Morgunblaðið - 04.07.1975, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.07.1975, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JULI1975 25 reiknaðist til að 35—40% af þjóð- artekjunum færu til ríkis og sveit- arfélaga. Fer það saman við það sem ég sagði hér áðan. Þessi hag- fræðingur var þó ekki með lífeyr- irgreiðslur einkaaðila í þeim töl- um, en með þeim yrði félagsgeir- inn eða ríkisgeirinn um það bil 40—45%, sem er gífurlega hátt og nálgast það hlutfall sem talið er hættulegt f Svlþjóð, Bretlandi og Danmörku. Vert er að vekja at- hygli á að jafnvel þessar tiltölu- lega auðugu þjóðir stynja undan þessu þunga ríkis- og tilfærslu- kerfi. Hvað má þá segja utn þjóð i harðbýlu landi sem á allt sitt und- ir 20—30 þús. manna framleiðslu- stétt I sjávarútvegi, fiskiðnaði, landbúnaði, iðnaði og versl- un? Á viðreisnarárunum svo- kölluðu, tímabilinu 1960—1971, var hlutdeild hins opinbera í þjóðartekjunum um 30% og fannst mörguin nóg um. Þetta tímabil einkenndist af nokkuð jöfnum árlegum hagvexti með ákveðnum og alvarlegum aftur- kipp, tímabilið 1967—1969, sem þjóðin komst yfir vegna öruggrar forustu þáv. ríkisstj. Því miður verður að segja eins og er að með þeirri stefnumörkun I fjármálum hins opinbera sern ákveðin var siðla árs 1970, hófst sú þróun, sern stöðugt hefur haldið áfrarn siðan, að rikiskerfið hrifsar sífellt stærri hluta af þjóðarfrarnleiðsl- unni til sinna þarfa eða vegna tilfærslu gegnum ríkiskerfið inn- an þjóðarbúsins. Mest verður þó stökkið rnilli áranna 1971 og 1972, en þá eru ríkistekjurnar 25.6% rniðað við þjóðarframleiðslu. Oft gerir alrnenningur sér ekki grein fyrir því hvernig að honurn er þrengt. Þróun hins opinbera á íslandi er skýrt dærni uin það hvernig unnt er að þrengja smátt og sinátt að einkaneyslu í skjóli oft á tíðurn góðra rnála, eins og t.d. trygginga- og heilbrigðisrnála, skólarnála o.s.frv. En fólk áttar sig oft ekki á að jafnfrarnt eru lagðar á álögur vegna annarra rík- isútgjalda og framkvæmda sern betur væri að aðrir önnuðust. Annað dærni urn óæskilega þenslu ríkisins má nefna aukn- ingu starfsrnanna hjá opinbera geiranurn. Frá 1963 til 1972 fjölg- aði opinberurn starfsrnönnurn urn 75%. Á saina tíma jókst vinnuafl framleiðsluatvinnuveganna urn 30%. Sú aukning varð einkuin í iðnaði og verslun. Landbúnaður og fiskiðnaður stóðu i stað i þessu atriði. Þá má nefna að á síðari árum hefur þjóðarfrarnleiðslan aukist um rúm 5% að meðaltali á ári, þ.e.a.s. frarn til ársins 1974. Á sarna tíinabili hafa fjárlög ríkis- ins aukist 4—5 sinnurn rneira á hverju ári. Misrærnið rnilli aukn- ingar frarnleiðslunnar og ríkisút- gjalda er ein af ástæðurn hinnar rniklu verðbólgu á íslandi í dag. Fleiri dæmi mætti nefna en þetta skal látið nægja að svo stöddu þótt full ástæða hefði verið til að fjalla hér nokkuð um áhrif þeirr- ar stefnu sern rekin hefur verið i peningarnálurn þjóðarinnar, sér- staklega í gegnurn opinbera sjóði, ríkisbanka