Morgunblaðið - 10.09.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.09.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1975 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80 Áskriftargjald 800.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið Útflutningsbætur og niðurgreiðslur Morgunblaðið hefur undanfarið ítrekað fjallað um einstakar fram- leiðslugreinar íslenzks þjóðarbúskapar, sérmál þeirra og hvern veg þær fléttast saman f það hald- reipi, sem heldur uppi lífs- kjörum þjóðarinnar. Jafn- framt hefur margsinnis verið varað við afleiðing- um þess, að þjóðin lifi til frambúðar um efni fram, eyði meiru en hún aflar. f þvi efni gildir sama lögmál um þjóðarfjölskylduna og hvert heimili í landinu, að það kemur að skuldadög- um, eyðsluvíxlarnir falla og afleiðingarnar fylgja í kjölfar orsakanna. fslenzkur landbúnaður á við hliðstæðan vanda að glíma og aðrar atvinnu- greinar verðbólguþjóð- félagsins. Sá vandi rýrir ekki gildi hans í verðmæta- sköpun og gjaldeyrissparn- aði þjóðarbúsins, né sem hráefnagjafa margháttaðs iðnaðar í landinu eða við- skiptaaðila þjónustuiðnað- ar og verzlunar. Hann hef- ur hinsvegar kallað á um- ræðu um þá hætti land- búnaðar, sem skoðanir eru hvað skiptastar um, út- flutningsuppbætur á land- búnaðarframleiðslu og niðurgreiðslur kjöt- og mjólkurvara til hins al- menna neytanda. Það er útilokað að miða framleiðslumagn búvara nákvæmlega við neyzlu- þörf þjóðarinnar hverju sinni. Framleiðslan er háð sveiflum tíðarfars og ár- ferðis og neyzluvenjur breytilegar. Eigi íslenzkur landbúnaður að tryggja landsmönnum nægilegt vöruframboð í framleiðslu sinni, virðist óhjákvæmi- legt að gera ráð fyrir ein- hverri umframframleiðslu, sem flytja þarf út á þar fáanlegu markaðsverði. Þannig eru útflutnings- bætur til komnar og námu þær um 900 milljónum króna á sl. ári. Sá kostur kemur líka til umræðu að landbúnaður þurfi ekki að fullnægja allri neyzluþörf landsmanna, heldur verði nokkurt magn búvara flutt inn og þannig komist hjá útflutningsuppbótum en slíkur samdráttur í landbúnaðarframleiðslu muni hafa keðjuverkanir sem ekki yrði séð fyrir endann á. Landbúnaðarráð herra lét þess getið í viðtali við Morgunblaðið í gær að gildandi kerfi útflutnings- bóta þyrfti endurskoðunar við. Fjárveitingum til land- búnaðar væri takmörk sett. Þeim mun meiri fjármun- um, sem væri varið til út- flutningsbóta, því minna fengist til annarra þarfa landbúnaðarins. Út- flutningsbætur verkuðu heldur ekki hvetjandi í þeirri viðleitni að ná sem beztum sölum erlendis á búvörum. Niðurgreiðslur á land- búnaðarafurðum til neyt- enda innanlands hafa verið hagstjórnartæki stjórn- valda til að halda niðri verði á helztu neyzluvörum almennings og sporna gegn vísitöluskrúfunni, sem ella hefði leitt til stóraukins kaupgjaldskostnaðar at- vinnuveganna. Niður- greiðslur landbúnaðaraf- urða hafa þann veg komið öllum almenningi'ekki síð- ur til góða en bændastétt- inni og haldið niðri kaup- gjaldskostnaði annarra at- vinnugreina. En niður- greiðslur hafa einnig sínar neikvæðu hliðar. Þær hafa valdið mismunun milli ein- stakra greina í búvöru og dregið úr fjölbreytni í mat- vælaframleiðslu. Sú af- staða bænda að vilja nú niðurgreiðslur á nautakjöt á kostnað dilkakjöts, sýnir, að bændur eru opnir fyrir umræðu og hugsanlegum breytingum á þessu kerfi. 