Morgunblaðið - 27.09.1975, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.09.1975, Blaðsíða 32
AtlííLVSINÍiASÍMINN Elt: 22480 AU(;LYSIN(.ASIMINN ER: 22480 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1975 Eldur í vélarrúmi Hólmaness í gær — eldurinn var slökktur á tæpum tveimur klukkustundum ELDUR varð laus f vélarrúmi skuttogarans Hómaness SU-1, sem er eign Hólma h.f. á Eski- firði, laust eftir klukkan 17 I gær- dag. Eldurinn var svo magnaður, að menn komust ekki í vélar- rúmið, en slökkvistarf fór þannig fram, að sprautað var með slökkvitækjum niður f vélarrúm- ið og þvf lokað sfðan. Um klukku- stundu eftir að eldsins varð vart kom varðskip að Hólmanesi og var þá farið niður f vélarrúmið og um klukkan 19 hafði eldurinn verið slökktur. Rafkaplar hafa brunnið í vélarrúmi, þannig að skrúfa skipsins er óvirk og bentu allar Ifkur til þess f gærkveldi, að draga þyrfti skipið til lands. Hólmanes fór á veiðar í gær- morgun frá Eskifirði og var rétt að hefja veiðar um 15 mílur suður af Hvalsnesi, er eldsins varð vart. Veður var sæmilegt á þessum slóðum og engum um borð varð meint af þessu óhappi. í gærkveldi var að sögn Magnúsar Bjarnasonar, framkvæmdastjóra Hraðfrystihúss Eskifjarðar, Barði NK á leið til Hólmaness og bentii Iíkur til þess, að Barði myndi Framhald á bls. 18 Stöðvast slátrun hjá SS á Selfossi? Verkfall boðað frá og með fimmtudegi STARFSFÓLK f sláturhúsi Slát- urfélags Suðurlands á Selfossi hefur boðað til vinnustöðvunar frá og með miðnætti aðfaranótt fimmtudags, 2. október n.k. Vinnustöðvun þessi er boðuð vegna deilu starfsfólksins og vinnuveitanda þess um að bónus- greiðslur, sem unnið er eftir við slátrun, nái einnig til starfs f frystihúsi sláturhússins. Deilu- aðilar hafa haldið með sér nokkra fundi en enn hefur ekki náðst samkomulag. 1 gærkvöldi mót- mælti Vinnuveitendasamband ts- lands þessu verkfalli, sem ólög- legu ef til framkvæmda kæmi þar sem Verkalýðsfélagið þar á Sel- fossi hefði samþykkt samkomu- lag verkalýðsfélaganna og vinnu- veitenda frá 13. júnf sl. á fundi sfnum þann sama dag og hefði fengið allar kauphækkanir f sam- ræmi við það samkomulag. Komi til boðaðrar vinnustöðv- unar stöðvast slátrun í sláturhúsi Sláturfélagsins á Selfossi en þar hefur síðustu daga verið slátrað milli 1500 og 1600 fjár á degi hverjum. Eins og fyrr sagði hefur Verka- lýðsfélagið sett fram þá kröfu, að bónusgreiðslur nái einnig til vinnu í frystihúsi sláturhússins en nú er unnið eftir bónuskerfi við slátrun. Þá er einnig deilt um ýmis önnur atriði en Verkalýðs- félagið hefur lagt á það áherzlu, að með þessum kröfum sé starfs- Framhald á bls. 18 HAUSTKULDI — „Hvass er hann og kaldur af Esjunni enn.“ Myndin er tekin við Menntaskólann í Reykjavík. Veðurguðirnir bjóða ekki lengur upp á mikla sundurgerð í klæðaburði. — Ljósm.: Brynjólfur. Akvörðun um nefndarskipan borgarráðs felld úr gildi: ,Opinber rannsókn virðLst minni hlutaflokkum sízt að skapi’ — segir Birgir Isl. Gunnarsson, borgarstjóri Á FUNDI borgarráðs Reykjavfk- ur I gær var ákveðið með 3 at- kvæðum borgarráðsmanna Sjálf- stæðisflokksins gegn 2 atkvæðum fulltrúa Framsóknarflokks og Al- þýðubandalags að fella úr gildi ályktun borgarráðs um skipun rannsóknarnefndar f svonefndu Ármannsfellsmáli þar eð forsend- ur væru brostnar fyrir slfkri nefndarskipan. En eins og Morg- unblaðið skýrði frá f gær, hafa borgarfulltrúar og varaborgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins nú óskað cftir þvf, að sakadómsrann- sókn fari fram á máli þessu. Borgarráðsmenn minnihluta- flokkanna tóku þessari ákvörðun meirihlutans afar illa. I viðtali við Morgunblaðið í gær um þessa á- kvörðun meirihluta borgarráðs og viðbrögð minnihlutaflokkanna, sagði Birgir tsl. Gunnarsson, borgarstjóri: „Mér komu mjög á óvart við- brögð borgarráðsmanna minni- hlutaflokkanna við þeirri ákvörð- un borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins að óska opinberrar rannsóknar. Blöð þeirra og jafn- vel þeir sjálfir hafa í öðru orðinu rætt um opinbera rannsókn en Viðræður Einars Ágústssonar og Genscher í NewYork: Þjóðverjar óska viðræðna í Reykjavík í næsta mánuði Tónninn í Þjóðverjum befur ekki áður verið eins vinsamlegur og nú — segir Einar Ágústsson viðbrögðin á borgarráðsfundinum benta til þess, að opinber rann- sókn sé þeim sízt að skapi. Þeir lögðu alla áherzlu á, að skipuð yrði pólitísk nefnd til að rannsaka mál þetta. Við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins teljum hins vegar rétt, að hlutlaus rannsókn- ardómari kanni þetta mál og leit- ist við að leiða fram allar stað- reyndir um gang þess. A grund- velli þeirrar rannsóknar mun sak- sóknari að sjálfsögðu meta, hvort ástæða sé til frekari aðgerða af dómsvaldsins hálfu og borgar- stjórn og borgarbúar munu á grundvelli rannsóknarinnar meta hvort óeðlilega hafi verið að mál- um staðið.“ Alyktun sú, sem meirihluti borgarráðs samþykkti f gær var svohljóðandi: „Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins telja forsendur brostnar fyrir nefndarskipan í svonefndu Armannsfellsmáli og leggja því til, að ályktun borgar- ráðs þar að lútandi frá 19. sept. s.l. verði felld úr gildi.“ Framhald á bls. 18 Eldborg GK fékk fyrstu síldina í gær SlLDVEIÐISKIPIÐ Eldborg GK 13 frá Hafnarfirði fékk 40 tunnur af sfld í nót við Hrollaugseyjar f gærmorgun. Þetta er fyrsta sfld- in, sem veitt er f nót við fsland um nokkurt skeið og fyrsta sfldin, sem er er sjósöltuð á þessu hausti. Gunnar Hermannsson, skip- tjóri, sagði í samtali við Morgun- Framhald á bls. 18 „TÓNNINN f Þjóðverjum hefur ekki f annan tfma verið betri," sagði Einar Ágústsson, utanrfkis- ráðherra, í viðtali við MBI. f gær, eftir að hann hafði rætt við Hans- Dietrich Genscher, utanrfkisráð- herra Vestur-Þjóðverja, en ráð- herrarnir eru nú báðir á AIls- herjarþingi Sameinuð'u þjóðanna f New York. Einar sagði, að Genscher hefði ekki komið með neinar tillögur eins og gefið hefði verið f skyn áður af hálfu Þjóð- verja, en hann hefði óskað eftir ráðherraviðræðum f Reykjavfk f október og kvað hann Wischnewski, aðstoðarutanrfkis- ráðherra, verða formann samninganefndar Þjóðverja. Einar sagði, að tónninn i utan- ríkisráðherránum hefði verið mikiu vinsamlegri en hann hefði átt að venjast frá Vestur- Þjóðverjum. Einar sagði, að Genscher hefði lagt á það mikla áherzlu, að unnt yrði að leysa deilumálið. Einar sagði: „Ég átti von á þvi að ráðherrann kæmi með nýjar tillögur. Það var búið að gefa það í skyn. Það gerði hann ekki. Þetta voru almennar við- ræður.“ Einar sagði að Gencher hefði ekki gefið neina skýringu á því, hvers vegna hann hefði ekki komið með tillögur til lausnar málinu, enda hefðu ekki verið með honum sérfræðingar í haf- réttarmálum. „Ég notaði tækifærið," sagði Einar Ágústsson utanrfkisráð- herra, „og lýsti okkar ástæðum, okkar miklu þörf á útfærslunni, hve háðir við værum fiski og fisk- veiðum. Ég sagði, að við værum að minnka og helzt útiloka veiðar útlendinga og að útilokað væri að ræða málið á öðrum grundvelli en þeim, að verulega yrði dregið úr afla og sókn og ennfremur að Iöndunarbanni yrði aflétt og Framhald á bls. 18 Kópavogur: Enn einn kynferöisafbrota- maður í gœzluvarðhald SAKADÓMUR Kópavogs hefur úrskurðað karlmann f allt að 30 daga gæzluvarðhald vegna meintra kynferðisafbrota gagn- vart unglingum. Úrskurðurinn var kveðinn upp f fyrradag, en upphaf þessa máls er hin um- fangsmikla sakadómsrannsókn á meintum kynferðisafbrotum 65 ára gamals manns f Kóþa- vogi, sem áður hefur verið skýrt frá f blaðinu. Sá maður var fyrir nokkru úrskurðaður f allt að 30 daga gæzluvarðhald tíl viðbótar jafnlöngu gæzlu- varðhaldi, sem hann hafði áður setið Lögregluyfirvöld f Kópavogi hafa varizt allra frétta af rann- sókn á meintum afbrotum þessa manns, en samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. hefur aflað sér, mun þetta vera eitt umfangsmesta mál sinnar tegundar, sem upp hefur komizt hér á landi, og nær mörg ár aftur f tímann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.