Morgunblaðið - 10.09.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.09.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1975 23 Uppbygging hefst strax í Tyrklandi Ankara, 9. sept. Reuter. SULEYMAN Demirel forsætis- ráðherra Tyrklands sagði í dag að tyrkneska ríkisstjórnin hefði Eigendur fund- ust að tjaldinu Selfosslögreglunni var um síð- ustu helgi tilkynnt um mannlaust tjald á Hellisheiði, norðan undir Skálafelli, sem hefði staðið þar f tæpa tvo mánuði. Fór lögreglan og tók tjaldið og búnað sem í því var, en allt var dótið farið að láta á sjá eftir vatn og vindi. Undir steini þarna skammt frá fundust tveir farseðlar frá Flugleiðum með nöfnum tveggja þjóðverja. Voru seðlarnir útgefnir um miðj- an júli. Könnun, sem útlendinga- eftirlitið gerði, sýndi, að mennirn- ir höfðu farið af landi brott um miðjan júlí. Er talið líklegast að þeir hafi ekki nennt að burðast með tjaldið og annan búnað út með sér og skilið dótið eftir uppi á heiðinni. Er f athugun hvort mögulegt er að hafa uppi á mönn- unum ytra. Sýslumannsskipti í Stykkishólmi Stykkishólrai 5. sept. S.L. laugardag fóru fram sýslu- mannsskipti f Stykkishólmi. Lét Friðjón Þórðarson af störfum, en við tók Andrés Valdemarsson sem var áður á Hólmavík. Friðjón mun hafa áfram búsetu fyrir vestan, en hyggst nú beita sér meir að starfi sínu í þágu kjör- dæmisins. Friðjón hefir verið um 10 ára skeið sýslumaður í Stykkis- hólmi. Fréttaritari. Leiðrétting í viðtali við séra Sigmar I. Torfason prófast á Skeggjastöð- um í blaðinu fyrir skömmu féll niður nafn Bjarna Ólafssonar tré- smíðameistara f Reykjavík, þar sem getið var um endurbætur og lagfæringu á Skeggjastaðakirkju fyrir liðlega 10 árum. * I 60 daga gæzlu fyrir síbrot SAKADÓMUR Reykjavfkur hefur úrskurðað mann nokkurn f allt að 60 daga gæzluvarðhald fyrir sfendurtekin afbrot að undanförnu. Síðast fékk rannsóknar- lögreglan mann þennan til yfir- heyrslu eftir helgina, en hann hafði þá verið tekinn með forláta silfurborðbúnað og fleira dót, sem litlar líkur voru á að hann ætti sjálfur. Viðurkenndi maðurinn að hafa stolið silfrinu, en mundi ekki hvar hann hafði stolið því né hvert hann hafði látið megnið af því. Nú voru góð ráð dýr fyrir rannsóknarlögregluna, þjófurinn fundinn en ekkert vitað, hvar hann hafði framið þjófnaðinn, enda enginn slíkur verið tilkynnt- ur. Fór rannsóknarlögreglumaður einn á stúfana og tókst fljótlega að upplýsa málið. Hafði maðurinn stolið silfrinu úr geymslu i húsi einu f borginni, en þetta voru brúðargjafir, sem ekki var farið að nota. Einnig hafðist upp á mestu af þýfinu í gær. Bareflið fannst — mennirnir ekki RANNSÓKNARLÖGREGLAN hefur ákaft leitað mannanna tveggja sem höfuðkúpubrutu 73 ára gamlan mann um síðustu helgi, er hann kom að þeim í innbroti. Leitin hefur ekki borið árangur, en hins vegar hefur bareflið fundizt. Reyndist það vera stórt kúbein, um metra á lengd. ákveðið að veita sextán og hálfri milljón sterlingspunda (jafnvirði sem næst 5,6 milljörðum ís- lenzkra króna) til uppbyggingar á jarðskjálftasvæðunum, þar sem a.m.k. 2200 mánns fórust