Morgunblaðið - 27.09.1975, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.09.1975, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1975 Sagan af töfra- bandinu bláa risann fram af bekknum og opnaði dyrnar. Þá fóru ljónin að urra og krækja klónum í risann, svo drengurinn varð að ganga á milli. Þegar leið á nótt aftur, fór risinn að tala við kerlinguna: „Ég veit sveimér ekki, hvernig við eigum að fara að því að koma þessum Strák fyrir kattarnef. Hann er allt of sterkur, getur þú ekki látið þér detta neitt í hug?“ „Nei, ef þú getur ekki fundið upp á neinu, þá get ég það ekki“, sagði kerla. „Ja, ég á tvo bræður, sem búa í höll einni“, sagði risinn. „Þeir eru tólf sinnum sterkari en ég og þess vegna ráku þeir mig burtu og létu mig fá þenna bæ hérna, en þeir búa í höllinni og þar er aldingarður með eplum, sem hafa þá náttúru, að hver sem borðar af þeim, hann sefur í þrjá sólarhringa samfleytt á eftir. Ef við bara gætum sent strákinn þangað eftir eplum. — Auðvitað myndi hann ekki geta að sér gert að smakka á þeim, og ef hann þá sofnaði, myndu bræður mínir rífa hann í sundur“. Kerling sagði að hún yrði þá að gera sér upp veiki aftur, og segjast ekki geta ✓"COSPER-------------------v MORö-dlv-jW'’ MreiNU \\ j hraustur. Nú? Var ekki á það fallizt að það yrði einungis ein flaska í viku? Auðvitað þolir selskinnspels rigningu. — Hafið þér ein- hverntfma heyrt talað um sel með regnhlff? Heyrðu reynda þarna. Það er kannski von um eitthvað annað en gamla skó og stfgvél orðið góð, fyrr en hún fengi að smakka á eplum þessum, þá myndi hann sjálfsagt fara og sækja þau. Þetta hlustaði piltur á, þar sem hann lá vakandi. Um morguninn var kerlingin ósköp lasin og aum og sagði að sér myndi aldrei geta batnað aftur, nema hún fengi epli úr aldingarði þeim, sem væri við höll risa- bræðranna tveggja, en engan sagðist hún hafa til þess að senda þangað. Miðdegisverður hjá galdrakarli Ég hef borðað margar undarlegar mál- tíðir á ævinni, og ég gæti auðveldlega sagt þér frá máltíð sem ég borðaði í kolanámu, miðdegisverði í Moskvu eða hádegisverði með milljónamæringi. En ég held að mestan áhuga hjá þér veki miðdegisverðurinn, sem ég borðaði eini sinni hjá galdrakarli, því hann var óvenjulegastur. Svona mat fær fólk örsjaldan, vegna þess að afar fáir þekkja galdrakarla og ekki eru margir slíkir f Englandi. Ég er auðvitað að tala um raunveruleg- an galdrakarl. Það eru til töframenn, sem kalla sig galdrakarla, og þeir eru sannar- lega duglegir, en þeir geta ekki gert sams konar hluti og raunverulegur galdrakarl. Töframaður getur til dæmis breytt kanínu í gullfiskabúr, en hann gerir það alltaf undir einhverju eða á bak við eitthvað, svo þú getur ekki séð hvernig það á sér stað. En raunverulegur galdra- karl getur breytt kú í Borgundarhólms- klukku á meðan fólk horfir á. Þetta er auðvitað mikil áreynsla þannig að enginn getur gert þetta tvisvar á dag eða sex daga vikunnar eins og venjulegur töfra- maður gerir með kanínurnar. Fyrst þegar ég hitti hr. Leakey, hafði ég ekki hugmynd um að hann væri galdrakarl. Það var einn eftirmiðdaginn um fimmleytið að ég ætlaði að ganga þvert yfir markaðstorg í London. Þegar ég var kominn miðja vegu að eyjunni með ljósastaurnum, stanzaði ég en lítill maður sem hafði verið mér samxerða hélt áfram. Þegar hann nú sá strætisvagn koma niður brekkuna, hljóp hann til baka, sem er það kjánalegasta sem hægt er að gera. Hann hljóp beint í veg fyrir V Si&tfú/VD «-i* Kvikmyndahandrit aö moröi Eftir Lillian ODonnell Þýðandi Jóhanna Kristjónsdóttir. 