Morgunblaðið - 27.09.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.09.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1975 Hátíðahöldin voru sl. laugardag I GREIN um náttúrulækninga- hælið í Hveragerði I blaðinu var sagt að sérstakur náttúru- lækningadagur yrði I heilsuhæl- inu í Hveragerði n.k. laugardag. Þetta er ekki rétt, hátíðahöldin í heilsuhælinu voru s.l. laugardag, en þá voru liðin 105 ár frá fæð- ingu Jónasar Kristjánsson- ar læknis. — Ákvörðun Framhald af bls. 1 ólgu innan spænsku lögreglunn- ar, sem verið hefur stoð og stytta stjórnarinnar. Mótmælum hefur rignt yfir Spánarstjórn sfðustu daga, dauðadómarnir fordæmdir . og hún hvött til að breyta þeim Meðal þeirra sem í dag sendu stjórninni slfkar mótmælaorð- sendingar voru Kurt Waldheim framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Gaston Thorne, forseti allsherjarþingsins, Páll páfi, Evr- ópuþingið I Luxemburg, fundur 15 landa þings Atlantshafsbanda- lagsins I Kaupmannahöfn og landstjórn brezka Verkamanna- flokksins. T.d. hvatti Evrópuþing- ið aðildarlönd Efnahagsbanda- lagsins að halda sambandinu við Spán I lágmarki unz „fullu frelsi og lýðræði“ hefði verið komið á I landinu. Þá sendi aðalritari áhrifarfkasta verkalýðssambanda Evrópu, Alþjóðasambands frjálsra verkalýðssamtaka (ICFTU) Franco persónulegt skeyti þar sem hann varar við þvl að aftökurnar muni auka á of- beldishættuna á Spáni. I yfirlýsingu spænsku stjórnar- innar segir að hinir dauðadæmdu séu tveir skæruliðar úr hópi Baksa, Juan Paredes Manotas, 21 árs, og Angel Otaegui, 33 ára, og þríf félagar í byltingarfylkingu maóista gegn fasisma, FRAP, Jose Humberto Baena Alonsa, 23 ára, Jose Sollaso, 21 árs og Ramson Garcia Sanz 21 árs. Allir hafa þeir lýst sakleysk-sínu af ákæruatriðum og sagzt hafa gefið falskar játningar eftir pyndingar. Aðeins 6 manns hafa verið teknir af lífi á Spáni á síðustu 12 árum. Stjórn Francos hefur orðið fyrir feikilegum þrýstingi erlend- is frá að undanförnu og hefur mál þetta valdið alvarlegustu stjórn- málakreppu f landinu siðan 1970. Pólitískar heimildir hermdu í kvöld, að 4—8 ráðherrar stjórnar- innar hefðu verið á móti aftökun- um, en talsmaður hennar kvað þetta lygi eina og ákvörðunin hefði verið tekin einróma. Spán- verjar sjálfir tóku þessu almennt með ró að því er séð varð, en f Baskabæ einum var farin þögul mótmælaganga 5000 manna. — Rjómi Framhald af bls. 3 Aðspurður um þennan mikla samdrátt taldi Pétur að ástæðan væri fyrst og fremst vætutíðin, sem ríkt hefur á Suður- og Vest- urlandi f sumar. Ekki er vitað hvort bændur fækka eitthvað nautgripum í haust en ljóst er að hin lélegu hey bænda koma í veg fyrir að um verði að ræða fram- leiðsluaukningu mjólkur í vetur. — Portúgal Framhald af bls. hreinsana hægri manna innan hersins. Annað merki um vaxandi ólgu innan hersins var ólöglegur flutningur 1000 rifla úr birgðum hersins til borgaralegra öfgahópa. Alvaro Cunhal, formaður Kommúnistaflokksins, var í dag að undirbúa flokksfuftd í Oporto, en slíkum fundi var aflýst í ágúst s.l. og rann hann út í sandinn vegna ofbeldishótana andkomm- únista. Var f dag dreift flugritum f borginni þar sem fðlk var hvatt til að sýna Cunhal og flokks- brærðum hans í tvo heimana. I dag birti Reuter-fréttastofan skrifleg svör Cunhals við nokkr- um spurningum fréttastofunnar og þar