Morgunblaðið - 20.04.1975, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 20.04.1975, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRlL 1975 31 Minning: Ingibjörg Stefáns- dóttirfrá Völlum Fædd 31. des. 1908 Dáin 5. des. 1974 Litlu fyrir síðustu jól lauk ævi Ingibjargar Stefánsdóttur frá Völlum í Svarfaðardal. Langar mig að minnast hennar fáeinum orðum. Engin náin æviferill verður þó rakinn. Það hafa aðrir gert og verða væntanlega fleiri. Ingibjörg var barn að aldri er ég gerðist vinnumaður hjá for- eldrum hennar, frú Sólveigu Pétursdóttur og séra Stefáni Kristinssyni. Var Vallaheimilið rómað fyrir gestrisni, myndar- skap, glaðværð og hjálpfýsi. Jafn- an var margt fólk í heimili og nokkur hluti þess unglingar og æskufólk, auk barna þeirra prestshjóna. Það lætur þvi að lík- um að oft hafi verið glatt á hjalla, enda ömuðust húsráðendur ekki við þó að ærslast væri og hlátur inn dunaði. Ingibjörg varð snemma hlut- geng þar sem gleði og kátina ríkti og er tímar liðu hygg ég að hún hafi oft verið mesti gleðigjafinn einkum í fámennum hópi. Til þess hafði hún líka marga kosti. Hún var óvenju fjörmikil, bráð- greind og hugmyndarik. Henni datt heldur ekki i hug að setja hæfileika sina undir mæliker. Hún vildi njóta þeirra og láta aðra eiga þess einnig kost. Hún var þeirrar gerðar að vilja gefa af auðlegð sinni með svo ljúfu geði og fúsleika að gott þótti að þiggja. Hún átti einbeittan vilja, var ákveðin i athöfnum og ómyrk i máli þegar því var að skipta, til- litssöm og sanngjörn. Ef til vill geðjaðist ókunnugum ekki stund- um fas hennar fyrst í stað, en við kynningu vissu allir að hún bjó yfir svo mikilli lífsgleði og æsku- fjöri að henni var það eðlislægt, að það bryti sér farveg með iðandi straumi. Það var aldrei lognmolla eða deyfð í kringum Ingibjörgu á Völlum. En svo varð, að flestir eða allir, sem kynntust henni að ráði urðu kunningjar hennar og vinir, og þeir voru æðimargir. Ingibjörg leitaði sér fræðslu og menningar bæði utan lands og innan, og varð vel mennt til munns og handa. ' Er stundir liðu festi hún ráð sitt og giftist dönskum myndarmanni, Pétri Holm að nafni. Stofnuðu þau heimili fyrst að Völlum, fiutt- ust siðan til Hríseyjar og áttu þar æðilengi heima, en rúman áratug nú siðast hafa þau dvalið í Reykjavik. Þau eignuóust tvo sonu, efni- lega, hafði annar lokið stúdents- prófi, og var í Kennaraskóla ís- lands. Hinn nam i alþýðuskóla. Báðir fórust þeir samtímis í flug- slysi. Getur hver og einn getið sér til hvílík þrekraun hefur verið aö þola svo stórkostlegt áfall. Er það mesta furða að þessi harmur skyldi ekki buga foreldrana ger- samlega. En hér kom til heilbrigó lífsskoðun, einlægt Guðstraust og vissan um nýja samfundi. Vafa- laust hefur einnig samúó og fyrir- bænir, sem til þeirra streymdu víða að, hjálpað þeim aó risa und- ir þessum mikla þunga. Sú samúðaraldra, sem reis i sam- bandi við hinn sorglega atburó, varð þá lika öflugri af þvi að þau hjón höfðu áður plægt akurinn, með hjálpsemi sinni og aðstoð til þeirra, sem i vanda voru staddir. Svo vildi til að rúmum tveim mánuðum áður en bræóurnir fór- ust misstum við hjónin dóttur okkar af slysförum. Konan min var þá orðin vanheil, og hlaut þvi atburðurinn að taka meira á hana en ella. Ingibjörg var þá hús- freyja i Hrisey. Hún