Morgunblaðið - 03.04.1975, Side 16

Morgunblaðið - 03.04.1975, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRIL 1975 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson Aðalstræti 6. sími 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. O uaumhvörf hafa nú Öorðið í átökunum í Suóui-Víetnam. Viet- Conghreyfingin hefur með lióstyrk kommúnista í öór- um löndum, ekki sízt öflug- um her frá Noróur- Vietnam, lagt undir sig hverja borgina á fætur annarri og ringulreió ríkir í liði Saigon-stjórnarinnar. í janúar 1973 var samió um frió í Vietnam. Aóilar aó því samkomulagi voru ríkisstjórnirnar í Noróur- og Suóur-Vietnam, Viet- Conghreyfingin og Banda- ríkin. 1 samkomulaginu var kveóið á um, aö allt herlió Bandarikjanna skyldi hverfa frá Vietnam. Ákveóió var, aó halda kosn- ingar í landinu og sérstak- lega var kveóió á um óyggj- andi sjálísákvöróunarrétt íbúa Suóur-Vietnams. Bandaríkjamenn stóóu vió sínar skuldbindingar sam- kvæmt þessari frióargeró, en blekið var ekki þornað eftir undirritun samning- anna, þegar einhverjir blóóugustu bardagar í sögu stríósátakanna þar I landi upphófust. Að visu efuóust flestir um, aó kommúnistar myndu standa viö þær skuldbindingar, sem þeir tóku á sig meó þessu sam- komulagi, og þaö hefur nú komió áþreifanlega á dag- inn. Engum blandast hugur um, aó styrkur komm- únista og bandamanna þeirra byggist ekki ein- vörðungu á hernaðarlist og lióstyrk frá öórum komm- únistaríkjum, heldur er ljóst, aó hinn mikli sigur þeirra nú á einnig rætur aó rekja til uppgjafar hers Saigonstjórnarinnar. Það er á hinn bóginn athyglis- vert, að milljónir manna flýja undan hersveitum kommúnista. Þaö er fjarri því, aó þessar milljónir taki ,,Þjóöfrelsishreyfingunni“, eins og hún hefur sjálf nefnt sig, tveimur hönd- um. Það er a.m.k. harla kynlegt þjóöfrelsi, sem milljónir borgara flýja undan, og fjöldi fólks virð- ist jafnvel heldur vilja stofna lífi sínu I tvísýnu, t.a.m. meö því aö eiga á hættu að kremjast I hjóla- útbúnaöi flugvéla, sem flutt hafa flóttafólk undan kommúnistum, en lenda I greipum herja þeirra. Undir forystu Saigon- stjórnarinnar hefur alþýóa manna I Suður-Vietnam ekki megnaó að veita kommúnistum andspyrnu. Afskipti Bandaríkjanna af hernaðarátökum I land- inu hafa ekki breytt hér neinu um. Eini árangurinn af hernaöaraógeröum þeirra I Vietnam er sá að skjóta á frest þeim örlög- um, sem nú virðast ekki umflúin: Aö enn eitt landið hverfi undir kommúniska einræóisstjórn. Þó að deila megi um hernaóarafskipti Bandaríkjamanna I Viet- nam er mergurinn málsins sá, að þeir hafa staðió við þær skuldbindingar, sem frióargeróin I París lagöi þeim á heróar. Hernaóarsigur Viet- eonghreyfingarinnar á ekkert skylt viö þjóðfrelsi eöa lýóræöi. Hann er brot á vopnahléssamkomulagi og friðargerö. Þaö er sá lær- dómur, sem draga má af atburðunum I Suóur- Vietnam um þessar mund- ir. Hér er aðeins enn eitt dæmió um griörof komm- únista, sem sýnir, að meó engu móti er hægt aö treysta samningum, sem við þá eru geróir. Þetta er ein af skuggahlióum þess- ara atburða. Þó aó margir hafi efazt um gildi friðarsamning- anna I París fyrir tveimur árum, voru þeir eigi að síö- ur ekki ómerkari en svo, aó ástæða þótti til aó veita aðalsamningamönnum Bandaríkjanna og Noróur- Vietnams frióarverólaun Nóbels. Kommúnistar hafa nú svikizt aftan að viósemj- endum sínum I Vietnam á svipaðan hátt og nazistar foróum, eftir aö Cham- berlain, brezki forsætisráð- herrann, veifaði plaggi framan I umheiminn með fyrirheiti um frið á vorum dögum, eins og tönnlazt var á I blekkingarvímunni! Með þessum orðum er ekki verið aö mæla bót þeirri stjórn, sem setió hef- ur að völdum I Saigon. Hún hefur fremur verið ímynd spillingar en lýðræðis og að því leyti hefur baráttan I Vietnam