi sínu nýtur maður,
hafði ásamt hásetum sínum fært
mikil verðmæti að landi um ára-
raðir. Páll átti sæti í hreppsnefnd
Eyrarhrepps um sex ára skeið og
var jafnframt oddviti hennar og
fórst honum starfið vel úr hendi.
Þá var Páll Pálsson einn af stofn-
endum Hraðfrystihússins h/f í
Hnífsdal ásamt öðrum útgerðar-
mönnum og var stjórnarformaður
fyrirtækisins fyrstu 10 árin. Páll
var mjög kirkjurækinn og átti
lengi sæti í sóknarnefnd Hnífs-
dals og lengi formaður hennar. Þá
var hann í fjölda ára í söngkór
sóknarinnar og lengi meðhjálpari.
Páll lét sig sjaldan vanta við guðs-
þjónustur allt til hins síðasta. Páll
bjó með einkadóttur sinni Helgu
um fjölda ára eða allt til þess er
hann fór á sjúkrahús skömmu fyr-
ir andlát sitt.
Ég vil leyfa mér fyrir hönd
Hnífsdælinga að þakka Páli Páls-
syni langt og giftudrjúgt ævistarf
í þágu byggðarlagsins. — Sjálfur
vil ég nú að leiðarlokum þakka
Páli löng og góð kynni og sam-
fylgd í lífinu, árin sem aldrei
gleymast og bið honum guðsbless-
unar.
F. 23. nóvember 1906
D. 27. marz 1975.
Hún Ingibjörg tilheyrði lifi og
starfi, vori og gróanda á þann
hátt, að nær ómögulegt er að
hugsa sér, að hún sé dáin, komi
ekki framar með plastpokann
sinn með hálfprjónaða peysu og
hálfútsprungna blómlauka hérna
að dyrunum, þegar dagssólin gæg-
ist fyrir hornið á blokkinni háu.
Hún tilheyrði lifi og gróandi
vori og dauðinn var ekki til í
hennar orðasafni, jafnvel þótt
hún berðist við hann i návigi heilt
ár. Meðan fætur gátu borið að
hálfu skyldi upp staðið og á fætur
farið.
Eiginlega ætti að skrifa um
hana ódauðlega sögu. Verst að
Laxness og Þórbergur skyldu
aldrei mæta henni, þegar hún var
að flytja áburð i einhvern garðinn
til að rækta gróandi lif og fegurð
borgarinnar. Og svó átti hún ótal
blóm i pottum í húsi sinu. Og
öllum var þeim hagrætt af hönd-
um, sem aldrei urðu samt móður-
hendur, en alltaf voru þaó, ef
blóm átti í hlut einkum lúpínur,
því að þær gætu grætt hrjóstrin
hörð og dauð litum, lifi og krafti,
verið landnemar auðnum og upp-
blæstri íslands, sagói hún.
Og svo prjónaði hún peysur,
islenskar lopapeysur, sem sjálfur
Onassis heföi orðið stoltur af. Og
engan vissi ég austan eða vestan
Atlantshafs, sem sá slíkar flíkur
að ekki liti þær löngunaraugum.
Reyndar fékk hún ekki margar
krónur á tímann við prjónastörf,
samt var hún eldfljót. En islensk-
ar handiðnir eru i eðli sínu and-
leg störf eins og listir og verða
Börnum Páls og barnabörnum,
sem og öðru venzlafólki sendi ég
mínar einlægu samúðarkveðjur.
Einar Steindórsson.
Hinn 26. marz s.l. lézt Páll Páls-
son fyrrverandi útvegsbóndi tæp-
lega níutíu og tveggja ára að
aldri. Með honum er genginn enn
einn af þeirri kynslóð, sem stóð
fyrir gjörbyltingu í islenzku at-
vinnulifi og lagði þannig grund-
völl að því allsnægtaþjóðfélagi,
sem við lifum nú í. Frá unga aldri
var hann í fararbroddi þeirra,
sem fastast sóttu sjóinn við Isa-
fjarðardjúp og á tíræðisaldri sótti
hann rauðmagann á grunnmiðin í
Djúpinu og sló .túnið með orfi og
ljá. Afkastamiklu lífsstarfi er nú
lokið, en minningin lifir til að
hvetja komandi kynslóóir til
dáða.
