Morgunblaðið - 03.04.1975, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRlL 1975
STCDENTAFÉLAGH)
AFHENT REKTOR
Skaflasamt á Kísilveginum
A- Æ
w
-# f,i» ■ *
f I
Ljósm. Sv. Þorm.
Þetta eru nýju barðarnir. Til hægri á myndinni er uppfinninga-
maðurinn, Olafur Jónsson.
Ný íslenzk uppfinning:
Hjólbarðar með
hörðum kornum
I yfirlýsingu, sem Morgunblað-
inu hefur borizt frá stjórn Stúd-
entafélags Háskóla íslands, kem-
ur fram, að stjórn félagsins ákvað
á fundi sfnum 24. marz sl. að
leggja nafn og eigur félagsins til
embættis rektors Háskóla Is-
lands. Jafnframt kemur fram, að
sjóðseign félagsins að upphæð kr.
30.885,50 hefur verið ánafnað til
Stúdentafélags Reykjavíkur, en
fénu á að verja til framkvæmda
við gosbrunn umhverfis styttu af
Sæmundi fróða sem stendur á lóð
Háskólans.
1 yfirlýsingunni kemur fram, að
Mývatnssveit, 1. apríl.
HÉR var gott veður um páskana,
úrkomulaust að mestu, bjart en
frekar svalt á páskadag. Mildara
veður var í gær. Messað var i
báðum kirkjum. i Reykjahlíðar-
kirkju á páskadag var mikið fjöl-
menni. Gefin voru saman ein
hjón, skírð þrjú börn og fermd
nin. Færð á vegum hér hefur ver-
ið sæmileg að undanförnu, þó
hafa verið nokkrir skaflar á Kísil-
veginum. Vel fært er fyrir stóra
bíla og jeppa, en á mörkunum að
litlir fólksbilar komist um. Eg
Bezta veður í Nes-
kaupstað um páskana
Neskaupstað, 1. apríl.
MJÖG gott veður var hér alla
páskana og notaði fólkið veðrið
óspart til að bregða sér á skiði eða
fara i gönguferðir. T.d. fór einn
hópur gangandi til Hellisfjarðar,
sem er næsti fjörður sunnan
Norðfjarðar, á annan dag páska.
Þá var það algengl að foreldrar
óku börnum sínum upp á Odds-
skarð með skiðin. Þar stigu börn-
in út úr bílunum og renndu sér
siðan niður undir Skuggahlið,
sem er syðsti og innsti bær i Norð-
firði.
I dag var híns vegar lágskýjað
hér, en gott veður að öðru leyti.
Af þessum sökum var ekki hægt
að fljúga en 50 manns bíða eftir
flugi suður.
Asgeir.
Hafsteinn Þorsteinsson, sfmstjóri
í Reykjavfk.
SAMGÖNGURAÐHERRA hefur
skipað í tvær nýjar stöður hjá
Pósti og síma frá 1. aprfl að telja.
1 stöðu umdæmisstjóra í um-
dæmi I var skipaður Aðaisteinn
Norberg ritsímastjóri, en f stöðu
sfmstjórans f Reykjavfk var skip-
aður Hafsteinn Þorsteinsson
skrifstofustjóri.
Ráðningar þessar eru sam-
kvæmt reglugerð um breytingu á
stjórn og skipulagi póst- og síma-
mála, sem gefin var út í desember
s.l.
á þessu ári eru liðin 60 ár frá
stofnun félagsins. Astæðan fyrir
því, að starfsemi þess er nú lögð
niður er sögð sú, að félagið hafi
ekki haft starfsfrið til þess að
vinna að markmiðum félagsins. I
yfirlýsingunni segir ennfremur,
að öfgamenn til hægri og vinstri,
austurs og vesturs, hafi komið
fram gagnvart félaginu sem ein
breiðfylking undir almáttugri yf-
irstjórn Stúdentaráðs. Að gefnu
tilefni, segir einnig i yfirlýsing-
unni, er mótmælt öllum aðdrótt-
unum um tengsl Stúdentafélags-
ins við öfgasamtök á borð við
Vöku og Verðandi.
hefi áður bent á að á Kísilvegin-
um eru kaflar, sem þarf að endur-
bæta og hækka. Nú sést ákaflega
vel hvar þeir staðir eru. Nauðsyn-
legt væri að Vegagerðin léti nú
kanna ástand vegarins og jafn-
framt mæla þá kafla sem ætíð
setur skafla á. Ég fullyrði að ef
þessir kaflar væru endurbættir
og vegurinn hækkaður, þá yrði
hann oftast fær yfir veturinn.
