Morgunblaðið - 10.09.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.09.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1975 13 Alþýðuban dalagi ð hef- ur eignazt stefnuskrá tJT ER komin stefnuskrá Alþýðu- bandalagsins, en frá stofnun flokksins hefur engin slík stefnu- yfirlýsing verið til. Formaður Al- þýðubandalagsins, Ragnar Arnalds kynnti stefnuskrána á fréttamannafundi I gær, og sagði, að meginstefna flokksins hefði raunar -verið mörkuð á flokks- þingi árið 1968. Þar hefði verið Stálu bíl og stórskemmdu ÞRlR bílþjófnaðir voru kærðir til rannsóknarlögreglunnar I Reykjavík um síðustu helgi. Allir bílarnir fundust, þar af einn stór- skemmdur. Var það nýr Citroen- bíll sem stolið var í Vestur- bænum. Fannst hann í Breiðholti mannlaus og af vegsummerkjum var augljóst að honum hafði verið ekið utan í ljósastaur og er önnur hlið bflsins ónýt. Viðgerð er talin kosta 300 þúsund krónur. Þá var farið inn í bíl við Sigtún og hann stórskemmdur að innan. Þeir sem verknaðina frömdu eru ófundnir. Vilja ekki semja um 50 mílurnar MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi samþykkt Vélstjóra- félags Suðurnesja: Almennur fundur í Vélstjóra- félagi Suðurnesja haldinn 31. ágúst sl. skorar á stjórnvöld að hafna algjörlega öllum undanþág- um til handa útlendingum til veiða innan 50 mílna fiskveiði- landhelginnar. Telur fundurinn að íslendingar geti einir veitt þann fisk sem fisk- stofnarnir þola nú og í framtíð- inni. Einnig beinir fundurinn þeirri áskorun til íslenzkra stjórnvalda að engar viðræður fari fram við V-Þjóðverja eða Englendinga um veiðar innan 200 mílna lögsög- unnar en utan 50 mílna mark- anna, nema þessar þjóðir aflétti öllum viðskiptahömlum og öðrum efnahagsþvingunum á íslendinga, sem þegar hafa skaðað þjóðina verulega. Þá lýsir fundurinn yfir undrun sinni og andúð á hinum tíðu brot- um íslenzkra skipstjórnarmanna við íslenzk landhelgislög, og telur að þyngja beri að mun viðurlög við slíkum brotum. slegið föstu, að Alþýðubandalagið væri sósíalfskur flokkur, sem byggði starfsemi sfna f grundvall- aratriðum á lýðræði og þingræði. Ragnar Arnalds sagði, að hér væri um að ræða fræðilega grein- argerð, sem samþykkt hefði verið í grundvallaratriðum á lands- fundi Alþýðubandalagsins árið 1974. Miðstjórn flokksins hefði þar verið falið að ganga endan- lega frá stefnuskránni og sjá um útgáfuna. Hefði stefnuskráin ver- ið einróma samþykkt í endanlegri mynd á miðstjórnarfundi í marz s.l. Ragnar sagði ennfremur, að enda þótt stefnuskráin væri viða- meiri og ýtarlegri en almennt gerðist um slíkar stefnuskrár, þá væri hún þó engan veginn tæm- andi. Stefnuskráin breytti í engu stefnu Alþýðubandalagsins til þessa, heldur væri hún fremur hugsuð til skýringar og uppfyll- ingar. Þarna væri lýst lífsskoðun íslenzkra sósíalista og inntaki stefnu þeirra. Stefnuskrá Slþýðubandalagsins er skipt í fjóra aðalkafla, sem nefnast Sósíalisminn, Auðvalds- skipulagið: Hagkerfi og valda- kerfi, Markmið, Sóslalísk um- sköpun, Flokkurinn og starf hans. Auk þess er í bókinni Ágrip af sögu Alþýðubandalagsins eftir Ragnar Arnalds og lög flokksins. Þeir, sem aðallega hafa unnið að gerð stefnuskrárinnar, eru Ás- geir Blöndal Magnússon, Bene- dikt Davíðsson, Guðmundur Ágústsson, Hjalti Kristgeirsson, Hjörleifur Guttormsson, Jóhann Páll Árnason, Loftur Guttorms- son og Þorsteinn Vilhjálmsson. Bókin er 136 bls. Hún verður seld á almennum markaði og kost- ar 500 krónur. Nefnd endurskoði lög um ferðamál NÝLEGA skipaði samgönguráð- herra nefnd til endurskoðunar á gildandi lögum um ferðamál. I nefndina voru skipuð: Ölafur