Morgunblaðið - 04.07.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.07.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR4. JULl 1975 19 Á röngum eða réttum hnetti? Obstfelder og Saarikoski I kvikmynd um norska málarann Edvard Munch, sem nýlega var sýnd í íslenska sjón- varpinu, kom nokkuð við sögu landi hans skáldið Sigbjörn Obstfelder. Skáldið var meðal hinna fyrstu, sem áttuðu sig á gildi málarans og var ósmeykt við að lýsa því yfir þrátt fyrir allan mótbyrinn, sem verk Munchs hlutu heima fyrir og víðar. Málarinn vissi líka að Obstfelder var brautryðjandi í ljóðlist, myndskreytti bækur hans og teiknaði og málaði myndir af honum, sem lengi verða í minnum hafðar. Nýjasta tölublað sænska ljóð- listartlmaritsins Lyrikvánnen (2/75) er að nokkru helgað Obstfelder. A forsíðu er teikning af skáldinu eftir Gustav Vigeland, birt eru nokk- ur ljóð þess og bréf, einnig er vitnað til orða samtímamanna hans um hann og að lokum er birt stutt ljóð eftir ungt norskt skáld, Jan Erik Vold. Ljóðið er ekki nema þrjár línur: Heldurþú, heldur þú, að vinir hittist á nýium hnöttum? Já, Sigbjörn. Ljóð Jan Eiriks Volds verður að lesa með eitt kunnasta Ijóð Sigbjörns Obstfelders i huga: Jeg ser, sem birtist f fyrstu Ijóðabók hans Digte (1893). 1 ljóðinu lýsir skáldið þvf, sem það sér, kunnuglegum heimi mannanna, en endar á orðun- um: Ég sé, ég sé... Ég hef vfst ekki lent á réttum hnetti! Hér er svo framandlegt. Með þessum orðum túlkar Sigbjörn Obstfelder hugmyndir sinnar kynslóðar, einkum skálda og listamanna kringum aldamótin, en þessi orð hafa orðið furðu lífseig og eru enn í fullu gildi. Sigbjörn Obstfelder (1866—1900) var að eðlisfari hlédrægur maður og feiminn, eirðarlaus, leitandi. „Þér eruð víst of góður fyrir þennan heim, Obstfelder!" sagði Knut Sigbjórn Obstfelder. Teikning eftir Gustav Vigeland. Hamsun. Hjalmar Söderberg segir frá því þegar Obstfelder kom inn í bjartan sal og kvartaði yfir birtunni, flýtti sér inn í rökkvað horn og bar hönd fyrir augu. Rainer Maria Rilke dáðist að ljóðum Obstfelders, jafnaði þeim við tófra: „Þau líkjast hvísli, en bergið opn- ast," sagði Rilke. I bréfum Obstfelders kemur þunglyndi hans vel í ljós, en einnig ástríða hans, fögnuður yfir náttúrunni. Hann efast stundum um skáldskap sinn, en það er ljóst að stundum er hann meira en lítið ánægður og gerir sér grein fyrir hvflíkur nýjungamaður hann er í ljóð- list. Það er einkum í prósaljóð- um Obstfelders sem nýbreytni hans er mest. Hann lætur sig litlu skipta rím og bragfræði, en leitar e'infaldleika i tjáningu og finnur hann. Veröld hans er draumkynjuð. Með ljóðum sín- um hafði hann áhrif á mörg skáld, þess sjást jafnvel merki i íslenskum skáldskap. Nokkuð hefur verið þýtt eftir Obstfeld- er á íslensku. Sigríður Einars frá Munaðarnesi hefur þýtt einna mest eftir hann, en önnur skáldkona, Nína Björk Arna- dóttir, hefur einnig glímt við Obstfelder. Þessi dæmi sýna vel að Obstfelder fyrnist ekki því að töluvert bil er á milli skáldkvennanna tveggja. Pentti Saarikoski er annað skáld, sem Lyrikvannen leggur að þessu sinni áherslu á að kynna. Margir Islendingar kannast við Saarikoski vegna bókar hans Jag blickar ut över huvudet pá Stalin, sem að mestu leyti fjallar um dvöl skáldsins í Reykjavík fyrir níu árum. I þessari bók verður Saarikoski tíðrætt um drykkju- skap sinn og það verður honum einnig í viðtali Mia Berner öste við hann í Lyrikvannen. Öste kallar viðtalið Þrjá daga með Pentti, A portrait of the Artist as a middleaged Man. Þrátt fyrir mikinn drykkju- skap hefur Pentti Saarikoski, sem fyrir löngu er orðin þjóð- sagnapersóna meðal Finna, unnist tími til að semja margar bækur og þýða heil býsn. Nýj- asta bók Saarikoskis er ævisaga skáldsins Eino Leinos (1878—1926) og hefur hann um margt verið andlega skyld- Pentti Saarikoski ur Saarikoski. Ævisagan er í frjálslegu ljóðformi, sem Saarikoski hefur tileinkað sér, og fjallar ekki síður um hann sjálfan en Leino. Saarikoski fékk Aleksis Kivi verðlaunin 