Morgunblaðið - 19.08.1975, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1975
Samsæri
í Líbýu
Kaíró, 18. ágúst: Reuter
FULLTRtlI f byltingarráði
Lfbýu, Bashir Hawadi majór,
hefur verið handtekinn ásamt 30
öðrum yfirmönnum úr hernum
eftir misheppnaða tilraun til að
steypa Muammar Gaddafy
ofursta af stðli, að sögn blaða I
Kafró. Majórinn veitti viðnám,
þegar hann var handtekinn, og
særðist.
Blöðin segja að helzti samstarfs-
maður Hawadis majórs hafi verið
annar fulltrúi úr byltingarráðinu,
Omar E1 Meheisli majór, yfir-
maður iðnvæðingaráætlunar
Líbýu. Hann er sagður hafa flúið
úr landi og komizt til Túnis.
harðnað svo mjög að talið er óger-
legt að koma samskiptum
landanna í eðlilegt horf. Jafn-
framt hafa Lfbýa og fleiri Araba-
ríki gagnrýnt samninga Egypta og
ísraelsmanna.
Því er neitað að tilraun hafi
verið gerð í síðustu viku til að
ráðast á heimili Sadats forseta f
Kaíró. Hann fór nýlega í kynnis-
ferð til landamæra Líbýu og með
því er talið að hann hafi viljað
sýna Gaddafi að undirróðurstil-
raunir hans í Egyptalandi yrðu
ekki látnar viðgangast og leitað
eftir stuðningi hirðingja, sem
fara fram og aftur yfir landa-
mærin í eyðimörkinni.
Portúgalskir lögreglumenn bægja mannfjölda frá
unglingi, er varð fyrir barðinu á bardagaseggjum, sem
töldu hann vera kommúnista. Eins og sjá má á myndinni
er pilturinn illa útleikinn eftir mannf jöldann.
Um miðja sfðustu viku var
öllum Líbýumönnum bannað að
fara úr landi og um leið var
Egyptum bannað að fara yfir
landamærin til Libýu að sögn
blaðanna. Þau segja að þessi
ráðstöfun hafi verið gerð til að
koma í veg fyrir að samsæris-
mennirnir kæmust úr landi og
afstýra því að fréttir um
byltingartilraunina bærust úr
landi.
Fleiri fulltrúar úr byltingar-
ráðinu er sagður viðriðnir bylt-
ingartilraunina. Menn úr félagi
frjálsra liðsforingja og yfirmenn í
lýðveldisvarðsveitunum í Tripoli
og Bengazi voru sömuleiðis sagðir
viðriðnir samsærið.
Samhljóða frásagnir um
byltingartilraunina birtust í
þremur Kafróblöðum og þær birt-
ast samtímis því sem deilur
Egypta og Líbýumanna hafa
Bronfman bjargað úr
prísund, heilum á húfi
New York, 18. ágúst. Reuter
SAMUEL Bronfman, erfingi
whisky-fyrirtækisins Seagram,
hefur verið leystur úr haldi og er
við góða heilsu. Hann fannst
bundinn og keflaður I fbúð f
Brooklyn-hverfi, einni viku eftir
að honum var rænt.
Tveir menn af frskum ættum
hafa verið handteknir; ákærðir
fyrir að ræna Bronfman, og 2,3
milljón dollara lausnargjald sem
þeir fengu greitt fannst óhreyft.
OECD spáir bata
í Bandaríkjunun
París, 18. águst. Reuter.
ATVINNULEYSI f Bandarfkjun-
um verður enn um 8,5% um mitt
næsta ár samkvæmt skýrslu sem
Efnahags- og framfarastofnunin
(OECD) birti í dag. t sfðasta
mánuði var atvinnuleysi f Banda-
rfkjunum 8,4% og I júnf 8,6%.
Spáð er bata í bandarískum
efnahagsmálum á síðari helmingi
þess árs vegna aukinnar eftir-
spurnar og aukinna húsbygginga.
Vöruframleiðsla mun sennilega
aukast um 6—6 'A% á ársgrund-
velli á síðara árshelmingi.
Hins vegar er varað við því að
batinn geti hætt þegar ráðstafanir
til að auka eftirspurn hætti að
hafa áhrif. Sagt er að hægt sé að
draga meira úr verðbólgu á þessu
ári en bent er á að launahækkanir
og verðlækkanir á hráefnum geti
takmarkað áhrifin.
