Morgunblaðið - 19.08.1975, Side 2

Morgunblaðið - 19.08.1975, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. AGUST 1975 800 lögfræðingar þinga í Reykjavík 27. norræna lögfræðingaþingið sett á morgun A MORGUN hefst f Reykjavík norrænt lögfrædingaþing, hið 27. f röðinni, en slfk þing hafa verið haldin reglulega um einnar aldar skeið. Norrænt lögfræðingaþing hefur einu sinni áður verið haldið hér á Islandi, árið 1960. Þingið sitja tæplega 800 lög- fræðingar, þar af um 110 fslenzk- ir. Svfar eru fjölmennastir, um 320, þá Danir, 150, Norðmenn verða um 130, og um 70 þátttak- endur koma frá Finnlandi. Auk eiginlegra þingfulltrúa koma hingað til lands um 400 manns vegna þingsins. Þingið verður sett í Háskólabíói kl. 10 í fyrramálið. Að setningu lokinni fara fram umræður um félagsmál, en að því búnu flytur Magnús Thoroddsen framsöguer- indi sitt um starfsþjálfun og starfsreynslu lögfræðinga og nauðsyn þess, að þeir kynnist fleiri en einu sviði lögfræðisýslu af eigin raun. Þessi fundur verð- ur allsherjarfundur, og mun dr. Armann Snævarr hæstaréttar- dómari hafa á hendi fundar- stjórn. Eftir hádegi á morgun skiptast svo þátttakendur í hópa. Þá verða flutt tvö erindi. Hans Thornstedt prófessor f Stokkhólmi fjallar um refsivernd gegn fjármálabrotum, og Martti Enajarvi prófessor f Helsinki flytur erindi Jorma Pietilá prófessors, en hann lézt í desember síðastliðnum. Þá verða um leið flutt erindi um sjálfvalin efni. Annan fundardaginn fara þing- störf fram í þremur deildum. Finn Moé hæstaréttarlögmaður í Osló flytur erindi um ákvæði um verðfestingu í samningum, O. Due skrifstofustjóri í danska dómsmálaráðuneytinu ræðir um norræna löggjöf og evrópsk bandalög, Lennart Persson dómari í Stokkhólmi flytur fram- söguerindi um almenna dómstóla og sérdómstóla. Þar verður annar framsögumaður, Jónatan Þór- mundsson prófessor. Þá verður rætt um mengunarvandamál undir forystu W.E. von Eybens prófessors f Kaupmannahöfn, en meðal málshefjenda verður Jón Arnalds ráðuneytisstjóri. Sama dag verður til umræðu viðfangsefnið „Þörf almennings á upplýsingum um lagaleg mál- efni“. Framsögumaður þar er for- stjóri sænsku neytendasam- takanna, Lars Ag. Hann er ekki lögfræðingur, en hingað til hafa einungis löglærðir menn flutt erindi á norrænu lögfræðinga- þingunum. Ag reifar hugmyndir sínar um kynningu löggjafar þegar er hún hefur verið sett, en slfk starfsemi hefði tvímælalaust mikið upplýsingagildi fyrir almenning. Kaarlo Sarko prófessor f Hels- inki ræðir um „Samúðarverkföll í þágu aðilja, sem á í vinnudeilu Framhald á bls. 35 Olafur Þórðarson frá Laugabóli látinn LATINN er 1 Reykjavfk Ólafur Þórðarson framkvæmdastjóri frá Laugabóli, 78 ára að aldri. Ólafur fæddist á Laugabóli í Nauteyrarhreppi, Norður- Isafjarðarsýslu 24. febrúar 1897. Foreldrar hans voru Þórður Jóns- son bóndi á Laugabóli og seinni kona hans Hallfríður Eyjólfsdótt- ir (Halla skáldkona). Ólafur varð búfræðingur frá Hvanneyri 1917, en 1918 hóf hann störf að útgerð og fiskiðnaði hjá Asgeiri Péturs- syni útgerðarmanni á Akureyri og starfaði þar til ársins 1930. Frá 1930 til 1940 vann hann við verzl- unarstörf í Reykjavfk. 