Morgunblaðið - 27.09.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.09.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1975 3 Davíð Oddsson, borgarfulltrúi, í viðtali við Morgunblaðið: I UMRÆÐUM um hið svo- nefnda Ármannsfellsmál hefur komið fram, að einn af borgar- fulitrúum Sjálfstæðisflokksins f Reykjavfk, Davfð Oddsson, bar fram fyrirspurn á fundi borgarstjórnarflokks sjálfstæð- ismanna fyrir nokkrum vikum um það, hvort hugsanlegt tengsl væru á milli framlagt Ármannsfells f byggingarsjóð Sjálfstæðisflokksins og lóðaút- hlutunar til byggingarfélags- ins. Morgunblaðið sneri sér f gær til Davfðs Oddssonar, borgar- fulltrúa, og innti hann álits á þeirri stefnu, sem mál þetta hefur nú tekið, cr allir borgar- fulltrúar og varabofgarfulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins f Reykjavfk hafa óskað eftir sakadómsrannsókn á þeim sök- um, sem borgarstjórnarmeiri- hluti sjálfstæðismanna er bor- inn f máli þessu. Davfð Odds- son sagði: — Ég fagna því að niðurstað- an varð sú, að sakadómi var falið að rannsaka málið ur þvi sem komið var. Ég var frá önd- verðu á móti þvi, að skipuð yrði sérstök rannsóknarnefnd af hálfu borgarráðs enda höfðu fulltrúar minnihlutaflokkanna þegar skýrt frá væntanlegri niðurstöðu sinni í sjónvarpi áð- ur en nefndin var sett á lagg- irnar. Ég á hins vegar ekki vona á að út úr þessari rannsókn komi mikið annað en það, sem þegar hefur komið fram hjá borgar- stjóra, og hún sé því einkum til þess fallin að binda enda á ómálefnaleg skrif andstæðinga- blaðanna. — Hvers vegna kom fyrir- spurn þín um lóðaúthlutun þessa upphaflega fram? — Mér hafði borizt til eyrna þrálátur orðrómur um, að tengsl kynnu að vera á milli fjáröflunar til Sjálfstæðishúss- ins og úthlutunar lóðar til Ár- mannsfells. Og er ég heyrði þessar frunsemdir frá heimild- um sem ég taldi marktækar, þótti mér eðlilegt, að ég spyrði þann, sem gerst mátti vita og sögunum var beint gegn, Albert Guðmundsson, hreint út um málið. Ég gerði það á lokuð- um fundi borgarfulltrúa og varafulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins og gat þess f upphafi, að ég mundi trúa svari Alberts Guð- mundssonar fyrirvaralaust. Al- bert svaraði skýrt og skorinort, að ekkert samband væri þarna á milli. Hinsvegar mislíkaði honum, að ég skyldi bera fram slfka spurningu í þetta fjöl- mennum hópi, þótt um trúnað- armenn flokksins væri að ræða. Ég tel hin vegar, að borgar- fulltrúar verði að tala umbúða- laust hver við annan og í full- um trúnaði og að lokaðir fundir þeirra séu vettvangur til þess. Af þessu tilefni urðu nokkrar orðahnippingar milli okkar Al- berts, en lýsing Alþýðublaðs- ins, sem fjölmiðlar hafa hingað til stuðzt við á þessum orða- skiptum, er vægast sagt mjög villandi. Þar eru bæði mér og Albert gerðar upp fullyrðingar, sem eru rakalaus þvættingur. Ég vil ekki draga fjöður yfir það, að ég er ósammála þeim vinnubrögðum, sem viðhöfð hafa verið i sambandi við þessa úthlutun. Ég tel, að slíkar lóðir eigi að auglýsa sérstaklega og atvik öll í kringum skipulagn- ingu lóðarinnar eru ekki með þeim hætti, sem ég hefði kosið og ég tel það skipulag ekki hafa leitt til þeirrar forsendu, að Ar- mannsfelli bæri að fá lóðina þegar af þeirri ástæðu, en um það má deila. Það voru aðeins 3—4 borgarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins sem tóku ákvörðun um þessa lóðaúthlutun og ég frétti fyrst um, að hún væri á döfinni, þegar ég las um úthlut- unina í dagblöðum, og allt var um garð gengið. — Hvaða lærdóm telur þú að draga megi af þessu máli? — Lóðaúthlutun hlýtur alltaf að vera mjög erfið. Ég kann enga algilda lausn á þvi, hvern- ig með þær skuli