Morgunblaðið - 27.09.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1975
23
um höfð. Faðirinn óvenju „músik-
kalskur" og fjölskyldan öll unn-
andi fögrum tónum. Árni tók
hljómlistaráhugann i arf.
Að loknu skyldunámi hóf hann
nám í rafvirkjun og lauk því
ásamt iðnskólanámi. Stundaði
hann þau störf um árabil. Sam-
hliða gerðist hann sýningarstjóri
við Laugarásbíó og gegndi því
starfi til ársins 1971 er hann tók
við rekstri kvikmyndahússins
sem forstjóri og starfaði þar til
dauðadags. Þannig er í stórum
dráttum hinn ytri rammi hins til-
tölulega skamma lífshlaups hins
látna vinar.
Með hverjum einstaklingi býr
annað og meira en að almenningi
snýr, þ.e. einkalífið. Þar var hinn
látni lánsamur. Fyrst í uppeldi
hjá góðum foreldrum. Á unglings-
árunum laus við að lenda í glepj-
andi solli og aðeins 21 árs gamall
að lenda í faðmi sinnar elskulegu
konu Helgu Henrysdóttur Hálf-
dánarsonar og konu hans Guð-
rúnar. Við þau þáttaskil hefst hin
raunverulega sameiginlega bar-
átta ungra, hraustra og dug-
mikilla hjóna við að skapa sér og
sínum lífsskilyrði og framtíðar-
öryggi. Allt gengur það að vonum.
Þeim fæðast 6 mannvænleg börn,
sem reynzt hafa foreldrunum vel.
Tvö eru innan fermingaraldurs,
tvær dætur flognar úr hreiðrinu
til eigin búsetu, hin fjögur heima.
Hinn látni var frá frumbernsku
hæglætur, hugsandi og um-
gengnisgóður. 1 orðinu hæglátur
fellst ekki að hann hafi verið
hægfara, þvert á móti hélt hann
öruggur og lífsglaður baráttunni
við hlið sinnar góðu konu. —
Árangurinn er ekki lítill. Fyrir
allmörgum árum festu þau kaup á
húsinu Bröttubrekku 5 í Kópa-
vogi, sem þau stðan hafa bætt og
prýtt svo að til fyrirmyndar er.
Það ásamt uppeldi 6 barna er átak
til eftirbreytni. Nú voru æsku-
draumarnir allir að rætast. Fram-
tíðin blasti við björt og meira
heillandi en nokkru sinni áður.
Að vísu var menntun barnanna
ekki lokið, en þar var ekkert
áhyggjuefni eins og nú horfði. Þá
brá skugga á. Snemmsumars þ.á.
veikist hann snögglega við vinnu
sína. Gat naumlega hringt í konu
sína og tjáð henni hvernig komið
væri. Hann hafði fengið fyrir-
varalaust hjartaáfall og var flutt-
ur f Borgarsjúkrahúsið, þar sem
hann dvaldi alllengi. Þráin var að
komast heim. Það tókst og líðanin
var allgóð. Jafnvel betri en á
horfðist. Starfsviljinn var
óbreyttur, en starfsþrekið tak-
markað að sögn lækna hans.
Hugurinn var bundinn störfunum
og þeirra vegna var ferðin til
Lundúna farin, sem endaði á
þann veg sem i upphafi þessa
greinarstúfs segir.
Hér hafa snögg umskipti orðið.
Eiginkonan, sem ásamt móður
sinni fór utan til að hitta mann
sinn og dvelja þar með honum,
fór, ef svo má að orði komast, til
að kveðja hann hinztu kveðjunni,
því þar andaðist hann í faðmi
hennar, varð bráðkvaddur. Sorg
hennar og barnanna er mikil og
sár. Þá má ekki gleyma Önnu
móður hans, sem oft hefur horfzt
í augu við skin og skúrir snöggra
umskipta milli lífs og dauða. Hún
er öldruð en sterk og stendur von-
andi þetta áfall af sér eins og
önnur, með hægð og festu.
Minningarnar lifa. Hér er um
ljúfar minningar að ræða, um
góðan son, maka, föður og glaðan
heimilisföður, sem eins og áður
segir, unni góðri hljómlist og
fegurðinni í hvaða mynd, sem
hún birtist.
Um leið og við hjónin og fjöl-
skylda okkar sendum aðstandend-
um okkar innilegustu samúðar-
kveðjur, biðjum við þann sem
sólina skóp að senda vermandi
ylgeisla á framtíðarbraut syrgj-
andi ástvina.