1940—’44 rak hann hraðfrystihús á Siglu- firði og í Vestmannaeyjum 1945—’47. Hann var hvatamaður að stofnun Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna 1942 og í stjórn frá upphafi til 1960. Einnig stóð hann að stofnun sölu- og innkaupa- stofnunar SH í New York. Ólafur Þórðarson stóð að stofn- un skipafélagsins Jöklar hf. 1945 og var framkvæmdastjóri og vara- formaður þess fyrirtækis frá upp- hafi. Hann var í stjórn Miðstöðv- arinnar hf. frá stofnun 1946 og Tryggingamiðstöðvarinnar ,frá stofnun 1956. Hann sat í fjöl- mörgum nefndum og samninga- nefndum um viðskipti við önnur lönd. Hann var sæmdur fálkaorð- unni fyrir störf sín að atvinnu- og viðskiptamálum. SNEMMA I gærmorgun voru 8 tonn af dynamíti sprengd á hafsbotni í innsiglingunni f Grindavfkurhöfn. Myndarleg vatnssúla steig til himins og grjóthnullungar þeyttust hátt í loft upp. Leið drjúg stund áður en kyrrð komst á sjóinn aftur. Grindvíkingar gera sér vonir um að innsiglingin verði greið- færari eftir þessa aðgerð. Tveir kafarar unnu að því í þrjá daga að koma sprengiefninu fyrir og var Grindavíkurhöfn lokuð á meðan. Sveinn Þormóðsson ljósmyndari var suður í Grinda- vík f gærmorgun og tók þá þess- ar myndir. Sú efri sýnir þegar sjórinn er að byrja að þyrlast upp og sú neðri er tekin nokkr- um sekúndum síðar. BBC gerir kvik- mynd um Surtsey KVIKMYNDATÖKUMENN frá brezku sjónvarpsstöðinni BBC hafa dvalizt hér á landi undan- farna daga. Vinna þeir að gerð heimildarmyndar um vfsinda- rannsóknir f Surtsey. Inn í mynd- ina er fléttað myndum frá náttúruhamförunum á Heimaey og sagt frá lífi og starfi Vest- manneyinga. Myndin er tekin í litum. 12 sóttu um em- bætti sýslumanns NÝLEGA var auglýst laust til umsóknar embætti sýslumanns f Gullbringusýslu og bæjarfógeta f Keflavfk og Grindavík. Umsóknarfrestur er runnin út og hafa þessir sótt um embættið: Elfas I. Elfasson bæjarfógeti, Siglufirði, Erlendur Björnsson bæjarfógeti, Seyðisfirði. Halldór Þ. Jónsson fulltrúi, Sauðárkróki, Hallvarður H. Einvarðsson vara- rfkissaksóknari, Reykjavfk. Jón Eysteinsson, settur sýslumaður og bæjarfógeti, Keflavfk, Jón A. Ólafsson sakadómari, Reykjavfk, Jón Thors deildarstjóri, Reykja- vfk, Jónatan Þórmundsson prófessor, Reykjavfk, Kjartan Ragnars deildarstjóri, Reykjavfk, Már Pétursson héraðsdómari, Hafnarfirði. Steingrfmur Gautur Kristjánsson héraðsdómari, Hafnarfirði og Sverrir Einarsson sakadómari, Reykjavfk. Stolið frá útlendingum Á LAUGARDAGINN var stoliS myndavél og fylgihlutum frá þýzkum ferðalangi. Er verðmæti allra hlut- anna um 200 þúsund krónur. Þá var brotizt inn I hótelherbergi hjá Svla nokkrum að Hótel Loftleiðum um helgina og stolið frá honum um 10 þúsund Islenzkum krónum og 1600 sænskum, eða sem svarar um 70 Framhald á bls. 35 Ekki talið sannað að Surts- ey VE hafi verið fyrir innan — og því var skipstjórinn sýknaður „VIÐ töldum ekki nægilega sann-' að, að Surtsey VE hafi verið að ólöglegum veiðum og þvf var skipstjórinn sýknaður," sagði Jón Þorsteinsson fulltrúi bæjarfóget- ans f Vestmannaeyjum f samtali við Mbl. f gær, en hann kvað upp fyrir helgi ásamt tveimur með- dómendum dóm f máli skipstjór- ans á Surtsey VE. Varðskipið Ægir stóð bátinn að meintum ólöglegum veiðum 0,9 sjómflur fyrir innan þriggja mflna mörkin út af Dyrhólaey f fyrri viku. Ekki að vænta verðhækkana á kaffi fyrr en á næsta ári segir sendiherra Brasilíu á íslandi „FROSTSKAÐARNIR á kaffi plöntum í Brasilíu koma ekki til með að hafa bein áhrif á verðlag eða framboð á kaffi fyrr en á næsta ári. Þær hækkanir, sem urðu í sumar, stöfuðu fyrst' og fremst af spákaupmennsku”, sagði sendiherra Brasilíu á íslandi, J.O. de Meira Penna, i samtali við Morgunblaðið í gær. Eins og kunnugt er urðu miklar skemmdir á kaffiekrum í Brasilfu fyrr í sumar vegna frosta. Er búizt