1 Morgunblaðinu í gær bendir Halldór E. Sigurðs- son landbúnaðarráðherra á kost og löst útflutnings- uppbóta og niðurgreiðslna á landbúnaðarframleiðslu. Hann bendir m.a. á, að nú er dýrara að taka mjólk úr fjósi til heimilisnota en kaupa hana í búð í næsta kauptúni. Þetta dæmi sýn- ir, að breytinga er þörf. Eðlilegt er, að bændur standi vörð um stéttarlega hagsmuni sína og einhvers konar tekjutryggingu. Órökstuddar og öfgafullar árásir á íslenzkan landbún- að fá þar engu um breytt. Opin umræða um íslenzkan landbúnað, sem og sjávar- útveg og iðnað, þar sem mál eru skoðuð af einlægni og með þann ásetning ein- an í huga að þoka málum á farsælli veg, er hinsvegar tímabær og nauðsynleg. Viðtalið við landbúnaðar- ráðherra í Morgunblaðinu í gær er viðleitni af þeim toga spunnin. Framkoman við Spassky brot á Helsinki-samningi? Parfs, 9. september. Reuter. FRANSKA utanríkisráðuneyt- ið segir að frönsku konunni Marina Stcherherbatcheff, sem vill giftast Boris Spassky, hafi verið ráðlagt að fara frá Sovét- rfkjunum þar sem það sé henni fyrir beztu. Ráðuneytið neitar því að henni hafi verið vikið úr starfi sfnu f Moskvu, en segir að hún missi atvinnuna ef hún fari frá Sovétrfkjunum þar sem aðeins hafi verið samið við hana úm vinnu f sendiráðinu f Moskvu. I London skoraði Daily Tele- graph á sovétstjórnina að sýna veglyndi og leyfa Spassky og Marinu að giftast. „Þetta er enn eitt dæmið um sovézkt mann- úðarleysi sem jafngildir lítils- virðingu á opinberum loforð- um, er staðfest hafa verið gjald- þrotayfirlýsingunni frá Hels- inki um að jákvæð afstaða verði tekin til Rússa sem vilja giftast útlendingum,“ segir blaðið. The Guardian gefur í skyn að á bak við kunni að búa gremja sovézkra yfirvalda vegna frammistöðu Spasskys í einvíg- inu við Bobby Fischer í Reykja- vík. Blaðið segir að fái Spassky ekki að giftast Marinu hljóti Vesturveldin að hafa misskilið Helsinki^firlýsinguna. Marina Techerbatcheff, franski ritarinn sem vill kvæn- ast Boris Spassky skákmeist- ara. Áður hafði ungfrú Stcherbatcheff sagt að sendi- ráðið hefði tilkynnt henni að hún gæti ekki haldið störfum sínum áfram eftir 30. septem- ber, þótt samningur hennar renni ekki út fyrr en í júlí 1977. Ungfrú Stcherbatcheff, sem er 30 ára gömul, hefur búið hjá Spassky sfðan í janúar. Þau ætla að gifta sig 11. nóvember. Hún kvað sendiráðið hafa til- kynnt sér að hún yrði að fara frá Sovétrikjunum því annars ætti hún það á hættu að verða sótt til saka vegna umferðar- slyss fyrir einu ári. Utanríkis- ráðuneytið f París segir að henni hafi aðeins verið ráðlagt að fara. Ungfrú Stcherbatcheff lánaði bíl sinn Rússa, sem Ienti í um- ræddu umferðarslysi og var leiddur fyrir rétt. Hún var sjálf ekki í bílnum og hún var held- ur ekki viðriðin málaferlin. I Paris er á það bent að af öryggisástæðum sé það ekki stefna frönsku stjórnarinnar að ráða í sina þjónustu eiginkonur kunnra manna í löndum þar sem slíkir menn eigi heima. Góðar heimildir herma að sendiráðið gæti ef til vill ekki haft ungfrú Stcherbatchett í sinni þjónustu ef hún giftist Spassky og yrði um kyrrt i Sovétríkjunum. Þá ætti sendi- ráðið erfiðar með að vernda hana samkvæmt heimildunum. Nixon ekki treyst fyrir skjölum Hvíta hússins Washington 9. september. Reuter. BANDARlSKA dómsmálaráðu- neytið fór þess á leit við alríkis- dómstól f dag að hann heimilaði ekki að Richard Nixon fyrrverandi forseta yrði skilað skjölum frá stjórnartfð hans f Hvfta húsinu þvf að hon- um væri ekki treystandi fyrir þeim, jafnvel ekki um stundar- sakir. I greinargerð frá ráðuneyt- inu segir að Nixon hafi „til- hneigingu til að rangfæra sögu- legar skýrslur“. Enn fremur segir: „Þjóðþing- ið hefur nægar sannanir til að rökstyðja þá niðurstöðu sína að Bandaríkjastjórn yrði ef til vill ekki skilað heilum og óskemmd um sögulegum gögnum frá for- setatíð Nixons ef hann fengi þau f hendur, jafnvel aðeins um