Morgunblaðið - 27.09.1975, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.09.1975, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1975 29 Velvakandi svarar í sima 10-100 kl. 14—1 5, frá mánudegi til föstu- dags 0 Kerfið Einstæð móðir f Vest- mannaeyjum skrifar: „Komdu sæll, Velvakandi. Nú get ég ekki orða bundizt lengur. Þannig er mál með vexti, að ég á þriggja mánaða gamlan son og allt frá þvf að hann fæddist hef ég staðið I þrasi við að fá meðlagið greitt, en ekkert gengur. Ekki vegna þess að faðir barns- ins vilji ekki viðurkenna það, nei, siður en svo. Ástæðan er silaskap- ur skrifstofanna, sem eiga að sjá um svona nokkuð. Sagan er svona I stórum dráttum: Strax eftir að ég varð ferðafær eftir barnsburðinn fór ég í skrif- stofurnar hér I bæ og gaf mína skýrslu. Fyir kunningsskap gekk mjög fljótt að afgreiða skýrsluna hér. Síðan lá hún I tvo mánuði I skrifstofunni, sem hún var send til. Þegar starfsmenn þar sendu loks föðurnum tilkynninguna kom hún tveimur dögum of seint, þvl að hann var farinn á sild- veiðar. Hann á mjög hugulsama móður, sem fór strax i skrifstof- una og bað um að fá að koma skýrslunni til sonar sins og láta hann skrifa undir. Én, nei, sá möguleiki var útilokaður. Þeir hafa sennilega haldið, að henni væri ekki treystandi. Nú er liðinn þó nokkur tími síðan þetta gerðist og sonur minn er nú þriggja mánaða og þriggja vikna. Eg er búin að athuga hvort þeir á skrifstofunni, sem skýrslan var siðast send I, eru búnir að senda hana I næstu skrifstofu, en svo heppin er ég nú ekki. Jæja, til að kóróna allt saman hringdi ég i tryggingarnar og spurðist fyrir um hvort þeir gætu eitthvað hjálpað mér. Svo var nú ekki en þeir gátu glatt mig með þvi að segja mér, að ef ég hefði ekkert fengið greitt þegar sex mánuðir væru liðnir þá gæti far- ið svo að þessir sex mánuðir fyrndust. Hvernig I ósköpunum er þetta hægt? Ekki get ég látið það fyrnast að ég á son og hann þarf að fá fæði og klæói. Nú hugsa kannski sumir: Fara út að vinna. Það væri sjáifsagt ef það væri möguieiki, en hér eru engar vögglistofur eða konur á hverju strái sem taka að sér að hugsa um ungabörn, þannig að ef ég ætti ekki sérlega góða móður, veit ég ekki hvar ég væri á vegt stödd, en ég get ekki endalaust treyst á hana. Það sem mér þykir verst er, að þetta bitnar alltaf á móðurinni, því að ég veit um fieiri svona tilvik. Samt hef ég nú alltaf vitað að það þyrfti tvo til. Kær kveðja, einstæð móðir.“ David gekk ákveðnum skrefum upp og hringdi á bjölluna hjá Elviru Foster. Andartaki sfðar heyrði hann rödd hennar f dyra- slmanum. — Hver er það? — Ungfrú Foster. Það er Link rannsóknarlögreglumaður. Má ég koma upp og spjalla við yður stutta stund ...? Og ekki varð David sfður undr- andi, þegar hann hringdi dyra- bjöllunni hjá Diane Quain og hún var þá komin heim — eiginlega hafði slzt hvarflað að honum að hún væri þar. Hann sá nú að lokum Ifnurnar I mynstrinu og að öll atriði voru að renna saman I eina heildarmynd ... Hún virtist ekki fagna komu hans sérlega sannfærandi en hann skeytti þvf engu og arkaði framhjá henni og inn f setustof- una. Þar nam hann staðar þrumu lostinn þcgar hann koni auga á Ronald Gibbon, sem hafði hreiðrað um sig makindalcga í