Morgunblaðið - 10.09.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.09.1975, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1975 Elías Eyjólfsson kennarí—Minning Að morgni mánudags hinn 1. september síðastliðinn andaðist Elías Eyjólfsson kennari að heimili sinu á Sólvallagötu 5 í Reykjavík. Hann var jarðsettur frá Dómkirkjunni þann 8. sama mánaðar. Elias Eyjólfsson var fæddur á Efri-Steinsmýri í Meðallandi 25. nóvember 1887. Foreldrar hans voru hjónin Eyjólfur Pálsson, Arnardrangi í Landbroti, og Ingi- björg Guðmundsdóttir á Efri- Steinsmýri. Elías ólst upp og starfaði hjá foreldrum sinum á Efri-Steinsmýri fram undir tvítugt og naut þar þeirrar fræðslu, sem þá var ætlast til að heimilin gætu annast, þ.e. í kristnum fræðum, lestri skrift og reikningi. Sóknarpresturinn átti svo að athuga kunnáttu barnanna i húsvitjunarferðum sinum ár hvert. Um þessar mundir voru ekki komin almenn fræðslulög eða skyldunámsskólar í sveitum hér á landi. Um slíkt var vart að ræða fyrr en með setningu fræðslulaganna frá 1907. Þá var Elías Eyjólfsson tvitugur. Á Steinsmýrarbæjunum — sem um þessar mundir voru víst 4, en nú aðeins 1 — var víðsýni mikið, þ.e. allt vestan frá Mýrdalsjökli og austur á Öræfajökul. Síðufjöll- in og afréttarlönd tengdu saman fyrrnefnda jökla i norðri en stutt var til sjávar sunnan Meðallands. Þar var brimasamt, einkum að vetrarlagi. I framangreindu umhverfi ólst Elias Eyjólfsson upp, yngstur af 7 systkinum, Heimilisástæður munu hafa verið allgóðar miðað við það er þá gerðist. Hið stór- brotna umhverfi og fróðleikslöng- un Elíasar mun hafa átt sinn þátt í því, að um tvítugsaldur hleypti hann heimdraganum og fór þá fyrst til Víkur I Mýrdal bæði til starfa og náms. Flensborgarskólinn í Hafnar- firði hafði allt frá stofnun hans sem gagnfræðaskóla 1882 verið athvarf margra unglinga, sem löngun höfðu til náms, en litil fjárráð. Og til þess að ná þvi tak- marki munu allmargir unglingar úr sveit hafa farið í vinnu- mennsku eða kaupavinnu, og komist þannig i skólann eftir að hafa sparað saman nokkru fé til skólanámsins eða fengið fé að láni sem e.t.v. þyrfti að greiða með sumarvinnu á næsta eða næstu árum. Þessa leið fór Elías Eyjólfs- son, eins og svo margir jafnaldrar hans höfðu og hafa gert við svip- aðar aðstæður. Hann fór i Flens- borgarskólann og nam þar í eitt ár (1913—14). Svo fór hann í Kennaraskóla Islands og lauk þar kennaraprófi vorið 1917. Þar með hafði Elías náð langþráðum áfanga, þ.e. að búa sig undir starf sem honum var hugstætt og verða mátti til þess, að hann gæti leið- beint öðrum, sem vildu auka þekkingu sina og skilning á því er gæti orðið þeim til gagns og ánægju. Elías þekkti af eigin raun, hverju hlýlegar leiðbeining- ar góðra og velviljaðra fræðara gátu komið til leiðar. Haustið 1917—20 var Elías Eyjólfsson farkennari í Hörgs- landshreppi í V-Skaftafellssýslu. Hugarfarogreynsla Elíasargerðu honum auðvelt að verða nemend- t Eiginmaður minn, DAGUR JÓNASSON, Litlagerði 10, Reykjavrk lézt á Landspítalanum mánudag- inn 8. september. An a Friðriksdóttir. t Þakka innilega auðsýnda samúð og vináttu við fráfall útför dóttur minnar, ÞÓRU GUÐMUNDSDÓTTUR. Kristfn Vigfúsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda sam- úð og vinarhug við andlát og útför bróður okkar, SIGMUNDAR ÞORKELSSONAR, Hólavegi 6, Sauðárkróki. Systkini og aðrir vinir hins látna. um sínum í Hörgslandshreppi að liði á margvíslegan hátt, bæði sem kennari, fræðari og leiðbeinandi. Velvild hans yfirlætisleysi og ljúfmennska gerðu honum starfið auðvelt, og nemendur hans — þá og síðar — nutu þess í ríkum mæli. Þótt kennsluár Eliasar Eyjólfs- sonar i Hörgslandshreppi yrðu honum ekki til fjár — fremur en öðrum farkennurum á tslandi í þá daga — urðu þau honum til mikillar gæfu. Hann kynntist þarna einni af heimasætunum á Hörgslandi, Þuríði, dóttur Páls Stefánssonar bónda þar og Halldóru Einarsdóttur. Þau kynni urðu til þess að þau Elias og Þuríður ákváðu að ganga í heilagt hjónaband. En að athuguðu máli komust þau að þeirri