ekki veriö milli góós og ills. Það, sem máli skiptir viö þetta griðrof kommúnista er það, að Suður-Vietnamar eru sviptir þeim rétti, sem þeim var tryggóur með friöarsamningunum I París og fólginn var I viðurkenn- ingu á óskoruðum sjálfs- ákvörðunarrétti þeirra. Hver þjóó, sem treystir I hugsunarleysi á friðar- samninga við kommúnista stefnir þessum rétti I hættu. Menn skyldu taka undir- skriftir kommúnistaleiö- toga meó sama fyrirvara og þýzkra þjóðernisjafnaðar- manna á sínum tíma. Ein- ræöisherrar og liósmenn þeirra eru alltaf samir við sig, hvort sem þeir heita nazistar eða kommúnistar. Lærdómurinn, sem land eins og ísland ætti aö draga af harmleik eins og þeim, sem hefur veriö aó gerast I Kambódíu og Vietnam, er sá, aó efla tengsl sín við lýðræðisþjóðirnar I Atlantshafsbandalaginu, ekki sízt nú þegar aukinn þrýstingur Sovétríkjanna á norðurslóðum er lýðum ljósari en áður, vegna um- ræóna um þau mál undan- farió. Staóreyndin er sú, að lýð- ræðið I heiminum á I vök að verjast. Griðrof kommúnista — o g hvað læra má af þeim úr bókmenntaheiminum” „Tíðindi Hinn 16. febrúar s.l. var í Morg- unblaðinu grein eftir mig, sem ég nefndi Ungur hagyrðingur þreif- ar fyrir sér. Föstudaginn 21. s.m. birtist svo í blaðinu skætings- grein eftir Jóhann Hjálmarsson, þar sem hann vildi sýna fram á að nú væri hinn annars víðsýni Guð- mundur Hagalín farinn að ganga svo mjög í barndómi, að hann andmælti því í öðru orðinu, sem hann héldi fram í hinu, og honum velviljaður vildi svo Jóhann, sem er maður á bezta aldri og orðinn vanur barnauppeldi, vinsamleg- ast aga hið meira en hálfáttræða Bókmennllr eftir GUÐMUND G. HAGALÍN barn. í barnaskap mínum lét ég mér til hugar koma, að fólk, sem á annað borð hefur áhuga á bókum og því, sem um þær er skrifað, og ekki les það eins og Övinurinn er talinn lesa hina helgu bók krist- inna manna, hefði skilið bæði það, sem ég vildi koma á framfæri og eins hitt, hvers vegna það hefði snortið hinn viðkvæma mennta- frömuð og uppalanda, svo að ég ákvað að láta greininni ósvarað. En nú hefur það komið til, að vegna ungra skálda og skáldefna, sem sfðari hluti greinar minnar var fyrst og fremst ætlaður, tel ég mig verða að árétta einmitt það, sem kom meira en lítið illa við Jóhann Hjálmarsson. Það var lokaljóðið í kveri Ragn- ars Inga Aðaisteinssonar, sem vakti mig til varnaðar, þegar ég skrifaði greinina Ungur hagyrð- ingur þreifar fyrir sér. Ljóðið er þannig: „Eins og harðsporar oru Ijórt mín á órlmaóri öld. Eins og harðsporar. Vindar nýrra líma hafa feykt burl forminu gamla. Forfcður vorir kváðu dróll- kveður, hrynhendur og kva*ði í ramma ríms og stuðla og formi sem vindar feyklu broll. Kins ok harðsporar urðu eflir þeir fáu, sem voru faslir í rammanum og slanda eins og náttlröll yfirgefin á auðri jörð, eins og harðsporar.“ Ot af þessu ljóði fórust mér orð á þessa leið: „Þarna virðist mér Ragnar Ingi boða það, að hann hafi gefizt upp við að yrkja rímuð ljóð. Ekki get- ur það verið sakir þess, að honum veitist ýkja örðugt að ríma. Hitt mun frekar ástæðan, að um hina fornu ljóðhefð hafi frá málvinum og að minnsta kosti óbeint í ræðu og riti frá ýmsum miðaldra og yngri menntamönnum, skáldum og leirhnoðurum leikið nepja, sem hafi haft á hann svipuð áhrif og hinn víðkunni heilaþvottur Ég treysti því, að hvað sem Jó- hann Hjálmarsson tautaði, gæti flestum orðið ljóst af grein minni, að ég vildi hressa upp á ung skáld og skáldefni, sem í rauninni fyndu sér eiginlegt sakir hag- mælsku sinnar að nota ljóðstafi og jafnvel endarím, með því að benda þeim á þó ekki væri nema fá skáld, sem létu sér sæma að yrkja þannig — þar á meðal hið verðandi þjóðskáld Hannes Pét- ursson, sem jafnvel í Innlöndum notar ljóðstafi i svo til hverju kvæði, þó að