Morgunblaðið - 10.09.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.09.1975, Blaðsíða 1
24 SÍÐUR 205. tbl. 62. árg. MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Danir fagna samkomulagi Einka.ske.vti til Mbl. Frá Jörgen Ilarboe. FLEST dönsku blöðin taka vel í samkomulag ríkisstjórnarinnar og fimm stjórnmálaflokka um neyðarráðstafanir I efnahagsmál- um. Lögin voru rædd á nefnda- fundum á þingi f dag og verða sennilega endanlega afgreidd á föstudag. „B.T.“ gefur Anker Jörgensen „ágætiseinkunn“ í fyrirsögn f dag og segir að samkomulagið sé „að mörgu leyti gott,“ þótt það sé „ekkert til að hrópa húrra fyrir“. Blaðið segir margt benda til þess að yfirstandandi erfiðleikar verði „langvarandi og vfðtækir." bað telur sennilegt að oft muni reynast nauðsynlegt að grípa til pólitískra ráðstafana áður en úr rætist. „Kristeligt Dagblad" telur held- Framhald á bls. 23 Hittast Genscher og Einar í New York? Bonn, 9. sept. AP. VESTUR-þýzka utanríkisráðu- neytið tilkynnti í dag að sendi- herra landsins í Reykjavík hefði fengið fyrirmæli um að „mótmæla harðlega" við fs- lenzku rfkisstjórnina nýjustu atburðum f þorskastrfðinu. Tilkynning utanrfkisráðu- neytisins kemur í kjölfar þess að íslenzk varðskip klipptu um helgina á togvíra tveggja vest- ur-þýzkra togara, sem voru að veiðum innan 50 mílna fisk- veiðilögsögunnar, sem ísland hefur einhliða tekið sér. Ráðuneytið i Bonn tilkynnti einnig að Hans-Dietrich Genscher utanríkisráðherra Vestur-Þýzkalands mundi hitta hinn islenzka starfsbróður sinn, Einar Ágústsson, á meðan báðir sækja fundi allsherjar- þings Sameinuðu þjóðanna í New York síðar í þessum mánuði. Munu þeir ræða um möguleika á samningaviðræð- um milli þjóðanna um lausn á fiskveiðideilunni, en þær hafa legið niðri um skeið. Til undirbúnings viðræðun- um við íslenzka utanríkisráð- herrann mun Genscher fara til Bremen á laugardag og eiga fundi með fulltrúum v-þýzka sjávarútvegsins og verkalýðs- félaga þar. Hans-Dietrich Genscher utanrfkisráðherra V- Þýzkalands. ÞESSI mynd barst nýlega frá portúgölsku nýlendunni Tímor og sýnir hún skæruliða einnar þjóðfrelsishreyfingarinnar á eynni í vígstöðu. Harðir bardagar hafa verið á Tímor undanfarnar fjórar vikur. Ljósmynd AP Bardögum á Timor lokið Canberra, 9. september. Reuter — AP. EMBÆTTISMENN f Canberra hafa staðfest þá fullyrðingu bylt- ingarhreyfingarinnar Fretelin f portúgölsku nýlendunni Timor f Austur-Indfum, að hún hafði náð allri nýlendunni á sitt va 1 <1 eftir harða bardaga undanfarnar fjór- ar vikur við stuðningsmenn ann- arrar stjórnmálahreyfingar, UDT. Samkvæmt síðustu fréttum er bardögunum á Timor lokið. Þeir Avísanir frá Ford geymdar Washington, 9. sept. Reuter. FORD forseti á við vanda að strfða. Hann skrifar ávfsanir en fólk innleysir þær ekki. Það geymir þær sem minjagripi. Ford Ijóstraði upp um þetta ávfsanavandamál sitt í viðtali f sjónvarpi í Los Angeles og sagði: „Allt f einu komumst við að raun um að þær væru ekki innleystar, svo að við aðgætt- um þetta og fólk skrifaði til baka og sagðist hafa rammað þær inn og ætlaði ekki að inn- leysa þær.“ hafa kostað hundruð manna lífið. Kangmas Mashuri upplýsinga- málaráðherra Indónesíu, sagði þegar hann var að því spurður f Djakarta í dag hvort Indónesar mundu senda herlið til Timor: „Við gerum það ef við verðum beðnir um það.