Páll Pálsson var fæddur í
Heimabæ í Hnífsdal 10. júlí 1883.
Foreldrar hans voru hjónin Páll
Halldórsson og Helga Jóakims-
dóttir. Páll Halldórsson var fædd-
ur á Gili í Bolungarvík 6. október
1849, sonur hjónanna Halldórs
Bjarnasonar og Margrétar Hall-
dórsdóttur. Hann var útvegsbóndi
og formaður í Hnífsdal, afburða
aflamaður og farsæll og er þess
getið, að aldrei hlekktist bátum
hans á, en slíkt þótti með eindæm-
um á þeirri slysaöld, þegar fisk-
veiðar voru eingöngu stundaðar á
árabátum. Helga Jóakimsdóttir
var dóttir Jóakims Jóakimssonar
ekki metin til fjár, né mæld á vog
né stikuó.
Og svo unni Ingibjörg kirkju-
legu starfi, sálmasöng og tónlist.
Hún var ekki prédikari en gat
sagt setningar eins og véfrétt
væri. Allur tepruskapur og trúar-
legt yfirlæti var henni samt víðs-
fjarri. Hún talaði aldrei um ,,Orð-
ið'' í gæsalöppum og með stórum
staf. En það var henni lif, lífið
sjálft jafnt vió gróðursetningu og
á barnasamkomum, jafnt við gólf-
þvottinn, uppvaskiö og á kirkju-
konsertinum. Hún var öll í þjón-
ustunni og vann þannig þau
preststörf, sem biskupsvigðir
prestar hefðu vart litið við,
kannski vió að selja merki og blöð
i kafaldshrið og náttmyrkri á
skammdegiskvöldi fyrir jólin. En
mér er spurn — hvað yrði um
allar kirkjubyggingarnar hér i
borginni, ef ekki væru svona
prestar — kvenprestar til eins og
Ingibjörg Símonardóttir? Þaó
skal fleira til en tóna fyrir altari
og plumma sig í prédikunarstól.
Kirkjur vaxa ekki upp af engu,
þótt heilagur andi umlyki þær.
Og hún var sönn og heil, traust
og trygg, hreinskilin og
hispurslaus jafnt við kóng og kot-
'ung. Og hún var dularfull. Eng-
inn vissi hvaðan hún kom eða
hvert hún fór. Hún slúðraði aldrei
og talaði aldrei illa um neinn,
baktal og grófyrði voru aldrei á
hennar vörum, hún var eins og
mjöllin, andlega talað, hvit og
hrein — viknaði aldrei, kvartaði
aldrei né kveinkaði sér jafnvel í
sárustu neyö i nærveru dauðans.
En verður ekki mjöllin að lindum
lífs, sem færa ljós og líf kraft og
starf ínn í heim borgarinnar —
og Guðnýjar Magnúsdóttur, en
þau bjuggu lengi á Árbót í Suður-
Þingeyjarsýslu. Helga fluttist
vestur árið 1874 ásamt bræðrum
sínum Aðalbirni skipstjóra og
Jóakim trésmiðameistara, en þeir
settust báðir að i ísafjarðarkaup-
stað. Aðalbjörn fórst með skips-
höfn sinni skömmu síðar en Jóa-
kim lifði til níræðisaldurs.
Páll Pálsson ólst upp I foreldra-
húsum i Hnífsdal ásamt systkin-
um sínum. Þrjú þeirra dóu í
æsku, en þau sem upp komust
voru: Halldór útvegsbóndi og for-
maður í Hnífsdal. Hann fórst á
vélbátnum „Páli“ 28. marz 1933,
Jóakim útvegsbóndi og formaður
í Hnífsdal lézt 13. desember 1914,
Margrét, sem lézt 1973, var lengi
kennari í Hnífsdal, Bolungarvik
og viðar, síðar búsett í Reykjavík,
og Sigríður, sem var gift Aðal-
steini Pálssyni skipstjóra í
Reykjavik. Halldór, Jóakim og
Páll voru víðkunnir aflamenn og
oft nefndir „Heimabæjarbræð-
ur“. Þeir voru áræðnir atorku-
menn og afburða fengsælir for-
menn.