sl. laugardag. Uppbyggingaráætlun verðurgerð og miðaðvið að hægt verði að endurreisa og byggja ný hús á 80 dögum. Byggð verða 3000 ný hús og gert við 2000 önnur sem skemmdust. Uppbyggingin mun verða mest í borginni Lice, sem varð harðast úti f jarðskjálftun- um. Eftir 10 daga verður byrjað að byggja samsett hús í Lice og ný borg á að rísa á rústum hinnar eldri, nýtízkulegri og öryggari, að sögn Demirels. — Iscargó Framhald af bls. 24 hóf vöruflutninga á þessum flug- leiðum, en félagið flytur alls konar vörur til landsins og milli landa. Má segja að félagið flytji allt milli himins og jarðar og má m.a. nefna saumnálar og Afrfku- fíla. — Rakspíri Framhald af bls. 24 áhrif á sjóntaugina. Lýsa eitur- einkennin sér á þann hátt, að aug- að glatar hæfileikanum til að greina smáatriði og þeir sjúkling- ar sem verst eru settir geta t.d. ekki lesið af bók. Batahorfur taldi Úlfar vera nokkrar ef sjúklingur kæmi strax til meðferðar. Úlfar sagði að einungis óreglu- fólk hefði fengið þessi eitrunar- einkenni enda legðu vart aðrir sér til munns rakspíra og einnig væri hitt, að mótstöðuafl líkamans gegn eitrunaráhrifunum væri minna hjá óreglufólki en öðrum. Taldi Úlfar t.d. að það myndi ekki skaða hraust fólk þótt það drykki þessa tegund rakspíra i litlum mæli. Jóhannes Skaftason hjá Rannsóknarstofu Háskólans sagði við Mbl. í gær, að hann gæti á þessu stigi ekkert sagt um efna- greiningu á rakspfranum. Stofn- uninni hefði verið falið að efna- greina rakspirann með það fyrir augum að finna út hvort þar væru einhver skaðleg efni. Yrðu niður- stöðurnar sendar verkbeiðandan- um sjúkrahúsi Vestmannaeyja um leið og þær liggja fyrir. — Áfram- haldandi Framhald af bls. 24 Hallgrímsson forsætisráðherra um þetta. Geir sagði að ljóst væri að áfram þyrfti að viðhafa á öllum sviðum mikla aðhaldsemi, sem hlyti að leiða til þess að framkvæmdir drægjust saman. „Það er ekki hægt að verja til framkvæmda sífellt hærri upp- hæðum f samræmi við kaup- hækkanir, sem orðið hafa“, sagði forsætisráðherra. — Afgreiðslu- bann Framhald af bls. 24 unni, væntanlegt uppskipunar- bann á þýzkar vörur, ef ekki yrði látið af löndunarbanninu í Þýzka- landi, sagði Björn: „Það er algjör- lega óákveðið, hve langan frest við gefum. Það hefur ekki verið rætt f okkar hóp, en okkur þótti rétt að setja þetta skilyrði og sjá síðan hver viðbrögð Þjóðverja yrðu, — hvort þeir ekki létu segj- ast.“ Yfirlýsingin, sem miðstjórn ASl samþykkti i gær samhljóða er svohljóðandi: „Vegna sívaxandi landhelgis- brota og yfirgangs vestur-þýzkra togara innan íslenzkrár fiskveiði- lögsögu og njósnaafbrota svokall- aðra eftirlitsskipa af sama þjóð- erni, samþykkir miðstjórn ASl að gerður á fersksíldarverði, sem ís- lenzk veiðiskip fá hér heima og erlendis, 'er mjög villandi, þar sem borið er saman brúttóverð erlendis og skiptaverðið hér heima. Miðað við þau sýni af Suðurlandssild, sem Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðarins hafa borizt undanfarið til mælinga og rann- sókna, kemur fram, að raunveru- legt síldarverð, sem síldarsaltend- ur greiða til