kom að jarðarförinni og þó aó hún ætti alls ekki heimangengt, þá dvaldi hún nokkra daga á heimili okkar, ef vera mætti að hún gæti orðið konu minni til huggunar og uppörvunar. Og það tókst sannar- lega. Þegar Ingibjörg kvaddi íylgdu henni blessunarorð og þakklæti, og hversu órafjarri var þaó huga okkar þá, aó innan skamms biðu hennar enn sárari örlög en við höfðum orðió að þola. En þetta dæmi um brjóstgæði og fórnar lund Ingibjargar, sem ég hér hef nefnt, veit ég að ekki var neitt einstakt, því að góðvild hennar og hjartalag mótaði líf hennar svo að hvarvetna lét hún gott af sér leiða. Þó að samband okkar Ingi- bjargar rofnaði aldrei þá varð það þó slitrótt á tímabilum, en eftir að hún og maður hennar fluttust til Reykjavíkur átti ég þess kost að koma nokkrum sinnum á heimili þeirra. Mér eru minnisstæðar samræður okkar Ingibjargar frá þessum tímum. Þær staðfestu enn betur skoðanir mínar á eiginleika og skaphöfn hennar en áður var. Skoðanir hennar á mannlífinu voru fast mótaðar og hollar. Þráin til þess að veita öðrum lið, var afar rík, einkum þeirra sem minna máttu sín. Þess nutu lika börnin. Þau áttu öruggt skjól hjá henni. Sjálfur varð ég sjónar- vottur að þvi með hve mikilli ástúð og gleði Ingibjörg sinnti þörfum þeirra, og i staðinn hlaut hún áreiðanlega elsku þeirra og vináttu. Ingibjörg var vaxin úr góðum jarðvegi. Hún átti glæsilega og mannkostaríka foreldra. Hún fékk óvenjulega og góða kosti í vöggugjöf, og hlaut ágætt uppeldi. En mestu varðaði að henni tókst að ávaxta sitt pund með þeim árangri að hún óx að góðleik og visku alla ævi. Þetta eru fátækleg kveðjuorð til konu, sem með árunum varð mér æ hugstæðari. Konu sem mörg síðustu ár ævinnar átti við mikla vanheilsu að striða, og bar auk þess blæðandi hjartasár, vegna ástvinamissis, en gat þó tekió lífinu með rósemd og beiskjulaust, og miólað öðrum úr sjóói hjarta síns. Eg þakka Ingibjörgu af alhug tryggð hennar og vináttu og bió henni blessunar á nýjum leiðum. Astvinum hennar votta ég dýpstu samúð. Helgi Símönarson. Það var sólrikur sunnudagur, hvitasunnudagur. Eg skoppa við hlið móður minnar út götuna. Við erum að fara til messu á Völlum. Faðir minn fór á undan okkur, hann er meðhjálparinn i kirkj- unni, og þarf margt að undirbúa fyrir athöfnina. Það á að ferma í dag, þess vegna finnst mér dagur- inn sérstæður. Við erum komnar út fyrir tún- garðinn á Völlum. Ég sé að fólk er að koma úr öllum áttum til kirkj- unnar. Dálitill hópur stendur á hlaðvarpanum. Það þykir öllum gott aó vera úti í þessari blessaðri v?ðurblíðu. Ég tek á sprett á undan mömmu, ég á svo bágt með að vera fullorðinsleg og hæversk. Mamma þekkir mig, hún leyfir mér að hlaupa á undan sér. Þegar ég kem út að bæjarlæknum koma heimasæturnar á móti mér, tvær þær eldri leiða þá yngstu á milli sín. Ég stansa og horfi á þær, og fer hjá mér. Þær eru svo fínar í nýjum bleikum silkikjólunum. I hárinu bera þær stórar hvitar slaufur, sem blakta i sunnanblæn- um. Þær heilsa mér með björtu brosi um leið og þær segja: „Gleðilega hátíð, gjörðu svo vel að koma inn.