Morgunblaðið - 03.04.1975, Page 7

Morgunblaðið - 03.04.1975, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1975 7 Heildarendurskoðun á stefnumótun Reykjavikurborgar í félagsmálum Á fundi borgarstjórnar sl. fimmtudag var samþykkt með 15 samhljóða atkvæð- um eftirfarandi tillaga frá Markúsi Erni Antonssyni: „Borgarstjórn samþykk- ir, að fram skuli fara heild- arendurskoðun á stefnu- mótun Reykjavíkurborgar í félagsmálum og einstökum þáttum starfsemi Félags- málastofnunar Reykjavík- urborgar, þar á meðal fjár- hagsaostoð, í Ijósi þeirrar reynslu, sem fengizt hefur af nýskipan félagsmála- starfseminnar samkvæmt samþykkt borgarstjórnar frá 20. júlí 1967. í framhaldi af þessari endurskoðun verði gerð framtíðaráætlun um upp- byggingu Félagsmálastofn- unar Reykjavíkurborgar, skipulag, starfsmannaþörf og kynningu á starfsemi. Borgarstjórn felur borgarráði og félagsmála- ráði að beita sér fyrir slíkri endurskoðun og áætlana- gerð í samráði við hag- sýslustjóra Reykjavíkur- borgar og sérfræðinga á sviði félagsmála. Stefnt skal að því, að niðurstaða verði lögð fyrir borgarstjórn eigi síoar en í árslok 1975." Markús Örn Antonsson formaSur félagsmálaráSs, sagSi, aS þessi til- laga væri miög í anda umsagnar félagsmálaráSs um tillógu, sem Björgvin GuSmundsson. borgar- fulltrúi AlþýSuflokksins, flutti um málefni Félagsmálastofnunar fyrr i vetur. og var til annarar umræSu nú. I framsöguræSu sinni vék Markús nokkuS aS þróun félags- málastarfsemi Reykjavikurborgar og sagSi aS hún hefSi einkennzt af fáum en stórum stökkum og væri athyglisverSust sú breyting, er gerð var meS samþykkt borgar- stjórnar 1967, er félagsmálaráS og Félagsmálastofnun Reykja- víkurborgar voru stofnuS. Sam- kvæmt henni á höfuSmarkmiS allrar félagslegrar aSstoSar aS vera fólgiS i aS gera mönnum kleift aS sigrast á erfiSleikum og verSa sjálfbjarga. Skuli þetta gert jöfnum höndum meS upplýsingum og ráSgjöf sem þætti i almennu varnaSarstarfi og aSstoS i ein- stökum tilfellum. Megintilgang meS stofnun Félagsmálastofnunar kvaS Markús hafa veriS þann aS sam- ræma og sameina félagsmálastarf borgarinnar og hverfa þar meS frá sjónarmiSum sérgreiningar. Heild- armeSferS málefna hvers einstakl- ings og hverrar fjölskyldu væri þar meS hjá einni stofnun en ekki miSuS viS afmörkuS, sérgreind vandamál. Megináherzlan i starf- inu hefSi siSan veriS lögS á fjöl- skylduvernd. varnaSarstarf og endurhæfingu fjölskyldna og ein- staklinga. Stefnt hefSi veriS aS þvi aS fela einum og sama starfs- manni málefni hverrar fjölskyldu, svo sem frekast væri unnt. Markús Örn sagSi, aS i ár væri gert ráS fyrir aS starfsmenn Félagsmálastofnunar yrSu 38 tals- ins, þar af 16 í fjölskyldudeild. Komio hefSi i Ijós. aS hörgull væri á sérmenntuSu starfsliSi og hefSi hans gætt verulega fyrst framan af, þannig aS Reykjavikurborg hefSi átt frumkvæSi aS veitingu námsstyrkja handa fólki, sem vildi leggja stund á nám i félagsráSgjöf erlendis. Markús taldi þaS ekki framhjá neinum fara, aS mjög misjafnar sögur voru sagSar af starfi Félags- málastofnunarinnar og margar á miktum misskilningi byggSar. Væri mörgum gjarnt