1974 og verðlaun Finnska menningarsjóðsins í ár, einkum vegna þessarar bókar. Þrír dagar með Pentti er við- tal i hinum opinskáa nýblaða- mennskustíl. Leitast er við að lýsa persónunni sjálfri, því lífi, sem hún lifir og umhverfi hennar, en minna er lagt upp úr skoðunum. Það kemur að vfsu greinilega fram í viðtalinu, sem ekki er nokkur frétt, að Pentti Saarikoski er kommúnisti, en hann leggur meira upp úr því að vera rit- höfundur. Flokksbróðir hans kemur í heimsókn með vodka- flösku og vill lokka skáldið á þing kommúnista f vor, en Pentti, sem þó á ekki mikið í vínskápnum, vísar þessum óboðna gesti á dyr. Hann skýrir kommúniskar tilhneigingar meðal æskunnar á fróðlegan hátt. I Finnlandi eins og annars staðar verða menn kommúnist- ar af ýmsum orsökum. Það er aftur á móti ekki unnt að halda skáldum á borð við Saarikoski innan hins stranga kommúníska ramma. Það hefur heldur ekki verið auðvelt að fá Hannu Salama til að hlýða og liggur þá beinast við að benda á verðlaunaskáldsögu hans: Kommer upp i tö. Finnskum kommúnistum þótti sú saga ekki nógu einlit. Markmið Salama var að komast að þvi hvað raunverulega gerist í kommúnískri hreyfingu, hvað er að baki stjórnmálunum og félagsmálunum yfirleitt. Pentti Saarikoski er freistandi nafn fyrir flokk að punta sig með. Skáld eru aftur á móti erfið viðureignar fyrir flokks- forystu; þau fella sig ekki við boð og bönn. I ritstjórnargrein í Lyrikvannen leiðir Gösta Fri- berg, annar ritstjóri tímarits- ins, hinn er Rolf Aggestam, get- um að því að mikill skáldskap- ur verði einkum til utan Evrópu. Hann finnur vestræn- um skáldskap ýmislegt til for- áttu og telur hann að mörgu leyti staðnaðan. Gösta Friberg hefur að mínu viti gerst of svartsýnn í þessari grein. Það er auðvelt að nefna fjölmörg dæmi um merkan vestrænan skáldskap. En engu að síður er gaman að kynnast því, sem skáld í Asíu og Afríku til dæmis, eru að fást við. Það er verðugt verkefni fyrir sænska ljóðaklúbbinn (FIBs Lyrikklubb), sem gefur Lyrikvánnen út, að stuðla að slíkri kynningu, enda mun ætlunin vera sú. Ljóð Pentti Saarikoskis sanna að við þurfum ekki að leita langt til að finna forvitni- legan skáldskap. Ætli norræn skáld standi sig ekki bara vel í samanburði við skáld annarra landa þegar á allt er litið? Það kæmi mér ekki á óvart að svar- ið yrði jákvætt. Evrípídes og Sófókles Evrípídes: Q ÞRJU LEIKRIT UM ASTIR OG HJÓNABAND. fj Alkestis-Medea — Hippolýtos. f Þýðinguna gerði: Jön Gíslason. fj Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1974. Sófókles: ? ANTlGÓNA. n Helgi Hálfdánarson þýddi. fj Með for- mála eftir Friðrik Þórðarson. [J Heimskringla 1975. Þýðingar Jóns Gislasonar úr grísku, sem nú eru orðnar tölu- vert umfangsmiklar eru menning- arstarf, sem vert er að hyggja að. Jón hefur flýtt sér hægt, en unnið verk sitt af vandvirkni, búið þýð- ingarnar þannig í hendur Iesend- um að þeir mættu hafa sem mest gagn af. Nýjasti árangur þessa starfs Jóns Gíslasonar eru leikrit- in þrjú um ástir og hjónaband eftir Evripídes: Alkestis, Medea ogHippolýtos. Auk leikritanna skrifar Jón inngang, sem fjallar um ævi Evrípídesar og helstu einkenni leikrita hans, sfðan kemur kafli, sem nefnist Gerð leikritanna þriggja og loks kaflinn Saga text- ans. Fyrir framan hvert leikrit er einnig rakið efni þess í fáum orð- um. Eftir er að geta eftirmála. Allt er þetta mikið lesmál eða nær helmingur bókarinnar og til glöggvunar um gríska leikritun yfirleitt og bókmenntir Grikkja, auk þess, sem drepið er á margt forvitnilegt i leiðinni. Jón Gfsla- son er ekki einn þeirra rithöf- unda, sem iðka flugeldasýningar í máli og stíl, en hann er gagnorður og meira af honum að læra en virðist i fljótu bragði. Það er reyndar óhugsandi að átta sig á heimsbókmenntum nema þekkja eitthvað til grískra leikrita, álika skynsamlegt og að gerast skáld- sagnahöfundur á islensku án þess að hafa lesið Islendingasögur. Bðkmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Eins og Jón Gfslason getur í eftirmála hefur aðeins eitt leikrit eftir Evrfpídes áður verið þýtt á íslensku: Bakkynjur í þýðingu Sigfúsar Blöndals 1923. En Grfm- ur Thomsen þýddi marga kór- söngva Evrípídesar, enda mun hann hafa haft miklar mætur á honum. Jón Gíslason segir rétti- lega: „Að vissu leyti stendur Evrí- pídes nútímamönnum nær en hin- ir eldri skáldbræður hans, þeir Aiskýlos og Sófókles. Stafar það af því m.a., að viðfangsefni hans lúta aS vandamálum, sem mörg hver eru jafnbrennandi nú og þau voru í Aþenuborg fyrir meir en tvö þúsund árum. Einmitt þess vegna er Evrípídes umdeildastur harmleikaskáldanna þriggja, að hann kemur enn við kvikuna í mönnum." Jón segir ennfremur að stfll leikrita Evrípídesar og málfar nálgist mjög mælt mál. Evripídes vildi að mál sitt væri ljóst og auðskilið. Þýðingar Jóns Gíslasonar eru í lausu máli og verður ekki sagt að þau glati þokka sínum og reisn af þeim sökum, eðlilegt er að fara þá leið nema í hlut eigi þýðandi, sem hafi mál og brag á valdi sínu með óvenjulegum hætti. I þýðingu Helga Hálfdanarson- ar á Antígónu eftir Sófókles er likt eftir ljóðforminu og talar Friðrik Þórðarson í formála um „snilldarþýðingu" Helga. Þýðing- in vakti mikla athygli þegar hún var notuð í uppfærslu Leikfélags Reykjavikur fyrir nokkrum árum, enda er glæsibragur hennar stundum slíkur að það vill gleym- ast að hdn er leikhústexti. I því er fólgin hætta allra leikrita i bundnu máli. Þau geta heillað svo með ómi ljósins að leikhúsgestur ölvist; hinn eiginlegi boðskapur leikskáldsins gleymist vegna orð- kynnginnar. En helgi Hálfdanar- son gefur sig hvergi skrúðmælgi á vald, heldur er honum í mun að textinn sé lipur og um Ieið tignar- legur. Dæmi þessa er framsögn kórsins í Antígónu um manninn og viðleitni hans: JónGfslason. Mai r,t er undrio, oi> mun þó vfs( maourinn sjálfur undur sta'rst. Þarsem ólgandi hrfmgrátt haf hrannast úfiö f vetrar byl, ristir hann kembdan kólgu-skafl kili traustum á vidsjálsleið. Mödur guðanna, r,om J11 Jörð gróskurfka, svo aldrei þverr, markar hannsértil sáðs hvert vor, svörðinn skárar með plÓKi ofí klár. Ef haldið væri áfram að vitna í kórinn kæmi þetta enn betur í ljós, en sú upptalning yrði of löng. I formála Friðriks Þórðarsonar að Antigónu birtast önnur viðhorf en hjá Jóni Gfslasyni. Hann deilir á þá vestrænu lærdómsmenn, sem lagt hafa stund á grísk fræði, „og skýra svo hfraðeina í grískri þjóð- menningu sem væri hún af sama toga spunnin sem þjöðmenning sjálfra þeirra og henni nokkurn- veginn samjöfn, og þyrfti ekki til skilnings á henni annað en vana- lega hugarreynslu menntaðs manns og hversdagslegt bókarvit eins og það nú gerist vor á meó- al". Að leita ráðningar á verkum grfskra manna er til einskis gagns að dómi Friðriks og hann nefnir í því sambandi villuljós: „Svo mik- ið bil skilur nú á milli fornalda Grikklands og vor, bæði staður, tími og hugarþel, að ekki stoðar annað, ef rannsóknin á að koma að haldi, en vér reynum eftir föngum að slíta sundur einmitt það samhengi, sem tengir saman þær og oss". Eftir þessa yfirlýsingu Friðriks Þórðarsonar verður manni í fá- kunnugleika sínum á að spyrja hvers vegna leikrit Evrípídesar og Sófóklesar höfða um svo margt til okkar þótt margt skilji þau frá nútimanum. Svarið er ef til vill: Þau eru merkilegur skáldskapur. En einnig mætti segja að við þekkjum sjálf okkur i þeim. Að þessu leiðir Jón Gislason gild rök að minu mati og þess vegna mun- um við halda áfram að lesa jafn stórbrotið verk og Medeu Evripíd- esar þrátt fyrir allt þekkingar- leysi okkar á hinu forna Grikk- landi. Um nútimahöfunda má að mörgu leyti segja líka hluti og Friðrik Þórðarson um gríska höf- unda. Hver er til dæmis þess um- kominn að skýra verk T.S. Eliots fullkomlega? En við njótum þeirra. Sama er að segja um Tím- ann og vatnið eftir Stein Steinarr. Þannig mætti endalaust halda áfraril. Niðurstöðurnar geta orðið margar. En það skiptir miklu að menn hafi kjark til að koma með nýjar kenningar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.