Morgunblaðið - 10.09.1975, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.09.1975, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1975 Konan, sem kunni ekki að gæta hófe hvort hann var vakandi eða hann væri að dreyma. Hann sleppti þó greinunum og ráfaði eftir stígnum þar til hann kom að gras- brekkunni. Hann kom auga á lindina og lagðist niður til að drekka. Hann taldi sopana þar til hann var kominn að þrítugu, en þá fannst honum nóg komið. Sterkur og ánægður gekk hann til baka á staðinn þar sem brennið lá. Þegar hann kom auga á hrúguna fór hann að hlægja því honum fannst hún svo lítil Hann bætti við hana og hélt sfðan heim til konunnar sinnar. Hún stóð í dyrunum og furðaði sig á þvi hver gæti verið að koma syngjandi út úr skóginum með fyrirferðarmikið brenni á bakinu. En þegar hann hafði sannfært hana um að hann væri maður- inn hennar, sem væri orðinn ungur af því að drekka vatn úr hinni undarlegu lind, strunsaði hún strax af stað til þess að drekka í sig ungdóm. Maðurinn fór nú að taka til í stofunni og undirbúa veizlu, því nú ætlaði hann og konan hans að halda upp á það sem þeim hafði hlotnazt öðru sinni. Hann setti nýjar grenigreinar við þröskuldinn og þreif til í öllum kofanum. Síðan tók hann fram allt það bezta af mat og drykk. En dagurinn leið. Það tók að rökkva, og það varð dimmt, en konan kom ekki. Hann setti ljós í alla glugga og hengdi upp Ijósker við útidyrnar, svo að hún sæi það úr fjarlægð að hann væri á fótum og biði hennar. Nóttin leið og þegar birta tók og konan var ekki ennþá komin heim fór hann út að leita að henni. Undir birkitrénu hjá lindinni ráfaði um lítil tveggja ára telpa. Hún rétti út hendurnar og hrópaði: „Pabbi! Pabbi!“ Það var konan hans, sem hafði drukkið og drukkið og ekki gætt hófs. „Heimskinginn þinn,“ hrópaði maður- inn, „gaztu ekki drukkið tvo sopa í viðbót, þá værir þú ófætt barn.“ Úr íslenzkum fornsögum: Auðunar þáttur vestfirzka Hann kemur á fund ármanns Sveins konungs, þess er Áki hét, og bað hann vista nokkurra bæði fyrir sig og dýrið — „ég ætla,“ segir hann, „að gefa Sveini konungi dýrið.“ Áki lézt selja mundu honum vistir ef hann vildi. Auðunn kveðst ekki til hafa fyrir að gefa — „en ég vildi þó,“ segir hann, „að þetta kæmist til leiðar, að ég mætti dýrið færa konungi.“ „Ég mun fá þér vistir, sem þið þurfið til konungs fundar, en þar í móti vil ég eiga hálft dýrið, og máttu á það líta, að dýrið mun deyja fyrir þér þars þið þurfið vistir miklar, en fé sé farið, og er búið við, að þú hafir þá ekki dýrsins." Og er hann lítur á þetta, sýnist honum nokkuð eftir, sem ármaðurinn mælti fyrir honum, og sættast þeir á þetta að hann selur Áka hálft dýrið og skal kon- ungur síðan meta allt saman. Skulu þeira fara báðir nú á fund konungs og svo gera þeir, fara nú báðir á fund konungs og stóðu fyrir borðinu. MORÖ-dN xafpinu Já, en þú sagðir I bréfinu, að þú vildir óska þess, að ég væri komin! Blessaður komdu inn. Eg er viss um að pabbi mun kunna mjög vel við þig. Kvikmyndahandrit að morði Eftir Lillian O'Donnell Þýðandi Jóhanna Kristjónsdóttir. ° 42 neitaði enn að Irúa þvi að ungfrú Shau hefði rejnt að miida sárs- aukann vegna framkomu Dorfs með áfengisneyzlu. Enda þótt hún hafði verið nijög miður sín og sfolt hennar sært koin það ekki heini og saman við þá niynd sem hann hafði smám sanian gert sér af þessari viljasterku stúlku. Knda þótt hún liefði I raun og teru verið áslfangin af Dorf og hversu djúp sem vonbrigði hennar höfðu verið þegar hún kom að honum I örmum annarrar konu, hefði hún aldrei látið sér detta í hug að drekka, þegar hún a-tlaði að aka bfl. Og samt sem áður, minnti Dav- id sjálfan sig á — hafði hún síðar farið að neyta áfengis I óhófi... A na-sta blaði f bunkanum voru skilaboð frá skiptihorði sliiðvar- innar. „Einhver