hægindastól. — Ja, heimurinn er lítill, finnst Fyrst taoir drengsins er eKKi með neitt múður og er reiðu- búinn að gangast við honum og takast á hendur þær skyldur, sem slíku fylgja, hvernig væri þá að gera langa sögu stutta og gefa frat í hið stirða og leiðinlega kerfi? Væri ekki möguleiki, að faðirinn sendi sitt meðlag beint til móður- innar? Þannig þyrfti kerfið ekki að hafa amstur af þessu, skuld föðurins yrði afmáð og móðir og barn fengju sitt. Annars er sosum allt eins liklegt, að þá fyrst færi kerfið í kerfi. 0 Er tollskráin æðsta heimiid f jármála- ráðuneytisins? Haraldur Blöndal skrifar: „Fyrir nokkru beindi ég spurningu í Velvakanda til fjár- málaráðuneytisins um, hvaðan þeim kæmu heimildir til þess að leyfa ákveðnum stéttum inn- flutning á áfengu öli þrátt fyrir að í 1. 84/1971 segi: „Þó skal óheimilt að flytja til landsins öl, sem hefur inni að halda meira en 21/4% af vínanda að rúmmáli." Fjármálaráðuneytið hefur nú svarað þessari spurningu með þvi að segja, að nefnd lög „verði því að skoða og skýra með hliðsjón af því ákvæði 42. tl. 3. gr. tollskrár- laga, þar sem segir m.a. að aðrar innflutningshömlur en þær sem eru vegna sóttvarna eða annarra öryggisráðstafana (leturbreyting mín) gildi ekki um slíkan varning þ.e. varning ferðamanna og far- manna.“ Af svari ráðuneytisins er ljóst, ao tollskráin er æðsta stjornskipu- lega heimild þess, og önnur lög þ.m.t. stjórnarskráin hljóta að víkja. Slik rukkunarsjónarmið eru ef til vill eðlileg í þessu ráðu- neyti, en eru þó tæpast viður- kennd af dómstólum þessa lands ennþá. í samræmi við þetta sjónarmið, er áfengi í augum þessa ráðuneytis ekki uppspretta gleði og ánægju eða böls og haturs, heldur tekjulind, sem sjálfsagt er að virkja sem bezt. i fyrstu grein áfengislaga segir: „Tilgangur laga þessara er sá að vinna gegn misnotkun áfengis í landinu og útrýma því böli, sem henni er samfara." Með öðrum orðum: Áfengislög- in eru öryggisreglur settar af lög- gjafanum til þess að sporna gegn áfengisbölinu. Eitt meginatriðið, sem löggjafinn styðst við, er bann við innflutningi á áfengu öli. Að mati löggjafans er öl stórhættu- legt, og er þess vegna forboðið i landinu. Mönnum er að sjálfsögðu frjálst að hafa sínar skoðanir á þessu, einnig fjármálaráðuneyt- inu. En þvi ráðuneyti hefur enn ekki verið gefið vald til þess að breyta að eigin geðþótta vilja al- þingis. Þess vegna er það rangt hjá ráðuneytinu að hald^ þvi fram, að innflutningur á áfengu öli brjóti ekki í bága við setningu „annarra öryggisráðstafana." Að lokum ein litil spurning til ráðuneytisins: E þess að vænta, að aðrar stéttir geti í framtiðinni fengið að flytja inn áfengt öl eftir reglugerðum og tollskrárlögum en gegn áfengislögum? Haraldur Blöndal." HÖGNI HREKKVÍSI Ó, Ó, — við gleymdum sundfötunum hans Högna! OPID TIL HÁDEGIS LUXO er Ijósgjafinn, verndið sjónina, varist eftiriíkingar SENDUM I POSTKROFU LANDSINS IMESTA LAMPAÚRVAL LJÓS & ORKA Suöurlandsbraut 12 sími 84488 Hausttízkan ☆ ☆ ULLARKÁPUR FLAUELSKÁPUR TWEEDKÁPUR KÁPUR MEÐ SKINNUM TERYLENEKÁPUR JAKKAR MEÐ KULDAFÓÐRI LEÐURJAKKAR FLAUELSJAKKAR HÚFUR OG HATTAR HANDTÖSKUR vörur í hverri viku þernhard lax^al 2. HÆÐ KJÖRGARÐ/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.