veiðiskipanna er mun hærra hér heima en í Dan- mörku og er þá tekið tillit til útflutningsgjalda, löndunarkostn- aðar ofl. Af frgmangreindu yfirliti má ljóst vera, að fullyrðing sú, sem fram kom í Morgunblaðinu f gær f viðtali við síldveiðiskipstjóra um sölumál Sfldarútvegsnefndar, er algjör þvættingur." — Danir Framhald af bls. 1 ur ekki „að samkomulagið leysi allan vanda“ en hrósar því samt. Það bendir á mikilvægi þess að á bak við samkomulagið standi 122 þingmenn af 179 og tveir stærstu flokkarnir, Venstre og sosíaldemókratar. Sú samvinna „eigi að tryggja pólitískan vinnu- frið f tvö ár“. ,,-Ny dag“, málgagn sósíaldemó- krata í Alaborg telur mestu varða að tryggja fulla atvinnu. „Að minnsta kosti 50.000 manns fá vinnu f vor vegna samkomulags- ins,“ segir blaðið. „Arhus Stifttidende" (hlynnt Ihaldsflokknum) telur mikilvægt að stjórnin og verkalýðshreyfing- in gerir sér grein fyrir nauðsyn þess að tilkostnaði verði haidið í skefjum. Helzta málgagn þeirra sagði hér vera stigið fyrsta skrefið í átt til einræðisstjórnar. Yfirmaður út- varps og sjónvarps í landinu, Galhardo herforingi, sagði af sér f dag án þess að láta uppi hvers vegna. Hann hefur gegnt stöðu sinni síðast liðna fimm mánuði. Henry Kissinger utanríkisráð- herra Bandaríkjanna sagði í dag á blaðamannafundi í Washington, að minnkandi styrkur kommún- ista í Portúgal væri mjög uppörvandi, enda þótt portúgalsk- ir kommúnistar hefðu enn meiri áhrif en þeim bæri miðað við fylgi þeirra. Ráðherrann sagði, að stuðningur Bandarikjanna við Portúgal mundi á næstunni byggjast á því hve styrkur kommúnista f landinu yrði mikill. Fréttastofan Nýja-Kína sagði í dag að Sovétríkin væru að reyna að hagnýta sér ástandið í Portúgal til að ná landinu inn á sitt áhrifa- svæði. Sakaði fréttastofan Rússa um að senda bæði vopn og peninga til að ná fram áformum sínum. — Styðja Framhald af bls. 3 neytið er harðlega átalið fyrir slæleg vinnubrögð. Stúdentar Kennaraháskóla Islands, þolend- ur sömu vinnubragða sama ráðu- neytis, lýsa yfir fullum stuðningi við aðgerðir tækniskólanemenda í deilu þessari og krefjast þess að undinn verði að því bráður bugur að leysa hana nú þegar, svo að Tækniskóli Islands geti tekið til starfa.“ — Skora á beina því til allra sambandsfélaga sinna að þau gæti þess að engir félagsmenn þeirra leggi hönd á neins konar þjónustu við vestur- þýzku eftirlitsskipin, nema um sé að ræða björgun sjúkra* eða slas- aðra manna, og að stuðla að þvi að aðrir veiti heldur ekki neina fyr- irgreiðslu í höfnum landsins. Þá lýsir miðstjórnin því yfir að verði viðskiptaþvingunum af hálfu Vestur-Þjóðverja haldið áfram svo sem í formi löndunar- banns á íslenzkum fiski, mun hún taka til yfirvegunar að beita sér fyrir uppskipunarbanni á vestur- þýzkum innflutningi til Islands." — Teresa Framhald af bls. 24 móður Teresu verði veitt friðarverðlaun Nóbels 1975. Þessa viðleitni styður það enn- fremur að þetta er ár konunnar og að móðir Teresa hefur hvar- vetna hlotið viðurkenningu fyr- ir að skara fram úr í „kærleika sínum og umhyggju fyrir svelt- anda fólki og