Morgunblaðið - 03.04.1975, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRIL 1975
Jóhannes Zoéga:
Hitaveita á höfuð-
borgarsvœðinu
SU skoðun hefur komið fram
bæói í blöðum og manna á milli,
að hækkun verðtaxta Hitaveitu
Reykjavíkur 1. marz s.l. hafi verið
gerð í þeim tilgangi að afla fjár til
hitaveitulagna í nágrannabæjun-
um Kópavogi, Garðahreppi og
Hafnarfirði á kostnað Reykvik-
inga.
Sú skoóun er að vissu leyti skilj-
anleg, þar sem ýmsir ráðamenn
hafa gefið í skyn, að tilgangurinn
hafi verið að gera það kleift að
halda áfram þessum framkvæmd-
um. Þar með er þó ekki sagt að
það verði á kostnað Reykvíkinga.
Hér veróur reynt að skýra þessi
mál og annað, sem varðar framtíð
Hitaveitunnar.
Allur kostnaður við rekstur
hitaveitunnar hefur hækkað mjög
undanfarin ár, án þess að tekjur
veitunnar hafi aukist að að sama
skapi. Þessi mismunur hefur auk-
ist jafnt og þétt frá miðju ári 1970
fram á síðari hluta árs 1974, eins
og línuritið sýnir. Tilviljana-
kenndar verðhömlur hafa verið í
gildi allan þennan tíma.
Svo var komið málum á siðast-
liðnu ári að Hitaveitan gat ekki
staðið undir kostnaði við stækkun
veitunnar í borginni og rekstur
hitaveitu í nágrannabæjunum
hefði ekki skilaó nægilegum arði
til lántökumöguleika.
i s.l. septembermánuði var
verðlag Hitaveitunnar aðeins
55% af því sem það var 1970
miðað við meðalverðlag í landinu.
Jafnvel nú eftir tvær síðustu
verðhækkanir nær það aðeins
83% af verðinu 1970 og nú fá
menn um fjórðungi meira en þá
af heitu vatni fyrir tímalaun sin.
Verðlag almenningsveitna þarf
að nægja tii þess að standa straum
af almennum rekstrarkostnaði og
fyrningum mannvirkja og auk
þess skila hæfilegum arði af fjár-
festingu og þannig skapa fjár-
magn til þess að geta stækkaó
með aukinni byggð.
Dreifikerfin stækka venjulega
jafnt og þétt með byggðinni, en
stækkun virkjana verður oftast i
stórum áföngum með hléum á
milli. Til þeirra þarf þvi oftast að
taka lán aó nokkru leyti. Sama
gildir þegar dreifikerfi eru lögð i
stór byggð svæði eins og t.d. þegar
hitaveitan var stækkuð á árunum
eftir 196Í, þannig að hún næði til
allra skipulagórar byggðar í borg-
inni og einnig nú, þegar dreifi-
kerfi eru lögð i nágrannabæina.
Að örðu jöfnu er hitaveita því
hagkvæmari sem hún er stærri.
Fyrsti áfanginn er alltaf dýrastur
og almennur rekstrarkostnaður
er því minni fyrir hverja fram-
leidda einingu sem veitan er
stærri.
Hagkvæmni hitaveitu í ná-
grannabæjunum er auk þess
meiri vegna hraðari nýtingar
virkjunar á Reykjum, sem var
nauðsynleg hvort sem var, og
vegna þess að engar dælustöðvar
þurfti að reisa á þessum svæðum.
Til frekari skýringar geri ég
samanburð á rekstri Hitaveitunn-
ar í heild annarsvegar og hinsveg-
ar á viðbótarveitu fyrir nágranna-
byggðirnar.
Stofnkostnaður Hitaveitunnar
allrar á núverandi verðlagi er um
10000 milljónir króna að frá-
dregnum heimæðagjöldum hús-
eigenda.
Almennur reksturskostnaður
er 430 millj. kr. á ári eða 4,3% af
stofnkostnaði.
Ef reiknað er með því að veitan
skili stofnfé og 7% ársvöxtum
með jöfnum greiðslum á 20 árum
(annuitet), þá nemur árlegur
fjármagnskostnaður 9,5% af
stofnfé eða 950 millj. kr.
Samtals þurfa því árstekjur að
vera 13,8% af stofnfé eða 1380
millj. kr. Vatnssala er um 28,8
millj. tonn á ári og mælaleiga er
um 7% af heildartekjum.
Vatnsverð þarf þá að vera
0,93.1380 : 28,8 = 44,56 kr/tonn.
Áætlaður stofnkostnaður hita-
veitu í nágrannabæjunum er nú
um 1900 millj. kr. að frátöldum
heimæðagjöldum en meðtöldum
hlut þessarar veitu í Reykjavirkj-
un og hækkun skulda í erlendum
gjaldeyri til þessa dags.
Almennur rekstrarkostnaður
viðbótarveitunnar er um 3% af
stofnfé og fjármagnskostnaður
9,5%.
Árstekjur þurfa því að vera
12,5% af 1900 millj. kr. eða 237,5
millj. kr. Vatnssala er áætluð 6,7
millj. tonn á ári.
Vatnsverð þarf þá að vera,
reiknað á sama hátt og áður
0,93.237,5.6,7 = 32,97 kr/tonn.
Á sama hátt kemur á ljós, að
meó núverandi vatnsverði, 39,36
kr/tonn skilar heildarveitan 5%
ársvöxtum af stofnfé en viðbótar-
veitan í nágrannabæjunum
myndi skila 10,3% vöxtum af
stofnfé og svipuðum vöxtum skila
stækkanir hitaveitunnar innan
borgarmarkanna.