57 sagði David, þegar telpurnar voru farnar út. — Nei! mótmælti Callie. Hún var föl f andliti, en stillileg að sjá og sté ósjálfrátt feti nær manni sfnum. — Eins og þér viljið, svaraði David. — Þér afsakið vonandi að ég kem mér beint að efninu: Brahm ég er þess fullviss að þér hafið haft samskipti við Mariettu Shaw meira en þér viljið vera láta upp á sfðkastið — og að samband ykkar var sérdeilis náið! — Eins og ég HEF þegar skýrt frá hef ég hvorki heyrt hana né séð sfðan hún leitaðf mig uppi fyrir meira en ári og vildi fá peninga hjá mér. Það voru sfð- ustu samskipti okkar, sagði Brahm hörkulega. — Eða kannski upphafið að endurnýjuðum samskiptum. Brahm! Mætti segja mér að málið væri þannig vaxið! Þér hafið aldrei gleymt henni! Þér hættuð aldrei að elska Mariettu Shaw. Og f öll þessi ár hafið þér þráð hana. Er það ekki rétt? Og þegar hún skaut svo aftur upp kollinum f Iffi yðar voruð þér gagntekinn af þrá eftir henni. Þér létuð eins og ekkert væri út á við, en sann- leikurinn er sá að þér höfðuð enga stjórn á tilfinningum yðar, frekar en fyrir fimmtán árum. Og hún sem hefur kannski gert ráð fyrir að geta haft út úr yður pen- inga, lét fúslega að vilja yðar og — Haldið þér nú kjafti, maður! æpti Brahm. — Hvernig dirfist þér að koma hingað og bera þessa þvælu á borð! — Þér hafið áður gefið f skyn að hún hafi alltaf fengið það sem hún ágirntist... — Nei, ncl! Sannleikurinn var sá að ég gat hvorki gefið henni né lánað henni peninga. £g hef ekki haldið sýningu f nfu ár, ekki selt mynd síðustu sex árin. Ef Callie hefði ekki af elju og dugnaði unnið hefðum við fyrir löngu misst húsið og ... allt scm við eigum. En David lét sér ekki segjast. — En Marietta hefur ekkert vitað um það, býst ég við? Hún var f hlutverki forfærandans og þér voruð henni leiðitamur! En eiginmaður Mariettu hefur upp- götvað hvernig málum var háttað og ógnaði yður! Ég ætla ckki að staðhæfa að þér hafið drepið Talmey prófessor að yfirveguðu ráði, en kannski það hafi verið sjálfsvörn. En morðið á Mariettu Shaw var ekki sjálfsvörn. Hún gat ekki komið á yður höggi f ifkam- legum skilningi, en hún gat engu að sfður veitt yður rothögg, með þvf að skýra konu yðar frá sam- bandl yðar! Þess vegna kyrktuð þér hana — og reynduð að láta Ifta svo út sem venjulegur inn- brotsþjöfur hefðí verið að verki. Brahm sleppti handlegg konu sinnar og hörfaði undan eins og hann ætti von á að verða sleginn. — Þér getið aldrei sannað þetta! stundi hann hálfkæfðri röddu. — Hypjið yður út! hvfslaði Callie og andlit hennar var af- myndað af hræði. — Hypjið yður héðan, segi ég! Þér hafið engan rétt til að slengja á manninn minn þessum ógeðs- legu ásökunum. Komið vaðandi hingað inn og látið alla mannasiði lönd og leið! Ef þér farið ekki á stundinní, hringi ég til blaðanna og segi frá hvers konar hegðun þér hafið haft f frammi. Og ég vara yður við. Þér skuluð ekkí voga yður að koma hingað framar án þess að hafa til þess fuligilda heimild! — Marietta Shaw var barnshaf- andi! David hreytti orðunum illur út úr sér. Og áhrífin létu ekki á sér standa. Andlitssvipur frúar- innar gerbreyttist og feginssvip- ur kom á andlit hennar. Hún hvfslaði svo lágt að David varð að beygja sig fram tii að heyra næstu orð hennar. — Ég hef fætt báðar dætur mfnar eftir gervifrjðvgun — þér skiljið kannski hvað það þýðir ... og kannski þér viljið svo gjöra svo vel og koma yður út... David gekk á braut eins og bar- inn rakki. Hann var að niðurlot- um kominn. Fjárinn eigi Diönu Quain — hvað hafði eiginlcga orðið af henni? Hann stefndi f áttina til Lexington Avenue, að húsinu sem Mary Hudgin hafði búið f og þar sem lffi hennar hafði lokið. Hann stóð kyrr niðri og starði upp á fimmtu hæð. Það var Ijós f gluggunum hjá Elviru Foster. Það gat vel komið heim og saman að hún væri við núna vegna þess að það var laugardagur. David hafði lengi alið með sér grun- semdir um að ungfrú Foster hefði ekki sagt allan sannleikann um þá sem hún hafði séð koma til Mariettu Shaw. En þegar allt kom til alls, hafði hún kannski verið heima, þegar morðið var framíð, þó svo hún segði hið gagnstæða vegna skelfingar, þegar hún var yfirheyrð f fyrsta skipti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.