Morgunblaðið - 04.07.1975, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JULl 1975
3
Hafa menn ofmetið mögu
leika til rafhitunar húsa?
AÐALFUNDUR Sambands ís-
lenzkra rafveitna hófst I gær á
Laugarvatni og lýkur I kvöld.
Aðalumræðuefni fundarins verða
orkumál á Norðurlandi og I
Landsvirkjunarsvæðinu. t gær sat
fundinn Gunnar Thoroddsen,
orkumálaráðherra, og I dag er
Birgir Isleifur Gunnarsson vænt-
anlegur á fundinn.
1 gær var rætt um endurmat
rafveitna og fjármál þeirra. Er
mikil þörf á samræmingu í þeim
efnum og getur nú verið erfitt að
bera saman gjaldskrár, fyrr en
endurmat og samræming hefur
farið frarh.
Þá var einnig rætt i gær um
húshitunarmál og urðu um það
miklar umræður. Umræðuefnið
hét „Framtíðarstefna í húshitun á
Islandi." Á fundinum kom m.a.
fram að jarðvarmi er mun víðar á
landinu, en talið hefur verið og
við það breytast mjög möguleikar
til húshitunar með jarðvarma.
Getur t.d. verið hentugt sums
staðar að rafhitun og jarðvarma-
hitun sé notuð jöfnum höndum og
eftir hentugleikum. Orkustofnun
er nú að láta fara fram sérstaka
athugun á þessari hlið málsins, en
rannsóknir munu fremur skammt
á veg komnar. Ekki munu vera
eins sterkar vonir bundnar við
rafhitun húsa og áður var og er
líklegt að rafhitun hafi verið of-
metin.
Anœgðir að vera byrjað-
ir aftur segir Brynjólfur
Halldórsson á Ögra
— Ég held að ég geti
fullyrt, að allir séu
ánægðir með að vera
komnir á sjóinn á ný og
Brynjólfur Halldórsson
að verkfallinu skuli vera
lokið, sagði Brynjólfur
Halldórsson skipstjóri á
skuttogaranum Ögra í
samtali við Morgunblaðið
í gær, en þá var Ögri
staddur djúpt úti af
Snæfellsnesi.
Brynjólfur sagði, að hann
gæti lítið sagt af aflafréttum, sá
guli Iéti lítið sjá sig og því væri
aflinn ekki mikill. Á þessum
slóðum væri nokkur fjöldi
skipa, bæði stór og smá. Is væri
nú kominn yfir nokkuð af veiði-
svæðunum úti fyrir Vestfjörð-
um, og því væri ekki hægt að
reyna þar. Hinsvegar gætu
menn átt von á að fá þar ein-
hvern afla, þegar isinn færi á
ný lengra frá landinu.
Enn um fasteignamarkaðinn
1 gær var afhjúpuð sérstök minningartafla á gamla pósthúsinu, sem
flestir Reykvfkingar muna þó sem lögreglustöðina I Pósthússtræti.
Taflan er til minningar um að I húsinu var fyrsta góðtemplarastúkan f
Revkjavík stofnuð, stúkan Verðandi nr. 9, hinn 3. júlí 1885. Það er
Reykvfkirigafélagið sem lét gera töfluna. Myndin er tekin við athöfn f
gær, er taflan var afhjúpuð.
. 'Jxk 7\liSSL..
: wi'; lij.
a -fv ^ í
* f AvÁ1. |
.v.v4r 1
*■$?•■* V *1 %
?*■» “
Siglfirzk einingahús í Garðahreppi
Annað hús Húseininga h.f. f Garðahreppi.
VEGNA fréttar í Mbl. f gær, þar
sem haft var eftir tveimur fast-
eignasölum borgarinnar, að íbúð-
arhúsnæði f smfðum stæðist ekki
samkeppni f verði við notað hús-
næði á fasteignamarkaðinum,
hafði Agúst Hróbjartsson, fast-
eignasali í Samningar og fast-
eignir, samband við Mbl. og sagði
hann að f þvf tilfelli að verð hús-
næðis f smfðum væri ekki bundið
vfsitölu væri unnt að gera kaup,
sem væru jafngóð ef ekki betri en
ef keypt væri notað húsnæði.
Agúst sagði að sín reynsla af
fasteignamarkaðinum væri sú að
ekki væri minni hreyfing á hús-
næði, sem selt væri tilbúið undir
tréverk og málningu. Sagðist Ág-
úst á síðastliðnum 6 vikum hafa
selt '30 íbúðir og sýndi það að
mikið fjör væri I þessum viðskipt-
um. Skýring þessa kvað Agúst
hins vegar vera þá að íbúðirnar,
sem afhendast eiga á næsta ári,
eru seldar fyrir fast verð.
