Morgunblaðið - 20.04.1975, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 20.04.1975, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRlL 1975 0 „ÉG vorkenni Mörtu á marg- an hátt, þótt mér líki vel við hana. liún er utan við alla hina í fjölskyldunni, eða það finnst mér alla vega. Hún er hætt að hafa nokkurt samband við fjöl- skylduna, nema ef vera skyldi við Þóri, bróður sinn. Hún leitar því ú( á við, sem kemur fram í því sem sem bróðirinn kallar „að hoppa upp í hjá hverjum sem er“. En þetta út- stáelsi er bara merki um þörf fyrir félagsskap og ástúð sem hún fa‘r ekki heima hjá sér.“ 0 Hrönn Steingrímsdóttir, ein af yngstu leikurum Leikfélags Reykjavíkur kom til skrafs við Slagsíðuna skömmu eftir að hafa fylgt elzta starfskrafti félagsins, Brynjólfi Jóhannes- syni, til grafar. Hún er 26 ára. Vinnur á skrifstofu hjá heild- verzlun Péturs Péturssonar. Leikur Mörtu. komast sterkast úr úr þessu. Hann hefur sína hugsjón, sinn sósíalisma eða kommúnisma eða hvað við köllum það, og hann nýtur styrks af henni, — alla vega í byrjun. Yngri systirin, Súsanna, er svo ung og ómötuð að ég get ekki gert mér nægilega góða grein fyrir því hvert hún stefnir þótt hún sé farin að leita út á við eins og Marta, farin að hanga á sjoppum o.s.frv. Það fer eftir því hvort móðurinni tekst að halda þessu saman áfram, eða hvort sambandið rofnar eins og við Mörtu." Marta: Hrönn Steingrímsdóttir „Ekki bara til að „Jú, ég kannast við margt i þessu hlutverki. Maður hlýtur jafnan að leita að sjálfum sér i þeim persónum sem maður er að túlka. Ég er ekki að segja þar með að ég sé eins og Marta, en ég finn mikið af mér i henni. Þannig að mér finnst ég skilja hana.“ „Það er enginn vafi að fjöl- skyldur eins og sú sem leikritið fjallar um eru til hér á landi, — þ.e. ekki alveg þessi sama, en svipaðar. Eg hef þó heyrt frá leikhúsgestum sem bókstaflega hafa þekkt fjölskyldu sem svona er komið fyrir." „Upphaflega stafar vandinn, að því er mér sýnist, af drykkjuskap föðurins. Eftir að hann svo hættir að drekka er það móðirin sem fellur saman. Hún hafði i 20 ár haldið þessu gangandi með því að vera píslarvottur. Og hún naut þess að vera píslarvottur. Það sterk- asta í leikritinu finnst mér per- sónulega vera þegar móðirin kaupir flöskuna og reynir að fella föðurinn aftur. Það kann að virka óskaplega ljótt, en er þó ekki gert af tómri illgirni. Er hún fór á hælið jókst uppflosn- un fjölskyldunnar, og þetta er hennar tilraun til að halda henni saman, einkum með til- liti til barnanna, og einnig til að ná aftur yfirhöndinni á heimil- inu. Pabbinn held ég að sé svo bara þessi ósköp venjulegi veik- lyndi drykkjumaður, sem við þekkjum marga.' Af systkinun- um er það Þórir sem mér finnst hlæja, klappa «g gleyma’ ’ „Þessi sýning leysir engan vanda. Hún bendir á vanda, án þess að leggja fram ákveðna niðurstöðu um lausn á honum." „Jú, það hefur veríð mjög gaman að vinna að þessari sýn- ingu alveg frá upphafi. k’yrst æfðum við leikritið i bútum, þannig að trúðurinn var æfður sér og honum haldið utan við. Síðar kom svo trúðurinn inn í æfingarnar. Margir skilja ekki almennilega hvað hann er að gera þarna, en mér finnst hann alls ekki mega missa sín. Það er mikill boðskapur í því sem hann segir, mikil umhugsunar- efni. En það þarf að heyra það sem hann segir nokkuð oft til þess að það komist alveg til skila. Og því er mikilvægt að menn hlusti vel.