fara, en tel, að lóðir eigi jafnan að auglýsa nema mjög brýnar ástæður séu til annars, en síðan eiga borgar- fulltrúar að skera úr eftir beztuv samvizku, en ég er algerlega ósammála því, sem stundum hefur verið stungið upp á, að um lóðir yrði dregið. Umræður þessar vekja upp ýmsar spurningar um fjármál stjórnmálaflokka. Þeir eiga ekki í annað hús að venda í þeim efnum en til stuðnings- manna sinna og velunnara. Allir þeir sem gefa fé til stjórn- málaflokka vilja fá eitthvað fyrir sinn snúð. Þeir vilja að fjármunir þeir sem þeir láta af hendi rakna, verði notaðir til að fylgja fram og vinna góðum málstað fylgi. Við þetta er ekk- ert að athuga og er bæði sann- gjarnt og heiðarlegt. Sjálfsagt eru þeir einnig til sem vilja láta hygla sér og sinum í einhverri mynd i tilefni fjárgjafa til stjórnmálaflokka. Slikt er óheilbrigt og óheiðarlegt. Islenzkir stjórnmálaflokkar fara svo pukurlega með fjármál sin, að undrum sætir. Þeir skjóta sér I skálkaskjól þess, að þeir eru ekki bókhaldsskyldir. Pukrið gengur svo langt að ein- ungis fáum trúnaðarmönnum í hverjum flokki er Ijóst hvernig fjármálum þeirra er farið í raun og veru. Þessi lýsing á við um alla stjórnmálaflokka og býður óneitanlega upp á tor- tryggni almenings, kjósend- anna, sem ekki geta valið aðra en einhverja þessara sömu manna til að stjórna sinum sameiginlegu málum. Þessari tortryggni þarf að eyða. Stjórn- málaflokkarnir verða að reka flekklausa fjármögunarstarf- semi og slíkt geta þeir þvi að- eins, að það sé gert fyrir opnum tjöldum. Ég harma í hvaða farveg þetta mál hefur fallið, en meginástæðan til þess að svo fór, var, að ýmis flokksblöð leyfðu sér að gera sögusagnir og dylgjur að röksemdum fyrir málflutningi sínum og eins hitt, að borgarstjórinn í Reykjavík, sem sat uppi með nauðsynlegar upplýsingar, var í sumarleyfi, þegar málið kom upp. Sérstaklega hefur spjótunum verið beint að Albert Guðmundssyni, borgarfulltrúa, enda er kannski þægilegt að gera hann að skotspóni i máli sem þessu. Hann stendur í um- fangsmiklum byggingarfram- kvæmdum fyrir Sjálfstæðis- flokkinn annars vegar og er ötull og dugmikill borgarfull- trúi hins vegar, og það leiðir af sjálfu sér, að ekki er erfitt með illum vilja að gera störf manns, sem annast jafn vandmeðfarin og viðkvæm verkefni tortryggi- leg. En ég vona og trúi, að sú sakadómsrannsókn, sem nú er fyrir dyrum, reki allan þennan söguburð heim til föðurhús- anna. „ Vona og trúi, að sakadóms- rannsóknin reki söguburð- inn heim til föðurhúsanna ” Rjómi fluttur að norðan í vetur Mjólkurframl. minnkaði um 7,7% í ágúst INNVEGIN mjólk hjá mjólkur- samlögunum hefur minnkað um 2,5 milljónlr Iítra eða 3,1% fyrstu 8 mánuði ársins og er minnkunin mest f ágúst eða 7,7% miðað við sama mánuð I fyrra. Þessi minnk- un hefur orðið mest hjá mjólkur- samlögum á Suður- og Vestur- landi en búin á þessu svæði sjá Drengur fyrir bíl í Eyjum UMFERÐARSLYS varð á Báru- götu í Vestmannaeyjum í gærdag. Sex ára drengur, Þorsteinn Sverr- isson, Birkihlíð 9, hljóp út á göt- una í veg fyrir bfl og meiddist á höfði og hálsi. Þorsteinn var flutt- ur í sjúkrahúsið í Eyjum og liggur þar, en samkvæmt upplýsingum lögreglunnar mun hann ekki lífs- hættulega slasaður. Tildrög slyssins voru þau, að Þorsteinn var að leik á gangstétt við Bárugötu og hljóp skyndilega í veg fyrir bifreið, sem þar átti leið um. Bifreiðin var á hægri ferð, en ökumanni tókst þó ekki að forðast árekstur við drenginn. Stór-Reykjavfkursvæðinu fyrir neyzlumjólk. Ljóst er þvf að strax f október verður að fara að flytja rjóma frá Norðurfandi og suður til að anna eftirspurn og má gera ráð fyrir að flytja verði eitthvað af mjólk suður