Morgunblaðið - 19.08.1975, Síða 10

Morgunblaðið - 19.08.1975, Síða 10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. AGUST 1975 10 Þrjú fallegustu húsin 1975 Snyrtilegast við Kjarvalsstaði Á AFMÆLI Reykjavíkur 18. ágúst, er jafnan veitt viðurkenning fyrir falleg- ar byggingar, snyrti- mennsku kringum stofnan- ir og fallega gluggaútstill- ingu, auk þess sem valin er fallegasta gatan í borginni. Frá þessu skýrði í gær for- maður umhverfismálaráðs borgarinnar, Elín Pálma- dóttir, og forseti borgar- stjórnar, ólafur B. Thors, afhenti viðurkenningar- skjöl. Þrjú hús hlutu viður- kenningu sem fegurstu húsin í borginni. Eitt ein- býlishús, eitt sambýlishús og eitt hús úr öðrum flokki, sem gæti verið allt frá verksmiðju til vatnstanks. 1 dómnefnd voru arki- tektarnir Einar Þorsteinn Ásgeirsson, Guðfinna Thordarson og Birgir Breiðdal. Þá var veitt viðurkenning fyrir snyrti- legustu umgengni kringum byggingu eða stofnun og voru í dómnefnd Jakob V. Hafstein frá Umhverfis- málaráði og Ragnar Þór Magnússon frá Félagi ísl. iðnrekenda, og fyrir fallega gluggaskreytingu, en í dómnefnd voru Jakob V. Hafstein og Pétur Sig- urðsson frá Kaupmanna- samtökunum. Ólafur K. Magnússon ljósm. Mbl. tók myndirnar hér á síðunni af verðlaunahöfunum. Ein viðurkenning var veitt f ár fyrir faliegustu gluggaskreytinguna. Hún féii f hiut úra og skartgripaverziunar J6ns & Óskars á Laugavegi 70. 18811 Fyrir snyrtilega stofnun og snyrtiiegt umhverfi hljóta Kj viðurkenningu og er þá bæði litið á húsið, umhverfið og umgeagnfna. Fallegasta einbýlishúsið að mati dómnefndar stendur við Laugarásveg 12, en viðurkenningin er veitt fyrir bygginguna sjálfa. Arkitekt er Helgi Hjálmarsson, en eigandi Ragnar Halldórsson. Viðurkenningu sem fallegasta fjölbýlishúsið hlýtur byggingin f Espigerði 4, en höfundar hennar eru Ormar Þór og örnólfur Hall. Eigendur eru margir. ! flokki annarra húsa en fbúðarhúsa hlýtur viðurkenningu Ðagheimilið Múlaborg f Armúla 8 A. Arkltektar eru Guðm. Kr. Guðmundsson & Ólafur Sigurðsson. Eigandi er Reykjavfkurborg, en Sumargjöf reknr dagheimilið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.