niðurstöðu, að vart mundi verða vænlegt fyrir Elías að stunda kennslustörf og annast heimili með þeim kjörum sem farkennarar fengu 'þá. Þau Elías og Þuríður tóku því það ráð að flytjast til Reykjavíkur haustið 1920 og freista þar gæfunnar. Það var ekki hlaupið að því að fá leigða íbúð i Reykjavik um þessar mundir. Þó voru ekki gerðar miklar kröfur í þeim efnum, en þó a.m.k. eitt herbergi með aðgangi að eldhúsi. Þau hjónaleysin gátu ekki fengið við- unandi íbúð fyrr en vorið 1921 og þá giftu þau sig, þ.e. hinn 11. júní 1921. Þegar Elías Eyjólfsson flutti til Reykjavikur var aðeins einn barnaskóli i bænum — að frátöld- um Landakotsskólanum — og börn voru skólaskyld 10—14 ára gömul. Þess var því vart að vænta, að Elias gæti fengið kennarastöðu við barnaskólann á næstunni, því að margir eldri og reyndari kennarar sóttu um þær fáu stöður sem kostur var á ár hvert. Flestir, sem leituðu eftir kennslu í Reykjavík, urðu því að sætta sig fyrst við stundakennslu jafnvel í fáein ár. En þau Elías og Þuríður lögðu ekki árar í bát. Nei, síður en svo. Fyrstu árin var Elías við verzlunarstörf I Reykjavík, en tók einnig að sér forfallakennslu, þegar færi gafst, á vegum barna- skólans f Reykjavík og Ieiðbeindi stundum börnum innan skólaald- urs. Og Þuríður stundaði fisk- vinnu og ýmis önnur störf, dugnaði hennar — þá og siðar — var við brugðið. En haustið 1924 varð Elias fastráðinn stunda- kennari við barnaskólann og nokkru siðar var hann skipaður kennari við skólann. Þar kenndi hann svo þar til hann hætti störf- um fyrir aldurs sakir. Öll sín störf annaðist Elías með árvekni og frábærri samvisku- semi. Ég ræði ekki nánari um störf hans í þágu barnaskóla Reykjavíkur, því að mér er kunnugt um, að samverkamaður hans öll árin við barnaskólann við_ Tjörnina, mun gera það. Hér hef ég greint frá nokkrum atriðum úr ævisögu Elíasar Eyjólfssonar. Það má segja að a.m.k. sum þessara atriða gefi að nokkru leyti til kynna hvernig aðstaða fólks í sveitum hafi verið til náms, skólagöngu og kennslu á uppvaxtarárum Elísar. Þar var um aðstöðu að ræða sem vart þekkist lengur hér á landi. Það hefur vakið athygli mína hve Elías Eyjólfsson leit raunsæjum augum á hin breyttu viðhorf í skóla- og uppeldismálum þjóðar- innar frá þvi að hann var sjálfur ungiingur. Hann mundi sjálfur vel tvenna tímana. Þeir faðir minn, Elías Bjarna- son og Elías Eyjólfsson voru um áratuga skeið samstarfsmenn í Miðbæjarbarnaskólanum. Þá voru þeir og fjölskyldur þeirra, sambýlismenn um árabil á Sól- vallagötu 5. Við þessi kynni og samskipti sköpuðust farsæl tengsl og fölskvalaus vinátta milli þessara fjölskyldna; sem hefur haldist óbreytt, þótt nokkrir hinna eldri sambýlinga á Sólvalla- götunni hafi horfið af sjónar- sviðinu. Við sem eftir lifum, þökku samfylgdina. Þau Elías og Þuríður eignuðust tvær dætur, Halldóru, f. 16. júlí 1925, sem gift er Jóni Dan ríkisfé- hirði, og Ingibjörgu f. 25. nóv. 1926, og er hún gift Gunnari Run- ólfssyni rafvirkjameistara i Reykjavík. Barnabörnin eru 8 og 5 barnabarnabörn voru afa sínum og ömmu til gleði og ánægju. Siðustu æviárin átti Elías við nokkra vanheilsu að stríða. En hann var þó lengst af á faralds- fæti, einkum í Miðbænum. Hann iðkaði göngur og lá þá leið hans sem næst daglega fram hjá Mið- bæjarskólanum, því að sú stofnun var honum kær. Fótavist Elíasar utan húss lauk að mestu leyti eftir síðustu páska, en innan húss hafði hann fótavist sem næst dag- lega allt til síðustu stundar. Kona Eliasar var svo að segja öllum stundum heima hjá honum, eftir að útivist hans hætti, en auk þess naut hann og gladdist við heim- sóknir barna sinna, eldri sem yngri. Það verður ekki annað sagt en að ævikvöld Elíasar Eyjólfssonar hafi orðið farsælt. Hann naut um- önnunar elskulegrar konu sinnar og ástvina svo að segja til síðustu stundar, og andleg orka hans var lítt skert. Hann sofnaði, að venju um sólarlag, hinn 31. ágúst, en um sólarupprás daginn eftir andaðist hann. Þá má því með sanni segja, að Elías Eyjólfsson hafi lifað og dáið í friði og sátt við Guð og