Morgunblaðið - 10.09.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.09.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1975 Ódýr starfskraftur"frá F // A T FIAT 238 VAN ER: Framhjóladrifinn, með burðar- þol upp að 1000 kg., rúmmáli 6.5 cubic metrum, 46 din vél og umfram allt SPARNEYTINN. Verðið m/ ryðvörn er AÐEINS KR. 920.000,- —f ~rfa1 'i ^ (i /f w jf /; Æ 1 w (\ ' <i> 4 ! E i 2.80 metrar I 00 ÍLU TIL AFGREIÐSLU STRAX. GÓÐIR GREIÐSLUSKILMÁLAR TTIIaTtí EINKAUMBOÐ A ISLANDI DAVÍD SIGURÐSSONHF. Síðumúla 35 símar 38845 og 38888 Verðlaunagripurinn, sem Morgunblaðið gaf til keppninnar. Árlegt lúðuveiði- mót á Breiðafirði ÁRLEGT lúðumót þ.e. sjó- stangaveiðimót þar sem a'ðeins er veidd lúða, verður haldið á Breiðafirði í lok þessarar viku. Keppnisdagarnir eru föstudag- ur og laugardagur. Róið verður frá Stykkishólmi og eru 11 þátt- takendur þegar farnir vestur og á fimmtudag er Jóhann Sig- urðsson, forstjóri Flugfélagsins í London, væntanlegur með 6 Skota, sem taka munu þátt í 25% hækkun á hafnargjöld- um í Grimsby ÞANN 1. september s.l. hækkuðu hafnargjöld f Grimsby um 25% og eru útgerðarmenn þar æfir vegna þessa, og segja höfnina vera orðna þá dýrustu á austur- strönd Bretlands. Á einu ári hafa hafnargjöld f Grimsby hækkað um meir en 50%. Hafnaryfirvöid f Grimsby segja að til þessa hafi orðið að grfpa vegna minnkandi umferðar um höfnina og sffeilt aukinna útgjalda. mótinu. I fyrra var á þessu móti sett Evrópumet í lúðuveiði, þá veiddist lúða, sem var 153 pund að þungd. Halldór Snorrason sagði í við- tali við Mbl. í gær, að nýlega hefði veiðzt undan Skotlands- strönd 210 punda lúða og hefði Evrópumetið þá verið slegið. Þátttakendur i sjóstangaveiði- mótinu á Breiðafirði munu hafa fullan hug á að slá þetta met, en Halldór sagði Breiða- fjörðinn kjörinn lúðuveiðistað, þar sem aðrar tegundir fiska væru þar ekki, nema skelfiskur og krabbi. ABU-fyrirtækið sænska gefur verðlaun, sem eru stöng og hjól en aðalverðjaun keppninnar hefur Morgun- blaðið gefið og er það stór hval- _ tönn sem útskorin er og er mynd af lúðu á tönninni. Stendur tönnin á granítundir- stöðu. Þetta er í annað sinn sem opinbert lúðumót er haldið á Breiðafirði. Halldór sagði að ef Islendingar hefðu hug á að taka þátt í mótinu, yrðu þeir að hafa samband við sig hið fyrsta. Auknir erfiðleikar Þjóðverja við að varast varðskipin VARÐSKIPIÐ Ægir skar á I Mellum BX 737, en þá hafði varð- Iaugardag um klukkan 14.30 á skipið fylgt togaranum eftir togvfra vestur-þýzka togarans frá Selvogsbanka. Skar varð- skipið á togvírana rétt utan 50 mflna markanna. Rétt eftir mið- nætti aðfararnótt sunnudagsins skar svo varðskipið Týr á togvfra togarans Hoheweg BX 735 um 34 sjómílur fyrir innan fiskveiðitak- mörkin á Selvegsbanka. Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar, sagði í við tali við Mbl. í gær, að þessi tvö atvik sönnuðu það, að þegar haustaði að og dimmdi ættu togar- arnir mun erfiðara með að varast varðskipin. Ægir kom að Mellum, þar sem togarinn var að veiðum skammt utan við Surtsey. Þegar er togarinnn varð varðskipsins var hífði hann inn trollið og sigldi á brott. Varðskipið fylgdi fast á eftir og er skipin voru komin rétt út fyrir fiskveiðitakmörkin úti fyrir Vest- fjörðum, þar sem vestur-þýzkir togarar hafa veitt mjög vel að undanförnu, byrjaði togarinn að toga á ný. Skar þá varðskipið aftan úr honum. Þegar Ægir var farinn af Sel- vogsbanka færðust veiðar þýzku togaranna í aukana. Kom þá Týr á vettvang og skar aftan úr Hoheweg eins og áður er sagt. Einar Ágústsson, utanríkisráð- herra, sagði í viðtali við Mbl. í gær að sendifulltrúi Þjóðverja hefði hringt í Hörð Helgason, skrifstofustjóra í utanríkisráðu- neytinu, og mótmæit klippingun- um. Hörður mótmælti á móti hegðan togaranna i Islenzkri fisk- Framhald á bls. 23 Kaupfélag Stöðfirðinga: Söluskattsskuldin greidd fyrir 1. okt. MORGUNBLAÐIÐ hafði sam- band við Höskuld Jónsson ráðu- neytisstjóra f fjármálaráðuneyt- inu f framhaldi af frétt blaðsins um lokun verzlana Kaupfélags Stöðfirðinga á Stöðvarfirði