Morgunblaðið - 03.04.1975, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRlL 1975
Piltur og stúlka
Eftir Jón
Thoroddsen
Viltu ekki, Sigríður mín, koma í dag dálítió út með
mér? Mér er í hug að fara að skoða varninginn hjá
þeim kaupmönnunum; skipin eru flestöll komin, og
senn byrja lestirnar; maóur verður að flýta sér að
taka það, sem maóur ætlar og nýtilegt er, áður en
það er allt saman hrifsað upp og kauptíöin byrjar,
því þá er friðurinn úti; en nú er fátt um þessa
dagana.
Þaó lízt mér vel á, sagði Sigríóur, ég hef ekkert
nauðsynlegt að gjöra í dag.
Þá fer ég snöggvast upp að laga mig dálítið til, og
vertu þá tilbúin, er ég kem aftur.
Þessu játti Sigríður, og fór Guðrún að búa sig, en
kom síóan aftur aó lítilli stundu liðinni, og var þá
Sigríður ferðbúin. Á leiðinni víkur Guðrún sér að
Sigríði og segir:
Eitt verð ég að segja þér, góða mín af því þú ert
ókunnug hérna í Víkinni og nýkomin úr sveitinni, þú
verður að afklæóast hinum gamla manninum og vera
ekki svo þyrrkingsleg eins og þér hættir við stund-
um, þegar þú kemur í búóirnar; við kaupmennina
kemur það sér vel að vera heldur glöö í bragði og
gefa þeim undir fótinn; þaó er saklaust.
Þeir munu sjá um sig samt, vænti ég, sagði Sigríð-
ur, að gefa ekki of góð kaupin.
Ef ekki níðist neitt úr þeim með því mótinu, þá
fæst það ekki með hinu verra; ég er farin að þekkja á
þeim lagið, góða mín! Húða þeim út í öðru orðinu og
láta eins og maður finni allt aó öllu, en fleða þá í öðru
orðinu það er aðferðin ef maður á að hafa eitthvað
gagn af þeim.
Maóur getur þó ekki verió að tala þvert um huga
sinn, sagði Sigríóur.
HÖGNI HREKKVÍSI
O-O-g svo snertum við tærnar!
Ójú, saklaust er það, Sigríður mín; þú ert barn í
lögum enn þá, heyri ég, en bráðum munt þú verða
betur að þér, ef þú verður hér lengi, og svona var ég
fyrst; en hér skulum við þá byrja.
Þær fóru nú lengi dags úr einni búð í aðra og
skoðuðu varninginn. Guðrún fór að öllu sem kunnug-
legast, óð inn fyrir boró í hverri búð, reif niður úr
Skarfarnir frá Útröst
og svo stór var hann oróinn, að piltur gat aóeins með
naumindum komist á bak honum, og aftur voru allar
hryssurnar komnar með folöld.
„Satt er það, að þú hefir stækkaó við það að fá að
sjúga allar hryssurnar mínar“, sagði pilturinn, ,,en
nú ertu orðinn nógu stór og getur komið með mér“.
„Nei, hér verð ég aó vera eitt ár enn“, sagði folinn.
„Láttu nú slátra folöldunum, svo ég geti sogið allar
hryssurnar eitt ár enn, og þá skal ég veröa orðinn
stór og fallegur næsta sumar!“
Þetta lét nú pilturinn gera. Og þegar hann kom
upp í heiðina vorið eftir, og ætlaði að líta á folann
sinn og hryssurnar, þá höfðu allar hryssurnar enn
eignast folöld, en skjótti folinn var svo stór, að piltur
náði ekki upp í faxið á honum, og svo feitur og
gljáandi, að það lýsti af honum.
„Fallegur varstu í fyrra, Skjóni minn, en fallegri
ertu þó nú“, sagöi piltur. „Ekki hefir slíkur hestur
sést hjá konunginum. Og komdu nú með mér“.
„Nei“, sagði Skjóni enn. „Hér verð ég að vera eitt
ár enn. Slátraðu bara folöldunum öllum, svo ég geti
sogið hryssurnar þetta ár líka, þá verð ég orðinn
stór, þegar þú sérð mig næst.“
Þetta gerði piltur enn, hann lét slátra öllum folöld-
unum og svo fór hann aftur.
En þegar hann kom næst til hrossanna til þess að
líta á Skjóna og hryssurnar, þá varð honum ekki um
sel. — Aldrei hefði hann trúað, að nokkur hestur
gæti orðió jafn stór, og Skjóni var þá orðinn, því
Skjóni varð að leggjast, til þess að piltur næði upp á
makkann á honum, og hann átti fullt í fangi með að
komast á bak hestinum liggjandi, svo stór var hann
og feitur og fallegur, að það gljáði á skrokkinn.
Og í þetta skifti var Skjóni fús til að fara með
húsbónda sínum. Piltur fór því á bak, og þegar hann
kom ríðandi heim til bræðra sinna, urðu þeir stein-
hissa. Þeir slógu höndum á lærin, og síðan signdu
þeir sig, því slikan hest höfðu þeir hvorki séð né
heyrt talað um.
„Ef þið getið útvegað mér góóar skeifur undir
hestinn minn, og hnakk og beisli, sem honum hæf-
ir“, sagði piltur, „þá skuluð þið fá allar tólf hryssurn-
ar mínar í staóinn, og folöldin þeirra líka“. Því enn
var hver hryssa búin að eignast folald.
Þetta vildu bræðurnir gjarna, og svo járnUöíi þeir
hestinn svo vel, að grjótið flaug hátt í loft upp undan
hófunum, þegar piltur skelti á skeið, og fallegt var
FERDIIMAND
(na6mo<9unkaffinu
9
o
Þad er, eins og þú sérð, einfalt
mál að ná tönninni úr greyinu.
LÍI •; •
Jæja, það er hætt að rigna, ég
sting þá af.
Hvað er þetta maður, haldif
bér að ég gefi svona méi
alókunnugum nafn mitt og
heimilisfang?
Gróskan á landareigninni e
slík að það nálgast að ver
óhuggulegt.