UM ÞESSAR mundir er verið að
reisa f Garðahreppi tvö eininga-
hús frá Húseiningum h.f. í Siglu-
firði. Húsin eru að Holtsbúð 63 og
65. Byrjað var að reisa fyrra húsið
á laugardaginn og er það orðið
fokhelt, það tók um 200 stundir.
Frá þvf að byrjað er að reisa
hús af þessari stærð og þar til
hægt er að flytja inn lfða ekki
nema 1V4 — 2 mánuðir. Húsið er
um 115 fm. brúttó.
Hér er um að ræða timburhús
sem framleidd eru f einingum og
er þvf hægt að velja um margs-
konar gerðir hvað varðar stærð og
útlit húsanna með þvf að raða
einingum saman á marga vegu.
Verksmiðjan framleiðir allar
einingar til að fullgera alla veggi,
loft og þak bæði úti og inni, þ.e.
allt tréverk fyrir utan eldhúsinn-
réttingu og skápa.
Sérstök ástæða er til að benda á
þann stutta tima sem tekur segir í
fréttatilkynningu frá Húseining-
um h.f. að gera húsin íbúðarhæf
eftir að byrjað er að reisa þau.
Kemur þetta sér sérstaklega vel
fyrir þá sem þurfa að halda uppi
stórum hópi af iðnaðarmönnum
við að byggja yfir sig svo sem
bændur víðast hvar um landið.
í verksmiðju Húseininga h.f.
starfa um 12 manns við fram-
leiðsluna. Vélvæðing er mjög
mikil í verksmiðjunni.
Afkastageta verksmiðjunnar
við óbreyttar aðstæður er um
60—80 hús á ári, en afkastageta
vélanna er um 250—300 hús á ári.
Verið er að framleiða um 15 hús
fyrir þrjú sveitarfélög i leigu-
íbúðakerfið og á að skila þeim í
ágúst til október.
LÝST EFT-
IR KONU
Rannsóknarlögreglan I Hafnar-
firði hefur lýst eftir konu. sem
saknað hefur verið frá því sl.
sunnudagskvöld, er sfðast sást til
hennar á skemmtistað 1 Reykja-
vík.
Konan heitir Sólveig Friðfinns-
dóttir, 32 ára, til heimilis að Herj-
ólfsgötu 14 i Hafnarfirði. Síðast
sást til ferða hennar laust eftir
miðnættið sl. sunnudagskvöld, er
hún var að fara út af skemmmti-
staðnum Glæsibæ i fylgd með ein-
hverjum manni.
Sólveig er 162 sm á hæð, með
áberandi ljóst, axlasítt hár. Hún
var klædd i svartar siðbuxul,
svarta rúllukragapeysu og i
bleikri blússu þar utan yfir, svart-
an skinnjakka og svört, há leður-
stigvél, og var með svarta tösku.
Þeir sem kynnu að geta gefið
upplýsingar um ferðir Sólveigar
frá því á sunnudagskvöldið eru
beðnir að láta rannsóknarlögregl-
una i Hafnarfirði vita.
Tvœr vikur á Spáni jafn-
dýrar og vikuferð um ísland
i FRAMHALDI af frétt um athugun Morgunblaðsins á ferðakostnaði
innanlands. þótti rétt að gera samanburð á ferðakostnaði hjóna á íslandi
annars vegar og í Spánarferð hins vegar. Kom I Ijós. að hægt er að fá
hálfsmánaðar Spánarferð með hótelgistingu og fullu fæði fyrir sama verð
og vikuhringferð á eigin bll um fsland með hótelgistingu og fullu fæði
mundi kosta þau hjón, sem veldu það bezta I gistingu og fæði og ækju á
neyzlufrekum bll.
i frétt Mbl. I gær var frá þvl
skýrt, að ferðakostnaður hjóna f
vikuhringferð um fsland væri frá
20 til 80 þúsund krónur, eftir þvl
hvernig þau höguðu gistingu sinni
og fæði. Hæsta talan fekkst með
þvl að miða við fremur stóra bif-
reið, sem eyðir að jafnaði 1 5 Iftr-
um af bensfni á hverjum hundrað
km. f þjóðvegaakstri, og miðað við
að hjónin veldu sér tveggja manna
hótelherbergi með baði f sjö nætur
og borðuðu morgunmat, hádegis-
mat og kvöldmat á hótelum á
leiðinni. Reyndist bensfnkostnað-
ur þá vera 1 5 þús. kr., fæðiskostn-
aður 35 þús kr. og gistikostnaður
30 þús., eða samtals um 80 þús.
kr. En með þvf að gista f tjaldi eða
elda allan mat sjálf og aka neyzlu-
grönnum bfl gætu þau hins vegar
komizt niður f 20 þús. kr.
