Morgunblaðið - 27.09.1975, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1975
Frönsk-
íslenzk
ljósmynda-
sýning
ÞANN 27. sept. vcrður opnuð ljós-
myndasýning í franska bókasafn-
inu að Laufásvegi 12. Þeir sem
sýna eru tveir ungir Frakkar,
Philippe Patay og Christian
Roger.
Christian Roger er 27 ára
gamall atvinnuljósmyndari, sem á
síðastliðnu ári hlaut fyrstu verð-
laun fyrir myndir sínar í hinum
fræga ljósmyndaklúbbi Parisar
,,Le Club Photographique de
Paris“. Christian sýnir um 50
svarthvítar Ijósmyndir teknar
bæði á Islandi og í Frakklandi.
Viðfangsefni hans er aðallega
mannlífið.
Philippe Patay, 24 ára gamall,
Christian Roger
hefur verið með annan fótinn á
Islandi undanfarin fjögur ár.
Philippe er mikill náttúruskoðari
og sýnir hann 15 litmyndir af
fuglum og íslensku landslagi. I
Frakklandi hefur Philippe haldið
sýningar á myndum frá Islandi
Philippe Patay.
sem hlutu mikið lof gagnrýnenda
(sjáMbl. 20. júní 1975).
Sýningin stendur yfir frá 27.
sept. til 19. okt. og er opin daglega
frá kl. 15 til 22. Myndirnar eru
allar til sölu. Aðgangur er ókeyp-
is.
onnssiffiti
sTvnmssonnR
SIÐASTI
INNRBTUNARDAGUR
SÍÐASTI INNRITUNARDAGUR ER Á MÁNUDAG 29. SEPT
Innritun daglega frá kl. 1 —7.
REYKJAVÍK
Brautarholt 4. Símar 20345, 25224 og
38126.
Árbær símar 20345, 25224 og 38126.
Breiðholt. Kennt verður í nýju húsnæði að
DrafnarfellL. símar 20345, 25224 og
38126. '
KÓPAVOGUR
FélagsheimilkS -simar 20345, 25224 oa
38126.
KEFLAVÍK
Tjarnarlundur sími 1690 kl. 5 — 7
mánudaginn 6. janúar.
UNGLINGAR
Allir nýjustu táningadansarnir svo sem:
Suzie Q, Junes Funky, Bongo Rock, Macky
Messer, Football, Spider Pelican, Street
Walk og fl.
BRIDGEÞATTURINN hefur
nú göngu sína að nýju eftir
langt sumarfrí og verður með
svipuðu sniði og undanfarin ár.
Mun hann að lfkindum verða í
blaðinu tvisvar i viku en ekki
hefir enn verið ákveðið hvaða
daga né hvar i blaðinu hann
kemur til með að birtast svo
væntanlegir lesendur verða því
bara að fletta og leita fyrst um
sinn en vonandi rætist úr þess-
um vandamálum fljótlega.
Ýmislegt hefir borið á góma
siðan þátturinn fór í fri en að-
eins verður minnst á eitt atriði
sem hæst bar á sínum tíma —
en það er Evrópumótið sem
fram fór í Brighton á Englandi
i sumar þar sem íslenzka lands-
liðið hafnaði í næstneðsta sæti.
Ég ætla ekki að hafa mörg
orð um keppni þessa en vil að-
eins vona fyrir hönd okkar sem
þekkjum kóng frá gosa að við
þurfum ekki að lesa eins
hörmulegar fréttir af okkar
mönnum á erlendri grund —
um óeiningu innan liðsins — og
að aðeins hafi verið formsatriði
að ljúka siðustu leikjunum —
svo eitthvað sé nefnt. Einnig
vonum við bridgeunnendur að
stjórnendur Bridgesambands
Islands taki upp að nýju „klíku-
aðferðina" ef svo má að orði
komast til að velja landsliðið og
gleymi „hinni aðferðinni" sem
nú þegar hefir sýnt árangur
sinn.
XXX
Bridgeþátturinn birtir allar
fréttir sem honum berast en
æskilegast er að fréttir utan af
landi séu skrifaðar undir nafni.
Þátturinn vonast til að verða
fréttaþáttur fyrir allt landið.
Bridgespilarar ættu að ýta
undir blaðafulltrúa með að
senda þættinum fréttir. Fréttir
utan af landi eru ekki siður
lesnar af bridgespilurum af
höfuðborgarsvæðinu og öfugt.
Utanáskrift þáttarins er:
Bridgeþátturinn
Aðalstræti 6
Reykjavík
XXX
silfurmerki fyrir góð störf í
þágu félagsins.