Auk þess myndi sparast mikill
kostnaður vegna snjómoksturs á
hverjum vetri. Það eru yfirleitt
sömu staðirnir ár eftir ár sem
þarf að ryðja. Oft hefur það kom-
ið fyrir að tveir til þrír skaflar
hafa teppt alla umferð á þessum
vegi, og hefur það skapað það
mikil óþægindi og kostnaðarauka
fyrir vegfarendur. Mál er því
komið tíl að þessu verði kippt í
lag sem allra fyrst. Vonandi taka
forráðamenn Vegagerðarinnar og
þingmenn kjördæmisins þetta
mál til athugunar og skjótrar
fyrirgreiðslu.
— Kristján.
Gott fiskirí
Siglufirði, 1. apríl.
SIGLUVÍKIN var að koma inn
með 90 tonn af góðum fiski. Afli
hjá línubátunum er 4—6 tonn af
afbragðs línufiski. Hjá netabátun-
um er heldur tregara. Karlarnir
sem eru í grásleppunni hafa gert
það mjög gott, eru með allt upp i 9
tunnur eftir daginn.
m.j.
Aðalsteinn Norberg, umdæmis-
stjóri I.
Undir umdæmisstjóra I heyrir
öll starfsemi póst-, síma- og radió-
stöðva stofnunarinnar á Suður- og
Vesturlandi, þar á meðal póststof-
an í Reykjavik og símstöðin i
Reykjavík.
Samkvæmt hinu nýja skipulagi
kemur símstjóri í stað bæjarsíma-
og ritsímastjóra, og verður rekst-
ur bæjarsímans, ritsímans og tal-
símastöðvarinnar í Reykjavík
þannig eftirleiðis undir stjórn
símstjórans.
UNGUR maður frá Stykkis-
hólmi, Olafur Jónsson að nafni,
fékk í fyrra þá hugmynd að
auka bremsuhæfni hjólbarða
með því að blanda hörðum
kornum saman við gúmmíið.
Hefur Olafur siðan útfært
þessa hugmynd í samvinnu við
Barðann hf. í Reykjavík.
Blandar Olafur carbide-ögnum
saman við gúmmiið þegar barð-
inn er mótaður, en þær hafa
hörkuna 9 og koma næst dem-
andi að hörku. Við prófanir
hefur komið f Ijós að þessir
hjólbarðar standast ekki fylli-
lega samanburð við neglda
hjólbarða, en gætu vissulega
orðið lausnin ef svo fer að
negldir barðar verða bannaðir,
eins og víða er farið að gera.
Hjólbarðar Ólafs voru fyrir
skömmu reyndir á Reykjavík-
Einkaskeyti til Morgun-
blaðsins frá Þór Vilhjálmssyni,
Genf, 1. april.
SVO er að sjá, sem nokkru meiri
festa sé að komast á umræður á
Hafréttarráðstefnunni en var
fyrstu dagana og sáttfýsi gætir í
orðum flestra eða allra ræðu-
manna. Þegar ráðstefnan var sett
fyrir hálfum mánuði var um það
talað, að í dag yrði almennur
fundur haldinn til að meta
stöðuna og gera áætlun um starf-
ið næstu vikur, en þessum fundi
hefur nú verið frestað til mánu-
dagsins 7. apríl.
Lokaðir fundir eru í hinum
þremur nefndum ráðstefnunnar
alla morgna en síðdegis eru fund-
ir i minni nefndum og hópum af
ýmsu tagi. Þrátt fyrir nokkuð vax-
andi bjartsýni er enn ekki að sjá,
að samkomulag verði gert á næst-
unni um neitt einstakt mikilvægt
atriði enda hefur lengi verið aó
því stefnt, að leysa öll helztu
málin í einu lagi. Þó að óvissa ríki
hér í Genf, er vissulega enn
vonast til að það takist að lokum.
