Morgunblaðið - 04.07.1975, Side 1
36 SIÐUR
148. tbl. 62. árg.
FÖSTUDAGUR 4. JULÍ 1975
PrentsmiSja Morgunblaðsins.
Wilson situr
við sinn keip
Möguleikar á málamiðlun við verkalýðinn
AP-simamynd.
VERKFALLI LOKIÐ — Sorphreinsunarmenn i New York sneru aftur til vinnu í
gær og áttu þá mikið verk fyrir höndum: að hreinsa upp 50.000 lestir af rusli, sem
safnazt hafði saman á götum borgarinnar. Verkfall þeirra stóð i þrjá daga. Á
myndinni sést vegfarandi taka fyrir vit sér til að losna við óþef úr ruslahaug á götu
á Manhattan.
Kyrrð í Beirut eftir
mannskæða bardaga
London 3. júlí — Reuter
HAROLD Wilson forsætisráð-
herra Bretlands sagði ( dag f
brezka þinginu að ríkisstjórn
Verkamannaflokksins mundi
standa fast á ráðagerðum sfnum
um að haida faunahækkunum
niðri og takmarka þær við 10%
næsta samningstfmabil. Kom yf-
irlýsing forsætisráðherrans f
kjölfar háværra mótmæla vinstri
sinnaðra þingmanna Verka-
mannaflokksins, sem töldu þessar
Byrlað
eitur
Salisbury 3. júlí — Reuter
AFRlKUMAÐUR, sem sæti á á
þingi Ródesíu, hélt því fram á
fimmtudagskvöld að öðrum full-
trúa i sendinefnd afrfskra þjóð-
ernissinna, sem ræða á um stjórn-
arskrármál við Ian Smith forsæt
isráðherra Ródesíu í Lusaka, hafi
verið byrlað eitur á herflugvellin-
um í Salisbury. Ronald Sadomba
skýrði frá þessu i þinginu. Sagði
hann að Enos Nkala hafi verið
fluttur á sjúkrahús í Lusaka eftir
að hafa drukkið kaffi á fiugvellin-
um, en hann veiktist um borð í
flugvél zambíska flughersins.
Annar fulltrúi i sendinefndinni,
dr. Edson Sithole, hafði áður
veikzt og verið lagður á sjúkrahús
i Lusaka, höfuðborg Zambiu en
hann hafði einnig drukkið kaffi á
flugvellinum. Hvorugur þeirra er
i lifshættu.
Amin hvet-
ur Breta
að vera
um kyrrt
Nairobi 3. júlí — AP
IDI Amin forseti Uganda hefur
hvatt þá 700 Breta sem búsettir
eru i Uganda til að vera þar um
kyrrt. Sagði Ugandaútvarpið að
forsetinn hefði sagt þetta á blaða-
mannafundi. Amin sagði einnig á
fundinum að hann ætti marga
vini í Bretlandi. „Það er aðeins
brezka stjórnin og brezka út-
varpið (BBC) sem eru á móti
mér“. Lofaði Amin brezku
þegnana í Uganda og sagði þá
vera kjölfestuna í menntakerfi
landsins. Áður hafði Amin hótað
Bretunum öllu illu og sagt þá vera
undir eftirliti eins og njósnarar,
en það var meðan á deilunni stóð
við brezku stjórnina um örlög
Denis Hills, sem dæmdur var til
dauða í Uganda.
aðgerði brjóta f bága við
kosningaloforð flokksins. Denis
Healey f jármálaráðherra, sem
skýrði frá þessum þætti f baráttu
stjórnarinnar gegn verðbólgunni
s.I. þriðjudag, hefur hins vegar
tekið fram að stjórnin sé „algjör-
lega andvfg“ þvf að refsa verka-
mönnum, og yrði öllum lagasetn-
ingum, sem hugsanlega yrði þörf
á beint gegn atvinnurekendum til
að koma í veg fyrir að þeir gangi
að of háum kaupkröfum.
Meiri möguleikar virtust hins
vegar vera á þvi í dag, að ríkis-
stjórninni tækist að ná samkomu-
lagi við verkalýðshreyfinguna um
þessi mál. Healey ræddi við Len
Murray aðalritara brezka alþýðu-
sambandsins, TUC, og sagði
Murray að viðræðunum loknum
að góðir möguleikar væru á mála-
miðlun. Leggur stjórnin mikla
áherzlu á að verkalýðssamtökin
samþykki sjáifviljug hófsamari
stefnu i kaupkröfum. Hins vegar
eru ýmis aðildarfélög TUC býsna
herská, þ.á m. námuverkamenn.