“ „Það er annars undarlegt hvað fólk gerir mikið af því að hlæja af því sem sagt er í leik- húsi, t.d. af mörgu því sem trúð- urinn segir á milli atriðanna, þótt það sé í raun og veru mjög alvarlegs eðlis. Auðvitað er margl grátbroslegt og hrein- lega fyndið í þessu leikriti, en ég vona bara að Ifólk hlæi ekki eingöngu heldur hugsi líka. Það er óskaplega áberandi hvað fólk reynir að hlæja að hverju sem er i leikhúsi. En þetta er held ég að breytast, og ég vona að svo verði." „Mér finnst leikhús vera til þess að gefa fólki umhugsunar- efni sem það getur tekið heim með sér. Þannig að leikhúsgest- ir komi ekki bara til að hlæja, klappa og gleyma. Ég held að öllu ungu leikhúsfólki sé það mikið áhugaefni að þetta breytist í þessa átt, samanber starfsemi tilraunaleikhópa víða um lönd. Ég vil samt ekki að þetta sé misskilið. Leikhúsið á að sjálfsögðu líka að vera til að skemmta fólki, veita því af- þreyingu." Hrönn var fyrst við leiklist bendluð átta ára gömul í barna- tima i útvarpinu. Og tiu ára gömul kom hún þar aftur fram („sennilega vegna þess að ég var góð i lestri, og gat lesið án þess að hiksta“), og þar með var leiklistaráhuginn vakinn. I 10 ára bekk grátbað hún kennara sinn um að fá að koma fram á árshátíðinni, sem hún fékk, og 11 ára lék hún í „Grá- mann í Garðshorni“. 1 kvenna- skólanum eignaðist hún svo vinkonu, Kristinu Ölafsdóttur, sem hafði sama brennandi áhugann á leikaraskapnum og hún sjálf („Eg held við höfum plagað Svein Einarsson alveg óskaplega á þessum tima því við vorum alltaf að fara út í Iðnó til að spyrja hvenær inn- tökuprófið í leiklistarskólann ætti að vera"). Inntökuprófið tók hún svo 1966, og útskrif- aðist 1969. A skólaárunum hafði hún m.a. hlaupið inn í hlutverk Eddu Þórarinsdóttur i „Tobacco Road'' og fengið að vera á ljósunum hjá Litla leik- félaginu í Tjarnarbæ. „Svo var það einhver dýrleg- asti tími ævi minnar þessa sex mánuði, þegar við vorum að koma „Poppleiknum Öla“ saman og setja hann upp. Eftir það tók ég mér hlé til að eignast barn. 1971 fékk ég svo fyrsta stóra hlutverkið í „Hjálp". Síðan koma „Pétur og Rúna“, sem mér fannst alveg óskaplega gaman að leika i, „Minkarnir" Framhald á bls. 18 % Fjölskyldan nefnist í senn umhugsunarvert og skemmtilegt leikrit sem Leikfélag Reykjavíkur sýnir um þessar mundir á fjölunum í Iðnó. Nafn leikritsins ber efni þess í sér: Sambúð foreldra og afkvæma innan f jögurra veggja heimilisins, innilokun og útrás þeirra, innbyróis samspil og mótunaráhrif, samband sem ein- kennist af tvíræðri blöndu ástúðar og eigingirni, sam- heldni og togstreitu. Sá ás sem þessi sambúð, snýst um er drykkjusýki heimilisföðurins. % Höfundur ,,Fjölskyldunnar“ er finnski rithöfund- urinn Claes Andersson, sem er geðlæknir aó mennt en hefur fengizt við margvísleg störf í ýmsum