herra Ifagen frá Los Angeles hefur reynl að ná sambandi viðyður." I*að var eins gott að Ijúka þ\ í af líka, hugsaði David og hringdi í Hagen. — Hagen. Sælir. Þetta er Link rannsóknarlögreglumaður. — Þiikk fyrir að hringja, sagði hinn hjartanlega. — llvernig gengur? Nokkuð að frétta? —- Jú, þessu niiðar í áttina, svaraði David og einbeitti sér að því að velta fyrir sér hvort rödd Hagens líktist röddinni í síman- um á mánudagskvöldið. Gat þetta verið sama röddin? Ef hann hefði nú breylt henni til da‘mis með því að leggja vasaklút yfir sfintól- ið... — Stórgott, sagði Hagen lirif- inn. — Aslæða fyrir því að ég hringdi til yðar er að mig langar til að biðja um að fá lík Mariettu — Lfkið? — Já. Hvað segið þér um það? Mig langar til að þér sendið Ifkið til Hollyuood og ég a-tla að sjá um að úlförin fari fram með pomp og prakt. — Þér eruð þv í iiiiður einum of seinn, Ilagen. Stjúpfaðir hennar hefur setl fram sams konar ósk. — Watts? Það vottaði fyrir undrun og gremju f röddinni. — En hann hefur aldrei kært sig um hana! Erfitt samkomulag millí þeirra var ein af ástæðunum fyrir því að Marietta fluttist að heiman á sínuni tfma. Og þegar fór að halla undan fa>ti hjá henni, lét fjölsk.vldan hana sigla sinn sjó án þess að lyfta litlafingri. Þér megið alls ekki láta þau fá líkið! þér hljótið að skilja að okkur Kroneberg væri það niikíls virði að gera útför hennar sem vegleg- asta. — fig get ekki tekið neinar ákvarðanír um það, Hagen. Eg ráðlegg yður að hafa samband við fjölskyldu hennar. — Og finnst yður ekki að við eigum kröfu til nokkurrar tillits- semi, þegar haft er f huga allt sem við höfum gert fvrir hana, I.ink. Nú gekk fram af David. — Voruð það ekki þér sem stað- hæfðuð, Hagen, að Marietta Shaw hefði gefið meira en hún þáði? Ef einhvers staðar hallaðist á, væri það að mjnnsta kosti ekki HÚN sem skuldaði neinum neitt? — Jú, og ég stend við það. En ég á við það sem gerðist síðar — cftir síysið og hún hafði farið frá Hollywood og hafði mistekizt í Broadway-leikritinu. Hahlið þér virkilega að ég hafi brugðizt henni þá? Ekki eina einustu sek- úndu? Ég vissi alltaf hvernig ástatt var fyrir henni og ntissli aldrci sjónar á henni. ()g þegar hún tók sig á og fór að vinna sig upp var ég reiðubúinn að styðja hana. David sem hafði hlustað með öðru eyranu rcisti sig nú skyndi- lega upp í stólnum. — Hvað f fjáranum eruð þér Ntf að fara? — Um hlutverkið sem hún fékk nýlega. Eg segi ekki að hún hafði ekki fengið það vegna eigin verð- leika, en ég verð að taka fram að ég ruddi dálftið brautina fyrir henni. Ég talaði við leikstjórann —- sem var mjög áfjáður f að gera ntér greiða — um að hún fengi ta'kifæri til að láta hann prófa sig. Ég þagði yfir þvf hver hún va'ri og reyndi ekki belnlfnis að fá hann til að ráða hana, það var ekki nauðsynlegt. Hún sló í gegn strax. En ég tr.vggði að minnsta kosti að hún fengi sitt tækifæri þegar ég þóttist vita að hún væri reiðuhúin. — Þetta var sem sagt allt undir- búið fyrirfram? — AIIs ekki... engan veginn. — Hvernig gátuð þér verið svona vissir um að hún myndi koma til leiks? David fann til nagandi bei/kju fyrir hönd dánu konunnar, þess- arar sjálfsta*ðu og viljasterku konu, sem hafði barizt af öllum mætti til áð spjara sig á eigin spýtur. — Ég reyndi að koma á fram- færi smáauglýsingum á leikhús- sfðum blaóanna og víðar um að reyna ættí leikara í hlutverkið og það vantaði sérstaka leikkonu f þetta hlutverk. Ef hún væri ákveðin f að reyna gáfum við henni þarna möguleika á að gera druuma sína að veruleika. — Þér voruð sem sé mjög áfjáður f að hún sneri aftur til leikhússins? — Okkur langaði aðeins að hjálpa henni aftur inn f hennar rétta umhverfi. — Þér biðuð satt að segja undralengi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.