menn. Og hann var þakklátur ást- vinum sínum fyrir samfylgdina hérna megin grafar. Eiginkona Eliasar, börn þeirra og tengdabörn svo og aðrir ást- vinir og heimilisvinir sakna góðs vinar, þegar Elias Eyjólfsson er nú fallinn frá. Hinsvegar munu þeir hinir sömu aðilar þakka for- sjóninni fyrir það, hvað ævikvöld hans varð fagurt og milt, og að þvi lauk á heimili því, er hann unni svo mjög þau nærfellt 50 ár, sem hann bjó á Sólvallagötu 5. Helgi Eliassoa Elías Eyjólfsson kennari, einn af minum gömlu samstarfs- mönnum í Miðbæjarskólanum, er horfinn af sjónarsviðinu. Um leið og ég minnist hans, kemur mér ósjálfrátt I hug nafni hans og frændi, Elias Bjarnason yfir- kennari, sem f áratugi starfaði við skólann. Þeir voru alltaf nátengd- ir í huga mínum og um margt líkir. Báðir hæglátir drengskapar- menn, sem allir virtu. Elías Eyjólfsson lauk kennara- prófi 1917. Næstu þrjú árin var hann kennari í Hörgslandshreppi í Vestur-Skaftafellssýslu, þá fluttist hann til Reykjavikur ^g stundaði verslunarstörf næstu ar. Elías hafði ætið haft áhuga á að gera kennslu að ævistarfi og haustið 1924 varð hann kennari við Miðbæjarskólann, og þar starfaði hann upp frá þvf. I nokkur ár varð hann að sæta þvi að vera stundakennari, því að fastar stöður Iágu þá ekki á lausu. Fyrstu árin kenndi hann inni i Sogamýri, en þar var þá útibú frá Miðbæjarskólanum. Þar innfrá hafði þá byggð aukist nokkuð og ekki þótti fært vegna fjarlægðar að láta börnin sækja skóla niður í bæ. Ekki var fengist um það, þótt kennarinn yrði að fara fótgang- andi langa leið á skólastað í hvaða veðri sem var. Skóla þessum svipaöi til farskóla bæði um allan aðbúnað og að nemendur úr öllum aldursflokkum voru saman í kennslustundum, hlaut slikt að valda kennaranum mjög auknu erfiði. Ekki minnist ég þess, að ég heyrði Elías kvarta, þótt hann yrði að búa við verri og erfiðari skilyrði en við sem kenndum i skólahúsinu við Tjörnina. Það var fjarri skapferli hans að fjasa um þau störf sem honum voru falin. Hann lagði sig ætíð fram um að Ieysa þau sem best af hendi. Elfas var mjög samviskusamur kennari, stundvís og Ijúfur í framkomu við nemendur. Hann ávann sér þvf þakklæti og vin- sældir meðal þeirra. Af sam- kennurum var hann vel metinn og virtur vegna einstakrar ljúf- mennsku í allri umgengni. Elías var hávaðalaus maður og hlédrægur. Það var mjög fjarri honum að trana sér fram eða sækjast eftir vegtyllum. Ætið var hann glaður í viðmóti og góðlátleg glettni var honum eðlislaeg. Vel var hann greindur og hafði yndi af lestri góðra bóka, einkum um þjóðleg fræði og andleg mál. Fyrir utan kennslustarfið var Framhald á bls. 23 t Faðir okkar, SÓFUS GJÖVERAA, frá Neskaupstað, verður jarðsettur frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 1 1. þ m. kl. 13.30. Börnin. t Litla dóttir okkar, HELEN, sem andaðist 5 september á Barnaspítala Hringsins verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 1 1 september kl 9,30. Guðmundur Jónasson og Yvonne Nielsen. t Móðir okkar JÓHANNA KALDALÓNS lézt I Borgarspltalanum 8 september Ester Kaldalóns, Erla Njarðvik. t Móðir okkar LAUFEY EINARSDÓTTIR, Snorrabraut 34 lést að Elliheimilinu Grund mánudaginn 8. september Jarðarförin auglýst siðar Björg Finnbogadóttir, Þorbjörn Finnbogason Hrafnkell Finnbogason Danival Finnbogason. t Þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför, hjartkærs eiginmanns mfns og föður, ÁRMANNS guðfreðssonar, Kleppsvegi 120, Anna Einarsdóttir, Svavar Ármannsson. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og einlægan vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR HRÓBJARTSSONAR frá Landlyst í Veslmannaeyjum. Guð blessi ykkur öll Þórhildur Guðnadóttir Guðrún Guðmundsdóttir, Halldóra Guðmundsdóttir Helena Guðmundsdóttir Konráð Guðmundsson Sesselja Guðmundsdóttir Lárus Guðmundsson, Guðni Guðmundsson og barnabörn Olgeir Jóhannsson, Sigtryggur Helgason, Arnar Sigurðsson, Elln Leósdóttir, Reynald Jónsson. Stefanía Snævarr, Elín Heiðberg Lýðsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.