á aS lita á stofnunina sem eins konar pen- ingastofnun er gerSi litiS annaS en aS dreifa fjármunum til skjólstæS- inga sinna, sem kannski hefSu sumir hverjir litla eSa enga þörf fyrir aSstoS. í þessu sambandi væri vert aS minnast hins fjölbreytilega starfs Félagsmálastofnunarinnar og nægoi t.d. aS minnast málefna aldraSra, margs konar aSstoSar viS þá og mjög myndarlegs tóm- Tillaga frá Markúsi Ertii Antonssyni í borgarstjórn samþykkt stundastarfs á HallveigarstöSum og á NorSurbrún 1. Heimilishjálp og þjónusta viS sjúka og gamal- menni væri llka vaxandi starfs- þáttur. Þá mætti ekki gleyma um- sjón Félagsmálastofnunar meS rekstri vistunarheimila fyrir börn, mæSraheimilis og gistiskýla fyrir áfengissjúklinga. f fjárhagsáætlun Reykjavlkur- Markús Örn Antonsson borgar fyrir áriS 1975 stendur, aS tæpum 900 milljónum skuli variS til félagsmála. KvaS Markús þaS nokkuS áberandi misskilning, að allt þetta fé rynni tii Félags- málastofnunarinnar. Þvi færi viðs fjarri og meirihluti upphæSarinnar væru lögboSin framlög til stofn- ana og sjóSa, opinberra eSa á vegum félagasamtaka, þar af t.d. 155 milljónir til Barnavinafélags- ins Sumargjafar vegna reksturs dagvistunarheimila fyrir börn. Léti nærri aS þriðjungur heildarupp- hæðarinnar rynni til félagsmála- starfs á vegum Reykjavikurborgar, þar af kostaði rekstur félagsmála- starfsins rúmar 50 millj., fjárhags- aðstoð næmi 133 millj. á áætlun, heimilishjálp kostaði 29 millj. og tómstundastarf aldraðra 6 milljónir. Reksturskostnaður heimila, upptökuheimila fyrir börn og fjölskylduheimila, mæðraheim- ilis og gistiskýla fyrir áfengissjúkl- inga er áætlaður 62 milljónir á árinu. f framhaldi af þessu nefndi ræðumaður. að siaukin áherzla væri lögð á að vista börn, sem ekki geta dvalizt i foreldrahúsum, á einkaheimilum eða fjölskyldu- heimilum, þar sem fimm tií sjö börn dveljast saman hjá uppal- endum. HefSi þetta reynzt miklu ákjósanlegri og ódýrari lausn en að hafa börnin á stofnunum. þar sem dvalarkostnaður fyrir barnið væri nú um 100 þús. krónur á mánuði. Hefði vistunarplássum á stofnunum fækkað úr 11 5 1969 i 651974 Markús Örn taldi að einkum tveir starfsþættir hjá Félagsmála- stofnun væru öðrum fremur undir smásjánni hjá almenningi. en það væri fjárhagsaðstoðin og hús- næðisfyrirgreiðsla i leiguhúsnæði borgarinnar. Reynslan hefði sýnt, að um 20% þeirra, sem til stofn- unarinnar leita um aðstoð, ættu sjálfir við áfengisvandamál aS stríða og önnur 20% tilfella stöf- uðu af drykkjuskap nákomins fjöl- skyldufólks. Aðallega er þarna um öryrkja að ræða og einstæða for- eldra, sem vegna félagslegra vandamála sinna þurfa i flestum tilvikum aS fá aSstoð til að greiða húsaleigu eða standa undir kostn- aði viS vistun barna. Vert væri að minnast þess fjölda fólks, sem leitar til Félagsmála- stofnunarinnar um ráðgjöf og leið- beiningar án þess að nokkur fjár- hagsstoð sé veitt. en þeir voru 433 talsins árið 1973. Þá fer lika vaxandi, að fjárhags- aðstoð sé veitt i formi bráða- birgðalána með umboSi i trygg- ingabótum Tryggingarstofnunar rikisins til ákveðins tima. Heildarfjöldi skjólstæðinga, sem Félagsmálastofnunin