Morgunblaðið - 04.07.1975, Síða 34

Morgunblaðið - 04.07.1975, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JÚLl 1975 HALTRANDI HREINN ELLIÐASON SKORAÐI SIGURMARK VÖLSUNGA VÖLSUNGUR frá Húsavík fékk góða uppbót á fýluferðina, sem þeir fóru til Ólafsvíkur á dögun- um, er liðið kom að nýju til Ólafs- víkur í fyrradag og vann þá lið heimamanna með tveimur mörk- um gegn einu. Þrátt fyrir það voru það Vfkingarnir sem áttu mcira í leiknum, sem var fjörleg- ur baráttuleikur, en ekki að sama skapi vel leikinn. Sóttu Völsungar meira í byrjun- inni og skoruðu mark strax að átta mínútum liðnum. Tekin var hornspyrna á Víking, markvörð- urinn missti af knettinum og upp úr þvögu sem myndaðist í vita- teignum skoraði Magnús Hreið- arsson. Eftir markið jafnaðist leikurinn og á 35. mínútu jafnaði Víkingur. Ásgeir Elíasson tók aukaspyrnu utan við vítateigs- horn og sendi háa sendingu inn í vítateiginn og Guðmundur Gunn- arsson skallaði knöttinn glæsilega í netið. Överjandi fyrir markvörð Völsunga. I sfðari hálfleiknum mátti heita að samfellt væri sótt á mark Völs- unga að undanskildum sfðustu 15 mínútunum er Völsungar börðust kröftuglega fyrir jafnteflinu og sú barátta gaf þeim reyndar sig- urmark leiksins 4 mínútum fyrir leikslok. Þetta dýrmæta mark þeirra gerði Hreinn Elliðason, sem aðeins lék sfðustu 10 mínútur leiksins vegna meiðsla. Haltraði Hreinn um, en harkaði af sér í sprettunum, en þeir vissu hvað þeir voru að gera Völsungarnir og tóku áhættu sem gaf þeim sigur- inn. Hefði verið gaman að sjá Hrein leika ómeiddan, en hann hefur góðar staðsetningar og næmi fyrir gangi leiksins. Lifandi hættu- merki hvaða andstæðingi sem er. Hefðu Víkingar gjarnan mátt-átta síg á því. Sigurmarkið bar þannig að, að upp úr hornspyrnu fengu Völsungar dæmda aukaspyrnu við vitateigslfnu. Boltinn var sendur til hliðar frá varnarvegg Ólsaranna og Hreinn sem hafði lúrt að baki gæzlumanni sínum skaut fremur lausu skoti sem sigldi auðan sjó í netið. Það var áfall fyrir Víkinga að tapa þessum leik og er staða liðs- ins orðin erfið, en engan veginn vonlaus. I liði Vfkinga voru þeir Guðmundur Gunnarsson og Ás- geir Elíasson áberandi beztir, en einnig áttu þeir Atli Alexanders- son og Hilmar Gunnarsson góðan leik. Lið Völsunga er fremur jafnt að getu, en að þessu sinni voru þeir Magnús Torfason og Ölafur Magnússon beztjr. Guðjón Finn- bogason dæmdi þennan leik af ákveðni. —Helgi. Þrumuskot Arna Sveinssonar var óverjandi fyrir Þorstein Ólafsson, sem var seinn á sér og knötturinn var þegar skorð- aður i hliðarnetinu þegar Þor- steinn áttaði sig. Á neðri myndinni fagna Skagamenn ákaft marki Árna, Teitur faðmar hann að sér. Hörður Ragnarsson horfir allt annað en blfðlegur á fagnandi Skaga- mcnnina, sem eru frá vinstri Arni, Teitur, Jón Alfreðsson, Benedikt Valtýsson, Jón Gunn- laugsson og Karl Þórðarson. Ljósm. Friðþjófur. Sanngjarn sigur Skagamanna í spennandi leik gegn IBK Mótbyrhjá Ólaísvíkingum Vals- dagurinn Knattspyrnufélagið Valur efnir til hins árlega „Vals- dags“ n.k. sunnudag 6. júlí. Er þetta í sjötta skiptið sem slíkur dagur er haldinn á Valssvæð- inu, og hefur