stundarsakir." Skjöl Nixons eru ríkiseign samkvæmt lögum, sem þingið samþykkti í nóvember, og for- setanum er aðeins leyfilegt að fá þau gögn sem eru talin per- sónulegs eðlis. Þessu reyndi Nixon að fá hnekkt og vildi fá lögin lýst brot á stjórnar- skránni, og greinargerðin sem 8 dóu úr krabba eftir asbestvinnu Mílanó, 8. sept. AP. ANATOLY Karpov heims- meistari f skák tryggði sér rétt til þátttöku í úrslitakeppninni á skákmótinu í Mílanó og mun hann tefla sex skákir til úrslita við Ungverjann Lajos Portisch, sem þegar hafði tryggt sér þátt- tökurétt. Karpov gerði jafntefli í fjórðu skák sinni í röð við Tigran Petrosjan, en fjögur jafntefli nægðu honum til að komast í úrslit þar sem hann hafði betri útkomu en Petrosj- an í undankeppninni. Portisch tryggði sér rétt til þátttöku f úrslitunum á laugardag, en hann gerði f dag jafntefli við Ljubojevic frá Júgóslavíu. Ljubojevic og Petrosjan munu tefla um þriðja og fjórða sætið f keppninni. Karpov og Portisch hafa teflt fjórum sinnum sam- an áður, hvor um sig hefur unnið eina skák en tvær hafa orðið jafntefli. Hoffa er látinn, seyir sonur hans Detroit, 9. sept. AP. SONUR verkalýðsleiðtogans Jimmy Hoffa, sem hefur verið týndur um skeið, sagði í dag að hann væri farinn að trúa þvf að faðir hans væri látinn og hefði verið myrtur. Hann sagðist ekki hafa hugmynd um hver hefði myrt Hoffa. James Hoffa yngri sagði að hann byggði skoðun sína á þvi hve lengi faðir hans hefði verið týndur, en nú eru sex vikur liðnar frá hvarfi hans, og einnig því, að rann- sóknarlögreglumenn hafa ekki upplýst neitt í sambandi við hvarfið. Hann sagðist halda, að lík föður hans fyndist aldrei. Eitt helzta vitnið f máli Hoffa, mafíuleiðtoginn „Tony Jack“ Giacalone, hefur neitað að svara spurningum þeirra sem vinna að rannsókn málsins og borið fyrir sig stjórnarskrár- ákvæði sem heimilar mönnum að neita að bera vitni haldi þeir að það verði til þess að koma sjálfum þeim í bobba. önnur vitni hafa staðfest, að Giacalone hafi verið víðs fjarri þegar Hoffa hvarf og hafi ekki komið nálægt málinu. nú hefur verið birt er svar stjórninnar. Þar segir að Nixon hafi lagt til að hann skyldi ákveða með aðstoð konu sinnar, Pat, og dætra sinna, Tricia og Julie, hvaða skjöl skyldu dæmast opinber og hver persónuleg. En á það er bent að skjölin séu 42 milljónir talsins, og að þar við bætist 900 segulbands- spólur og tillagan sé „vægast sagt óraunhæf". Aðalatriði Watergate-málsins eru dregin saman f skýrslunni og sagt er að Nixon hafi „sagt af sér í stað þess að þurfa að horfast í augu við ákæru þegar allar staðreyndirnar kynnu að koma fram í dagsljósið“. Karpov og Portisch tefla til úrslita Stokkhólmi, 9. sept. NTB. ÁTTA starfsmenn fyrirtækis- ins Nobah í Trollháttan hafa látizt úr magakrabba eftir vinnu í asbesti samkvæmt rann- sókn sem samband málmverka- manna í Svíþjóð og læknir verkalýðssambandsins, Anders Englund, hafa gert. Englund telur sig geta sannað að greinilegt samband sé á milli dauða mannanna og vinnuskilyrða þeirra. Uppgötvunin hefur vakið mikinn ugg starfsmanna fyrir- tækisins í Trollháttan. Þeir ætla að krefjast þess að allir sem hafa unnið við asbest verði settir í læknisrannsókn. Nohab-verksmiðjurnar nota ekki lengur asbest f framleiðslu sinni. Lengi hefur verið vitað að vinna við það getur valdið lungnasjúkdómi (asbestose). Umhverfismálafulltrúi sam- bands málmverkamanna, Rolf Áhlberg, segir að 200 Svíar hafi iátizt úr magakrabba sem asbest hefur valdið (mestoteli- om) siðan 1958. Ahlberg bendir á að asbest geti auk þess valdið krabbameini í lungum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.