Þeir munu ákveða kaupkröfur
sinar í næstu viku, en háværar
kröfur eru uppi meðal þeirra um
100 punda vikulaun, sem stjórn
námanna telur jafngilda 75%
kauphækkun og hafa í för með
sér40% hækkun kolaverðs.
Verðgildi pundsins var stöðugt
á gjaldeyrismörkuðum í dag og
virtust menn bíða átekta.
Beirut 3. júli AP. Reuter
MEIRA EN 1000 manns hafa
særzt eða látizt f bardögunum
sem geisað hafa í Beirut, höfuð-
borg Libanon, síðustu 10 daga, að
sögn lögreglunnar. Samkvæmt
síðustu tölum hafa að minnsta
kosti 275 týnt lífi í bardögunum.
Sjö menn voru drepnir f úthverf-
um borgarinnar, þar á meðal ein
leyniskytta, sem öryggisverðir
skutu
Skothvellir og sprengjugnýr
heyrðist enn í úthverfi I suður-
hluta borgarinnar, en að öðru
leyti var komin á kyrrð og íbúarn-
ir, sem eru um ein miljón, sneru
aftur til vinnu sinnar. Hin nýja
sex manna stjórn, sem setið hefur
í 3 daga, kom saman til fundar i
dag og lýstu ráðherrar ánægju
sinni með hve vel hefur tekizt að
halda vopnahléð. Þeir fordæmdu
þó mannrán, sem enn eiga sér
stað i borginni.
Buenos Aires 3. júlí —
AP, Reuter.
ÞtlSUNDIR verkamanna gengu í
átt tii höfuðborgar Argentfnu,
Buenos Aires, á fimmtudag, er
óánægja með stefnu forseta
landsins, Maríu Estelu Peron, f
launamálum breiddist út um
landið. Um 6000 starfsmenn bfla-
verksmiðju voru sagðir nálgast
borgina frá vestri en annar hópur
málmiðnaðarmanna og hafnar-
verkamanna kom að sunnan, frá
hafnarhorginni La Plata.
Lögreglumenn og varalið slógu
hring um borgina, en ekki var
ljóst hvort þeir myndu snúa
mönnunum aftur, eins og þeir
Áreiðanlegar heimildir segja að
mjög líklegt sé að til nýrra óeirða
komi innan fárra mánaða, og
kannski fyrr, ef að stjórnin
verður ekki við helztu kröfum
múhameðstrúarmanna, en þeir
munu vera helmingi fleiri en
kristnir íbúar landsins. Vilja
múhameðstrúarmenn hafa meiri
áhrif á stjórn landsins og bæta
kjör fátækra.
Þrátt fyrir leit lögreglu og her-
manna hefur hvorki tangur né
tetur sést af bandariska ofurst-
anum, sem tekinn var og færður á
brott af vopnuðum mönnum.
Palestínskar skæruliðahreyfingar
neita allri vitneskju um manninn,
sem er 43 ára, Ernest Morgan að
nafni. Engar fjárkröfur til lausn-
ar ofurstanum hafa borizt banda-
ríska sendiráðinu.
gerðu við göngumenn í síðasta
mánuði. Verkalýðsleiðtogar
reyndu að fá skyndifund með for-
setanum til að afstýra allsherjar-
verkfalli, en verkamenn i helztu
iðnaðarborg landsins, Cordoba,
lögðu niður vinnu í dag.
Ókyrrðin stafar af óánægju með
aðgerðir stjórnarinnar, sem draga
eiga úr verðbólgu. 50% gengis-
felling í síðasta mánuði leiddi til
mjög hárra kaupkrafna og voru
gerðir samningar um allt upp i
150% launahækkanir. Frú Peron
forseti hefur nú bannað að þessir
samningar taki gildi og vill tak-
marka allar launahækkanir við
50%.
HANDALÖGMÁL—
Bandarfskur majór, William D. Hemderson, liggur særður eftir
barsmfðar norður-kóreanskra landamæravarða f Panmunjom á
mánudag. Þegar fandamæraverðirnlr höfðu misþyrmt majórnum,
skárust menn úr gæzluliði Sameinuðu þjóðanna f leikinn og sjást
þeir hér f handalögmálum við þá. Bandarfkin mótmæltu þessu
ofbeldi við stjórn Norður-Kóreu.
Símamynd AP
Fjöldagöngur til
Buenos Aires