Sumir telja, að verðlag Hitaveit-
unnar geti verið mun lægra,
vegna þess að hún hefur starfað í
meira en 30 ár. Þetta er byggt á
nokkrum misskilningi, þar sem
dreifikerfið hefur veriö meira en
þrefaldað á siðast liðnum
13 árum og virkjanir hafa meira
en fimmfaldast á sama tima og
eru nú allar nýjar. Auk þess hef-
ur gamla dreifikerfið verið
endurnýjað að verulegu leyti á
undanförnum árum. Mannvirki
Hitaveitunnar eru því að lang-
mestu leyti ung að árum og eiga
að gegna hlutverki sínu um langa
framtíð.
Framangreindir útreikningar
eru þvi gerðir á sambærilegum
grundvelli og breyttist hann ekki,
þótt reiknað væri með öðrum
vöxtum eóa afskriftartíma en hér
er gert.
Ljóst er af þessu, að stækkun
Hitaveitunnar á svæði nágranna-
bæjanna er arðvænlegri en Hita-
veitan í heild. Hitt er augljóst, að
hægt er að takmarka verðlag
Hitaveitunnar svo með valdboði,
að reksturinn verði óarðbær bæði
í Reykjavík og i nágrannabyggð-
unum og auðvitað væri viðbótar-
veitan ekki hugsanleg án heildar-
veitunnar.
Ég vek athygli á þvi, að gefnu
tilefni, að ákvarðanir um hita-
veitulögn i nágrannabæina voru
teknar með frjálsum samningum
milli sveitarstjórna nágrannabæj-
anna og borgarstjórnar Reykja-
víkur á árunum 1972—1974.
Rikisstjórnin kom þar hvergi
nærri en samningsgerð tafðist
nokkuð vegna óraunhæfra og
óviðeigandi verðlagsafskipta
hennar.
Vatnssala í nágrannabæina
veldur því, að Reykjavirkjun
verður fyrr fullnýtt en ella hefói
orðið. Á þessu styttra tímabili
skilar hún meiri arði en annars
hefði orðið á sama tíma.
Virkjun háhitasvæðisins á
Nesjavöllum hefur verið I athug-
un og undirbúningi undanfarin
10 ár.
Fyrsti áfngi þeirrar virkjunar
þarf að vera stór vegna fjarlægð-
ar svæðisins frá markaði. Auk
þess þarf rúman undirbúnings-
tíma til tilrauna og prófana þegar
á að virkja háhitavatn.
Hinar velheppnuðu tilraunir til
að endurvirkja Reykjasvæðið
veittu frest til þessa undirbún-
ings.
Æskilegt er að virkja Nesja-
vallasvæðið sem fyrst af tveimur
ástæðum:
1. Stofnkostnaóur og rekstrar-
kostnaður verður mun lægri en
hinna eldri virkjana Hitaveitu
Reykjavíkur, vegna hins háa hita-
stigs jarðvatnsins.
2. Öryggi veitunnar vex að
mun, þar sem vatninu verður
dælt til dreifisvæðanna með eigin
orku, sem unnin verður úr jarð-
varmanum jafnframt varma-
vinnslu til hitaveitunnar.
Til skýringar síðara atrióisins
má geta þess, að á undanförnum
vetrum hefur oft legið við að
vatnsþurrð yrði á dreifisvæðun-
um vegna truflana eða bilana á
rafmagnskerfinu, ýmist í orku-
verum og aðveitustrengjum þaó-
an eða á rafstrengjum, sem flytja
rafmagn að Reykjum.
Þegar hitaveitan hóf starfsemi
sina, var verðtaxti ákveðinn þann-
ig, að jarðvarmaverð svaraði til
90% af olíuverði til húsahitunar.
Andvaraleysi um aðlögun taxt-
ans að kostnaðarhækkunum olli
því, að veitan gat ekki fylgt vax-
andi byggð í Reykjavik allt fram á
sjöunda áratuginn. Af sömu
ástæðu lá við að framkvæmdir
Hitaveitunnar stöðvuðust á árun-
um 1963—1967.
Á vaxtarskeiðinu eftir 1961
heyrðust margar áhyggju- og
reiðiraddir, sem kváðu stefnt að
vatnsleysi og veróhækkunum.
Raunin hefur þó orðið önnur, og
er verð jarðvarmans. nú mun
lægra en það var í upphafi, þegar
miðað er vió verðlag i landinu og
kaupgetu neytenda. Þessi árang-
ur er bein afleiðing af stækkun
veitunnar.
1 töflunni er sýndur kostnaður
vió hitun húsa með helztu orku-
gjöfunum. Til þess að auðvelda
samanburó er kílowattstundin
valin sem orkueining í öllum til-
fellum.
Ég hygg af taflan og línuritið
sýni, að þaó er ekki Ilitaveitan,
sem er verðbólguvaldurinn í þjóð-
félaginu.
Reykjavík, 14. marz 1975.
Samanburður á varmakostnaði til húsahitunar 1. marz 1975
Hitaveita ........................................0,80 kr/kwh
Gasolia ..........................................2,18 kr/kwh
Rafmagn: 1)
Ánrofs ...................................3,59 kr/kwh
Meðrofi ..................................2,18 kr/kwh
Meðrofi ..................................1,58 kr/kwh
Næturrafmagn .............................1,00 kr/kwh
1) Talin er þörf á hækkun rafmagns um 23%
Aöllu svæði Hitaveitu Reykjavíkur greiða notendur nú um 1130 millj.
kr. á ári fyrir heitt vatn.
Ef byggð á sama svæði væri hituð með gasolfu, kostaði hún nú um 4500
millj. kr. á ári.
Verblag rrnðað við vísitolu byggingarkostnaðar
fró 1 júlí 1970
án soluskatts
Hitaveita