Spánarferðir hjá helztu ferða-
skrifstofunum f Reykjavfk með
fullu fæði fengust ódýrastar á 38
þús. kr. á mann, hálfsmánaðar
ferðir með gistingu á hóteli og
fullu fæði. Við þetta verð bætist
svo 2.500 kr. flugvallarskattur og
nundi ferðin fyrir hjónin þá kosta
81. þús. kr. eða það sama og
vikuhringferðin um fsland. Til
viðbótar við verð Spánarferðarinn-
ar ber að taka fram, að ef þau
keyptu þann ferðagjaldeyri, sem
þeim væri heimilt, mundi ferðin
kosta þau samtals 50 þús. kr. f
viðbót, eða um 130 þús. kr., en
hins vegar ættu þau að geta kom-
izt af með lítið brot af gjaldeyris-
skammtinum, ef þau spöruðu allt
við sig til hins ftrasta.
Verð Spánarferða var annars á-
kaflega misjafnt og þannig reynd-
ist meðalverð Spánarferða með
gistingu f fbúð án fæðis vera um
eða yfir 40. þús. kr. fyrir manninn,
en komst allt niður f 28.500 kr. á
mann þar sem ódýrast var. Var
þannig hægt fyrir hjónin að kom-
ast til Spánar og gista þar f hálfan
mánuð fyrir 62 þús. kr, að flug-
vallarskatti meðtöldum, og ef
þeim tækist að borða fyrir minna
en 19. þús. kr. væri sú ferð orðin
ódýrari en sú ódýrasta með gist-
ingu á hóteli og fullu fæði, sem að
ofan var nefnd.
Verð á Spánarferðum fór hæst
upp í 85.500 kr. á mann fyrir
hálfsmánaðar ferð, gistingu á
fimm stjörnu hóteli, sem er það
alffnasta sem fæst, og með hálfu
fæði, þ.e. morgunverði og einni
annarri máltfð. Eins og lesendur
sjálfsagt muna hafa gjaldeyrisyfir-
völd lagt á það rfka áherzlu að
undanförnu að ferðaskrifstofur
brytu ekki reglur um hópferðir til
útlanda, og spurði þvf Mbl. ferða-
skrifstofurnar hvort þeim væri
heimilt að selja svodýra ferð, þ.e.
með gistingu á fimm stjörnu hóteli
og hálfu fæði, og var svar þeirra á
þá leið, að þetta væri ekki bann-
að. „Okkur er flest bannað, en þó
ekki þetta," var svarið á einni
skrifstofunni.
Til viðbótar við upplýsingarnar f
frétt Mbl. f gær um ferðakostnað
innanlands koma hér tölur um
tvenns konar ferðir til viðbótar:
Ferðir á vegum Guðmundar
Jónassonar og Úlfars Jacobsens,
aðallega um hálendið og til Mý-
vatns og nágrennis, kosta milli 40
og 50 þús, kr. með fullu fæði og
gistingu f tjaldi. Guðmundur
Jónasson er með 12 daga ferð á
tæp 43 þúsund og 13 daga ferð á
48 þúsund, en Úlfar Jacobsen er
með 11 daga ferð á um 40 þúsund
og 13 daga ferð á um 48 þúsund.
Farnar eru ýmsar leiðir um hálend-
ið, t.d. um Sprengisand, Kjöl,
Kaldadal, Gæsavatnaleið og vfðar,
og f einu tilviki hringferð um land-
ið.
Flugfélag islands býður upp á
flugferð hringinn i kringum landið
og er þá farið frá Reykjavfk til
ísafjarðar og áfram til Akureyrar,
Egilsstaða. Hornafjarðar og aftur
til Reykjavfkur. Einnig er hægt að
fara þessa leið ! öfuga átt og hægt
er að sleppa úr annaðhvort isafirði
eða Hornafirði eða báðum stöð-
um.
Ferðahraðinn ræðst af áætlun
Flugfélagsins og tekur ferðin vart
minna en viku, en má taka allt
upp I heilt ár. Ef um fjölskylduaf-
slátt er að ræða verður hún þó að
standa f minna en einn mánuð.
Þessi hringferð kostar 9780 kr.
Framhald á bls. 20