og Breiðdalsvfk vegna söluskatts- skuldar að upphæð 16 milljónir króna auk dráttarvaxta. Spurði blaðið ráðuneytisstjórann m.a. hvað venjulega væri gert þegar slfk skuldasöfnun á sér stað. Höskuldur Jónsson sagði að venjan væri sú að loka mjög fljót- lega ef ekki væru gerð skil á söluskatti enda væri þarna um að ræða fjármuni ríkisins í vörzlu þeirra aðila sem innheimta skatt- inn og eiga að standa skil á honum. Sagði Höskuldur að Kaupfélag Stöðfirðinga væri sér- stakt tilfelli. Ráðuneytinu hefði í fyrra verið kunnugt um slæma fjárhagsstöðu fyrirtækisins og hefði í þessu tilfelli orðið að vega og meta hvort loka bæri eða leyfa áframhaldandi rekstur. Siðari kosturinn hefði verið vaiinn og þá með það í huga að endurskipu- lagning atvinnulífs á staðnum stæði fyrir dyrum í samráði við stjórnvöld. Enda hefði verið sett veð fyrir skuldinni i bát. Sagði Höskuldur að lokum að frá þvi veð var tekið í bátnum hefðu skuldirnar aukizt til muna og hefði því lokun komið til á dögun- um. Nú hefði ráðuneytið hins vegar fengið fullvissu um að öll söluskattsskuidin yrði greidd fyr- ir 1. október n.k. og því hefði kaupfélaginu verið heimilað að opna að nýju. Hótelið að Búð- um endurbætt Stykkishólmi 5. sept. I SUMAR hefir verið hópur áhugamanna við endurbætur á húsakynnum og aðstöðu allri á Búðum á Snæfellsnesi. Eru þetta aðallega áhugasamir menn úr félagi Snæfellinga sem una því ekki að sú aðstaða sem þar var sköpuð fyrir nokkrum árum, sé látin niður falla, en eins og menn muna var rekið á Búðum eitt af veglegustu sumarhótelum lands- ins undir stjórn frú Lóu Kristjánsdóttur. Eiga margir góðar minningar um rekstur hennar og þær hlýju og góðu við- tökur sem þeir fengu og þá ekki sízt úrvals mat og gistingu, enda ber öllum saman um að frú Lóa hafi þar verið réttur maður á rétt- um stað og aukið hróður Snæfellinga. Nú um nokkurt skeið hefir enginn rekstur verið á Búðum af hálfu félags Snæfellinga, en hug- mynd þessara sjálfboðaliða sem að verki voru þarna í mánaðar- tíma er að í vor verði tekinn upp þráðurinn og þarna verði hægt að eyða sumarleyfum í skemmtilegu umhverfi og þjónusta verði fyrir hendi svipuð og áður. Þarna hafa unnið bæði fagmenn og hjálpar- aðilar og áhugi verið ódrepandi. Ásgeir frá Fróðá hefir jafnan verið mikill áhugamaður um það sem gæti aukið hróður Snæfellinga, hvort sem það er saga byggðarlagsins eða merki þess að eitthvað sé aðhafzt i góðum anda og hugarfari, og var hann einn af þessum 10 glöðu unglingum sem vörðu þarna dög- um til endurbóta. Er vonandi að óskirnar rætist og aðstaða i vor verði þarna fyrir hendi eins og þessir ágætu menn hugsa sér. Fréttaritari. Rætt um landnýt- ingu Mývatnssveitar Björk 8. september UM helgina var haldinn fundur í Reykjahlíð, þar sem rætt var um landnýtingu í Mývatnssveit. Til þessa fundar var boðað af Mý- Laxnefnd, þ.e. samstarfsnefnd náttúruverndarráðs og fulltrúa íbúa á Mývatns- og Láxársvæðinu. Hófst fundurinn á laugardag og lauk á sunnudagskvöld. A sunnu- daginn fluttu framsöguerindi Magnús G. Björnsson, arkitekt, um landnýtingaráætlun, Helgi Hallgrímsson, náttúrufræðingur, um náttúrufar, og Arnþór Garðar- sson, prófessor, um dýrastofna. Á sunnudag hófst fundur kl. 9. Fyrir hádegi fluttu erindi Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, er hann nefndi gróðureyðing og landgræðsla, Ingvi Þorsteinsson magister um beitarþol og ræktunarhæfni lands, Stefán Skaftason ráðunautur um gróður- nýtingu. Eftir hádegi fluttu erindi Sigfús örn Sigfússon, yfir- verkfræðingur vegagerðarinnar, er hann nefndi Vegir og land- notkun, Hákon Sigtryggsson, tæknifræðingur, um aðstæður til vegagerðar á Mývants- og Láxár- svæðinu, Jón Illugason oddviti um umferð og dvöl ferðamanna. , Miklar umræður urðu á þessum fundi um framangreind mál. Allmargir sóttu fundinn. Verður hann að teljast hafa verið gagn- legur og til fróðleiks fyrir þá er hann sátu, þar sem svo mörg og merk mál voru tekin til meðferð- ar, er beint eða óbeint snerta þetta byggðarlag. Kristján.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.