Morgunblaðið - 27.09.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.09.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1975 X 7 Jens Urup við eitt verka sinna. Urup Góður gestur Það er aðlaðandi og fróðleg sýning er blasir við gestum í sýningarsölum Norræna húss- ins þessa dagana en þar getur að líta allt í senn málverk, collage- og gvass-myndir ásamt frumdrögum að veggmyndum, glermyndum og myndvefnaði. Allt er þetta eftir sama lista- manninn, Jens Urup Jensen, og mun sýningin vera sett upp í boði Norræna hússins og er þá um að ræða enn eitt ánægjulegt framtak af hálfu hússins. Jens Urup mun velþekktur í heima- landi sínu og þá einkum fyrir skreytingar sínar en þar mun hann hafa komið víða við og skreytt kirkjur, opinberar byggingar og viðhafnarsali í skipum. Allt er þetta gert af mikilli tæknilegri þekkingu og sérstak- lega fágaðri litrænni til- finningu og svo við tökum mið af glermyndum hans er einkar fróðlegt að bera þær saman við ágætar glermyndir Leifs Breið- fjörðs á sama stað snemma í sumar. Breiddin er hér sérstak- lega eftirtektarverð og sýnir Ijóslega mikla og skemmtilega möguleika steinda glersins. Urup er hófsamari í lit í mörgum mynda sinna og meira fyrir hina hljóðu og upphöfnu stemningu og hér er hnit- miðaður trúarlegur tilgangur að baki. En listamaðurinn getur lika notað sterku litasamböndin með ágætum árangri, sem kemur m.a. vel fram í hinum stóru þríhyrningsformuðu gluggum í Þrenningar- kirkjunni í Esbjerg. Er ástæða til að benda á þessa kirkju fyrir hið mikla látleysi byggingar- stflsins, sem gefur kirkjunni sérstaka upphafna reisn og fegurð. Góbelín-vefnaður Urups hefur svip af fágun og léttleika og hæfileika til markvissra, um- búðalausra vinnubragða (spontanitet). Það sem hér hefur verið minnst á, sjáum við á frumdráttum, ljósmyndum og litskyggnum á tjaldi en veiga- mesti þáttur syningarinnar er 41 málverk, og um 30 collage-, gvass- og sáldþrykk-myndir. Það er næsta auðvelt að lesa hræringar tímanna i myndum Urups sem kom fyrst fram eftir strið og þá sem natúralisti en hefur þróast á rökréttan hátt til huglægra vinnubragða á all- breiðu sviði. Elsta málverk hans á sýningunni er frá 1956 og er formynd að skreytingu verslunarháskólans í Álaborg og hlaut myndin fyrstu verð- laun í landssamkeppni um þetta verkefni. Myndin er geo- metrisk-abstrakt og mjög í form- og litrænu jafnvægi. Þrjár myndir frá 1964 eru mjög þykkt og efniskennt málaðar og þykir mér nr. 12 mögnuðust í útfærslu. í þessum áðurnefndu myndum er Urup mjög háður því sem þá var efst á baugi í nútímalist, en í myndum þeim er hann málar eftir 1969 og fram á daginn í dag hefur hann þróað með sér fágaðan persónu legan stil og hér gengur hann meira útfrá skynrænum hug- hrifum frá náttúrunni eða inn- blæstri, sem litasambpnd i sjálfu sér blása hinum í brjóst á skynrænan hátt. Dæmi um þetta eru myndir eins og hin stóra mynd nr. 14. ,,I det grönne,“ „Rödt, strömmende" (22), „Strömmende bevægelse" (25) og „Rytme“ (32) svo og hinar þrjár litlu máluðu skissur hans (32). Litaskali Urups er mjög frá- brugðinn því sem Islendingar eiga að venjast á sýningum hér almennt og ég myndi helst nefna hann alþjóðlegan frekar en danskan, a.m.k. ber lítið á grænum tilbrigðum yfir skóga og flatt landslag en þeim mun meira á áhuga á litaspjaldinu í sjálfu sér. Hér er mjög fágaður litrænn kúltúr á ferð sem leynir á sér og aldrei leyfir þessi listamaður sér að klúðra litnum stefnulaust á léreftið. Slíkur litrænn agi gerir gildar kröfur til áhorfandans því að hann grípur ekki sömu tökum og skær litaakkorð. Liturinn er breitt hugtak og svið hans stórt, hin örveiku tónabrigði búa einnig yfir sér- stökum ríkdómi ekki síður en Mynflllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON hinir sterku litir regnbogans, og hinir djúpu og fáguðu grátónar hrifa ekki síður en hinir sterku andstæðulitir lita- hringsins. Sáldþrykk- myndir Urups sýna einkar glögglega vald hans á einföldum fáguðum lita- samböndum, hvort heldur er í hvítu, gráu og svörtu eða í bláum tónum einvörðungu. Collage- og gvass-myndir hans eru skyldar málverkunum í út- færslu og virka stundum líkt og forstúdíur að þeim og búa sumar yfir einföldum litrænum ríkdómi líkt og rauða myndin nr. 40.g. Athygli mína vakti í formála Ulf Gudmundssen, að hann nefnir Reykjavík m.a. menningarstöð frímerkjanna! Þetta sýnir að útgáfa póst- stjórnarinnar á listaverkafri- merkjum hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana og er það vel. Að lokum ber að þakka lista- manninum fyrir komuna og Norræna húsinu fyrir framtak- ið sem vonandi verðurframhald á, t.d. væri það ekki ónýtt ef íslenzkir listskoðendur fengju í náinni framtið að kynnast list súperrealistanna dönsku Kurt Trampendack og Claus Have- mann. Sýning Jens Urup Jensen stendur til 30. september og hvet ég listunnendur til að f jöl- menna í Norræna húsið og skoða þar hina fjölbreyttu og lifandi sýningu. Bragi Ásgeirsson Jóhann Hjálmarsson ALÞJÓÐAMÁL OG FLEIRA í EIMREIÐINNI Þessi teikning eftir David Levine fylgir grein Sidney Hooks: Um hvað stóð kalda stríðið. EIMREIÐIN er að mörgu leyti athyglisvert timarit. Áreiðan- lega vilja aðstandendur hennar gera hana vel úr garði. Það er enginn uppgjafarsvipur á tíma- ritinu þrátt fyrir erfiðleika tímaritaútgáfu, sem ritstjór- inn, Magnús Gunnarsson, getur um í Inngangi 2. tbl. 1975. Þeir, sem láta sig menningarmál varða, ættu að styðja Eimreið- ina með því að gerast áskrif- endur. Þjóðmálaumræða hefur sett svip sinn á Eimreiðina og er það að vonum. Að þessu sinni eru i ritinu tvær eftirtektar- verðar greinar um alþjóðamál: Um hvað stóð kalda stríðið eftir Sidney Hook og Umrót í alþjóðamálum eftir Baldur Guðlaugsson. Sidney Hook er I mun að vara við kommúnisma, vega að andvaraleysi ýmissa manna á Vesturlöndum. Þeir, sem unna í raun og veru frels- inu, verða jafnt að vera and- vígir fasisma og kommúnisma, segir hann. Það eru ekki nýjar fréttir, en mega þó ekki gleymast á slökunartímum. Detenteölvunin má ekki deyfa menn svo að „hugmyndafræði ofbeldisins", svo stuðst sé við orð Hooks, fái að dafna. Hann ráðleggur mönnum að lesa Gulageyjaklasa Solsénitsíns, einkum þeim, sem Iikt og Nóbelsverðlaunahafinn George Wald telja að um skyldleika sé að ræða milli Sovétrikjanna og Bandaríkjanna. Ef ég skil Wald rétt er tilgangur hans að fá fólk til að snúast gegn því valdi, sem stjórnmálamönnum er fengið. Hann heldur þvi fram að á Vesturlöndum séu stjórnmála- menn þjónar auðhringa. Þessu reynir Hook að hnekkja. Mál- flutningur hans ber skarp- skyggni vitni, en engu að síður ber að íhuga orð Walds þrátt fyrir þekkingarleysi hans í mannkynssögu, sem Hook sakar hann um. Sjálfur er Hook heimspekimenntaður og sér- fræðingur í marxisma. Wald er aftur á móti sérfræðingur í líf- eðlisfræði sjónkerfisins. Baldur Guðlaugsson bendir á í grein sinni að þróunin I Vest- ur-Evrópu sé Sovétríkjunum hagstæð. Hann segir réttilega að kommúnistaflokkar eigi víða vaxandi fylgi að fagna í aðildar- ríkjum Atlantshafsbandalags- ins og öðrum ríkjum Vestur- Evrópu: „Atlantshafsbanda- lagið var stofnað til að verjast utanaðkomandi hernaðaríhlut- un, ekki til að takast á við þróun innanríkismála i aðildar- rikjunum. Af þessum sökum stendur bandalagið ráðalítið gagnvart uppgangi kommún- istaflokka og þátttöku þeirra i ríkisstjórnum, ef valdataka þeirra á sér stað með stjórn- skipulegum hætti og án utan- aðkomandi íhlutunar. Þótt þeir færi sig síðan upp á skaftið eins og gerzt hefur í Portúgal, verður lítið að gert.“ Baldur telur að Sovétmenn hafi kosið að hafa hægt um sig vegna hinnar hagstæðu þróunar, en leggja i staðinft áherslu á detentestefnuna, minnkandi spennu og bætta sambúð austurs og vesturs. Hann heldur því fram að ekki sé ósennilegt að vestrænar þjóðir láti stjórnast af meira raunsæi I næstu áföngum detentestefnunnar. Einn er sá þáttur Eimreið- innar, sem ekki hefur tekist sem skyldi. I menningartima- riti þarf að vera gagnrýni um bókmenntir og listir, sem les- endur geta tekið mark á. Þátturinn Á ritvellinum er að þessu sinni mestmegnis þurr upptalning bókatitla og gagn- rýni dr. Eiriks frá Bókfelli samanstendur af glannalegum fuliyrðingum, sem eiga víst að vera bókmenntalegar leiðbein- ingar. Það er fengur í þýðingu Kristjáns Árnasonar á Um- myndunum eftir Ovidius. Inn- lent skáldskaparefni er Flug- urnar í glugganum, „nær- göngull gamanleikur" eftir Hrafn Gunnlaugsson og smá- sagan Augun eftir Unni Eiriks- dóttur. Leikur Hrafns og saga Unnar eiga það sameiginlegt að vera eins konar martraðir, hryllingur, sem leiðir hugann i senn að sjúkdómsgreiningum geðlækna og lögregluskýrslum. Flugurnar I glugganum er glettin leiktilraun ungs höf- undar, sem er að þreifa fyrir. sér. Ég býst við að þessi leikur gæti notið sín á sviði þótt hann sæti annars engum tíðindum. Mér þótti hann hvorki skemmtilegur né uppbyggileg- ur aflestrar, en hann hefur til að beraAeikræna eiginleika og það hlýtur að vera kostur. Eilifðarmálin eru rædd í greininni Ódauðleiki eftir Pét- ur T. Geach. Þessi grein ber af mörgu því, sem ég hef áður lesið um framhaldslif, en von- andi er hún ekki vísbending um að Eimreiðin hyggist efna til umræðu um eilífðarmál og dulræn fyrirbrigði. Nóg er komið að sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.