listgrein- um. Leikstjóri er Pétur Einarsson. Leikmynd er eftir Jón Þórisson. Tónlist er eftir Gunnar Þórðarson. Ljósameistari er Magnús Axelsson. % Helgi Skúlason leikur heimilisföðurinn Ragnar Back, drykkjusjúkan skrifstofumann. Sigríður Haga- lín leikur Svövu, eiginkonu hans, Börnin leika Hrönn Steingrímsdóttir (Marta), Harald G. Haraldsson (Þór- ir) og Sigrún Edda Björnsdóttir (Súsanna). Sigurður Karlsson leikur geðlækni, og Guðrún Ásmundsdóttir leikur trúðinn sem skýtur upp kolli milli atriði og flytur gaman og alvöru beint til áhorfenda. 0 Slagsíðan ræddi nú fyrir helgina við þau Hrönn, Harald og Sigrúnu Eddu um verkið, hlutverk þeirra, leiklist, og fleira í því sambandi. Viðtöl: A.Þ. Myndir: E.6.B. og L.R. 0 „Mér fellur alla vega vel við Þóri, og ég get vel skilið hann. Hann er sá í miðið, — eldri en Súsanna, sem er enn barn, yngri en Marta, sem er komin yfir tvftugt og er rótlaus og ,4iýtur lífsins“. Þórir er 19 ára en miðað við Mörtu hefur hann í sér mun meiri ábyrgðartil- finningu gagnvart þvísem ger ist innan fjölskyldunnar, og hefur af þvi meiri áhyggjur. Það er sterkt samband milli hans og föðurins sérstaklega framan af. Þórir hefur auk þess hugsjónir. Hann sér hlutina f víðara samhengi en hinir, fé- lagsleg hugsjón leiðbeinir hon- um og veitir honum styrk, sem hina skortir að miklu leyti. Samband hans við Mörtu er nánara en við Súsönnu, sem er óþroskuð heimasæta, og fyrst og fremst skotspónn fyrir eldri systkinin." 0 Harald G. Haraldsson kom úr vinnunni til rabbs við Slag- síðuna. Hann vinnur í reið- hjólaverzluninni Erninum. Er 31 árs („Það er skammt stórra stökka á milli. Ég leik einn fertugan fordrukkinn pabba- dreng í „Selnum“, en verð 19 ára háskólanemi í „Fjölskyid- unni“). Leikur Þóri. „Annars er erfitt að lýsa þess- um kringumstæðum í fáum orð- um. Móðirin hefur haft töglin og hagldirnar á heimilinu í krafti drykkjusýki föðurins. Og ég held að það sé kannski einna mesta sjokkið í verkinu á vissan hátt hvernig móðirin snýst við þegar faðirinn „frels- ast“, og hún fer að hafa hann edrú á heimilinu. Þegar móðir- in brotnar niður, og fer á hæli, og faðirinn ætlar að verða höf- uð heimilisins þá er rótleysið orðið svo mikið að liggur við algjörri upplausn. Súsanna skrópar í skólanum, Marta fer á flakk, og jafnvel Þóri skrikar fótur, fer að drekka o.s.frv. Þegar móðirin kemur heim aft- ur af hælinu nær Þórir fótfestu að nýju, faðirinn fellur i drykkjuna, og móðirin nær aft- ur yfirhöndinni, sem hún hafði áður en faðirinn tók upp á þvi að vera edrú." Þórir: Harald G. Haraldsson „Getnleysi niaimsins „En auðvitað er sjón sögu rík- ari. Maður lýsir hlutverkinu bezt með túlkun sinni á þvi, — með sjálfum leiknum. Það er fjandi erfitt svona í viðtali aó gera einhvers konar heildarút- tekt á sálarlífi persónunnar. En þegar ég vann að hlutverkinu þá tíndi ég saman brot og vís- bendingar úr handritinu, reýndi að setja mig inn i að- stæður persónunnar og safna þessu svo saman i þann karakt- er sem er Þórir. Raunar er þetta verk svo natúralískt skrif-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.