“ Talsmaður utanríkisráðuneytis- ins í Canberra sagði í dag að Ástralíustjórn væri því mótfallin að yfirráð Fretelin yfir nýlend- unni yrðu viðurkennd. I þess stað hvetur stjórnin til þess að Portúgalar sjái svo um að fram fari viðræður um framtíð Timor með þátttöku Fretelin, UDT og þriðju hreyfingarinnar, Apodeti, sem vill sameiningu við Indónesiu. I Djakarta bar yfirmaður indónesísku leyniþjónustunnar, Yoga Sugama hershöfðingi, til baka fréttir um að indónesískt herlið hefði sótt inn í nýlenduna. Indónesíustjórn hefur hvatt til þess að nefnd skipuð fulltrúum nokkurra þjóða ákveði framtíð Timor og sakar Portúgala um að hafa brotið samning við Indónesíu með því að hafa f raun og veru afsalað sér yfirráðum sín- um yfir Timor. Indónesar hafa beðið Portúgala um leyfi til að senda herlið til Timor til að koma á jögum og reglu. Nú vilja þeir að nefnd sú sem þeir leggja til að verði skipuð sendi herlið til Timor. Sérstakur fulltrúi Portúgals- Framhald á bls. 23 Bankaræningi mynd- aður við rán í Osló Osló, 9. sept. NTB. BANKARÁN var framið í Osló í dag og komst ránsmaðurinn und- an með um 30.000 norskar krónur (jafnvirði sem næst 873.000 ís- lenzkra króna). Ránið var framið í útibúi Kreditkassen í Nordre- gate. Ránsmaðurinn var kvik- myndaður í bak og fyrir á meðan á ráninu stóð, því að gjaldkerinn sem rænt var frá kom því við að setja myndavélar í gang, þótt hon- um gæfist ekki færi á að kalla á lögregluna fyrr en maðurinn var genginn út. Ræninginn var á aldrinum 25—30 ára og hefur lög- reglan nú í fórum sínum aðrar hélztu upplýsingar um útlit hans og stærð. Bankar og sparisjóðir í Noregi hafa undanfarið gripið til mikilla ráðstafana til að stemma stigu við sffjölgandi ránum. Myndavélar eru eitt þeirra ráða sem gripið hefur verið til og einnig hafa verið haldin nám- skeið fyrir starfsfólkið í þvi hvernig eigi að bregðast við bankaræningjum. Soares og Cunhal í ríkisstjóm Portúgals? Lissabon, 9. sept. AP, Reuter. TILVONANDI forsætisráðherra Portúgals, Jose Pinheiro dí Azevedo flotaforingi, fékkst f dag við að reyna að koma saman nýrri ríkisstjórn, sem endurspeglar frá- hvarf landsmanna frá vinstrisinn- uðustu öflunum f landinu. Flota- foringinn sagði f sjónvarpsviðtali að stjórnin yrði skipuð fulltrúum þriggja stjórnmálaflokka og hreyfingar hersins. Þykir hann með þessum orðum hafa gefið í skyn að fylgismenn hins vinstri sinnaða Goncalves, sem nú er for- sætisráðherra til bráðabirgða, muni hafa ítök f stjórninni. Aðrar heimildir, sem vanalega eru áreiðanlegar, hermdu f dag að auk fulltrúa hersins yrðu f stjórn- inni almennir borgarar úr flokk- um jafnaðarmanna, alþýðudemó- Skerst herinn 1 leikinn 1 Líbanon Beirut, 9. september. AP, Reuter. STJÓRNIN í Lfbanon virtist f kvöld vera ákveðin f að láta her- inn skerast f leikinn og reyna að stöðva bardaga, sem geisað hafa undanfarið milli strfðandi hópa f nánd við borgina Tripoli f Norð- ur-Líbanon, ef átök halda áfram af sama ofsa og undanfarið. Bar- dagar milli kristinna manna og múhamcðstrúarmanna lágu að mestu niðri í dag, en óttazt er að þeir kunni að hreiðast út tii ann- arra borga f Lfbanon, þ. á m. höfuðborgarinnar. Beirút. Fréttástofufregnir herma að Framhald á bls. 23 krata og kommúnista. Heimildir f herbúðum jafnaðarmanna sögðu f dag að fulltrúar hersins mundu allir þurfa að hljóta samþykki herforingjanna níu, sem staðið hafa fremstir f flokki hægfara afla f hernum. Kommúnistar í hernum urðu fyrir því áfalli í dag að fundur í byítingarráði hersins ákvað að banná fjölmiðlum að birta aðrar fréttir úr hernum en þær sem bærust i fréttatilkynningum frá Costa Gomez forseta, yfirmönnum hinna þriggja greina herafla landsins og yfirmanni öryggis- sveitanna Copcon. Ákvörðun þessi mun að sögn Reuter stöðva flaum fréttayfirlýsinga sem borizt hafa frá herforingjum hliðhollum kommúnistum. Einnig ákvað ráð- ið að engir aðrir en meðlimir þess geti veitt viðtöl um málefni hers- ins og getur þessi ráðstöfun orðið til þess að Goncalves fái ekki að- gang að fjölmiðlum, þvi að hann nefur verið sviptur sæti sínu i ráðinu. Ráðið setti einnig á stofn nefnd sem á að endurskipuleggja starfsemi þess og þings hersins. Á Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.