Morgunblaðið - 03.04.1975, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 03.04.1975, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRlL 1975 31 STAÐAN Lokastaðan í 1. deildar keppninni f körfu- knattleik varð þessi: t K 14 13 1 1212:1096 26 KR 14 10 3 1260:1160 20 Armann 14 9 5 1185:1095 18 is 14 8 6 1129:1076 16 UMFN 14 8 6 1125:1100 16 Valur 14 5 9 1176:1175 10 Snæf. 14 2 12 933:1153 4 HSK 14 1 13 996:11'” • Alls voru skoruð í mótinu 9016 stig, eða ad meóaltali 161 stig í leik. IVlest var skorað f síðari leik KK og UMFN alls 212 stig — minnst í leik HSK og Snæfells í síðari um- ferðinni aðeins 101 stig. íslandsmeistarar ÍR. Aftari röð frá v: Ásgeir Guðmunds- son, form. ÍR, Hólmsteinn Sigurðsson liðsstjóri, Agnar Friðriksson, Þor- steinn Guðnason, Sigurður Gislason, Jón Jörundsson, Sigurður Halldórs- son, Sigurbergur Bjarnason, Einar Ólafsson, Ásgeir Guðmundsson. Fremri röð frá v: Sigurjón Ólafsson, Finnur Geirsson, Kristinn Jörunds- son, Kolbeinn Kristinsson, Jón Jónasson, Óskar J. Óskarsson. Á myndina vantar Erlend Markússon. IR innsiglaði Islandsmeist- aratitilinn með sigri yfir Val maður á að venjast úr þeirri átt- inni, illa var farið út á móti mönn- unum, og þeir fengu að taka sín skot í ró og næði. Sömu sögu má reyndar segja um Valsmenn, vörnin hjá þeim var galopin á köflum. Sóknirnar stóðu þvi oftast stutt yfir, því skotfærin komu strax. Líðin skiptust á um að leiða allan fyrri hálfleikinn en Ir hafði yfir í leikhléi 51:46. Það sem gerði svo útslagið í síðari hálfleik voru margar ljótar mis- heppnaðar sendingar Valsmanna sem nær undantekningarlaust gáfu iR-ingum færi á sínu uppá- haldi — nefnilega leiftursóknum sem gáfu nær ávallt tvö stig. Kristinn Jörundsson var stig- hæstur iR-inga með 26 stig, Agnar Friðriksson 25. Þórir Magnússon skoraði 30 stig fyrir Val, mörg á „sinn“ hátt sem enginn leikur eftir. Kári Marisson 18. gk—• Armann vann KR 80:72 Jóhannesson vantaði, Kolbeinn tognaði á hendi, og Bjarni litið geta æft að undanförnu. Armenningar tóku líka forust- una í leiknum strax i sínar hend- ur, og höfðu yfir þar til yfir lauk. Staðan i hálfleik var 40:30, og lokatölur 80:72. Leit þó út fyrir stærri sigur Ármanns, þvi liðið náði 18 stiga forskoti um miðjan síðari hálfleik með góðum kafla, en sá kafli tók greinilega of mikið þrek af leikmönnum liðsins. KR kom sterkara út úr lokakaflanum og minnkaði því muninn fyrir leikslok. EKKI tókst Valsmönnum þrátt fyrir góða viðleitni að stöðva ÍR á sigurgöngu sinni 1 Islandsmótinu. Þeir veittu þó harða keppni framan af, en urðu að þola ósigur 89:105. Islandsmeistari í 10. sinn Það verður að segjast, að þessi leikur var langt frá því að vera góður, og sennilega einn af allra lélegustu leikjum IR í mótinu. Á þetta sérstaklega við um varnar- leikinn sem var mun slakari en ÞAÐ eru ár og dagar sfðan jafn lítil spenna hefur verið á leik KR og Armanns. Þetta var skiljanlegt nú, ÍR búið að sigra f mótinu. og röð liðanna á toppi deildarinnar ráðin. — Þegar svo KR liðið mætti til leiksins kom í ljós að Kolbein Pálsson og Bjarna Agnar rrióríksson lekur við viðurkenningu fyrir sinn 10. islandsmeislaratitil úr liendi Einars Bollasonar, formanns KKl, Eftir leikina í 1. deild var