Morgunblaðið - 10.09.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.09.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1975 Söfnun fyrir Lögberg-Heimskringlu: Herzlumun vantar á 2 niilljónir króna LlKUR benda til þess að söfn- unarfé það, sem safnað hefur ver- ið til styrktar vestur-íslenzka biaðinu Lögberg-Heimkringlu nái tveimur milljónum króna. Söfnuninni er enn ekki lokið, en að sögn séra Braga Friðrikssonar vantar aðeins herzlumuninn tii þess að þessari fjárhaeð sé náð. Við vonum að unnt verði að afhenda gjöfina í byrjun október — sagði Bragi, en þá mun hann fara til Winnipeg og verða við- staddur síðustu hátiðahöldin vegna 100 ára búsetu íslendinga í Vesturheimi. I þágu söfnunarinn- ar hafa verið seldir sérstakir veggplattar f áskrift. Bragi sagði að æskilegt væri að menn gæfu í söfnunina fyrir næstu mánaða- mót, ef þeir ætluðu að taka þátt í henni, en gíróreikningur söfnun- arinnar er 71200. Nautakjöt hækkar um 13,67% 1 heildsölu FRAMLEIÐSLURÁÐ Iand- búnaðarins hefur jiú birt nýtt heildsöluverð á nautakjöti. Gildistími þessa verðs er frá 1. september s.i., en verðið tók ekki Reiðhjóli stolið gildi þá, þar sem ákveðið var að seija 200 tonn af ungnautakjöti á niðursettu verði og Iauk þeirri sölu um sfðustu helgi. Með þessu nýja verði hækkar heiidsöluverð á nautakjöti um 13,67%, en ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hver smásöluálagning á þetta nýja verð verður. SKÓLINN BYRJAR — Það er nóg að gera hjá skólakrökkunum um þessar mundir og þessari mynd smelltum við af fyrir utan Skólavörubúðina þar sem ösin var eins og myndin sýnir. Það er líka vissara að ljúka innkaupunum af nú þegar til þess að allt sé til reiðu þegar alvaran er komin í spilið. Það er hins vegar orðið alldýrt, t.d. fyrir menntaskólanemendur, að kaupa allar nauðsynlegar kennslubækur, og er mikið um að bókum sé breytt frá ári til árs. Síldarútvegsnefnd: Rússar krefjast helmings lækkunar á tilboði Islands HORFIÐ hefur reiðhjól úr hús- porti við Barmahlfð 25. Hvarf hjólið um helgina. Er það tveggja ára gamalt, rautt að Iit, en með nokkuð snjáðri málningu. Þeir sem hafa orðið varir við hjólið eru beðnir að hringja í sfma 17532. Mega veiða 120 lestir á viku ISLENZKA rfkisstjórnin hefur enn ekki mótmælt veiðikvóta þeim, sem íslendingum var út- hlutað á sfld i Norðursjónum frá 1. júlí s.l. til áramóta 1976, en það eru 18.900 lestir og þar af megum við veiða 6.300 lestir fram til ára- móta. Ekki er enn vitað með vissu hvort ríkisstjórnin muni mót- mæla þessu, en hins vegar hafa Danir mótmælt og sett sfnar eigin reglur varðandi þessar veiðar. Upphaflega áttu Danir að fá að veiða 69 þús. lestir fram til ára- móta 1976, er nú hafa þeir ákveð- ið að lofa sínum skipum að veiða 45 þús. lestir fram til næstu ára- móta og að Færeyingar megi veiða 8 þúsund lestir. Til þess að þetta magn verði ekki veitt á nokkrum vikum, settu dönsk stjórnvöld ennfremur þær reglur, að hvert einstakt veiðiskip megi ekki koma með nema 3000 kassa (120 tonn) til löndunar í viku hverri. Sættir í máli Tækniskólans FULLTRUAR Tækniskólakenn- ara áttu langa fundi með fulltrú- um fjármála- og menntamála- ráðuneytisins f gær og fram á kvöld og náðust