bókmenntafræðing- urinn Jóhann Hjálmarsson hafi ekki komið auga á það. Hitt er svo staðreynd, sem ég taldi flestum ljósa, að hin núlifandi skáld, sem ég nefndi eru að einu undan- skildu menn um eða yfir fertugt, en árlega rignir niður nokkrum Guðmundur G. Hagalfn. ljóðakverum rímleysingja sem eru ungir að árum. Svo kem ég þá að því, sem kom mér til að skrifaþetta greinarkorn Vissulega er langt síðan ég gerði mér ljóst, að sum islenzk skáld hafa fundið sjálf sig í notkun hins órímaða forms, og vil ég þar til dæmis nefna Jón úr Vör, sem er hinn heiltæki upphafsmaður órímaðra ljóða hér á landi. Flestir munu verða að viðurkenna, hve tízkupúkinn er áhrifarikur. Má meðal annars benda á það afrek hans að fá ungt fólk til að búast skitnum fataræflum og gera sig sem ótótlegast álitum — og enn- fremur að vekja þá áráttu ung- menna að sækjast eftir æsilegu, hámögnúðu og heyrnarspillandi poppi. Hann sá sér líka leik á borði í íslenzkum bókmenntum. Áður en langt leið frá upphafinu varð hið órímaða og helzt torræða ljóðform því miður tizkufyrir- brigði. Það naut brátt feikna hylli ýmissa menningarsnobba og varð Jóhann Hjálmarsson. svo auðvitað að hyggju ómótaðra ungskálda hinn eini sæmandi og sigurstranglegi valkostur. Þetta var mér nokkurt áhyggjuefni, en sannlega gerði ég mér ekki grein fyrir, að rímleysutízkan hefði gerzt sá yfirþyrmandi harðstjóri, sem ég hef nú komizt að raun um, að hún er orðin. Síðasta hálfan mánuðinn hafa hitt mig að máli tveir ungir hag- yrðingar, sem unna því ljóðformi, sem þjóðin átti að miklu leyti líf sitt að launa á hinum hörmulegu nauðöldum. Báðir þessir ungu menn vilja gjarnan yrkja rímuð og Ijóðstöfuð kvæði, en þeir spurðu mig, hvort nokkur von væri til þess, að slík ljóð yrðu að nokkru metin, þó að þau væru vel formuð og skáldlega hugsuð. Þá fékk ég bréf frá ungum ljóðunn- anda sama efnis, og fyrir fáum dögum hringdu svo til min úr Reykjavík ungur menntamaður og ungt skáld og töluðu alllengi við mig um það, hvort mér væri virkilega alvara að halda því fram, að hægt mundi vera að yrkja rfmuð eða þótt ekki væri nema ljóðstöfuð kvæði, sem tekin yrðu alvarlega og fengju að njóta sannmælis. Ég hygg, að þetta tali sinu skýra máli og mun ekki framar skipta orðum við Jóhann Hjálmarsson, jafnvel þó að hann skreyti á ný svar til min með mynd af vini mínum Matthíasi Johannessen. Ég leyfi mér svo að lokum að skirskota til þess manns, sem ég mun hafa þekkt vitrastan, vitað kunna bezt skil á íslenzkri menn- ingarþróun að fornu og nýju og mótaði íslenzkum bókmenntum stefnu til velfarnaðar í framtið- inni: „Islendingar eiga nú kost á þeim andstæðum, sem oftast standa við vöggu mikilla verka. Tuttugasta öldin er miklu auðugri að andlegu efni en 10. öldin, sér víðar og legst dýpra, bæði í heimi efnis og sálar. En þessa andlegu menningu skortir oft aðhald og takmörk. Hún er eins og mikil elfur, sém myndar ekki fossa, af því að hún þenur sig út um flesjar og flóa. Islendingar eiga að sækja sér sinn hlut af þessum auði, láta hann hlíta skorðum tungu sinnar og braga, byltast í gljúfrum drótt- kvæða og hringhendna, svo að all- ur máttur efnisins fái sig full- reyndan. Þeir eiga að skýra frá dýpstu rökum þessarar aldar á orðfáu, hófsömu og karlmannlegu sögumáli. Þær bókmenntir verða langlífastar, er móta hið víðtæk- asta efni í sem þröngvast form. Með þessu móti gæti íslenzkar bókmenntir enn orðið gulltöflur, sem eftir margar aldir yrði arfur allrar Norðurálfu. Menning fram- tíðar vorrar verður að risa á traustum grundvelli fortíðar. Draumar vorir mega verða að því skapi djarfari sem minnið er trúrra og margspakara.“ Þannig fórust Sigurði Nordal orð. Mýrum í Reykholtsdal, 21. marz 1975 Guðmundur Gfslason Ilagalín.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.