hann allt frá byrjun notið mikilla vinsælda. Verður fjölbreytt dagskrá við Hlíðarenda allt frá kl. 14.15 á sunnudaginn og fram eftir degi. Hefst Valsdagurinn með ávarpi formanns félagsins, Ægis Ferdinandssonar, siðan verður júdósýning, og Baldur Brjánsson sýnir töfrabrögð. Aðalþáttur hátfðarhaldanna verða svo knattleikir, bæði keppni og sýningar í Iþrótta- húsi félagsins og á völlum þess. Verður sérstaklega efnt til knattleikaþrauta sem allir gestir Valsdagsins geta tekið þátt i, jafnt konur sem karlar, ungir sem aldnir. Aó venju verður svo kaffi- sala í félagsheimilinu, og sér meistaraflokkur kvenna um þann þátt mála. Sérstök nefnd sér um undir- búning Valsdagsins og skipa hana þeir Elías Hergeírsson, formaður, Sigurður Marelsson, Jón Kristjánsson, Guðmundur Ásbjörnsson, Guðmundur Þor- steinsson, Örn Jónsson og Ragnar Ragnarsson. SKAGAMENN voru vel að sigri sfnum komnir f Ieiknum gegn IBK f fyrrakvöld. Liðið var nær allan tfmann sterkari aðilinn f leik sem þó var aldrei verulega ójafn. Viðureign þessara tveggja af sterkustu liðum fslenzkrar knatt- spyrnu sfðastliðin ár var spenn- andi og knattspyrnan sem liðin buðu upp á var fyllilega þess virði að horfa á. Ef til vill ekki nettur samleikur allan tímann, en hins vegar góð barátta og fallegir kaflar. Einkum voru það Skaga- mennirnir, sem náðu upp góðu spili og nær undantekningalaust var Karl Þórðarson þar einhvers staðar nálægur þar sem um fallegar fléttur var að ræða. Kom Karl inn á i fyrri hálfleiknum fyrir Hörð Jóhannesson og þó svo að Hörður sé góður leikmaður og væri sjálfsagður í önnur 1. deildarlið þá verður hann að viðurkenna Karl Þórðarson sem sinn ofjarl. Af öðrum leikmönnum Skaga- liðsins í þessum leik skal fyrstur nefndur Jón Alfreðsson sem barðist eins og ljón meðan Akur- nesingar voru að vinna upp for- skot Keflvíkinganjia, en eftir að Skagamenn komust yfir hægði hann á sér, dró sig aftar á vellin- um og gætti þess að félagar sfnir tefldu ekki í neina tvísýnu í sókn- arleiknum en héldu fengnu for- skoti. Haraldur Sturlaugsson vann sömuleiðis mjög vel á miðjunni, en Árni Sveinsson var með rólegra móti í leiknum. Árni skoraði þó í þessum leik eitt fallegasta mark sem undirritaður hefur séð lengi. Skot hans af um 20 metra færi söng í netmöskvum Keflavíkurliðsins gjörsamlega óverjandi fyrir Þorstein mark- vörð, sem áttaði sig ekki fyrr en knötturinn lá að baki honum. Mark Árna var sigurmarkið í leiknum en Matthías Hallgríms- son hafði jafnað leikinn með marki á 25. mínútu seinni hálf- Ieiksins. Fylgdi Matthias vel eftir sendingu inn að Keflavikur- markinu, sem smaug á milli nokkurra varnarmanna IBK- liðsins, en Matthías sleppti bolt- anum ekki frá sér, heldur renndi honum í netið af stuttu færi. Er Matthías- nú markhæstur i 1. deildinni ásamt nýliðanum Guðmundi Þorbjörnssyni í Val, en báðir hafa þeir skorað 5 mörk. Ekki verður skilið við Skaga- liðið án þess að minnzt sé á öft- ustu vörn liðsins. Þar stóðu allir vel fyrir sinu og einkum þó Björn Lárusson, sem auk þess að vera klettur í vörninni byggir upp skemmtilegar sóknarlotur. Keflavíkurliðið varð fyrir því áfalli fyrir