Agnar FriSriksson heiðraður af Körfu- knattleikssambandinu fyrir að hafa náð þeim merka áfanga að verða 10 sinnum íslandsmeistari. Agnar hefur lengi staðið I eldlin- unni ef svo má segja, og það mun fátitt ef ekki einsdæmi hér á landi að sami maður skarti með svo marga íslandsmeistaratitla i flokkaiþrótt innanhúss. Agnar varð fyrst fslandsmeistari 1961. Við spurðum hann hvaða ár ÍR hafi verið með besta liðið. — Liðið 72—73 og liðið núna eru mjög áþekk, og þau bestu, þó er mun meiri breidd I liðinu i dag. Talsverðar sveiflur hafa orðið I liðinu eins og gefur að skilja á þessum tima. Ég hef leikið með mörgum góðum mönnum, en sjaldan eins samstilltum hópi eins og í dag.— — Eftirminnilegustu leikmer.n? — Hin siðari árin þeir Kristinn Jörundsson og Birgir Jakobsson, en einnig mætti nefna Þorstein Hallgrimsson og Guðmund Þor- steinsson sem var yfirburðamaður í sinni stöðu meðan hans naut við. — Hverju þakkar þú árangur ÍR i vetur? — Fyrst og fremst æfingasókn- inni sem hefur verið frábær, sam- heldninni i liðinu og félagsandan- um, og ekki sist Einari Ólafssyni þjálfara. — — Evrópukeppni i haust? — Að öllum líkindum. Ekki til þess að vinna sigra, heldur er það nauðsynlegt fyrir hvert lið að hafa eitthvað til að stefna að, og ferða- lögin sem eru samfara þátttöku i Evrópukeppnum eru ávallt freist- andi. gk—. Það vakti mikla athygli í leikn- um, að þegar Simon Ólafsson hafði náð að komast yfir Kolbein Pálsson í vitahittninni, þá var hann tekinn útaf — ekki hætt neinu með að láta hann fá fleiri vítaskot. Fram að því hafði hann átt góðan leik, þrátt fyrir erfiðan leik fyrr um daginn í skólamóti. Jón Sigurðsson skoraði 20 stig fyrir Ármann, Simon og Jón Björgvinsson 14 hvor. Gunnar Gunnarsson var stigahæstur KR- inga, með 16 stig„ Kristinn Stefánsson og Ólafur Finsson með 13 stig hvor. gk—. vann opna flokkinn Svavar Júdómeistaramóti Islands 1975 lauk s.l. þriðjudagskvöld, en þá var keppt í opnum flokki, þ.e. ekki var tekið tillit til þyngdar keppenda. Svavar M. Carlsen bar sigur úr býtum eftir góða keppni á móti unglingameistaranum Viðari Guðjohnsen, sem er aðeins 17 ára. Sigurður Kr. Jóhannsson, sem sigraði f fyrra, gat ekki verið með að þessu sinni vegna meiðsla. Ur þeim 15 manna flokki, sem þátt tók í þessu móti, verður valið landslið til að keppa á Norður- landameistaramótinu þann 19. og 20. april n.k. Flestir keppendur sýndu að þeir eru i góðri æfingu, en nokkrir erfiðleikar eru á að dæma raunverulega getu þeirra því þeir þekkja hvorn annan of vel, — vita hvaða brögð þeir eiga helzt að varast. Þetta gerir þá helzt til varkára; þó voru margar glimur þarna mjög harðar. Hæst ber glímur þeirra Sigur- jóns, Viðars, Gísla Þorsteinssonar og Svavars. Keppni Sigurjóns og Gísla var sérlega góð, snörpum og hreinum brögðum beitt á báða bóga. Hinn harðskeytti léttmilli- vigtarmaður Halldór Guðbjörns- son þarf að einbeita sér meira að sókn, hann er svo þolinn og vel þjálfaður að hann gæti í flestum tilfellum ráðið hraða leiksins, ef að hann tæki frumkvæðið i sinar hendur. Gisli kastaði honum með háu „Uchimata" en fyrir því bragði er Halldór mjög opinn, eins og reyndar fleiri keppend- anna. Meðal þeirra, sem sýndu athyglisverða keppni, var Halldór