S. Valdimarsson skrifstofustjóri, sem jafnframt er formaður, Heimir Hannesson ritstjóri, vara- formaður, Birgir Þorgilsson sölu- stjóri, Vigdís Finnbogadóttir leik- hússtjóri og Þorvarður Elíasson framkvæmdastjóri. Nefndin er að taka til starfa, en óskað hefur verið eftir að hún hraði störfum eftir föngum og ljúki þeim síðar á þessu ári. Skora á borgaryfirvöld að hafna Grjótaþorpstillögunni SUNNUDAGINN 7. september gengust Torfusamtökin og Norræna húsið fyrir fundi f Norr- æna húsinu um húsafriðunarmá! með sérstöku tilliti til þeirrar til- lögu, sem fram hefur komið um endurskipulagningu Grjótaþorps. Guðrún Jónsdóttir arkitekt setti fundinn og fól Thor Vil- hjálmssyni rithöfundi, formanni Bandalags íslenzkra listamanna, fundarstjórn. Frummælendur voru Trausti Valsson arkitekt, Hörður Ágústs- son listmálari, Ólafur Sigurðsson arkitekt, sem skýrði sérstaklega forsendur og sjónarmið þau, sem höfundar skipulagstillögunnar hefðu haft. Fundurinn var mjög fjölsóttur. Stóð fundurinn I rúm- lega 4'A klst. og tóku margir þátt I umræðum. I lok fundarins var gerð svofeld ályktun, með samhljóða atkvæð- um, en fundarmönnum hafði þá fækkað verulega, enda komið fram á kvöld: Almennur borgarfundur, hald- inn I Norræna húsinu sunnudag- inn 7. september 1975, skorar á borgaryfirvöld að hafna nú þegar þeirri skipulagstillögu að Grjóta- þorpi, sem nú liggur fyrir skipu- lagsnefnd. Áskorun okkar styðjum við með eftirfarandi rökum: 1. Enginn afs’aða hefur verið tekin til þess, til hvers konar bygginga eða starfsemi Grjóta- þorpið eigi að nýta. Slíkt er óæskilegt þegar um er að ræða hluta af miðbæ Reykja- víkur. Skipulagstillagan gerir ráð fyrir því, að hver lóðareigandi ráði því sjálfur, hvað og hvernig hann byggir. 2. Tillagan byggir á þeirri fors- endu, að réttlætanlegt sé að rífa allflest þau hús, sem nú standa I Grjótaþorpi, án þess að fram hafi farið raunhæft mat á ástandi hús- anna, né athugun á sögulegu gildi þeirra. 3. Tillagan brýtur I bága við samþykkt aðalskipulag Reykja- víkur og hefur ekki verið sam- ræmd þeirri endurskoðun á aðal- skipulagi borgarinnar, sem nú fer fram. 4. Skipulagstillagan er ekki op- in fyrir breytingum á þann hátt, sem höfundar tillögunnar hafa gefið I skyn. Þannig er tillagan að nokkru leyti byggð á villandi stað- hæfingum. Við óskum þess, að ný skipu- lagstillaga verði gerð, og tekið verði mið af eftirfarandi atriðum: 1. Sögulegt gildi einstakra húsa Framhald á bls. 23 Ljósm. Mbl. Friðþjófur Var svolltið kvfðin, en Helgi gerði mér létt fyrir, sagði Auður. Þjóðerni skiptir ekki máli Dansinn skilstalls staðar — sagði Hélgi Tómasson ballettdansari — ÉG MUN gera mitt bezta til að aðstoða fslenzka ballett- flokkinn, þegar tækifæri og möguleikar eru á því. Það er bara erfitt að koma þvf við að koma hingað, þvf ef New York City Ballettinn er f fríi, þá er ég að dansa sjálfur annars staðar eða fara um með litlum hópi. Slíkt þarf líka að ákveða svo löngu fyrirfram, af því að maður getur ekki annað öllu, sagði Helgi Tómasson í lok fyrstu æfingarinnar með fs- lenzka ballettinum á Coppelíu f Þjóðleikhúsinu fgær. Helgi kom hingað frá Afríku, þar sem hann dansaði með litl- um dansflokki í Höfðaborg og Jóhannesarborg svonefndar „Scenes from the American Ballet". Hann kom á mánudag eftir nær stanzlaust ferðalag frá því á sunnudagsmorgun, til að dansa hér í Coppelíu á föstu- dag, laugardag og sunnudag, en þarf á mánudag að fara til New York til að búa dansflokkin, sem með honum var hér í fyrra, undir dansför. Coppelía er einn af þessum sfgildu ballettum og hefur Helgi dansað i honum á móti Patriciu McBride síðan