seinna f vetur. Að sögn Péturs Sigurðssonar, mjólkurtæknifræðings hjá Fram- leiðsluráði landbúnaðarins, hefur minnkun mjólkurframleiðslunn- ar orðið tilfinnanlegust í ágúst en þá minnkaði framleiðslan um 1 milljón lftra eða 7,7% miðað við sama mánuð í fyrra. Þessi minnk- un bætist við 1,5 milljón lftra minnkun, sem varð fyrstu 7 mán- uði þessa árs og hefur því heildar- minnkun innveginnar mjólkur það sem af er árinu orðið 2,5 milljónir lftra. Mestur hefur sam- drátturinn verið hjá samlögunum í Reykjavík, Borgarnesi, Búðardal og hjá Mjólkurbúi Flóamanna. Pétur sagði, að Ijóst væri að flytja þyrfti rjóma að norðan og hingað suður á aðalneyzlusvæðið og mætti jafnvel gera ráð fyrir að flytja þyrfti mjólk suður seinna f vetur. Á undanförnum árum hef- ur nokkuð verið flutt af rjóma suður en mjólk hefur lítið verið flutt suður síðan árið 1970, en þá var lægð i mjólkurframleiðslunni. Framhald á bls. 18 Geir Zoéga heiðraður íHull GEIR Zoega eldri hefur nú látið af störfum sem umboðsmaður brezkra togara á íslandi eftir 51 árs samfleytt starf og var hann í gær heiðraður sérstaklega í Hull af Samtryggingum brezkra tog- araeigenda við hátíðlega athöfn í St. Andrewsfiskmarkaðinum f Hull. Formaður samtrygginganna Tom Boyd eldri afhenti Geir Zoega heiðursverðlaunin „Silfur- rósaskálina" og sagði f ræðu að hann gæti ekki hugsað sér nokk- urn mann á tslandi, sem hefði getað leyst störf sfn jafn óaðfinn- anlega af hendi og Geir Zoéga. „öll þessi ár hefur enginn brezk- ur sjómaður af þúsundum, sem haft hafa samskipti við Geir Zoéga þurft að kvarta undan einu einasta atriði. Sagði hann að son- ur Geirs, Geir Zoéga yngri, sem nú tæki við af föður sínum ætti erfitt hlutverk fyrir höndum að feta í fótspor föðurins. Bolungarvík: Mótmæla misræmi í skattskrá UM 50 einstaklingar á Bolungar- vlk hafa sent skattstjóra Vest- fjarðarumdæmis bréf, þar sem þeir mótmæla misræmi f skatt- skrá fyrir Bolungarvíkur- kaupstað. I bréfi fimmtíumenninganna segir, að f skattskránni komi fram, að allir þeir, sem vélbátaút- gerð stunda, séu skattlausir, en ekki fari milli mála, að tekjur margra þeirra séu miklar (sbr. siglingar, bflakaup o.f 1.). Þá segir, að þessir menn stundi þessa atvinnu ár eftir ár en virð- ist ekki hafa tekjur á við land- verkafólk á sjötugsaldri sam- kvæmt skattskránni. Konur sumra þessara manna afli einnig tekna t.d. við fiskverkun, svo hlutur húsbóndans sé þá ætið lítill, þar sem dæmi eru um, að einhleypar verkakonur og ein- stæðar mæður, sem stunda vinnu við hlið áðurgreindra kvenna, hafi 100—200 þús. kr. í tekju- skatt. Ofangreint eigi ekki einungis við um þá, sem vélbátaútgerð stunda, heldur sé hér tekið dæmi, þar sem skattleysi þeirra er mjög áberandi við lauslega athugun á skattskrá. Ármannsfellsmálið í sakadómi: Beiðni saksóknara tekin fyrir eftir helgina ÞÓRÐUR Björnsson, saksókn- ari rfkisins, sendi f gær fyrir hádegi beiðni til Halldórs Þor- björnssonar yfirsakadómara um að sakadómsrannsókn færi fram á lóðaúthlutun Borgar- ráðs Reykjavfkur til byggingar- fyrirtækisins Ármannsfells h.f. Þórður sagði í gær að hann hefði sent bréfið áleiðis til yfir- sakadómara með kröfu um að rannsókn færi fram á þvf, hvort um saknæmt athæfi hefði verið að ræða. Jafnframt hafi hann óskað eftir þvf að rannsókn yrði hraðað, en allt þetta er svo til samhljóða bréfi þvf, sem borg- arstjórnarflokkur Sjálfstæðis- flokksins sendi saksóknara rfk- isins. Halldór Þorbjörnsson stað- festi f gær að bréfið hefði bor- izt sér. Hann sagði að bréfið hefði enn ekki verið tekið fyrir, en bjóst við þvf að það yrði tekið til meðferðar strax eftir helgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.