segir hann m.a. að vestur- evrópskt þingræði sé „óhentugt" í Portúgal. Hann segir ennfremur, að flokkur sinn hafi ekki enn á- kveðið með hvaða skilyrðum hann muni geta starfað innan nýju stjórnarinnar. — Spassky Framhald af bls. 1 hyggju að búa í Moskvu, þar sem Stcherbatcheff starfar við franska sendiráðió. Það var ein- mitt starf hennar og dvalarleyfi, sem sovézk stjórnvöld virtust ætla að reyna að beita til þess að koma í veg fyrir giftinguna fyrir skömmu. Hún sagðist í kvöld von- ast til að geta starfað áfram við sendiráðið. — 200 mílur Framhald af bls. 1 in samþykkti' á sfðasta þingi en ekki náði að verða að lögum. Frumvarpið, sem samþykkt var f gær, fer nú til meðferðar f öidungadeildinni. Það gerir ráð fyrir forréttind- um bandarískra veiðiskipa innan 200 mílnanna, en erlend skip fá svo það, sem þau bandarísku geta ekki annað. Bandarískir sjómenn hafa árum saman kvartað yfir ásókn stórra erlendra fiskveiði- flota, einkum frá Sovétrfkjunum og Japan, sem þeir segja að stofni fiskstofnunum þar í hættu. Warren Magnusson, formaður viðskipanefndarinnar, sagði, að frumvarp þetta ætti að geta snúið þessari þróun við. — Eldur Framhald af bls. 32 draga skipið inn til Eskifjarðar. Það er ekki vélvana, en skrúfa þess er úr sambandi, líklegast vegna þess að rafkaplar hafa brunnið. Sjópróf vegna eldsvoðans munu sennilegast fara fram á Eskifirði, er þangað kem- ur. Hólmanes SU-1 er nýlegur skut- togari, tæplega 500 rúmlestir að stærð, smíðaður hjá Vigó- skipasmíðastöðinni á Spáni. Togarinn kom til landsins í febrúarmánuði 1974. Að sögri* Magnúsar Bjarnasonar hefur togarinn fiskað ágætlega það sem af er árinu. — Eldborg Framhald af bls. 32 blaðið í gærkvöldi, að þetta hefði verið sæmileg síld, mestur hlut- inn 30—32 sm Iangur, ein tunna hefði verið af stærðinni 28 sm og 2—3 tunnur 34 og 35 sm. Síldin væri falleg að sjá, og engin smá- síld hefði verið í aflanum. Þá sagði Gunnar, að þeir hefðu fundið litla síld á þessum slóðum í fyrrinótt, síldin væri dreifð yfir stórt svæði. Reknetabátar hefðu lftið, sem ekkert fengið í fyrri- nótt, en þá kom síldin um tíma upp á 20 faðma dýpi en fór svo niður á 50 faðma fljótlega. — En þetta lagast vonandi fljótlega, sagði Gunnar — Borgarráð Framhald af bls. 2 Framsöknarflokksins, benti á þá þróun gjaldskrártaxta Hitaveit- unnar, sem Sigurjón gerði að um- talsefni í sinni bókun. í bókun Kristjáns segir m.a., að þessar miklu hækkanir stafi að nokkru leyti af þeim framkvæmdum og lántökum þeirra vegna, sem verið sé að vinna í nágrannasveitarfé- lögunum og ekki hafi verið gert ráð fyrir þvf í samningum við þessi sveitarfélög, að fjármagna þyrfti framkvæmdirnar með rekstrartekjum Hitaveitunnar og að gjaldskrá þyrfti að hækka svo neinu nemi þeirra vegna. Sagðist hann þeirrar skoðunar, að fjár- magna þyrfti framkvæmdirnar á annan hátt en hækka hitaveitu- gjöld. Björgvin Guðmundsson, á- heyrnarfulltrúi Alþýðuflokksins í borgarráði, lét bóka það eftir sér að hann gæti ekki fallizt á hækk- unina, þar sem gjaldþol Reykvík- inga væri slíkt f dag, að þeir gætu ekki tekið hana á sig. Birgir Isleifur Gunnarsson, borgarstjóri, lét bóka eftir sér: „Þótt gjaldskrá hitaveitu hafi hækkað allmikið að undanförnu, hefur hækkun gjaldskrár ekki haldizt í hendur við hækkun verð- lags að öðru leyti. Afleiðing þess er sú, að ef gjaldskrá verður