Morgunblaðið - 27.09.1975, Blaðsíða 16
J0 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1975
fltotigtitilklftfrffr
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10 100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80.
Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuðí innanlands.
í lausasölu 40,00 kr. eintakið.
orgarstjórnarflokkur
sjálfstæðismanna i
Reykjavík hefur tekið
ákvörðun um að óska eftir
því við saksóknara ríkisins,
að hann beiti sér fyrir
sakadómsrannsókn vegna
þeirra ásakana, sem hafðar
hafa verið í frammi í garð
borgarstjórnarmeirihlut-
ans vegna úthlutunar lóðar
til byggingarfélagsins Ár-
mannsfells. Að loknum
fundi í fyrradag undirrit-
uðu allir viðstaddir borgar-
fulltrúar og varaborgar-
fulltrúar Sjáifstæðisflokks-
ins bréf til Þórðar Björns-
sonar saksóknara ríkisins
um þetta efni. í bréfi þessu
segir m.a.: „Að undan-
förnu hafa birzt á opinber-
um vettvangi ásakanir um
það, að meint misferli hafi
átt sér stað við úthlutun
lóðar til byggingarfélags-
ins Ármannsfells h/f, sem
samþykkt var í borgarráði
hinn 29. f.m. Borgarráð
hefur samþykkt að skipa
nefnd til að rannsaka málið
en ljóst er af yfirlýsingum
einstakra borgarráðs-
manna, að ekki muni nást
samstaða sú, sem þarf um
skipun nefndarinnar. Það
er því ósk okkar aðal- og
varaborgarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins til yðar, hr.
saksóknari, að þér felið
Sakadómi Reykjavíkur að
kanna hvort saknæmt at-
ferli hafi átt sér stað í sam-
bandi við framangreinda
lóðaúthlutun.“
Það mun einstætt í síðari
tíma stjórnmálasögu á Is-
landi, að stjórnmálaflokk-
ur óski með þessum hætti
eftir sakadómsrannsókn
vegna framkominna ásak-
ana á hinum pólitíska vett-
vangi en sakir þær sem
bornar eru á borgarstjórn-
armeirihluta sjálfstæðis-
manna vegna hins svo-
nefnda Ármannsfellsmáls
eru slikar, að óhjákvæmi-
legt var orðið að óska opin-
berrar rannsóknar á þeim.
I tilefni þessarar beiðni
sagði Birgir fsleifur Gunn-
arsson borgarstjóri í sam-
tali við Morgunblaðið í
fyrradag: „Við borgarfull-
trúar og varaborgar-
fulltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins héldum fund í dag til að
ræða viðhorfin í þeim póli-
tísku árásum sem nú er að
okkur beint. Við urðum
sammála um það, að eftir
yfirlýsingu borgarráðs-
manna minnihlutaflokk-
anna væri ekki möguleiki á
samstarfi um skipan sér-
stakrar rannsóknarnefnd-
ar á vegum borgarinnar,
enda er það mín skoðun
eftir nánari umhugsun að
slík rannsókn eigi bezt
heima hjá rannsóknardóm-
ara.“
f viðtali við Morgunblað-
ið í gær segir Albert Guð-
mundsson borgarfulltrúi
og formaður húsbygginga-
nefndar Sjálfstæðisflokks-
ins m.a. um beiðni þessa
um Sakadómsrannsókn:
„Það var ætlun mín frá því
þetta mál kom fyrir al-
menning frá andstæðing-
um Sjálfstæðisflokksins og
þá sérstaklega í Alþýðu-
blaðinu að fara þess á leit.
að ásakanir þær, sem born-
ar hafa verið fram verði
kannaðar til hlítar og sá
rógburður sem fram hefur
komið í þessu svokallaða
Ármannsfellsmáli verði
kveðinn niður í eitt skipti
fyrir öll. Ákvörðun um op-
inbera rannsókn hefur aft-
ur á móti tafizt, bæði vegna
fjarveru borgarstjóra sem
er forystumaður borgar-
stjórnarflokks sjálfstæðis-
manna og eins vegna fram-
kominnar tillögu frá borg-
arfulltrúa Alþýðuflokksins
í borgarráði um skipun sér-
stakrar nefndar innan
borgarráðs til þess að rann-
saka þær fullyrðingar sem
fram hafa komið í þessu
máli.“
Með greinargerð borgar-
stjóra á blaðamannafund-
inum á dögunum og þeirri
ákvörðun að óska eftir
Sakadómsrannsókn hefur
borgarstjórnarflokkur
sjálfstæðismanna gert
hreint fyrir sínum dyrum.
