Morgunblaðið - 04.07.1975, Page 16

Morgunblaðið - 04.07.1975, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JULI 1975 HER I þættinum hefur nokkuð verið ritað um ýmsa þá ann- marka, sem menn telja vera á framkvæmd dóma á kynbóta- hrossum. 1 þessum skrifum hefur verið komið víða við og ekki vfst að allir séu fyllilega sammála þeim hugmyndum, sem settar hafa verið fram. Eitt er það, sem oft hefur verið vikið að og er það hversu erfitt er að gera sér grein fyrir gæð- um og byggingu hrossanna út frá þeim upplýsingum, sem fylgja niðurstöðum dómnefnd- ar. Umsagnir eru oft yfirborðs- kenndar og stundum mætti halda að þær væru fremur samdar sem bókmenntaverk en mönnum til glöggvunar um hæfileika hrossanna. Þá gildir það sama um þær tölur, sem gefnar eru fyrir einstök dóms- atriði. Þær eru flestar það Ifkar, að þeir, sem ekki hafa sérþekkingu á sambandi talnanna og mælinga á stærð hrossanna vita lítt hvað verið cr að ræða um. En ekki var ætlun þessara orða að fara að tfunda það, sem skrifað hefur verið um dóma kynbötahrossa í þættinum. Heldur er rétt að benda fólki sérstaklega á að fhuga þessi atriði f sambandi við Fjórðungsmótið um helgina. Ef mótsstjórnin fylgir þeirri venju, sem verið hefur, að gefa dómana út fjölritaða ættu móts- gestir að hafa tækifæri til að íhuga hvort ekki sé ástæða til að breyta þessu dómskerfi. Ekki ósjaldan má heyra f um- ræðum vikið að hestamanna- mótum f heldur niðrandi tón og vilja menn þáteljaaðþessi mót séu einungis samkomur, þar sem menn koma saman til að svalla. Þessu verðum við hesta- menn að breyta. Við þekkjum ástæðuna, sem er hinn mikli fjöldi utanaðkomandi fólks og þá sérstaklega unglinga, er sækir þessi mót einungis í þeim tilgangi að skemmta sér og dýrka Bakkus. Þátturinn vill þvf hvetja alla hestamenn til að sýna prúðmennsku og góða framkomu á þessu Fjórðungs- móti sem öðrum mótum. í sfðasta þætti var talað um að í þessum þætti ætti að gera nánari grein fyrir einstökum hrossum, sem taka þátt f hlaupum á Fjórðungsmótinu að Faxaborg. Þvf miður vannst ekki tfmi til að Ijúka þvf yfir- Iiti, sem átti að birtast. umsjón: TRYGGVI GUNNARSSON Góður tími í 400 m stökki í Ölver A sunnudaginn fóru fram í Ölveri kappreiðar Dreyra og tókust þær i alla staði vel nema hvað veður var ekki sérlega hagstætt. Alls kepptu 28 hross í hlaupum en i gæðingakeppni i A-flokki 7 og í B-flokki 15. Sér- staklega góður timi náðist í 400 m stökki og hljóp fyrsti hestur, 55 hross kepptu hjá Glaði Hestamannafélagið Glaður í Dalasýslu hélt sinar árlegu kappreiðar s.i. sunnudag. Auk gæðingakeppni var keppt i 4 greinum hlaupa. Alls voru það 55 hross, sem mættu til leiks en tímar urðu slæmir vegna óhag- stæðs veðurs. Urslit einstakra greina urðu sem hér segir: Gæðingakeppni A-flokkur: I. Iða grá, 17 v., eign Jóhannesar Stefánssonar, Kleifum, og hlaut hún Silfur- skeifuna. II. Rjóð, rauð, 9 v., eign Jóns Hallssonar, Búðardal. III. Lýsa, leirljós, 12 v., eign EIsu Bertelsen. Gæðingakeppni B-flokkur: I. Neisti, bleikskjóttur, 11 v., eign Halls Jónssonar, Búðardal og hlaut hann í verðlaun farandbikar, sem gefinn var i minningu Guðmundar Ágústs- sonar á Refstöðum, er andaðist á s.l. vetri. II. Blossi rauðblesóttur 17 v., eign Bærings Ingvarssonar. III. Gýgjar, grár, 22 v., eign Stefáns Skjaldarsonar í Búðar- dal. 250 m skeið: 1. Rjóð Jóns Hallssonar á 28,7 sek. 2. Skjóni Bergs Sigurðssonar á 30,2 sek. 3. Flugsvif Jóns Ölafssonar, Hvanneyri, á 31,2 sek. Fyrsti hestur hlaut farand- bikar sem Sigurður Ölafsson gaf fyrir nokkrum árum í minningu Glettu, sem ættuð var úr Dölum. 