ekki hækkuð nú, mun Hitaveita Reykjavíkur rekin með tapi næsta ár, þrátt fyrir mun stærri neytendamarkað en verið hefur. Abyrgir borgarfulltrúar geta ekki stefnt fjárhag fyrirtækisins í slík- an voða. Auknar Iántökur munu enn auka á vandann og yrði þá ekki annað til ráða en að greiða taprekstur fyrirtækisins af tekj- um borgarsjóðs." Áður en hækkun þessi kemur til framkvæmda, þarf samþykki ríkisstjórnarinnar á hækkuninni. — Kvennafrí Framhald af bls. 2 einuðu þjóðanna 24. október nk. til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags síns“. Hvers vegna var tillaga sem þessi borin fram og samþykkt á ráðstefnu, þar sem saman voru komnar konur á öllum aldri, úr öllum landsfjórðungum, úr öllum starfsstéttum og úr öllum stjórn- málaflokkum? Ástæðurnar eru margar, en hér eru nokkrar: Vegna þess að vanti starfsmenn til illa launaðra og lítilsmetinna starfa, er auglýst eftir konu. Vegna þess að meðallaun kvenna við verslunar- og skrif- stofustörf eru aðeins 73% af meðallaunum karla við sömu störf. Vegna þess að engin kona á sæti i aðalsamninganefnd Alþýðusam- bands íslands. Vegna þess að mismunur á meðaltekjum verkakvenna og verkakarla er kr. 30.000 á mánuði. Vegna þess að bændakonur eru ekki fullgildir aðilar að sam- tökum stéttar sinnar. Vegna þess að algengt svar er, þegar spurt er um starf konu sem gegnir húsmóðurstarfi: „Hún ger- ir ekki neitt, hún er bara heima." Vegna þess að til eru menn með ákvörðunarvald um stofnun dag- vistarheimila fyrir börn, sem telja þau aðeins til að auka á leti kvenna. Vegna þess að vinnuframlag bændakvenna f búrekstri er met- ið til kr. 175.000 á ári. Vegna þess að kynferði um- sækjanda ræður oft meiru um stöðuveitingu en menntun og hæfni. Vegna þess að fordómar og í sumum tilvikum sjálft mennta- kerfið lokar ýmsum menntaleið- um fyrir stúlkum. Vegna þess að starfsreynsla húsmóður er einskis metin á vinnumarkaði. Sameiginleg niðurstaða er sú, að framlag kvenna til samfélags- ins sé lítils virt. Sýnum okkur sjálfum og öðr- um, hve mikilvægt framlag okkar er, með því að leggja niður vinnu 24. október. Sameinumst um að gera daginn að eftirminnilegum baráttu- og sameiningardegi undir kjörorð- um kvennaárs Sameinuðu þjóð- anna: JAFNRÉTTI — FRAMÞRÓUN — FRIÐUR Framkvæmdanefndin um kvennafrí. — Viðræður Framhald af bls. 32 Efnahagsbandalagstollar lagðir niður. Ráðherrann gaf ekki mikið út á þetta, en svaraði þessu þann- ig, að Þjóðverjar myndu mæta til viðræðnanna með góðu hugarfari. Verð ég að leyfa mér að túlka það þannig, að Þjóðverjar hafi hug á að gera eitthvað af þessu.“ Fundur ráðherranna stóð í klukkustund og ásamt Einari Ágústssyni sátu fundinn Hans G. Andersen, sendiherra, og Hörður Helgason, skrifstofustjóri í utan- rfkisráðuneytinu. Árekstrar á miðunum við ísland komu ekki á dagskrá fundarins, en Einar kvaðst hafa tekið skýrt fram við Genscher, að Islendingar myndu ekki aftur semja við sumar þjóðir Efnahagsbandalagsins þegar aðr- ar hefðu sfðan neitunarvald á gildistöku tollaívilnana innan EBE. Þessu svaraði Genscher ekki beint að sögn Einars, heldur óskaði eftir viðræðum, helzt f október, og þá á ráðherrastigi. Kvað hann vararáðherra sinn mundu verða formann nefndar Þjóðverja. Einar Ágústsson sagði, að hann gæfi nú ríkisstjórninni skýrslu um viðræðurnar við Genscher, svo að unnt yrði að taka ákvörðun