“ Ég heyri mig umla eitthvað ofani bringu mina, sem á víst að vera kveója. Eg hefi aldrei verið feimin við þær fyrri, en feimnin stafar af því hvé finar þær eru, og mér finnst undarlegt að þær virðast ekki vita af því. Eg sé þær ennþá fyrir mér þeg- ar þær ganga inn kirkjugólfið, með móður sinni prestskonunni og setjast í sæti sín i innsta bekknum vinstra megin, næst orgelinu. Ég get ekki annað en horft á þær. Ég sest við hlið mömmu i bekkinn, næst ræðu- stólnum. Þar er hún vön að sitja með okkur börnin. Pabbi situr alltaf í meðhjálparasætinu við altarið að sunnanverðu. Mamma hefur víst veitt þvi athygli að ég var ekki með helgifarir í huga. Hún lýtur niður að mér og hvisl- ar: „Vertu nú ekki að hugsa um fólkið, sittu kyrr og reyndu að taka eftir þvi sem þú heyrir, til þess ertu komin i kirkju.“ Ég finn að þetta er satt, og ég reyni að hlýóa, en það er ekki auðveit. Ég renni augunum yfir það sem stendur á boganum yfir kórdyrunum, þótt ég kunni þaó utanbókar, ég hefi svo oft lesið það, þegar mér hafa fundist ræð- ur prestsins of langar: „Leitið Drottins á meðan hann er að finna.“ Þetta var vissulega áminning til mín, auðvitað átti ég að hugsa um Guð, þegar ég væri komin í helgidóm hans. Ég vildi svo sem vera Guósbarn, en gat það verið mikil synd að horfa á það sem fallegt var? Þessa stund- ina gat ég ekki hugsað mér neitt fegurra en litlar telpur í bleikum silkikjólum. Söngkórinn byrjar á sálminum „Lát þennan dag vor Drottin nú, þér dýran ávöxt færa, ó besti faðir blessa þú vorn barnahópinn kæra“. Fermingarbörnin voru leidd eitt af öðru inn að altarinu. Eg fór að telja árin þar til ég yrði fermd. Kannski fengi ég þá fall- egan bleikan silkikjól. Ég óskaói með sjálfri mér að árin liðu fljótt, en þau voru svo óskaplega Iengi að líða á þessu skeiði æfinnar, þegar alltaf var verið að bíða eftir einhverju. En tíminn líður samt. Það er alveg öruggt. Litlu heima- sæturnar á Völlum uxu uppúr bleiku silkikjólunum, og urðu gjafavaxta meyjar. Og enn liðu árin með gleði og sorgir. Með stramþunga tímans verða menn- irnir að berast uns yfir lýkur. Vió verðum að beygja okkur fyrir ísköldum staðreyndunum, en geymum helgar minningar i hjörtunum. Minningar sem oft eru blandnar sárum söknuði. Vinirnir tínast burtu einn eftir annan. Svo,kemur röðin að okkur. Ekkert er eins öruggt og það að eitt sinn verða allir að kveðja þetta jarðneska líf. Þá er nauð- synlegt aó vera tilbúin til reikn- ingsskila. Það var skemmtilegt aó alast upp i Svarfaðardal. Þar var ein- ing og oftast nær allir sem einn. Hver vildi annan styðja og hjálpa ef í nauðirnar rak. Þar var menning og glaðværð. Prestshjón- in áttu þar sinn ríka þátt. Mér fannst á Yöllum svo frjálst og glatt' Yið fenguni börnin að leika saman. og mættum skilningi, þaðsegi ég satt við söng og lciki. Mig staðnum hatt hinn frjálsi andi. Hann hljóp svo hratt sá heillatfmi, það bernskugaman. Mér fannst á Yölium svo frjálst og glatt við fengum börnin að leika saman. Þetta erindi er úr kvæði sem ég flutti í samsæti er prófastshjón- unum var haldið er þau íluttu burtu frá Völlum, til Hríseyjar, þegar presturinn lét af embætti fyrir aldurs sakir. Með þeim fóru til Hríseyjar Ingibjörg dóttir þeirra og maður hennar. Þá var mikill söknuóur í sókninni og sveitinni allri. Nú eru prestshjónin flutt inná ljóssins land, þar sem biðu þeirra tvö litil englabörn er þau höfðu misst. Jón tveggja ára og Kristin nokkurra daga gömul. Sonur þeirra Kristinn lést fyrir aldur fram, þá orðin virtur prófessor við læknadeild háskólans. Og