Morgunblaðið - 03.04.1975, Síða 10

Morgunblaðið - 03.04.1975, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1975 hér einnig inn í myndina sem þýðingarmikill liður i viðleitni til að gera óvirka sjúklínga virka á ný, leysa þá úr einveru þeirra og auka þeim sjálfstraust og trú á eigin getu. Hér er frjáis útrás skapandi tilfinninga mikilvægt atriði og getur orðið nokkurs konar sálarspegill sjúkl- ingsins, sem bregður ljósi á inni- birgðar hvatir og tilfinningar, og geta gefið mikilvægar upplýsing- ar í sambandi við lækningu þeirra. Þetta hefur lengi verið vitað, en hefur fyrst á siðustu árum hlotið almenna viðurkenn- ingu sjúkrahúsa og er víða gild taug á leið sjúklingsins tíl bata. Það segir sig sjálft, að engir sálar- gluggar opnast við það að taka upp mynstur og útsaum úr blöð- um og timaritum, eða að búa til klukkustrengi, og færa þetta mikilsverða svið langt niður á við svo sem getur aó líta á sýningu á Borgarsjúkrahúsinu í dag. Hér er um varhugaverð mistök að ræða, lýtalaust handbragðið er hér ekki aðalatriðið, þótt það sé vissulega góðra gjalda vert og skal ekki vanrækjast, en sem sérstakt markmið verður það að ófrjóu dútli. Hér vil ég þó geta þess sérstaklega að á nefndri sýningu sá ég sérstætt handverk miðað við aðstæður, þ.e. ástand sjúklíngs- ins, og sjálfsagt hefur það vakið stolt og gleði hjá honum og sem slikt hefur það, i þvi tilviki, ótví- rætt grldi. Sýning þessi er annars óskipulega sett upp og minnir helzt á basar, ef frómt er frá sagt. Það orkar ekki tvímælis að miklu skiptir fyrir sjúklinginn að losa um höft og höndla skapandi neista innra með sér og útfæra hann þvínæst í tilfallandi tækni. Slikt gæti skipt sköpum í lífi hans bæði á leið til bata og tíl aukinnar sjálfsvitundar, er um þroskaheft fólk er að ræða, eða fólk sem misst hefur eitt af skilningarvit- um sínum. Þvi fannst mér skemmtilegasti hluti sýningar- innar felast í tilraunum sjúklinga við að mála eða vinna að eigin þanka, og þar trúi ég að jafnvel smávægileg tilsögn hefði getað innsiglað mjög áhugaverðar myndsmíðar. Dregið saman í hnotskurn, á öll slik starfsemi að miðast við þjálf- un til innihaldsríkra lífs og það er ótrúlegt hve miklum árangri er hægt að ná, jafnvel þar sem allt sýnist vonlaust, hið versta af öllu er vanmat og skilningsleysi. Á okkar dögum eru sjúkrahúsin að verða óhugnanlega vélræn og það gerir öll atriði sem varða manneskjuna sjálfa og tilfinn- ingalif hennar mun þýðingar- meiri, og því eru hér öll atriði, hvort heldur sjónræns eða skyn- ræns eðlis sem bæta upp véla- mennskuna, mjög til umhugs- unar. Móttaka sjúklingsins hlýtur því að 'vera eitt af þessum atriðum, og hér skírskota ég til anddyra sjúkrahúsanna og mikil- Vægi þess að þau séu lífræn og gædd vissum þokka. Anddyri Borgarsjúkrahússins er t.d. harð- neskjulegt, en myndlistarverkin bæta það mikið upp, en hví þessar tröppur? Eg er vitni að því er sjúklingar höltruóu niður þessar tröppur með erfiðismunum. Þetta er eitt mjög þýðingarmikió atriði hönnunar. Anddyri Landakots- og Landspitalans eru laus við allar tröppur, en hafa þvi miður ekki þá reisn til að bera sem listaverk Schevings og Ásmundar gæða anddyri Borgarspítalans, — en væri nú ekki hægt að samræma þessi atriði í framtíðinni? Að lokum vil ég víkja litillega að svipmóti sjúkrahúsa, sem er ekki svo litið atriði. Borgarspítal- inn hefur mesta reisn yfir sér, og við skulum vona að hann mæðist ekki í sambýli sviplausra bygg- inga líkt og Landspítalinn gamli. Landakotsspítalinn takmarkast af umhverfi sínu og er þokkafull bygging þótt gamla byggingin væri ólíkt þokkafyllri. Heilsu- verndarstöðin er ævintýraleg að útliti með öllum sínum turnspír- um, hvaða áhrif sem þær svo hafa á bata sjúklinga? Hinsvegar er turninn á Borgarsjúkrahúsinu sannarlega ekki út i hött, svo sem ég hefi jafnan álitið, því að útsýn- ið frá efstu hæð yfir borgina er dýrlegt og meiri hressing en mörg lyfjagjöfin. Merkilegt er að efsta hæðin skyldi ekki vera ætluð sem setustofa fyrir afturbatasjúkl- inga, það væri til heilsubótar og væri ekki úr vegi að taka það til