250 m unghrossahlaup: 1. Kolskeggur Guðmundar Árnasonar, Síðumúlaveggjum, á 21,9 sek. 2. Puntilla Marteins Valdimarssonar á 22,1 sek. 3. Fóstri Magnúsar Þórðar- sonar, Borgarnesi, á 22,1 sek. 300 m stökk: 1. Sóti Pálma Gumundssonar, Borgarnesi, á 24,7 sek. 2. Mósi Brynhildar Benedikts- dóttur á 24,9 sek. 3. Þrasi Ernu Friðriksdóttur, Borgarnesi á 26,4 sek. 800 m brokk: 1. Kommi, eign Kommafélags- ins í Borgarnesi, á 1 mín. 46,2 sek. 2. Muska Inga Jónssonar á 1 mín 47,9 sek. , 3. Funi Marteins Valdimars- sonar á 1 mín. 48,7 sek. Vaxandi áhugi á hestamennsku Unghross dæmd á V in dheim amelum Hrossaræktarsamband Skaga- fjarðar og Búnaðarsamband Skagafjarðar efndu um síðustu helgi til kynbótasýningar á Vindheimamelum Á sýning- unni, sem haldin var skv. heimild í búfjárræktarlögum, voru sýndir kynbótagripir á aldrinum 2 til 5 vetra. Á sunnu- deginum fór einnig fram Firmakeppni Stíganda og voru keppendur samtals 35. Fyrstur varð Kolskeggur frá Flugu- mýri, eign Sigríðar Sigurðar- dóttur, og hlaut hann verð- launaskjöld. Um 100 hross komu fram á kynbótasýningunni og vakti þar einna mesta athygli Fákur, 6 vetra. Hann er sonur Eyfirðings 654 en í móðurætt er hann út af Ljónslapparkyni Björns Jónssonar. Fákur var eini stóðhesturinn sem hlaut I. verðlaun en Hrossaræktarsam- band Skagafjarðar hafði nýlega keypt hann. Þrjár hryssur hlutu fyrstu verðlaun og voru tvær þeirra í flokki 5 vetra og ein i flokki 4 vetra. Þess má geta að í flokki 4ra vetra hryssanna voru 4 af fimm fyrstu hryssunum dætur Sörla 653 og þar á meðal fyrsta hryssan, sem hlaut I. verðlaun, en fremur fáar Sörladætur voru sýndar. Hestamannafélagið Sörli í Hafnarfirði efndi til firma- keppni og kappreiða laugard. 31. maí á skeiðvelli félagsins við Kaldárselsveg. Rúmlega hundrað firmu tóku þátt í keppninni, sem fram fór í þremur flokkum. Sigurvegari í karlaflokki var Krummi 5 v., eign Böðvars B. Sigurðssonar, en Krummi keppti fyrir Slipp- félagið h/f. 1 kvennaflokki sigr- aði Bliki 8 v., eign Önnu Flyger- ing, sem keppti fyrir Sælgætis- gerðina Góu h/f. I unglinga- flokki sigraði Blakkur 7 v., eign Guðm. Þóris Sigurðssonar, sem keppti fyrir Trévirki h/f. Stjórn Sörla biður fyrir þakkir til þeirra sem studdu fyrirtæk- ið með þátttöku í firmakeppn- inni. Urslit í kappreiðunum urðu sem hér segir: 250 m. skeið: 1. Vinur 12 v., 25.2 sek. Eig. Sigurður Sæmundsson, knapi eigandi. 2. Ljúfur 14 v., 27.2 sek. Eig. Hörður G. Albertsson, knapi Ragnar Hinriksson. 3. Rjúkandi 7 v., 28.0 sek. Eig. Hörður .G. Albertsson knapi Sigurbjörn Bárðarson. 250 m. unghrossahlaup: 1. Þór 6 v., 20.3 sek. Eig. Hörður G. Albertsson, knapi Sigurbj. Bárðarson. 2. Fjöður 6 v., 20.6 sek. Eig. Kristján Guðmundsson knapi Kristján R. Kristjánsson. 3. Víkverji 5 v., 20.8 sek. Eig. Hörður G. Albertsson, knapi Sigurbjörn Bárðarson. 300 m. stökk: 1. Loka 8 v., 22.9 sek. Eig. Þór- dís H. Albertsson, knapi Sigur- björn Bárðarson. 2 Breki 8 v., 23.0 sek. Eig. Trausti Þór Guðmundsson, knapi eigandi. 