hinum aumustu hinna aumu, svo að hverjum manni ætti að vera til eftir- breytni“ eins og það var orðað í einu þeirra bréfa sem mér hafa borist varðandi þetta mál. Verði móður Teresu veitt friðarverðlaun Nftbels 1975, yrði það hámark þeirra mörgu viðurkenninga sem henni hafa hlotnast til þessa og hinn mikil- vægasti heiður fyrir ósíngjarnt fórnarstarf hennar f þágu nauð- staddra f Kalkútta, svo og alls- staðar þar sem regla hennar starfar. Við litum á það starf hennar sem framúrskarandi framlag til baráttunnar fyrir friði f heiminum." Móðir Teresa, en skírnarnafn hennar er Agnes Gonxha Bojaxhiu, fæddist í Skopje í Júgóslavíu 27. ágúst 1910 og voru foreldrar hennar af al- bönskum ættum. Hún gékk í klausturreglu 18 ára gömul og 1950 stofnaði hún reglu Kær- leikstrúboðanna og hóf fórnar- störf sin fyrir bágstadda í Kal- kútta. Islenzkir fjölmiðlar hafa sagt frá móður Terseu og íslenzka sjónvarpið sýndi fyrir nokkru heimildarkvikmynd um hið fórnfúsa starf sem hún hefur unnið og vinnur í Kal- kútta. — Krafla Framhald af bls. 2 sjálfur er ekki alvarlega skemmd- ur og vonir standa til að unnt reynist að loka holunni fljótlega. Ljóst er þó að einhver töf verður vegna þessa óhapps, en í gær voru menn ekki búnir að gera sér grein fyrir því hvort töfin næmi dögum eða jafnvel vikum. Gosið í hol- unni kom svo skyndilega og var svo kraftmikið að jörðin umhverf- is lék öll á reiðiskjálfi í þær 5—10 mínútur sem gosið stóð yfir. Snerpan í gosinu olli þvi að hluta öryggislokans rifnaði frá. Þessi umrædda borhola er önn- ur holan í sumar við Kröflu og sú fjórða á svæðinu. Ekki er afráðið, hvort ein hola enn verður boruð í haust. — Rússar Framhald af bls. 2 kemur í tilboði Síldarútvegs- nefndar miðað við sömu stærðar- og fituflokka. Þá má benda á það, að síld sú, sem Svíar fá saltaða fyrir sig i Danmörku, þar á meðal af ís- lenzkum veiðiskipum, kostar þá Iangtum minna en við krefjumst fyrir sild af sambærilegum stærð- um. I því sambandi má benda á að islenzk löggjöf um útflutnings- gjöld er þannig úr garði gerð að útflutningsgjöld af hverju kílói fersksíldar, sem landað er hér heima til söltunar, eru margfalt hærri en af sild sem Svíar og Dan ir fá úr íslenzkum veiðiskipum til söltunar í Danmörku. Engin út- flutningsgjöld eru á saltaðri sild i löndum keppinautanna, heldur nýtur saltslldarframleiðslan þar yfirleitt hárra styrkja i ýmsu formi. Samanburður sá, sem oft er — Timor Framhald af bls. 1 stjórnar, Almeida Santos, hefur þegar rætt við indónesíska ráða- menn um framtíð Timor I Djakarta. Nú hefur Fretelin farið fram á viðræður við Santos um framtið nýlendunnar. — Líbanon Framhald af bls. 1 milli bardagahópanna hafi verið fjandskapur mjög lengi, sem jafnan hafi leitt til þess að meiri- hluti múhameðstrúarmannanna hefur stutt vinstri flokka, en hin- ir kristnu hægri flokka. Rúmléga 60 manns hafa látið lifið í bardögunum, sem nú hafa staðið i viku, og hundrað manns hafa særzt. Beitt hefur verið mjög fullkomnum vopnum og stjórn landsins hefur lítið getað gert til þess til að stöðva bardagana. Innanríkisráðherra