veitti beina fjárhagsfyrirgreiðslu árið 1973 var 1 789 en hafSi verið 2015 árið 1971. Varðandi húsnæðismálin gat Markús Örn um, að húsnæðisfull- trúi Félagsmálastofnunar hefði ný- lega gert könnun á högum ibúa i borgarhúsnæði og kannaðar hefðu verið breyttar forsendur frá þvi að leigumáli var gerSur. Athugað hefði verið sambýli, fjölskyldu- stærð með tilliti til ibúðarstærðar, og tekjur. Nú eru 592 leiguibúSir i eigu borgarinnar, sem ætlaðar eru til frambúðar. Athugunin leiddi i Ijós, að meðal leigjenda i þessum ibúSum, eru 20 aðitar, sem nýta sér búsetu i lágri leigu borgarhús- næðisins, ekki lengur þurfandi. Þó hefur ekki reynzt auðvelt að visa þeim út á almennan leigumarkaS og borgarfógeti ekki fáanlegur til útburðar úr borgarhúsnæði. Þó að þessi tala væri lág. þyrfti vissu- lega að hafa strangt eftirlit með, aS skjólstæðingarnir væru ekki að „leika á kerfið" eins og það væri kallað. Um framtiðarskipan félagsmála- starfsins sagði borgarfulltrúinn að meta þyrfti, hvernig hægt væri að gripa fljótt og örugglega á félags- legum vandamálum Reykvikinga, hvort reynsla síðustu ára sýndi. að við værum á réttri leið að þvi marki, sem samþykktin um stofn- un Félagsmálastofnunarinnar setti okkur og hvort hún gæfi tilefni til enn meiri útvikkunar starfsins, með auknu sérþjálfuðu starfsliði og þjónustuútibúum eins og þegar væri visir að i Breiðholti III. Sam- starf við yfirvöld heilbrigðismála borgarinnar þyrfti að taka i þetta heildardæmi. Ástæða væri til að kanna, hvort aukin aðstoð við aldraða á einka- heimilum gæti ekki komið að verulegu gagni og að einhverju leyti minnkao þörf fyrir vistun á stofnunum. Markús Örn sagði að lokum, að Félagsmálastofnunin ætti að kynna starfsemi sina á breiðum grundvelli og hefði fréttabréf hennar gegnt mikilvægu hlutverki i þvi sambandi. Ástæða væri til að huga að útgáfu einstakra kynn- ingarrita, m.a um almennt hlut- verk félagsmálastofnunar i fyrir- byggjandi starfi og ennfremur i ráðgjafar- og leiðbeiningarstarf i fyrir einstaklinga og fjölskyldur, sem eiga við vandamál að striða. Sérstök athygli yrði vakin á félagsmálastarfsmönnum, sem reiðubúnir væru til að aðstoða. Björgvin Guðmundsson (A) kvaðst samþykkur tillögunni og þakkaði hann ágætt samstarf við félagsmálaráð, sem hann hefði átt viðræður við út af tillögu sinni frá í vetur. Það hefði komið i Ijós. að félagsmálaráði þætti óeðlilegt, að sérstök nefnd væri skipuð til að rannsaka starfsemi Félagsmála- stofnunarinnar, þar eð ráðinu sjálfu væri ætlað að hafa stöðuga umsjón með henni og hafa starf- semina jafnan til endurskoðunar. Kvaðst Björgvin reiðubúinn að falla frá hugmyndinni um skipun sérstakrar rannsóknarnefndar. Um kynningarmál Félagsmála- stofnunarinnar sagði hann. að hún ætti að efla útgáfu upplýsingarita og gera sérstaklega grein fyrir þeim reglum, er gilda um veitingu fjárhagsaðstoðarinnar. Sagði borgarf ulltrúinn, að Trygginga- stofnun rikisins hefði gefið út nokkur upplýsingarit um bóta- greiðslur sínar og ætti Félags- málastofnunin að gera slíkt hið sama. Flutti Björgvin sérstaka til- lögu um þetta efni. Þorbjörn Broddason (K) taldi gæta mikils misskilnings hjá Björgvini Guðmundssyni á eðli fjárhagsaðstoðarinnar. Hlutverk Félagsmálastofnunarinnar væri fyrst og fremst að aðstoða fólk með öorum hætti heldur en að gripa til hennar, þó að fyrir- greiðsla peningalegs eðlis reyndist i mörgum tilfellum nauðsynleg sem þáttur i heildarmeðferð Markús Örn Antonsson sagði for- sendur fyrir fjárhagsaðstoð Framhald á bls. 13. Efnalaug Til leigu er mjög góð efnalaug í fjölmennu íbúðarhverfi í Reykja- vík. TilboS er greini hugsanlega leigu- upphæð sendist Mbl. merkt: „Efnalaug — 71 72”. fbúð óskast til leigu Óskum eftir að taka á leigu 2ja—3ja herbergja ibúð i Reykja- vik eða Kópavogi. Hringið i sima 28395 næstu daga. Húseigendur athugið Steypuframkvæmdir. Steypum gangstéttir, heimkeyrslur og bila- stæði. Leggjum gangstéttarhellur, girðum lóðir, o.fl. Uppl. i síma 71 381. Tækniteiknari óskar eftir vinnu ýmislegt annað kemur til greina. Upplýsingar i sima 36079 eftir kl. 7. Mótatimbur Til sólu er mótatimbur (notað einu sinni) að Brekkugerði 24 eftir hádegi i dag. Bill Til sölu nýr Toyota, árg. '75, ókeyrður af sérstökum ástæðum. Greiðsluskilmálar. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Bill — 71 73" fyrir 10. þ.m. 5 herb. íbúð óskast til leigu helst i Hliðunum frá 1. maí. Örugg mánaðargreiðsla. Góð umgengni. Uppl. i sima 23928. íbúð óskast Hjón með 2 börn óska eftir 3ja til 4ra herb. íbúð til leigu í Rvk. eða nágrenni sem fyrst. Uppl. í síma 37319. Blómabúð Óskum eftir að kaupa blómabúð sem er i fullum rekstri. Tilboð með uppl. leggist inn á afgr. Mbl. fyrir 7. þ.m. merkt: ..Blómabúð 971 8". Notuð járnsmiðaverkfæri til sölu rafsuðuvélar, vélsög, rennibekkur, 1,80 metrar millí odda, boltasnitt- vél, rörbeygjuvél, réttiplan og hita- blásarar. (Hitaveitu). Uppl. i sima 32480 og 31080 kl. i 8—5. 10 hestafla Saab dieselvél til sölu. Einnig 1V2 — 2 tonna trilla. Upplýsingar í síma 51474. 2ja — 3ja herb. ibúð óskast til leigu fyrir 1. september. Upplýsingar i sima 17912 milli kl. 10—20 i kvöld og næstu kvöld. Vélsleði óskast helzt Vamaha (japanskur). Upplýsingar í síma 73481. V.í — 50. Hringið i síma 14416 — 15399 — 30490 — 36462 vegna 25. ára afmælisins. Grunnur 925 fm einbýlishúsalóð til sölu i nágrenni Hafnarfjarðar ásamt teikningum og hálf uppslegnum grunni. Uppl. i sima 73676 eftir kl. 7. Nýkomið Kjólar, stuttir og síðir. Táninga- kjólar buxnadragtir kápur, sið pils. Hagstætt verð. Fatamarkaðurinn Laugavegi 33. Sumarbústaðaland óskast Óska eftir góðu sumarbústaðalandi í nágrenni Reykjavíkur. Upplýsingar í síma 85961 . Stangaveiðifélag Rangæinga. Aðalfundur Stangaveiðifélags Rangæinga verð- ur haldinn að félagsheimilinu Hvoli, laugar- daginn 1 2. apríl n.k. kl. 1 4.00. Stjórnin. Nudd- og snyrtistofa Ástu Baldvinsdóttur Hrauntungu 85, Kópavogi. Andlitsböð, húðhreinsun, fót- og handsnyrting. Megrunar- og afslöppunar- nudd og nudd . við vöðvabólgum. VIL VEKJA SERSTAKA ATHYGLI Á: 10 tíma megrunar- og afslöppunar- vigtun mæ/ing og kúrum. Nudd, sauna, matseðill. OPIÐ TIL KL 10 ÖLL KVÖLD. Bílastæði. Sími 40609.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.