3. Þjálfi 7 v., 23.4 sek. Eig. Magnús Matthíasson, knapi Guðlaugur Adolfsson. Áhugi á hestamennsku fer sí- vaxandi í Hafnarfirði eins og annars staðar á landinu. Félags- menn hafa í hyggju að endur- nýja skeiðvöll félagsins, útbúa gerði og sitthvað fleira og f því sambandi gengst félagið fyrir happdrætti, þar sem aðalvinn- ingurinn er gæðingsefni frá Magnúsi á Lágafelli. Formaður Sörla er Bergur S. Hjartarson. Þjálfi, undir Islandsmeti. Ur- slit í einstökum greinum urðu sem hér segir: Gæðingakeppni A-flokkur: I. Flaumur, bleikur, 9 v., eign Ágústs Oddssonar. II. Sokka, jarpskjótt, 9 v., eign Sigríðar Guðmundsdóttur en knapi var Jón Guðmundsson. III. Glæsir, 11 v., eigandi og knapi Samúel Ólafsson. Gæðingakeppni B-flokkur: I. Logi, rauður, 17 v., eign Agústs Oddssonar. II. Faxi, 14 v., grár, eig. og knapi Ólafur Sigurbjörnsson. III. Flugar, 14 v., eig. og knapi Ólafur Sigurbjörnsson. 250 m skeið: 1. Fannar, 8 v., eign Harðar G. Albertssonar, knapi Ragnar Hinriksson. Tími: 23,6 sek. 2. Vafi, 8 v., eig. og knapi Er- ling Sigurðsson. Tími: 24,0 sek. 3. Sokka, 11 v., eign Sigurðar Guðmundssonar, knapi Jón Guðmundsson. Tími: 24,5 sek. 250 m unghrossahlaup: 1. Fönix, 6 v., eign Daníels Helgasonar, knapi Þórður Jóns- son. Tími: 19.4 sek. 2. Kyndill 5 v., eign Guðmundar Valdimarssonar, knapi Daníel- Helgason. Tími: 19,5 sek. 3. Nös, 6 v., eign Sófaníasar Marussonar, knapi Ingimar Ingimarsson. Tími: 19,8 sek. 400 m stökk: 1. Þjálfi, 10 v., eign Sveins K. Sveinssonar, knapi Guðrún Fjeldsted. Timi: 28,9 sek. 2. Geysir, 7 v., eign Helgu Claessen, knapi Sveinn Jóns- son. 3. Breki, 8 v., eig. og knapi Trausti Þór Guðmundsson. 800 m brokk: 1. Logi, 17 v., eig. og knapi Ágúst Oddsson. Tími: 1 mín, 59 sek. 2. Móri, 19 v., eig. og knapi Skúli Kristjónsson. Tfmi: 2 mín 03,9 sek. 3. Léttir, 11 v., eig. og knapi Sigurbjörn Gunnarsson. Óhagstætt veður hjá Ljúfi Kappreiðar og gæðinga- keppni Hestamannafélagsins Ljúfs í Hveragerði og Ölfusi fóru fram s.l. sunnudag að Reykjakoti í Ölfusi. Veður var afar óhagstætt, úrhellisrigning og rok, en völlurinn er grasflöt, sem var mjög þung vegna bleytu. I greinum kappreið- anna kepptu 26 hross en í gæðingakeppninni kepptu 8 hross í A-flokki en 12 í B-flokki. Urslit í einstökum greinum voru sem hér segir: Gæðingakeppni A-flokkur: I. Glæsir, jarpskjóttur, 6 v. Eig. og knapi: Páll Sigurðsson, Kröggólfsstöðum. II. Blesi, sótblesóttur 17 v. Eig. og knapi: Árni Eyþórsson, Hveragerði. III. Blesi, rauðblesóttur 11 v. Eig. og knapi: Ari Micnelssen Gæðingakeppni B-flokkur: I. Eyfjörð, brúnn, 7 v. Eig. og knapi: Helga Pálsdóttir, Kröggólfsstöðum. II. Kjarni, rauður, 13 v. Eig. og knapi: María Þórarinsdóttir, Hveragerði. III. Stígandi, brúnsokk., 8 v. Eig. og knapi: Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Kröggólfsstöð- um. 250 metra skeið: 1. Hrannar, 9 v. Eig: Gunnar Árnason, Torfastöðum Biskups- tungum. Tfmi: 28,0 sek., 2. Iringur, 5 v., eign Guðmundar Gíslasonar, Torfa- stöðum Biskupstungum. Tími: 28,9 sek. 3. Andvaka, 6 v., eign Eiríks Guðmundssonar, Torfastöðum, Biskupstungum. Tími: 29,2 sek. 250 metra unghrossahlaup: 1. Tvistur 6 v., eign Helgu Pálsdóttur, Kröggólfsstöðum. Tfmi: 23,0 sek. 2. Flugsvin, 4 v., eign Guðmundar Gíslasonar, Torfa- stöðum, Bisk. Tími: 23,3 sek. 3. Örvar, 5 v., eign Öla Haraldssonar. Tími: 23,6 sek. 300 metra stökk: 1. Hrannar, 9 v., eign Gunn- ars Arnasonar, Torfastöðum, Biskupst. Tími: 26,2 sek 2. Filipíus, 8 v., eign Stefáns Ingólfssonar, Þóroddsstöðum. Tfmi: 26,5 sek. 3. Hrekkur, 7 v., eign Þor- valds Arnasonar, Hafnarfirði. Tími: 27,0 sek.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.