athugunar .... Lýkur hér hugleiðingum mín- um um sjúkrahús aó sinni, en dyrum er haldið opnum til frekari umræðu. Bragi Ásgeirsson. deild Borgarsjúkrahússins við Grensásveg og nú síðast samsýn- ing sjúklinga frá ýmsum deildum sjúkrahúsanna og visthæla, uróu mér hvati til að láta veróa aó því að vekja umhugsun og umræóu um þessa hlið sjúkrahúsavistar, ef hér mætti verða nokkur breyt- ing á. Verkunum á Borgarsjúkrahús- inu var eftir atvikum faglega fyr- ir komið en það verður að viður- kennast, að lýsingin á veggjunum var á þann veg, að auðsætt var að hönnuður byggingarinar hefur ekki gert ráð fyrir myndlistar- verkum í skálum og stigagöngum hússins, því að langt var frá að öll verkin nytu sín sem skyldi. En þetta atriði, að ekki hafði verið gert ráð fyrir myndiistarverkum í opinbera byggingu er gömul saga, sem þvi miður er jafnan aó endur- taka sig, og hafa íslenzkir arki- tektar þar markað sér frumlega sérstöðu meðal erlendfa kollega sinna. Sýningin, sem samanstóð af 50 myndlistarverkum eftir 22 lista- menn, lifgaði mjög upp ganga sjúkrahússins og er ánægjulegt að verða þess var að eindregið hefur verið óskað eftir framhaldi á starfseminni og samvinnu við myndlistarmenn. Fimmti hluti myndanna seldist og bendir það til þess að nýr söluvettvangur hafí opnast, sem er meðal starfs- fólks við sjúkrahús en slíkt er hér að sjálfsögðu algert hlióaratriðí. Rétt er að árétta þaó hér, að myndlist og hönnun þurfa skil- yrðislaust að vera á háu stigi í sjúkrahúsum nútímans, og öll starfsemi sem heill og velferð sjúklinganna áhrærir þarf aó standast ströngustu nútímakröf- ur. Þetta á einkum við þann þátt er snýr að því að virkja skapandí hugmyndaflug sjúklinga á fjöl- breytilegan hátt, ekkí eingöngu til að dreifa tímanum heldur einnig til að skapa þeím hughrif og líta bjartari augum á tilveruna. — í því efni er t.d. notað leikstarf með líti og skapandí föndri er nefnist „Art Therapy", eða list- þerapí, svo og leikþerapí (Play Therapy), sem eru í raun og veru náskyld atriði. Iðjuþjálfun kemur Um mánaðamótin jan.—febr. lauk sýningu myndlistarverka á Borgarsjúkrahúsinu, sem staðið hafði yfir frá því fyrir jól og sem var ágætt framtak og vert allrar athygli. Eg vildi síður skrifa um sýninguna meðan hún stóð yfir og þarmeð e.t.v. stefna of mörgu for- vitnu fólki inn i ganga hússins í starfstíma lækna og hjúkrunar- fólks. Sýningin var að sjálfsögðu aðallega sett upp til yndisauka, sjúklingum, gestum þeirra, lækn- um og öðru starfsliði, enda var það starfsmannafélagið sem mun hafa átt frumkvæðíð að sýning- unní og vildí með þvi lífga upp á hina tómlegu veggi hæðanna. Það virðist sannarlega tilefni til að spyrja hvers vegna íslenzk sjúkra- Lisl og hðnnun eftir BRAGA ÁSGEIRSSON hús þurfi að vera jafn eyðileg og fráhrindandi og þau koma fyrir sjónir. Of lítið ef þá nokkuð virð- ist hafa verið hugað að því að gæða sjúkrahúsin hlýleik og upp- örvan. Sjúklingar minnast því kalkaóra veggja og dauflegrar dvalar, þrátt fyrir lofsverða um- önnun hjúkrunaríólks og ágætra lækna. Ekki nægir það eitt að rétta sjúklingum bók í hönd til lestrar, þótt slíkt sé vissulega þakkarvert. En hvar hefur mynd- rænni fegurð verið ætlað rúm? Er hún ekki eínnig mikilvæg, t.d. í sambandi við sjúklinga á bata- skeiði, sem þarfnast uppörvandi, lifandi umhverfis þar sem eitt- hvaó óvænt og athyglisvert ber fyrir augu á göngunt og í setu- stofum? — Slikt leysir síóur en svo öll vandamál en ég held, að í stað eintóna kaldra veggja og nokkurra eftirprentana sem auga mætir og flestir eru löngu hættir að taka eftir, myndi sjálft mynd- verkið i fjölbreytileik sínum eiga erindi og tala til þeirra er tóm- leikinn hrjáir jafnvel meir en meinið sjálft. Um þetta og margt fleira gafst mér tækifæri til að huga að á sl. ári er ég nokkrum sínnum þurfti að dveljast innan veggja sjúkrahúsa um skeið og ákvað að koma hugleiðingum minum á framfæri fyrr en síðar. Fyrrnefnd sýning á Borgarsjúkra- húsinu, auk sýningar Magnúsar A. Arnasonar i endurhæfingar- Myndlist í siúkrahús

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.