Guðnason. Hann virðist hafa með- fædda hæfileika til að keppa i júdó, og sýndi oft ágæt brögð, einkum stóð hann sig vel á móti Sigurjóni í keppninni um 3. sætið. I heild má segja um þátttak- endur að þeir hafi verið góðir, sýnt góðan kraft og baráttuhug, en þurfi þó að leggja áherzlu á meiri tækni, ekki sízt í þá átt, að sæki þeir bragð, verður það að vera gert með fullum hug, minnugir þess að bragði er ekki lokið fyrr en keppinauturinn er flatur i gólfinu. Einnig er gott að muna það að sterk aukabrögð þarf til að efla aðalbragðið. Úrslit urðu annars þessi: 1. Svavar M. Carlsen, JFR 2. Viðar Guðjohnsen, Á 3. Sigurjón Kristjánsson, JFR. A undan keppninni í karla- flokki fór fram keppni í kvenna- flokki. 5 stúlkur kepptu og varð Sigurveig Pétursdóttir, Á, sigur- vegari, Þóra Þórisdóttir, Á, varð önnur og Magnea Einarsdóttir, Á, varð þriðja. Það var of áberandi i kvenna- keppninni hvað stúlkurnar eru litið þjálfaðar ennþá. Helzt sýndi Magnea nokkra leikni. Sigurveig var e.t.v. of örugg fyrirfram um sigur — allavega glímdi hún of kæruleysislega. Með mikið aukinni þjálfun hafa allar þessar stúlkur góða möguleika á að ná langt i íþróttinni. __e Kristinn Jörundsson EINS og vcnja er, voru veitt verðlaun þeim leikmanni sem kjörinn var leik- maður íslandsmótsins. Að þessu sinni fór kjörið þannig fram, að þjálfarar 1. deildar liðanna tilnefndu einn mann hver. 6 þeirra af 8 tóku þátt í kjöri leikmannsins að þessu sinni, og sigraði Kristinn Jörundsson í þeirri atkvæða- greiðslu með 4 stigum, Jón Sigurðsson hlaut eitt stig, og Stefán Bjarkason eitt stig. — Kristinn er fyrirliði IR og hafði þvf ærna ástæðu til að gleðjast f fyrra- kvöld. Jón Sigurðsson Símon r’ Olafsson — SlMON Olafsson hefur greinilega ekki gleymt þvf þegar hann tók vítaskot- in f leikslok úrslitaleiks KR og Armanns í fyrra. Þá gat hann með þvf að hitta úr báðum skotunum fært Armanni lslands- meistaratitilinn, en honum brást þá bogalistin. Sfðan hefur hann greinilega a*ft \íta- skotin vel, og sást það strax f liaust þegar Iiann var með bestu vftahittni í Rvfkur- mótinu. Og nú f lok Islandsmótsins gerði piltur sér Iftið fyrir og „hrifsaði' \fta- skotaverðlaunin úr höndum Kolbeins Pálssonar sem hefur verið efstur undan- farnar vikur. Naumt var það þó, þ\í Sfmon var með 72,9% hittni úr 74 skot- um, Kolbeinn m^ð 72,8% úr 81 tilraun. En Sfmon er vel að þessu kominn, og sýndi, að með því að leggja ra*kt við vftaskotin er liægt að ba*ta sig. fik __ — ÞAÐ var dýrt fyrir Kolbein Pálsson að geta ekki leikið f sfðasta leiknum í mót- inu, gegn Armanni. Hann átti nefnilega möguleika á þvf að vinna einstaklings- verðtaunin f vftahittni og sem stighæsti maður mótsins — hafði forustu í hvoru- tveggja fyrir leikinn, en missti mögu- leika á báðum verðlaununum í leiknum. Fyrst byrjaði Sfmon Olafsson á þvf að komast yfir hann í vftahittninni, og svo komst Jón Sigurðsson yfir hann f stiga- skorun. Kolbeinn hafði 13 stig „á Jón** fyrir leikinn, en Jón skoraði alls 20 stig f leiknum og kom út úr mótinu með 306 stig. Kolbeinn með 299, Þórir Magnússon 294, Kristinn Jörundsson 278, Agnar Friðriksson. Kristján Agústsson og Stefán Bjarkason með 265 stig hver.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.