OECD leggur til að gerðar verði
ráðstafanir til að spara orku f
Bandaríkjunum. Orkuneyzlan í
Bandaríkjunum samsvarar rúm-
lega helmingi orkuneyzlunnar í
öllum 24 aðildarlöndum OECD.
Ekki er búizt við fleiri hand-
tökum.
Sumar fréttir herma að
mennirnir séu stuðningsmenn
írska Iýðveldishersins (IRA) og
hafi ætlað að senda lausnargjald-
ið til Irlands. Lögregluyfirvöld
segja þó ekkert benda til þess að
IRA sé viðriðið málið.
Bronfman fannst eftir að starfs-
menn alríkislögreglunnar (FBI)
höfðu rakið slóð bfls mannanna
tveggja sem eru ákærðir fyrir
ránið á honum, til Brooklyn.
Þegar annar þeirra, Dominick
Byrne, sá til þeirra, varð honum
svo mikið um að hann hringdi i
dóttur sína og sagði henni að hafa
samband við New York-
lögregluna og láta hana vita um
dvalarstað þeirra.
Tveir lögreglumenn fóru eftir
ábendingu dótturinnar, hittu
starfsmenn FBI skammt frá
fbúðinni og brutust með þeim inn
í íbúðina, þar sem þeir fundu
Bronfman bundinn og keflaðan
Samuel Bronfman
en heilan á húfi. Nokkrum
klukkustundum sfðar fengu þeir
leitarheimild og fundu lausnar-
gjaldið undir rúmi í nálægri íbúð.
Framhald á bls. 25.
• •
Oryggi hert
á N-írlandi
Belfast, 18. ágúst. Reuter.
ÖRYGGISRÁÐSTAFANIR hafa
verið hertar f Belfast f kjölfar
aukinna ofbeldisverka undan-
farna viku. Þrettán hafa beðið
bana og um 200 særzt f óeirðum
sfðustu átta daga.
Dubcek flæmdur út
úr stéttarfélagi sínu
Prag, 18. ágúst. Reuter.
ALEXANDER Dubcek,
fyrrverandi leiðtogi
Kommúnistaflokks
Tékkóslðvakfu, hefur
verið rekinn úr stéttar-
félagi sínu vegna þess að
bréf frá honum birtist í
vestrænum blöðum í
apríl, að því er áreiðan-
legar heimildir herma.
Dubeék mætti á sérstökum
fundi s£m starfsmannafélag
skógræktarráðuneytis Slóvakfu
hélt um málið og bauðst til að
lesa bréfið en boðinu var
hafnað. I því kvartaði hann yfir
lögregluofsóknum og varði
stefnu þá sem hann fylgdi fyrir
innrásina 1968.
Flestir þeir sem hafa verið
reknir úr Kommúnistaflokkn-
um síðan 1968 eru enn félagar í
stéttarfélögum og brottrekstur-
inn gæti haft áhrif á möguleika
Dubceks til að fá sér atvinnu í
framtíðinni. Hins vegar er lögð
áherzla á að ekki sé hægt að líta
á Dubcek sem venjulegan laun-
þega.
Heimildirnar staðfestu að
Dubcek hefði verið fluttur milli
deilda f ráðuneytinu. Vísað var
á bug sögusögnum um að
Dubcek gróðursetti trjáplöntur
eða starfaði sem stöðumæla-
vörður.
Dubcek sætti harðri gagnrýni
á fundinum. Brottreksturinn
virðist vera afleiðing harðrar
gagnrýni sem hann hefur sætt
vegna bréfsins af hálfu valda-
manna, þar á meðal flokks for-
ingjans, Gustav Husaks.
Þótt kyrrð sé komin á eftir síð-
ustu öldu ofbeldisverka eru
hermenn á verði á götum Belfast.
Leitað er að vopnum og sprengi-
efni á fólki og f bflum f mörgum
eftirlitsstöðvum f borginni og
nágrenni hennar.
I Londonderry hafa geisað götu-
óeirðir í sólarhringa en einnig þar
er kyrrð komin á.