nú hefur hún Ingibjörg dóttir þeirra kvatt vini sína og vandamenn. Okkur sem þekktum hana best var svo tamt að kalla hana Bollu. Það hugþekkta gælunafn festist við hana strax i æsku, og því nafni vildi hún láta okkur kalla sig. Ég sakna hennár sem systur minnar. Hún var fágætur persónuleiki. Hetja sem vert er aó taka sér til fyrirmyndar þegar sorg ber að dyrum. Hún hlaut farsæla menntun, sem notaóist vel samfara dýr- mætum vöggugjöfum. Hún varð sagnfræðingúr frá Akureyri, sið an stundaði hún íþróttanám, bæði hér og heima og erlendis, og varð kennari i þeirri grein. Við iþrótta- skóla Jóns Þorsteinssonar hér i borg kenndi hún í fimm ár, og hefur Jón sagt mér að hún hafi verið frábær kennari, enda mikil íþróttakona, og bar hinn spengi- legi vöxtur hennar vott um mikla og margþætta líkamsþjálfun. Hún var tiguleg í framgöngu og bar með sér sterkt svipmót föðurætt- ar sinnar. Ung að aldri festi hún ráð sitt og giftist dönskum manni Pétri Holm. Fyrstu hjúskapar-ár sín bjuggu þau á Völlum með foreldr- um hennar, en siðar í Hrísey eins og fyrr er sagt. Þau eignuðust tvo efnilega syni, Pétur og Stefán. Engin sem til þekkti, mun geta gleymt hinni ógnþrungnu frétt, er þeir fórust báðir í flugslysi ásamt tveim öðrum ungum mönn- um. Þá var Pétur nýlega orðin stúdent og heitbundinn ungri yndislegri stúlku. Henni reyndist Bolla sem eigin dóttur og það eins, eftir að hún hafði sjálf stofn að sitt eigið heimili á Akureyri. Stefán var nemandi f Lauga- skóla i Reykjadal og var á leið þangað ásamt öðrum pilti frá Hrisey, eftir að þeir höfðu verið heima í jólafríi. Þar sem eitt sæti var laust i vélinni frá Akureyri, ákvað Pétur að fylgja yngri bróð- ur til áfangastaðar. Þetta var mikið áfall, mikil sorg fyrir litla bæjarfélagið i Hrisey. Hvað þá foreldrana og aðra ástvini. Flug- stjórinn var Akureyringur, sem virtist eiga mikla möguleika til farsællar flugþjónustu. 1 þessum mikla harmi sýndi Bolla best hetjudáð sína, en það má segja aó hjartaö hafi þá brost- ið, en hún bar ekki harma sína á torg. Þegar undirbúningi til út- farar var lokið þakkaói hún öllum viðstöddum sem höfðu hjálpað til á einn eða annan hátt við að ganga frá því sem gera þurfti, og hlaut þá almenna aðdáun tilheyr- enda. Nokkru síðar en þetta gerðist fluttust þau hjón alfarin til Reykjavikur og settust aó á Haga- mel 21. Þegar frá Ieið varð ekki hjá þvi komist að hún þyrfti að leita sér lækninga. Varð það að ráði að hún færi tii Lundúna, þar sem hún gekkst undir hjarta- uppskuró. Síðan liðu átta ár, og var hún oftast undir eftirliti lækna, sem fylgdust meó heilsu- fari hennar. Henni var ljóst að hverju dró. Heilsu hennar hrakaði svo að siðastliðið sumar fór hún aftur til London, og með henni Sigríður systir hennar, sem Framhald á bls. 29 Fiat 132 árgerð 1975 ekinn 4000 km. Upplýsingar í síma 52808. Skipti á ódýrari bíl koma til greina. Rangæingar — Breiðfirðingar Sumarfagnaður félaganna verður í Lindarbæ, miðvikudaginn 23. þ.m. kl. 9. Góð hljómsveit og góðar veitingar. Rangæingafélagið — Breiðfirðingafélagið. Dansleikur í Sigtúni í kvöld Haukar halda stemningunni í kvöld frá kl. 9—1. Ómar Ragnars. sér um glens. Aiiir veikomnir á kveðjudansleik Norðurlanda- meistaramóts Júdómanna. Aðeins rúllugjald.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.