sættir f deilu þeirri sem stóð yfir. Um kl. 23 f gærkvöldi tjáði Ölafur Jens Pétursson Morgunblaðinu f við- tali, að sættir hefðu náðst, því búið væri að samþykkja sam- komulag á fundi Tækniskóla- kennara, sem stóð yfir f Tækni- skólanum. Samkvæmt þessu nýja heild- söluverði kostar hvert kiló af I. verðflokki nautakjöts, sem er holdanautakjöt, 490 krónur í heil- um og hálfum skrokkum, en kostaði áður 431 krónur. Aftur- partar í þessum sama verðflokki kosta 651 krónur hvert kíló og frampartar 367 krónur. Sá verð- flokkur, sem mest er keyptur, er III. flokkur, en hvert kíló af hon- um í heilum og hálfum skrokkum kostar samkvæmt nýja verði 430 krónur en kostaði áður 378 krón- ur. Hvert kíló af afturpörtum í þessum verðflokki kostar 571 krónu, en kílóið af frampörtum 322 krónur. LOÐNUSKIPIN, sem fylgja bræðsluskipinu Norglobal, hafa lftið fengið sfðustu daga. Fyrst var bræla í þrjá daga og eftir hana þétti loðnan sig ekki á ný og íslandssag- an selst vel ISLANDSSÖGUÚTGÁFA Hins íslenska bókmenntafélags og Sögufélagsins hefur verið tekið vel og að sögn Sverris Kristins- sonar hefur sala gengið vel. I. bindið kom út í des. s.l. og 2. bindið í febr. s.l., en reiknað er með að sagan verði gefin út í 7 bindum. Til félagsmanna kostar bókin 2880 kr., en annars 3600 kr. Þá er á boðstólnum sérstök hátíðarút- gáfa, prentuð á sérstakan pappír og bundin inn í geitaskinn, núm- eruð í 1100 eintökum ög árituð af höfundum, formanni þjóðhátíðar- nefndar og framkvæmdastjóra. Kostar þessi hátíðarútgáfa um 12.000 kr. EINS og kunnugt er af fréttum hafa samningaumleitanir um sölu á saltaðri sfld staðið f nokk- urn tfma, án árangurs. I fréttatil- kynningu, sem Morgunblaðinu barst f gær frá SÍIdarútvegs- nefnd, segir m.a., að Sovétmenn gengur nú mjög erfiðlega að ná henni vegna þess hve dreifð hún er. Loftskeytamaðurinn á Nor- global sagði, þegar Morgunblaðið hafði samband við hann f gær, að skipin væru nú stödd að 74. gr. n.br. og 29. a.lgd. og á þessum slóðum væri fjöldi norska loðnu- skipa og einnig sovézkra. Hann sagði, að Sigurður væri nú kominn með 5266 lestir, Börk- ur 5234 lestir og Guðmundur 5639 Iestir. Krúnborg frá Færeyjum hefur fengið 5866 lestir og Sól- borg 3450 lestir. ÞEGAR búið var að dæla um 30 tonnum af leir niður f nýju bor- holuna við Kröflu í gær, gaus hafi tilkynnt að þeir óski ekki eftir frekari viðræðum, nema þvf verði lýst yfir áður en viðræður hefjast, að fallizt verði á helmingi lægra verð fyrir sfldina. Hins veg- ar er gert ráð fyrir að viðræður hefjist við Svfa í næstu viku. Fréttatilkynning Síldarútvegs- nefndar er svohljóðandi: „Samningaumleitanir um sölu á saltaðri Suðurlandssfld hafa stað- ið yfir allt frá þeim tíma, er Ijóst varð, að sfldveiðar í herpinót yrðu leyfðar á komandi hausti. Engir sölusamningar hafa þó ennþá ver- ið gerðir þar sem kaupendur í ýmsum löndum hafa neitað að fallast á verðkröfur og ýmsa skil- mála Síldarútvegsnefndar. Kaupendur í helztu markaðs- löndunum hafa fengið tilboð frá öðrum framleiðslulöndum salt- sfldar á langtum lægra verði en Síldarútvegsnefnd getur sætt sig við. Svo sem kunnugt er hafa Sví- þjóð og Sovétríkin verið stærstu markaðslönd íslenzkrar saltsíldar. Gert