Hinn 1. júni 1914 kvæntist Páll
Guðrúnu Guðleifsdóttur frá
Sæbóli i Aðalvík og eignuðust þau
sjö börn: Páll skipstjóri á ísafirði
nú stórkaupmaður í Reykjavík,
kvæntur Ölöfu Karvelsdóttur frá
Hnífsdal. Jóakim skipstjóri og út-
gerðarmaður í Hnífsdal, kvæntur
Gabríelu Jóhannesdóttur frá Hlíð
í Álftafirði. Halldór lézt á 1. ári.
Helga ekkja Skúla Hermannsson-
ar sjömanns í Hnífsdal, en hann
var ættaður úr Ögurnesi við Isa-
fjarðardjúp. Leifur Pálsson skip-
stjóri I Hnífsdal, kvæntur Ingu
Jónsdóttur frá Isafirði. Kristján
lézt úr berklum 21 árs að aldri.
Halldór verkstjóri I Hnífsdal,
kvæntur Ingu Ingimarsdöttur frá
Hnífsdal. Helga, einkadóttir Páls,
hefur undanfarin ár búið hjá hon-
um ásamt börnum sínum og hafa
þau ávallt annazt hann af næm-
leika og alúð. Guðrún kona Páls
lézt árið 1923 aðeins 28 ára að
aldri. Árið 1924 kvæntist Páll sið-
ari konu sinni, Kristínu Jónsdótt-
ur úr Reykjafirði. Hún lézt 1935.
Páll var fjölfróður um lifnaðar-
og atvinnuhætti fyrri tiða og víð-
lesinn bókamaður. Sá, sem þessi
orð ritar, verður ævinlega þakk-
Framhald á bls. 18
vorið frá hjarta landsins þar sem
vetur ríkir.
Mér var sagt aó Ingibjörg
Simonardóttir sem var einstæð
kona hér í borg væri af ættum
Haukdæla eða Ásbirninga aó
langfeðga tali. Um það talaði hún
aldrei. En ég veit að hún var
nákominn ættingi mins fjöl-
gáfaðasta lærimeistara, Magnúsar
Jónssonar dósents, doktors og ráð-
herra. Hún var fædd á Sauðár-
króki. Foreldrar hennar voru
Guðrún Þorsteinsdóttir og Simon
Jónsson. Ung fór hún sem töku-
barn að Hólskoti á Reykjaströnd
og ólst þar upp til fullorðinsára
hjá Kristínu Magnúsdóttur og
Þorvaldi Olafssyni.
Hún minntist annars sjaldan á
fortíð sina. Ævisaga hennar var
okkur leyndarmál.
En það fólk, sem næst stendur
að störfum hér til uppbyggingar í
Langholtssöfnuði þakkar Ingi-
björgu Símonardóttur góða sam-
fylgd og ómetanlegan dug og
tröllatryggð við Safnaóarheimilið
á Holtinu.
t
Þökkum innílega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
sonar míns og bróður okkar,
ARNÓRSAUÐUNSSONAR.
Auðunn Br. Sveinsson.
Sveinn Auðunsson, Erika Steinmann,
Kristin Auðunsdóttir, Haukur Ágústsson,
Emil Auðunsson, Ólafur Auðunsson.
t
Þö_kkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns
míns, föður, tengdaföður og sonar
ÓSKARSJENSEN,
rafvirkjameistara.
Vilborg Guðsteinsdóttir,
Gunnar Óskarsson, Sigurdis Ólafsdóttir,
Erlín Óskarsdóttir, Ástráður Guðmundsson,
Ásta Óskarsdóttir, Finnur Óskarsson,
Þórunn Óskarsdóttir,
Erlín Jónsdóttir.
Ingibjörg Símonar-
dóttir - Minningarorð
Árelíus Nfelsson.