landsins er sagður hafa krafizt þess ítrekað að herinn skæristí leikinn og virð- ist, eins og áður sagði, líklegt að svo verði, haldi bardagar áfram. — Portúgal Framhald af bls. 1 þinginu sitja 240 fulltrúar en í byltingarráðinu 21. Mikið hefur verið bollalagt í Lissabon um skipan hinnar nýju stjórnar. Heimildir í Jafnaðar- mannaflokknum hermdu að utan- ríkisráðherra hennar yrði annað hvort dr. Francisco Salgado Zenha, sem er næstæðsti maður í flokki jafnaðarmanna og fyrrum dómsmálaráðherra, eða Melo An*"nes, sem eitt sinn var utan- rík áðherra. Því var einnig spáð, að Mario Soares leiðtogi jafnaðarmanna og Alvaro Cunhal yrðu báðir ráðherrar án ráðu- neytis. Þá voru uppi getgátur um það að flokkur alþýðudemókrata mundi hljóta embætti fjármála- ráðherra og félagsmálaráðherra en kommúnistar samgöngumálin. Upplýsingamálaráðherrann nú- verandi sem þykir mjög hliðholl- ur kommúnistum yrði látinn víkja og liklegt þykir að einhver úr hópi hægfara herforingja taki við þvi embætti. A þvi virðist leika litill vafi að flokkur jafnaðar- manna hefur hagnazt mest á brottvikningu Goncalves. Málgögn kommúnista mót- mæltu I dag harðlega þeim höml- um sem komið hefur verið á fréttaflutning úr búðum hersins. Framhald af bls. 13 og hverfisins í heild verði rann- sakað. 2. Itarleg athugun á einstökum byggingum tryggi, að ekki verði rifin hús án þess að nauðsyn krefji. 3. Skipulagsstillagan tryggi, að fjárhagslega hagkvæmt verði að halda við og endurbæta húsin, sem nú standa í hverfinu. 4. Ný skipulagstillaga verði kynnt þeim, sem nú búa í hverf- inu og öllum almenningi, strax á undirbúningsstigi. — Minning Elías Framhald af bls. 22 heimilið hans vettvangur. Fjöl- skyldunni helgaði hann krafta sina alla ævi. Hann taldi sig, og það með réttu, hamingjusaman í einkalífi sínu. Hann var kvæntur góðri konu, Þuríði Pálsdóttur, sem ætíð stóð traust og um hyggjusöm við hlió hans. Dæturnar vel giftar, mannvænleg barnabörn, og barnabarnabörn, sem voru yndi afa og ömmu. Gagnkvæm ást og umhyggja ríkti milli heimilanna þriggja. Kynni okkar Elíasar voru hálfr- ar aldar löng, og bar þar aldrei skugga á. Margra ánægjustunda hef ég notið á heimili þeirra hjóna, voru þau ætíð samhent um að fagna þeim sem að garði bar. Fáum dögum fyrir andlát Elías- ar leit ég inn til hans. Þótt hann væri mjög þrotinn að líkams- kröftum, var hugsun hans skýr. Hann rifjaði upp margt frá liðinni tíð og lét í ljósi þakklæti fyrir allt hið góða sem lifið hafði fært honum. Hann naut umönnunar konu sinnar til hinstu stundar. Þeir sem kynntust Eliasi Eyjólfssyni geyma í húga sér bjartar minningar um góðan dreng. Pálnii Jðsefsson. — Erfiðleikar Framhald af bls. 10 veiðilögsögu. Er þetta mjög óvanaleg aðferð — að mótmæla símleiðis. Einar sagði að rikis- stjórnin hefði enn ekki tekið neina ákvörðun um viðbrögð vegna aðgerða þýzku eftirlitsskip- anna. Hann bjóst við þvi að málið yrði til umræðu á ríkisstjórnar- fundi árdegis í dag, en um það hvort ákvörðun yrði, tekin á þeim fundi — vildi hann ekkert segja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.