er ráð fyrir að nýjar viðræð- ur hefjist við Svía í naðstu viku en Sovétmenn hafa tilkynnt Síldar- útvegsnefnd og sendiráði Islands holan skyndilega og reif megin- hluta leirsins upp úr holunni af allt að 700 m dýpi. I holunni, sem er 2000 m djúp hefur mæizt 310 stiga heitt vatn og er það heitasta vatn sem mælzt hefur f borholu hér á landi. Borun var lokið þegar holan gaus, en verið var að ganga frá henni, er hið skyndilega gos skemmdi að hluta öryggisventil- inn, sem átti að halda þrýstingn- um f skefjum. Vegna hins mikla hita f holunni stóð vatnssúlan óvenjuhátt f holunni og var þvf reynt að þyngja hana og lækka með leirnum, sem er fluttur inn til landsins sérstaklega f þessum tilgangi. I gærkvöldi hafði Morgunblaðið samband við starfsmenn Orku- stofnunar, sem voru nýkomnir frá Kröflu. Sagði Sigurgeir Ingi- f Moskvu, að þeir séu ekki reiðu- búnir að taka upp viðræður að nýju nema Síldarútvegsnefnd lýsi því yfir áður en viðræður hefjast, að hún sé reiðubúin að fallast á svipað söluveró og Norðmenn o.fl. keppinautar okkar bjóða nú, en það verð segja Sovétmenn vera u.þ.b. helmingi lægra en fram Framhald á bls. 23 Lslenzka gnllmynt- in heldur verði Heimsmarkaðsverð á gulli hefur lækkað nokkuð að undanförnu og í tilefni þess spurðist Morgun- blaðið fyrir um það hjá Frí- merkjamiðstöðinni hvort Þjóðhá- tíðarmyntin og Jóns Sigurðssonar myntin lækkaði eitthvað f sölu vegna þessa ástands. Haraldur Sæmundsson hjá Frímerkjamið- stöðinni sagði að mynt sem væri seld yfir gengi á gulli lækkaði ekki, en hins vegar væri það van- inn að sala á slíkri mynt stöðvað- ist um einhvern tíma, en umrædd- ar íslenzka myntir kvað hann ekki lækka. mundarson starfsmaður Orku- stofnunar að borinn hefði alveg horfið um tfma f mekkinum frá holunni en með varaöryggisloka var unnt að hafa hemil að þrýst- ingnum úr holunni að mestu, þannig að í gærkvöldi hafði upp- streymið úr holunni minnkað mjög. Við athugun Orkustofn- unarmanna kom í ljós að borinn Framhald á bls. 23 r IBV meistari í 2. flokki VESTMANNAEYINGAR sigruðu Hauka 3:0 í úrslitaleik Islands- móts 2. flokks í knattspyrnu I gærkvöldi. Leikið var á Melavell- inu, og var staðan í hálfelik 0:0. A villiminkaveiðum í heimahúsi á Króknum Húsmóðir á Sauðár- króki, f húsi einu við Sæmundargötu, varð sfðdegis í gær vör við að ókennilegt kvikindi var komið inn f hús hennar. Attaði hún sig ekki strax á því hverrar ætt- ar kvikindið var, en mikill eltingarleikur hófst við dýrið f húsinu. Barst leikurinn f stofu hússins og þar sá hús- móðirin að um vígaleg- an mink var að ræða. Brá hún sér þá fram f eldhús og vopnaðist eld- hússópnum. Með kúst- inn f bardagastöðu réð- st hún sfðan á móti villiminknum og banaði honum um sfðir með rothöggi f stofugluggan- um bak við gluggagar- dfnurnar. Var þetta snarlega gert hjá hús- móðurinni, enda hús- mæður þar vanar að taka til höndunum, þeg- ar á þarf að halda. Eftir á, þegar að var gáð, reyndist hér um að ræða útlifaðan fullvax- inn karlmink, Ijósbrún- an að lit. Loðnan í Barents- hafi mjög dreifð Kröfluholan skilaði 30 tonnum af leir í óvæntu gosi Einhver töf vegna óhapps við heitustu borholu landsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.