Talsmenn Irska lýðveldishers-
ins (IRA) segja að vopnahlénu
sem samið var um fyrir sex
mánuðum verði ekki aflétt vegna
óeirðanna sfðustu daga. Brezk
yfirvöld segja að ákvæði um
handtökur án dóms og laga verði
aftur beitt ef óeirðirnar haldi
áfram.
Eins blóðug átök hafa ekki
geisað á Norður-Irlandi í tvö ár og
óttazt er að vopnahléð geti farið
út um þúfur. Merlyn Rees, sem
fer með málefni Norður-Irlands,
varð að hætta við sumarleyfi sitt
og fara til Belfast, þar sem hann
hefur rætt við yfirmenn hersins
og lögreglunnar.
Alvarlegasti atburðurinn gerð-
ist á miðvikudag þegar sprengja
sprakk á bar og fjórir biðu bana
og 40 særðust. Tveimur dögum
síðar særðust 59 þegar sprengja
sprakk í öðrum bar í Belfast.
Rússar reknir
Beirút. 18. ágúst — AP.
NORÐUR-Yemen hefur
ákveðið að reka úr landi alla
sovézka hernaðarráðunauta
fyrir lok mánaðarins. Blað f
Beirút hefur þetta eftir frétta-
ritara sfnum f Norður-Yemen
og segir, að ráðstafanir þessar
komi á sama tfma og landið
heldur upp á 13 ára lýðveldis-
afmæli.
Byssa Sirhan
Los Angeles 17. ágúst — Reuter.
VEGNA þess að enn eru ýmsir
þeirrar skoðunar, að Sirhan
Sirhan hafi ekki staðið einn að
morðinu á Robert Kennedy á
Hotel Kitchen, hefur dómari
fyrirskipað að prófskoti verði
hleypt af byssu hans. Skot-
færaskérfræðingur segir, að
tvær kúlur hafi fundizt á
morðstaðnum með ólíkum
hlaupförum.
Handtökur
í Chile
Santiago 17. ágúst — Reuter.
ÖRYGGISSVEITIR hafa hand-
tekið 44 prófessora, stúdenta
og starfsmenn Chile-háskóla,
að sögn embættismanns
herstjórnarinnar. Þeir voru
teknir á heimilum sfnum fyrir
að hafa brotið lög, sem banna
pólitfska starfsemi f landinu.
Papadopoulos
iðrast einskis
Aþenu, 18. ágúst. Reuter.
GEORGE Papadopoulos fyrrum
forsætisráðherra herforingja-
stjórnarinnar í Grikklandi segir I
skriflegri yfirlýsingu til blaða-
manna að byltingin f aprfl 1967
hafi verið gerð til þess að forða
landinu frá kommúnisma og
borgarastyrjöld.
Papadopoulos sagði í yfirlýs-
ingunni að hann hefði hreina
samvizku. Hann sakaði Kon-
stantfn fv. konung og stjórnmála-
mennina í landinu um ábyrgðar-
leysi.
Papadopoulos hefur neitað öll-
um sakargiftum í málinu gegn
honum og 19 öðrum herforingj-
um, en sagði í yfirlýsingunni að
hann gæti ef hann vildi komið á
framfæri við réttinn gögnum sem
yrðu til þess að málsóknin gegn
honum mundi hrynja til grunna.
Hann sagðist þó ekki mundu gera
það því klofningur ykist þá meðal
grísku þjóðarinnar.
15 þyrstir
Norðmenn
hjá Svíum
NÝLEGA snæddu 15 fulltrúar
frá f jármálaráðuneytinu og
samgöngumálaráðuneytinu f
Noregi á Hotel Reisen f Stokk-
hólmi I boði sænska sam-
göngumálaráðuneytisins.
Reikningurinn hljóðaði upp
á 2.127 sænskar krónur og 65
aura, segir blaðið Express.
Maturinn kostaði 975 sænskar
krónur, að sögn blaðsins.
Ráðuneytisstarfsmennirnir
fengu þetta með matnum: 15
glös með meðalsterkum bjór
(mellonöl), 8 snaps, 8 vodka, 8
genever, 3 dry-martini, 3
campari, 27 whisky, 1 sherry, 6
Marie Rouge, 17 Metropol
cognac, 12 Drambui whisky-
lfkjör, 11 gin.
Samtals eru þetta 150
sjússar, það er 10 á mann.