Frá Bridgefélaginu Asunum f
Kópavogi.
Vetrarvertfðin er fyrir
nokkru hafin hjá okkur og
hófst hún á tvimenningskeppni
þriggja kvölda og er lokið
tveimur umferðum. Staða efstu
para er nú þessi:
Magnús Aspelund —
Steingrímur Jónasson 494
Jón Andrésson —
Garðar Þórðarson 481
Sverrir Ármannsson —
Ármann J. Lárusson 453
Trausti Finnbogason —
Magnús Þorvaldsson 445
Gestur Sigurgeirsson —
Vilhjálmur Þórsson 442
Jón P. Sigurjónsson —
Jón Hilmarsson 434
Meðalskor er 420.
Aðalfundur félagsins verður
haldinn á laugardaginn kemur í
Félagsheimili Kópavogs og
hefst klukkan 2.30. Félagar eru
hvattir til að fjölmenna.
Síðasta uthferð tvímennings-
keppninnar verður svo á mánu-
dagskvöld og hefst stundvíslega
klukkan 20. Spilað er í Félags-
heimilinu.
XXX
Frá Bridgefélagi Kópavogs.
Starfsemi félagsins hefst í
kvöld klukkan 20. Spilaður
verður tvímenningur eins
kvölds og skýrt frá fyrirhuguð-
um keppnum til áramóta. Spil-
að er í Þinghól við Álfhólsveg.
XXX
Frá bridgefélagi Reykjavíkur.
Starfsemi félagsins hófst 10.
september og aðaltvímenning-
ur félagsins 17. sept. sl. Spilað
er í sex kvöld og raðað „þvers-
um“ þar til síðasta kvöldið að
tólf efstu spila í A-riðli tólf
næstu í B-riðli og tólf neðstu í
C-riðli. Staða efstu para birtist
síðar í þættinum.
XXX
Frá Tafl- og bridgeklúbbnum
Aðalfundur TBK var haldinn
15. sept. sl. og voru þessir aðilar
skipaðir í stjórn félagsins
næsta keppnistímabil: Eiríkur
Helgason formaður, Helgi
Einarsson varaformaður, Sig-
urjón Tryggvason gjaldkeri,
Kristján Jónasson ritari og
Ingólfur Böðvarsson áhalda-
vörður.
Þá voru tveir félagar
heiðraðir fyrir vel unnin störf í
þágu félagsins, fráfarandi for-
maður, Tryggvi Gislason, hlaut
æðstu viðurkenningu félagsins,
gullmerki, og Haraldur Snorra-
son fyrrverandi gjaldkeri hlaut
Eftir fyrstu umferð í fimm
umferða tvímenningskeppni
Bridgedeild Breiðfirðinga eru
þessir efstir:
Böðvar Guðmundsson og
Kristján Árnason með 288
stig.
Björn Gíslason og
Ólafur Guttormsson 266 stig.
Magnús Björnsson og
Benedikt Björnsson 259 stig.
Eiríkur og Ragnar 249 stig.
Óliver og Óiafur 249 stig.
Gisli og Jón St. 248 stig.
Jón Þ. og Gissur 247 stig.
ívar og Þórarinn 243 stig.
Magnús og Magnús 239 stig.
Kristín og Hafliði 231 stig.
A.G.R.
Sýrlendingar tala
ekki við ísraela
Beirut 24. sept. NTB.
— SÝRLENDINGAR vilja ekki
eiga viðræður við ísraela um
Gólanhæðirnar, sagði utanrfkis-
ráðherrann, Abdelhalim
Khaddam, í dag. Hann sagði að
fréttir um viðræður fulltrúa þjóð-
anna tveggja eða með þátttöku
fleiri þjóða væru ósannar og Sýr-
lendingar myntíu aldrei óska eft-
ir slfkum viðræðum. Khaddam
tók enn dýpra f árinni í yfir-
Iýsingum sfnum en Ayoubi for-
sætisráðherra gerði á mánudag,
en þá sagði hann að Sýrlendingar
vildu ekki fá Golanhæðirnar aft-
ur ef samið yrði um slíkt upp á
sömu skilyrði og Egyptar hefðu
gert varðandi Sinai.
Khaddam, sem er einnig að-
stoðarforsætisráðherra, var í
Beirut til að miðla málum milli
stríðandi stjórnmálasamtaka í
borginni. Þar var allt með kyrrum
kjörum í kvöld, eftir að Karami
forsætisráðherra sagði frá því að
enn eitt vopnahléið hefði verið
samið.
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU