Morgunblaðið - 27.09.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1975
5
Lagarfljótsvirkjun:
EFTIR margra ára bið Austfirð-
inga var Lagarfljótsvirkjun form-
lega tekin í notkun f fyrradag, en
upphaflega var gert ráð fyrir, að
virkjunin tæki til starfa haustið
1974, en af því varð ekki vegna
ýmissa tafa á virkjunarfram-
kvæmdunum, aðallega vegna
seinkunar á afhendingu tækja-
búnaðar og sfðar galla, sem komu
fram á vélum frá Skodaexport.
Fjölmargir gestir voru viðstaddir
er Gunnar Thoroddsen, orku-
málaráðherra, lét ræsa vélar
virkjunarinnar frá Grfmsá, en
þaðan á að fjarstýra virkjuninni.
Meðal gesta má nefna flesta þing-
menn Austurlandskjördæmis og
ýmsa framámenn Rafmagns-
veitna rfkisins.
Rennsli í Lagarfljóti var frekar
lítið þegar vélarnar voru settar af
stað, en þó náðist fljótlega um 7
mw orka. Rennsli í fljótinu er
mjög mismunandi og dettur það
ávallt niður í fyrstu frostum en
jafnar sig síðan. Mesta mælt
rennsli í Lagarfljóti er 850 sek-
úndulítrar, en minnsta rennsli
niðri við foss er 4 sekúndulitrar.
Lagarfljót er mjög falllítið og
vatnsborð Lagarins er við venju-
legt sumarrennsli að meðaltali
um 20,4 m yfir sjávarmál. Um 20
km norðan við Lagarfljótsbrú er
Steinsvaðsflói í Fljótinu. Er
venjulegt sumarvatnsborð hans í
um 18,5 m hæð yfir sjávarmáli.
Síðan fellur fljótið þröngt út úr
Steinsvaðsflóa og er Lagarfoss
neðst í þrengslunum.
Við gerð virkjunarinnar var
Lagarfljót stíflað með jarðefna-
stíflu efst í þrengslunum ofan við
Lagarfoss. Er stíflan um 100
metra löng og mesta hæð hennar
um 10 metrar.
Stöðvarhúsið er úr steinsteypu,
alls fjórar hæðir, og er flatarmál
hvers vélasalar 22 fermetrar, en
heildarhæð hússins er 26 metrar.
öllum venjulegum rafbúnaði er
komið fyrir í hinum ýmsu vistar-
verum þess, og sambyggt við véla-
Hér getur að Ifta hvernig aðalvél
virkjunarinnar Iftur út. Þessi
túrbfna var smfðuð til reynslu og
túrbfna virkjunarinnar er smfðuð
eftir þessari.
salinn er tvfhæða hús. A neðri
hæð þess er stjórnklefi virkjunar-
innar en á efri hæðinni er vistar-
vera þeirra sem við virkjunina
starfa í það og það sinnið.
Samhliða virkjuninni var gerð-
ur fiskvegur og við venjulegt
sumarvatn í Lagarfljóti er vatns-
borðsmunur undir- og yfirvatns
um 16 metrar. Hólfin f fiskvegin-
um eru 29 talsins og eru þau
mislöng og lengri eftir því sem
ofar dregur, en alls er fiskvegur-
'inn um 500 metra langur. Er þetta
í fyrsta skipti, sem fiskvegur eí
byggður jafnhliöa virkjun og er
talinn vera hluti af framkvæmd-
um. Rafmagnsveitur rikisins sáu
algjörlega um gerð vegarins og í
vetur verður settur upp laxa-
teljari á vegum Rafmagnsveitn-
anna, þannig að hægt verði að
fylgjast með fjölda þeirra fiska er
upp ganga. Munu rafmagnsveit-
urnar sjá algjörlega um þetta
mannvirki í framtíðinni.
Eins og er, er Lagarfljötsvirkj-
un rekin næstum sem miðlunar-
laus rennslisvirkjun. En ráðgert
er að setja lokur í flóðgáttir, enda
er ísetning þeirra skilyrði þess, að
um rekstraröryggi verði að ræða
að vetri til. Þegar lokurnar hafa
verið settar í gáttirnar og vatns-
borði haldið í um 20,5 metra hæð
yfir sjávarmáli, ofan virkjunar að
hausti, fæst um 50 gígalítra miðl-
un. Orkuframleiðsla gæti þá orðið
um 50 gwh. á ári.
í ræðu, sem Valgarð Thorodd-
Gunnar Thoroddsen, orkumála-
ráðherra, biður um að vélar Lag-
arfljótsvirkjunar verði ræstar.
sen, rafmagnsveitustjóri ríkisins,
hélt í hófi á Egilsstöðum eftir að
virkjunin hafði verið sett í gang,
sagði hann, að dísilstöðvar á
Austurlandi öllu myndu nú vera
um 15000 kw. Mjög litið yrði hægt
að taka úr notkun af þessum
stöðvum, vegna öryggis, og einnig
er það að samtengt svæði á Aust-
urlandi nær ekki enn til Vopna-
fjarðar og Hornafjarðar. Hins
vegar yrði með tilkomu virkjunar-
innar lítil framleiðsla f öllum
stöðvunum, en á Austurlandi nam
sá kostnaður 112 millj. kr. í fyrra.
Samkvæmt reikningum, sem
fyrir liggja, mun fjárfesting í raf-
orkukerfum Austurlands hafa á
undanförnum árum numið 1500
millj. kr. en flutt til verðlags í dag
um 2300 millj. kr.
Þá sagði Valgarð, að á s.l. ári
hefði orkuvinnsla i vatnsaflstöðv-
um Austurlands numið 31 millj.
kwst. og í dísilvélum 26 millj.
Stöðvarhúsið og háspennuvirkið. Ljósm. Mbl.: Þórleifur Ól.
Olíusparnaðurinn gæti
numið
kwst. Kostnaður við virkjunina
næmi nú 860 millj. kr. og árlegur
reksturskostnaður, aðallega fjár-
magnskostnaður, teldist um 112
millj. kr. Ef framleiða þyrfti þær
50 milljónir kwst., sem hægt væri
að fá út úr virkjuninni, í disilvél-
um myndi olfukostnaðurinn einn
nema 425 millj. króna.
Þannig reikn^ð sparnaði
virkjunin 425 — 112 = 313 millj.
kr. á ári. 1 raun liti dæmið nokkuð
öðruvísi út. Tæplega væri hægt að
búast við, að full vinnslugeta yrði
hagnýtt strax og vinnsla Lagar-
foss yrði vart meiri en 30 milljón-
ir kwst. fyrsta árið við hlið
Grimsárvirkjunar. Olia til að
framleiða þá orku kostaði nú 225
millj. kr.
Margir tóku til máls í hófinu á
Egilsstöðum og voru allir sam-
mála um, að virkjunin teldist mik-
ið framfaraspor fyrir Austfirð-
inga, sem hafa átt við mikla erfið-
leika að strfða undanfarin ár.
JÚDAS
Borg,
Grímsnesl
JUDAS, BEZTA HUOMSVEIT ISLANDS,
MUN GERA ALLT VITLAUST í KVÖLD.
MISSIÐ EKKI AF BEZTA BALLI VIKUNNAR.