um viðræður við Þjóðverja. — Stöðvast Framhald af bls. 32 fólkið að fara fram á samræmingu við sláturhúsið í Borgarnesi en bæði þessi sláturhús eru svo- kölluð keðjuhús. Barði Friðriks- son hjá Vinnuveitendasamband- inu sagði að vinnuveitendur hefðu hins vegar bent á að vinnu- hraði f frystihúsi sláturhússins væri ekki í neinu sambandi við vinnuhraða við slátrun í húsinu, því kjöt kæmi til frystihússins ekki einungis frá þessu eina sláturhúsi. Þá kom fram hjá Barða, að ekki hefur enn verið samið um bónusgreiðslur til starfsfólks frystihúss sláturhúss- ins í Borgarnesi. — Armannsfells- málið Framhald af bls. 32 Hér fara á eftir bókanir þær, sem gerðar voru á borgarráðs- fundi í gær f tilefni þessara mála- loka. Bókun borgarráðsmanna Sjálfstæðisflokksins — ,,Á fundi þ. 19. september s.l. samþykkti borgarráð tillögu Björgvins Guðmundssonar um skipun sérstakrar nefndar til að rannsaka hið svonefnda Ár- mannsfellsmál. I tillögunni var ekki kveðið á um, hvernig nefnd- in skyldi skipuð. Á fundi borgar- ráðs þ. 23. september s.l. var það atriði tekið sérstaklega til með- ferðar. Borgarráðsmenn Sjálf- stæðisflokksins lögðu til, að f nefndinni ættu sæti 7 menn. Töld- um við eðlilegt, að nefnd þessi væri kosin hlutfallskosningu eins og aðrar nefndir borgarstjórnar, en þó þannig, að allir flokkar ættu þar sæti. Á þetta vildu borg- arráðsmenn minnihlutans ekki fallast, en til samkomulags gátum við fellt okkur við, að nefndin yrði skipuð 6 mönnum, þ.e. þrem- ur frá meirihluta og jafnmörgum ♦rá minnihluta, enda yrði formað- ur nefndarinnar úr hópi borgar- eða varaborgarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins. Um þetta náðist ekki samkomulag. Borgarfulltrúar minnihlutans gerðu kröfu til, að þeir fengju meirihluta í nefnd- inni. Það höfum við talið óeðli- legt. Við teljum ekki rétt, að þeir taki að sér stjórn rannsóknarinn- ar, sem hvað harðast hafa gengið fram i árásum á borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og jafnvel fyrirfram lýst yfir vissu um sök. Það er því eindregin skoðun okkar, að forsendur fyrir skipun nefndarinnar séu brostnar, enda teljum við rétt, eins og málum er komið, að rannsókn málsins sé í höndum hlutlauss aðila. Allir aðal- og varaborgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins, sem ekki eru fjarverandi, hafa því óskað eftir því við ríkissaksóknara að hann feli Sakadómi Reykjavíkur að rannsaka málið. Við munum því ekki lengur standa að skipan sér- stakrar rannsóknarnefndar á veg- um borgarinnar.“ Bókun Kristjáns Benediktssonar „Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins hafa nú brugðið á það ráð að hlaupa frá fyrri samþykkt sinni um skipan sérstakrar nefnd- ar til að rannsaka hið svonefnda Armannsfellsmál og þess i stað óskað eftir þvi við saksóknara, að hann rannsaki, hvort saknæmt at- ferli hafi átt sér stað í sambandi við úthlutun lóðarinnar til Ár- mannsfells. Ég tel eðlilegt að sakadóms- rannsókn I þessu máli fari fram, en állt að hún þurfi að vera mun vfðtækari en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir f bréfi sinu. Þá vil ég benda á, að ýmsir þættir þessa máls eru þess eðlis, að þar er vart um saknæm atriði að ræða, þótt eðlilegt og nauðsynlegt sé að borgarfulltrúar fái þau upplýst. Af þeim sökum tel ég nauðsynlegt, að nefnd borg- arfulltrúa kanni