Fréttamaður Reuters skrifar í
dag frá Genf, að meiri skriður sé
að komast á hinar óformlegu við-
ræður á ráðstefnunni og héfur
eftir Paul Bamela Engo frá
Cameroun, formanni nefndar-
innar, sem fjallar um alþjóðahafs-
botnsstofnunina að hann búizt við
að hún geti gefið skýrslu um við-
urflugvelli á ísi lagðri braut
sem sérstaklega hafði verið út-
búin. Kom í ljós að á þurrum
rykuðum ís gáfu kornóttu barð-
arnir engu betri raun en venju-
legir barðar og árangur negldra
hjólbarða var 40% betri. Þegar
isinn hafði verið bleyttur jókst
bremsuhæfni kornbarðanna til
muna og var i sumum tilfellum
eins góð og negldra hjólbarða.
Lögreglan i Reykjavík annaðist
þessar prófanir og hafði Bjarn-
þór Aðalsteinsson umsjón með
þeím.
Ólafur Jónsson tjáði Mbl. að
áfram yrði unnið að fullkomn-
un hjólbarðanna í samvinnu við
starfsmenn Barðans hf. Stæði
til að reyna nýja tegund
gúmmís. Þá kemur einnig til
greina að setja þessi korn undir
skótau úr gúmmíi.
ræðurnar nk. föstudag. Þá segir
Reuter eftir Shirley Hamilton
Amerasinghe, forseta ráðstefn-
unnar, að hann muni eiga fundi
með formönnum hinna óform-
legu nefnda ráðstefnunnar síðar i
þessari viku og nk. mánudag
muni hann . formlega meta
hvernig viðræðurnar standi i
Genf.
Innbrot í
Siglufirði
Siglufirði, þriðjudag.
UM páskahelgina hafa innbrots-
þjófar lagt leið sína í Aðalbúðina
hér í bænum. Hafa þeir farið
ruplandi um hillur verzlunar-
innar og stolið ýmiss konar varn-
ingi fyrir á að giska 100.000
krónur. En auk þess hafa þjófarn-
ir eða þjófurinn valdið skemmd-
um í verzluninni. Þetta mál er til
rannsóknar hjá lögreglunni hér.
_______ m j'
Utanríkisráð-
herra í Rúss-
landsheimsókn
EINAR Ágústsson utanrfkisráð-
herra og kona hans, Þórunn Sig-
urðardóttir, ásamt Pétri Thor-
steinssyni ráðuneytisstjóra og
konu hans, Oddnýju Thorsteins-
son, héldu í opinbera heimsókn
til Sovétríkjanna í boði rfkis-
stjórnar Sovétríkjanna s.l. mánu-
dag, en heim koma þau aftur 10.
aprfl.
Að sögn Þórðar Einarssonar,
blaðafulltrúa utanríkisráðuneyt-
isins, mun utanríkisráðherra
hitta utanríkisráðherra Sovétrikj-
anna og aðra ráðherra og embætt-
ismenn að máli.
Þá munu íslenzku fulltrúarnir
ferðast nokkuð um Sovétríkin og
m.a. koma til Tashkent og Samar-
kand, en ferðinni lýkur í Lenin-
grad.
Þetta er í fyrsta skipti sem ut-
anríkisráðherra íslands fer í opin-
bera heimsókn til Sovétríkjanna.
Stefnt að fleiri skíða-
ferðum til Húsavíkur
UM ÞESSA páska var í fyrsta
skipti staðið fyrir sérstakri skíða-
og skemmtiferð til Húsavíkur og
skipulagði Ferðaskrifstofan Ut-
sýn ferðina í samráði við Einar
Olgeirsson, hótelstjóra á Húsavík.
Einar Olgeirsson sagði þegar
við ræddum við hann, að þessi
ferð hefði heppnast einstaklega
vel. Sól og bjart veður hefði verið
í tvo daga og ágætis veður hina
þrjá. I ferðinni hefði verið rúm-
lega 20 manns, mest hjónafólk
með börn. Hefði það verið ákaf-
lega hrifið af öllum aðstæðum á
Húsavik, enda tæki ekki nema um
3 mínútur að ganga frá hótelinu
upp i skíðalvftuna.
Hann sagði, að enginn vafi léki
á því, að stefnt yrði að sams konar
ferð næsta vetur og það fleiri en
einni. Slikar ferðir gætu orðið
drjúg búbót fyrir hótelið.
Umdæmisstjóri I og sím-
stjórinn í Reykjavík skipaðir
Meiri skriður og
festa að komast á
viðræðurnar í Genf