í fyrra- sumar í NY Ballet undir stjórn hins fræga Ballanchines. Hann sagði að sporin væru þau sömu, en aðstæður að ýmsu leyti ólíkar, sviðið í Lincoln Center t.d. 3—4 sinnum stærra og flokkurinn nær helmingi stærri. Mótdansari hans hér er Auður Bjarnadóttir og sagði hann að þau hefðu þarna á fyrstu æfingunni breytt ýmsu, þar sem þau hafa sitthvora út- setninguna. Og Auður kvaðst vera búin að læra feikimikið á þessum þremur timum. Hún hefði verið kvíðin að dansa á móti svo góðum dansara, en Helgi hefði fremur gert það léttara en erfiðara fyrir sig. Nú kviði hún engu. Helgi og Auður samræmdu dansspor sfn á fyrstu æfing- unni f Þjóðleikhúsinu f gær og breytíu ýmsu. Helgi ætlar að reyna að taka sína sólódansa, eins og hann er vanur. Hér var i sýningunni notuð tónlist, sem hann vissi ekki til að hefði verið notuð fyrir karlmenn, heldur dans- meyjar. Ballanchine hefði not- að fyrir sólódansinn tónlist eft- ir sama höfund, Delibre, við Sylvíuballettinn og fléttað hana inn í Coppelíu. Nú væri verið að leita að þeirri tónlist fyrir hann, svo hann gæti dansað sína venjulegu sóló í 3. þætti. Þetta kom mér að óvörum, sagði Helgi. En finnist ekki sú músik, verð ég að gera eitthvað annað. Ég er vanur að bjarga mér, bætti hann við. Litlir bailettflokkar geta að sjálf- sögðu oft ekki fyllt þannig inn í. Mér lizt ágætlega á þetta, og ég er viss um að þetta muni allt takast, sagði hann. Helgi er alltaf íslenzkur ríkis- borgari, og þegar hann var spurður að því hvort ekki hefði verið að honum lagt að breyta því, sagði hann: Ég veit ekki hverju á að svara slíku, en í stöku tilfellum hefur það að vfsu ekki komið sér sem bezt. Hann sagði að þess sé nú orðið sjaldan getið að hann sé íslenzkur. — Nafnið eitt dugir, sagði hann. Mér finnst raunar gott að nafnið er orðið það þekkt að það þarfnast ekki skýringar. Mér finnst það í rauninni ekki eiga að skipta máli hverrar þjóðar maður er. Sú listgrein, sem ég er i, dans- inn getur náð um allan heim. Hún skilst hvar sem er. Og því þá ekki að háfa það svo? Munur á viðtökum? Jú, það er mikill munur. Viðtökur áhorfenda mótast af því hverju þeir eru vanir og hvernig þeim finnst að ballett eigi að vera. Hér hefi ég aldrei haft yfir neinu að kvarta í þeim efnum, bætti hann að lokum við brosandi sem svar við spurningu um íslenzka áheyrendur. Og þegar hann var spurður um það, hvort hann kæmi oft við hér heima á ferð sinni yfir hafið, svaraði hann: — Ekki nógu oft. Aldrei nógu oft! — E.Pá. Lýsa stuðningi við Fokker-kaup „FUNDUR starfsmanna Land- helgisgæzlunnar, haldinn um borð í varðskipinu TÝ þann 8. sept. 1975, lýsir fullum stuðningi við ákvörðum ríkisstjórnarinnar um kaup á nýrri, velbúinni Fokkerflugvél fyrir Landhelgis- gæzluna.“ Ofangreind yfirlýsing barst Morgunblaðinu i gær frá starfs- mönnum Landhelgisgæzlunnar og óskað er birtingar hennar i tilefni þess umtals sem orðið hefur vegna væntanlegra kaupa Land- helgisgæzlunnar á flugvél til björgunar- og landhelgisstarfa. Eftirtaldir fundarmenn rituðu nafn sitt undir yfirlýsinguna: Bjarni Helgason, skipherra, Björn Jónsson, flugstjóri, Guðjón Jónsson, flugstjóri, Guðmundur Kjærnested, skipherra, Gunnar H. Ölafsson, skipherra, Helgi Hallvarðsson, skipherra, Höskuld- ur Skarphéðinsson, skipherra, Kristinn Árnason stýrimaður, Ólafur V. Sigurðsson, stýrimaður, Páll Ilalldórsson, flugstjóri, Sig- urður Árnason, skipherra, Tómas Helgason, flugmaður, Torfi Guð- bjartsson, yfir-flugvélavirki, Þór- hallur Karlsson, flugmaður, Þröstur Sigtryggsson, skipherra, og Ævar Björnsson, flugvélavirki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.