þetta mál eins og ákveðið hafði verið, þrátt fyrir rannsókn á vegum sakadóms." Bókun Sigurjóns Péturs- sonar. „Ég tel, að þrátt fyrir það að óskað hafi verið rannsóknar sak- sóknara á því, hvort saknæmt at- ferli. hafi átt sér stað við úthlutun lóðar til Armannsfells h.f. á horni Hæðargarðs og Grensásvegar, þá eigi borgarráð eigi að siður að kjósa sérstaka rannsóknarnefnd til að rannsaka það mál niður í kjölinn. Ástæður fyrir því eru eftir- farandi: 1. Grunur leikur á, að óeðlilega hafi verið staðið að skipulagningu svæðisins og stangast þar á full- yrðingar: a) Var arkitekt Armannsfells h.f. ráðinn til skipulagsdeildar, sem tæknilegur ráðunautur við skipulag svæðisins? b) Hafði Albert Guðmundsson borgarfulltrúi forgöngu um að hann var ráðinn? c) Er eðlilegt að skipulagshug- mynd, sem verið er að vinna hjá skipulagsdeild borgarinnar undir stjórn skipulagsstjóra, berist með lóðaumsókn til borgarráðs? 2. Nauðsynlegt er að kanna hvort samhengi sé milli fjárfram- laga til Sjálfstæðisflokksins og fyrirgreiðslu í formi lóðaúthlut- ana hjá borginni. 3. Astæða er til að athuga hvort Ármannsfell h.f. . hefur notið óeðlilegra kjara hjá borginni vegna þeirra verka, sem þeir eru verktakar að. Ofangreind atriði gætu við rannsókn bent til þess, að óeðli- lega hefði verið staðið að málum þótt þau verði ekki talin saknæm samkvæmt lögum. Ég harma það, að Sjálfstæðis- flokkurinn skuli beita meirihluta sínum í borgarráði til að koma í veg fyrir að framfylgt verði áður gerðri einróma samþykkt borgar- ráðs um að skipa nefnd til að rannsaka málið til hlítar." Bókun Björgvins Guðmundssonar „Ég fagna þvi, að borgarfulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins skuli hafa ákveðið að óska eftir sakadóms- rannsókn á Ármannsfellsmálinu. Hins vegar tel ég, að borgarráð hefði átt að standa við einróma samþykkt sína um að skipa rannsóknarnefnd, er gerði tilraun til þess að upplýsa málið, áður en ákvörðun væri tekin um að senda málið sakadómi. Það verður nú rannsakað í saka- dómi, hvort saknæmt athæfi hafi verið framið í sambandi við út- hlutun margnefndrar lóðar til Ar- mannsfells, þ.e. hvort samband hafi verið á milli 1 millj. kr. fram- lags Ármannsfells í hið nýja Sjálf- stæðishús og lóðarúthlutunarinn- ar til félagsins. Ljóst er þó, að mjög erfitt er að sanna það atriði. Rannsóknarnefnd borgarráðs hefði hins vegar athugað fleira en brot á landslögum. Hún hefði einnig athugað aðra þætti máls- ins, sem ámælisverðir eru, enda þótt þeir séu ekki saknæmir. Ljóst er, að Sjálfstæðisflokkurinn er andvígur þvi, að þessir þættir málsins verði einnig kannaðir. Þess vegna leggst hann á móti skipun rannsóknarnefndar borgarráðs." Bókun Borgarstjóra „Vegna bókana borgarráðs- manna minnihlutans vil ég taka fram, að ég tel fráleitt, að sérstök nefnd borgarráðs rannsaki málið nú, þegar málinu hefur verið vísað til sakadóms. Sakadómur hlýtur að reyna að leiða í ljós allan gang málsins, og að þeirri rannsókn fenginni kemur það til mats saksóknara, hvort um sak- næmt atferli sé að ræða, og síðan til mats borgarfulltrúa og borgar- búa, hvort óeðlilega hafi verið að málinu staðið. Mig furðar þvi á viðbrögðum borgarráðsmanna minnihlutans við þeirri ósk borg- arfulltrúa Sjálfstæðismanna, að málinu skuli vfsað til sakadóms."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.