leik sinn gegn IBV um síðustu helgi að hvorki Einar Gunnarsson né Karl Hermanns- son gátu leikið. Að þessu sinni voru þeir báðir neð og stóðu sig allvel, einkum þó Einar, Hins vegar kom annað babb í bátinn hjá IBK-liðinu að þessu sinni. Gísli Torfason, sem var landsliðs- fyrirliði gegn Færeyingum gat ekki leikið með að þessu sinni vegna veikinda. Tók Ástráður Gunnarsson stöðu hans sem mið- vörður í vörninni og'skilaði hlut- verkinu vel. Eigi að síður er það mikill missir fyrir hvert lið að missa eins snjallan leikmann og Gísli er. „Garnli" maðurinn, Jón Ölafur Jónsson, skoraði eina mark Kefl- víkinga í leiknum og kom það á 25. mínútu fyrri hálfleiksins. Skaut Jón að marki Skagamanna frá vitateigshorni og á leið sinni að markinu för knötturinn f Björn Lárusson bakvörð í Skaga- liðinu. Við það hækkaði knöttur- inn flug sitt og sveif yfir Davið markvörð lA-liðsins og í netið. Átti Jón ágætan leik framan af en virkaði þreyttur er ieið á leikinn. Steinar Jóhannsson er greini- lega að ná ser á strik aftur eftir að hafa verið vægast sagt lélegur i leikjum vorsins. Þvi miður er ekki hægt að segja það sama um landsliðsmennina Grétar Magnús- son og Karl Hermannsson, sem báðir hafa dalað mikið upp á síð- kastið, og á það reyndar einnig við um Olaf Júlíusson, sem þó er ólíkur leikmaður. Beztu menn ÍBK-liðsins voru að þessu sinni eins og svo oft áður miðverðir liðsins, þeir Einar Gunnarsson og Ástráður Gunnarsson og sú ráð- stöfun að nota Hjört Zakariasson sem bakvörð gafst vel í fyrra- kvöld. t stuttu máli: Islandsmótið 1. deild Keflavikurvöllur 2. júni IBK — IA 1:2 MarkíBK: Jón Ólafur Jónsson á 25. mínútu Mörk ÍA: Matthías Hallgrimsson á 70. mínútu og Árni Sveinsson á 77. minútu. Áhorfendur: 1760 — áij Tveir leikir í kvöld TVEIR leikir fara fram I 1. deildar- keppninni í knattspyrnu í kvöld. Víkingar leika gegn FH-ingum á Laugardalsvellinum og i Vest- mannaeyjum leika heimamenn við KR-inga. Báðir leikirnir hefj- ast klukkan 20.00. KR og Vikingur eru botnliðin i 1. deildinni og verða þau að sigra í leikjum sínum I kvöld til þess að dragast ekki meira aftur úr en þegar er orðið. FH-ingarnir eru komnir með 6 stig og með sigri I leiknum i kvöld kaemust þeiríhóp toppliðanna, eftir að hafa fengið tvo slæma skelli I leikjunum gegn ÍA og Val. Vestmannaeyingar eru með sex stig og ætli þeir sér að standa við þau orð sln að þeir verði meistarar verða þeir að fara að taka á honum stóra sinum og sýna hvað I þeim býr. LIÐ IBK: Þorsteinn Olafsson 3. Gunnar Jónsson 1. Hjörtur Zakariasson 2. Einar Gunnarsson 3. Gréar Magnússon 1, Olafur Jújíusson 2, Karl Ilérmannsson 2. Steinaf Jóhannssoji 2. Astráður Gunnarsson 3. Jón Olafur Jónsson 2. Hílmar Hjálmarsson 2. Hörður Ragnarsson 1 (varam). DOMARI: Róbe LIÐ ÍA: Davíð Kristjánsson 2. Björn Lárusson 3. Guðjón Þórðar- son 2, Jóhannes Guðjönsson 2, Jón Gunnlaugsson 2, Haraldur Sturlaugsson 3. Matthias Hullgrímsson 3. Jón Alfreðsson 3. Teitur Þórðarson 2, Arni Sveins- son 2. Hörður Jóhannesson 2, Karl Þórðarson 4 (varam ). Bene- dikt Valtýsson 2 (varam.) rt Jónsson 2.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.