við þvf að þetta leiði til þess að framleiðslan minnki um meira en helming. Þar sem Brasilfa er mesta kaffiframleiðsluland heims er óhjákvæmileg að þessi mikli samdráttur komi fram f hækkandi heimsmarkaðsverði kaffis. Er jafnvel talað um að hækkunin verði um 50%. De Meira Penna sagði að upp- skeran færi líklega niður í 10 milljón sekki, en hefði verið um það bil 22 milljónir sekkir. Þetta mun þó ekki hafa áhrif á heims- markaðsverð á þessu ári, þar sem uppskeran hafði þegar farið fram þegar frostin gerði. Það verður því ekki fyrr en á næsta ári, sem einhverra verðbreytinga er að vænta, en hvað þær verða miklar er ekki ljóst, þar sem Brasilfu- menn búa yfir töluverðum forða , til verðjöfnunar og hve mikið af þeim forða þeir munu setja á markað er enn ekki vitað. „Það verður því fyrst og fremst þarnæsta ár, sem verulegur sam- dráttur verður á kaffiútflutningi Brasilíu, enda tekur mörg ár að endurnýja kaffitré, sem orðið hefur fyrir frostskemmdum,” sagði Penna sendiherra. Sendiherrann sagði að þær verðhækkanir, sem orðið hefðu nú í sumar og haust stöfuðu ein- göngu af spákaupmennsku, eins og sjá mætti af því að það var kaffi frá Kólombíu en ekki Brasil- íu,,sem hækkaði fyrst. Jón Þorsteinsson sagði, að varð- skipið hefði gert alls 9 staðar- ákvarðanir á bátnum og hafi hann verið 0,9 mílur fyrir innan mörkin þegar hann var næst landi. Níundu og síðustu staðar- ákvörðunina gerði varðskipið við hlið Surtseyjar og var báturinn þá á landhelgislínunni og með tog- vfrana úti. Var þetta í fyrsta skiptið sem varðskipsmenn sáu veiðarfærin úti, enda var bátur- inn tekinn klukkan rúmlega eitt að nóttu og þá aldimmt. Áttunda staðarákvörðunin sýndi, að bátur- inn var utan markanna, en skip- stjórinn og skipshöfn hans báru við téttarhöldin, að trollið hafi verið sett í sjóinn örfáum mínút- um áður og hafi báturinn þá verið fyrir utan mörkin, og hafi hann haldið sig þar allan tímann á meðan trollið var úfi. Hins vegar hafi trollið verið innanborðs þegar báturinn var fyrir innan mörkin. „Við dómendur töldum varð- skipsmenn ekki færa nægilegar sönnur fyrir þvf að Surtsey hafi verið á veiðum þegar báturinn var innan markanna. Þá benda tíðar stefnubreytingar bátsins á meðan varðskipið gerði staðar- ákvarðanir til þess að hann hafi ekki verið á togveiðum. Þvf var skipstjórinn sýknaður,” sagði Jón Þorsteinsson. Þá hafði Mbl. ennfremur sam- band við Pétur Sigurðsson for- stjóra Landhelgisgæzlunnar vegna þessa máls. Pétur kvaðst ekki hafa séð málsskjöl ennþá og því hefði hann ekki getað kynnt sér þau rækilega. Bjóst hann fast- lega við þvf, að Landhelgisgæzlan óskaði eftir því við saksóknara að málinu yrði áfrýjað til Hæstarétt- ar. Slíkt mun fátítt. Skreið tæpa 300 metra fótbrotin Akureyri 18. ágúst. KONA Á miðjum aldri var ein síns liös á skemmtigöngu sunnan og ofan við Akureyri f veðurblíðunni sfðdegis á laugardaginn, þegar hún varð fyrir þvf óhappi að hrasa og fótbrotna. Þar sem hún var stödd f hálsinum vestan við Kjarnaskóg var hvergi byggt ból f nánd og engan mann að sjá eða heyra, sem hún gæti gert viðvart um slysið. Hún tók þessvegna það til bragðs að mjaka sér með erfiðismunum um 2—300 metra leið fram á klettabrún þar sem hún sá niður f Kjarnaskóg og kallaði á hjálp. Nokkur börn voru að leik ofarlega í skóginum og heyrðu þau til konunnar. Þauhluputil foreldra sinna, sem voru þar skammt frá og sögðu þeim að einhver væri að kalla og þeim Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.