En hitt er alveg ljóst, að
við Sakadómsrannsókn og
niðurstöður hennar verður
ekki látið staðar numið.
Þær ásakanir sem bornar
hafa verið fram í sambandi
við lóðaúthlutun þessa og
aðrar af því tagi sem
bryddað hefur á síðustu
daga verði væntanlega til
þess að öll fjármál stjórn-
málaflokka og þeirra blaða
sem þeir standa að útgáfu á
verði tekin til skoðunar og
í kjölfar þess settar reglur
um fjármál og fjáröflun
stjórnmálaflokka og blaða
þeirra og strangt eftirlit
tekið upp með því að þeim
reglum verði framfylgt.
Sakadómsrannsókn
| | Nína Björk Árnadóttir:
□ FYRIR BÖRN OG FULL-
ORÐNA. □ Helgafell 1975.
TRÚARLEG yrkisefni hafa
löngum verið skáldum hug-
fólgin. Meðal íslenskra
skálda, sem ort hafa trúarleg
Ijóð, er Nína Björk Árna-
dóttir. Ljóðabók hennar Fyrir
börn og fullorðna fjallar um
Krist. í bókinni eru 30 stutt
Ijóð og mynda þau flokk
Fyrri hluti Fyrir börn og
unglinga er einkum helgaður
myndum úr lífi Krists, en
síðari hlutinn er hvatning að
fara að dæmi hans, reyna að
skilja hvað hann boðaði
Skáldkonan beinir Ijóði sínu
gegn turnum gróðans, lyg-
innar og valdsins. Kristur
hefur sverð á loft og heggur
niður þessa turna. Auðnum á
að deila milli fátækra. Sjálfur
er Kristur byltingin:
Hrópum það — hrópum það
að myrku andliti heimsins
segjum það við kúgaða
manninn
við konur með frost í augum
segjum þaðvið börnin
sem bera hungurmerkin
segjum það við hvort annað
segjum það við hvort annað
að byltingin sé komin
að þú sért kominn
að þú sért kominn
Jesús Kristur
Kristur er sá, sem ..flettir af
okkur blekkingunum / sóp-
ar burt lygunum''. Boðskapur
skáldkonunnar er hiklaus og
einarðlegur:
Nafni mínu
hafið þið breytt
í væmnisstunu
og hann flettir burt
píslarblæjunni
sem við höfum sveipað hann
Bókinni lýkur á ákalli til
fólks um að vakna, fara út og
sá ást: „sáið af alúð og með
tár í augum/sáið — sáið'.
Fyrir börn og fullorðna er
ekki eingöngu vegsömun
Krists, lofgjörð um hann,
heldur áminning til fólks í
heimi illskunnar að glata ekki
kærleikanum, láta orð Krists
vera leiðarljós, ekki helgidóm
án tengsla við lífið. I sumum
Ijóðunum verða orð skáld-
konunnar máttug og gædd
skáldlegu lífi þótt bókin í
heild sé ekki ýkja frumleg:
Hið stóra hlið kærleikans
vildir þú opna öllum
mönnum
ilmþungt
er blóm hins illa
hatrið stóð vörð um blómið
heimsins dómur glotti
við öll hjartahlið
Bðkmenntlr
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
Þetta stutta Ijóð um hlið
kærleikans, hjartahliðin, blóm
illskunnar, hatrið og dóm
heimsins sýnir hvernig unnt
er í knöppu formi að koma
orðum að hugsunum sínum.
En slíkt er aðeins á færi
þeirra, sem náð hafa umtals-
verðum þroska í list sinni.
Fyrir börn og fullorðna eykur
enn hróður Nínu Bjarkar
Árnadóttur og er merkilegt
framlag til trúarlegs skáld-
skapar á (slandi.