o.s.frv. Mun væntan- lega gefast tækifæri til þess siðar. Fjárlagagerö hér og erlendis 1 Ijósi þeirrar þróunar, sern hér hefur verið lýst, stöðugurn vexti ríkisgeirans á kostnað atvinnu- veganna og alls alrnennings, er óurnflýjanlegt þegar til lengdar lætur að hv. Alþ. taki upp ný og betri vinnubrögð við gerð fjárl. ef tryggja á og viðhalda þingræði og lýðræði í landinu. Hv. Alþ. verður að nálgast þetta veigamikla tæki i efnahagsrnálurn, sem fjárl. eru, rneð öðrurn hætti en gert hefur verið á undangengnum árurn. Meðal þess, er ég álít að helst þurfi að færa til betri vegar í þessum rnálurn til þess að styrkja trú fólksins í landinu á valdið og þýðingu Alþ., er: 1. Alþingi þarf að verða virkara i rnótun og gerð fjárl. en verið hefur. 2. Með tilliti til þess þarf undir- búningur og ákvörðun uin fjárlög að taka lengri tirna. 3. Setja þarf fjárlögurn ákveðið þak rneð tilliti til lengri og skemrnri tirna markrniða í efna- hagsmálum er grundvallast á. spám um afkomu atvinnuveg- anna. 4. Stefnumótun í gerð fjárl. þarf að gera ráð fyrir meiri sveigjanleika í frarnkvæmd þeirra en nú er. 5. Fjalla þarf af meiri ná- kvæmni um einstaka liði fjárl. 6. Endurskoða verður oftar lög sem felaí sér bindandi skuldbind- ingar af hálfu ríkisins hvað út- gjöld áhrærir og þurfa slík lög raunverulega að vera i stöðugri endurskoðun. 7. Til greina kæmi að hafa opn- ,ar umr. um einstaka þætti fjárl. þar sem forsvarsmenn hins opin- bera gerðu þingnefndum og al- menningi grein fyrir störfum vió- komandi stofnana og öðru er lýt- ur að framkvæmd fjárl. og þróun þeirra. Eigi skal farið frekar út í ein- stök atriði sem bent hefur verið á sem Ieiðir til úrbóta við gerð fjárl., þannig að Alþ. hafi meira vald yfir þróun þessara rnála og tryggi betur en nú er að fjárl., rikisútgjöld og opinberar fram- kvæmdir verði ekki myllusteinn á hálsi þjóðarinnar. Athygli skal vakin á þvi að í flesturn lýðræðis- ríkjurn eiga árleg fjárlög sér Iengri aðdraganda og eru lengur í meðförum hjá viðkoinandi þjóð- þingurn en hér tiðkast. Sern dærni rná nefna að í Frakklandi er byrj- að að vinna að undirbúningi fjárl. í jan. ári áður en fjárl. eiga að korna til frarnkværnda. Áætlunar- deild fjrnrn. franska undirbýr þá fyrsta uppkast að útgjaldaáætlun fyrir n.k. ár, þ.e.a.s. fjárlagaár, og einnig útbýr þessi deild spár fyrir næstu 2 ár þar á eftir, þannig að hér er raunverulega verið að fjalla urn þriggja ára tírnabil. í febrúar eru einstök rn. beðin urn að skila sundurgreindurn beiðn- um um fjárþarfir viðkomandi rn. Eftir nákvæma rneðferð, þar sern forsrh. hefur mikið vald til að sarnræma óskir viðkornandi aðila við þá möguleika, sern stefnan i skattamálum gefur, er uppkast að fjárl. ásarnt fyrrnefndum tveggja ára spárn lagðar fyrir ríkisstj. og franska þjóðaþingið, fyrst fyrir ríkisstj. urn rniðjan sept. Siðan er fjárlagafrv. lagt fyrir franska þingið fyrsta þriðjudag i okt. og afgreitt sern lög rétt fyrir jól ár hvert. Kostirnir við franska fyrir- kornulagið við gerð og rnótun fjárl. eru: 1. Undirbúningur hefst heilu ári áður en fjárl. eiga að korna til framkværnda. 2. Unnið er að fjárlagagerðinni allt árið. 3. Meófylgjandi áætlanir urn fjárlög næstu tveggja ára eftir þau fjárlög sem verið er að ákveða eða fjalla urn eru einnig til rneðferðar og gefur það aðilurn vinnurnarkaðarins og skatt- borgurum visbendingu urn við hverju sé að búast af hálfu rikis- valdsins rneð tilliti til skattálagn- ingar og ríkisútgjalda nokkur ár frarn i tímann. Hlýtur það að skapa mikið aðhald. 1 Þýskalandi kynnir ríkisstj. fjárhagsáætlanir sínar fyrir næsta fjárlagaár venjulegast uin rnitt surnar í júli. Uppkast að fjárl. er síðan lagt fyrir sarn- bandsþingið i sept. og þá fer frarn 1. urnr. Síðan er það til rneðferðar í fjvn. sarnbandsþingsins i nokkra rnánuði. 2. og 3. urnr. fóru t.d. frarn á þessu ári 19. og 21. rnars s.l. En sarnkv. Iöguin vestur-þýska sarnbandsins skulu þessar umr. fara fram rneð þriggja daga millibili. í þessurn ríkjurn eru fjárlög sveigjanlegri en við eigurn að venjast. Í þáltill. þeirri, er hér liggur fyrir, er gerð till. urn að fjárlaga- árinu verði breytt þannig að reikningsárið hefjist 1. júlí ár hvert og gildi til sarna tírna að ári. Segja má að það skipti ekki höfuð- rnáli hvort reikningsárið hefjist 1. júlí ár hvert eða t.d. 1. apríl. Aðal- atriðið er . að afgreiðsla fjárl. islenska ríkisins sé tekin úrþeirri spennitreyju sein afgreiðsla þeirra nú er í frá því urn rniðjan okt. og frarn i rniðjan des. ár hvert. jafnfrarnt því sern hv. alþrn. gefist betri tirni til að fjalla um einstaka liði fjárl., ín.a. ineð tilliti til nauðsynlegra lagabreýt- inga á gildandi útgjöldurn, sern hafa rnikil áhrif á niðurstöður fjárl. í núv. mynd. Siðast, en ekki síst hlýtur breytt tímasetning eins og hér um ræðir að gefa löggjafanum betra svigrúm til að hafa fjárl. með tilliti til afkomu þeirra atvinnugreina sem ráða úr- slitum um endanleg lffskjör þjóðarinnar á hverjum tima, sem eru sjávarútvegur og fiskiðnaður. Þarf ekki að hafa mörg orð um það að útkoma vetrarvertíðar á hverju ári ræður miklu urn af- komu þjóðarinnar og greiðslugetu fólksins vegna sameiginlegra þarfa i gegnum hið opinbera. •Verium 0ggróóurJ verndumi Lokað Skrifstofur og vörugeymslur okkar verða lokað- ar vegna flutninga frá og með 5. júlí. Við opnum aftur að Suðurlandsbraut 4 (H. Ben. Húsinu) þ. 5. ágúst 1 975. EGILL GUTTORMSSON HF Grófinni 1, Simi 25155. Bátar til sölu 4 — 5 — 6 — 7 — - 9 — 10 — 12 — 15 — 17. — 20 — 26 — 28 — 30 — 36 — 37 — 40 — 44 — 45 — 49 — 50 — 52 — 56 — 62 — 64 — 65 — 67 — 71 — 73 — 81 — 83 — 90 — 101 — 104 — 127 — - 150 - — 157 — 184 — 193 — 200 — 218 — 280. tonn Fasteignamiðstöðin. Hafnarstræti 11 simi. 14120. Fataverzlun furir Herradeild Leðurjakkar Myndabolir Sokkar Dömudeild Gallabuxur — NÝKOMIÐ Silkitreflar Bolir - sími 11811

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.