Þorgr. St. Eyjólfsson.
I dag verður til moldar borinn
Árni Hipriksson forstjóri.
Árni var sonur hjónanna önnu
Árnadóttur Wagle og Hinriks
Wagle, sem lézt fyrir tólf árum.
Eftir að hafa lokið rafvirkja-
námi réðst hann sem sýningar-
stjóri hjá Laugarásbíói, og síðar
sem forstjóri, og gegndi hann því
starfi til dauðadags.
Ég, sem þessar línur rita,
þekkti Árna frá því að hann var
10 ára gamall, og féll aldrei
skuggi á vináttu okkar.
Alltaf var hann reiðubúinn að
rétta hjálparhönd ef á þurfti að
halda, og taldi ekki eftir, alltaf
sama ljúfmennið á hverju sem
gekk.
Með Árna er genginn mætur
maður sem ekki mátti vamm sitt
vita, traustur og áreiðanlegur.
I einkalífi var Árni gæfumaður.
Hann var kvæntur Helgu
Henrysdóttur, hinni mætustu
konu og áttu þau sex mannvænleg
börn.
Mikill harmur er nú kveðinn að
fjölskyldu Árna, börnunum sex,
eiginkonu og aldraðri móður
hans.
Orð eru lítils megnug þegar
sorgin ber að dyrum, en með þess-
um línum sendi ég aðstandendum
Árna mínar innilegustu samúðar-
kveðjur, og vona að þeir fái styrk
og þrek til að bera þessa þungu
sorg.
Blessuð sé minning hans.
Anna Clara Sigurðardóttir.
Það er erfitt að gera sér grein
fyrir því, að hann Árni sé horfinn
frá okkur. Þessi maður sem alltaf
gat dregið sólskinsgeislann niður
um skýin. Hann gat alltaf séð
björtu hliðarnar á vandamálum
dagsins. Já, hann var kvaddur
héðan Iangt fyrir aldur fram, kall-
aður burtu frá yndislegri konu,
börnum, ástvinum og
kunningjum. Okkur setur hljóða.
Örlögin verða ekki umflúin og
oft er erfitt að sætta sig við að
góður vinur sem við höfum þekkt
svo glaðan og bjartan skuli svo
skyndilega vera horfinn sjónum
okkar. Menn lýsa ekki vináttu,
menn finna hana. Því finn ég sárt
til og hvarmar vökna er í dag ég
kveð vin minn og samstarfsmann,
Árna Hinriksson. Það er brostinn
hlekkur í keðju góðra sam-
starfsmanna sem vinna að stórum
velferðarmálum Sjómannasam-
taka íslands, sem hafa að mark-
miði að gera ævikvöld aldraðra
sem bezt. Það tekur langan tíma
að græða í hugum okkar það sár
sem okkar samtök urðu fyrir. Sam-
starfsvilji og lipurð hans var svo
mikill, og eigum við Hrafnistu-
menn og konur honum mikla
þökk að gjalda fyrir þann mikla
áhuga sem hann hafði jafnan á að
útvega okkur dægrastyttingu sem
hann lagði til f húsakynnum sam-
taka okkar.
Við hjónin færum konu hans og
börnum, tengdabörnum og öðr-
um aðstandendum innilegar sam-
úðarkveðjur. Ég veit að hann var
öllu fólki sínu umhyggjusamur,
börnum sinum góður faðir og
nærgætinn. Góðar minningar eru
að leiðarlokum meira en allt
annað.
Rafn Sigurðsson
Hrafnistu.
„Skjótt hefúr sól brugðið
sumri“ kom okkur f hug þegar
við, starfsfólkið við Laugarásbfó,
fréttum að Árni Hinriksson, for-
stjóri, hefði orðið bráðkvaddur f
London þann 18. sept. s.l. aðeins
45 ára að aldri.
Við vissum að vísu að hann
gekk ekki heill til skógar en
maður gerir sér sjaldan grein fyr-
ir því, að dauðinn geti verið eins
nálægur og hér varð raunin á.
Við, sem störfuðum með honum
við Laugarásbió minnumst ágæts
starfsfélaga og húsbónda, sem
jafnan vildi allan vanda leysa
með lipurð og sanngirni.
Hann hóf starf sitt sem
sýningarmaður við kvikmynda-
húsið en varð síðan forstjóri, sá
um útvegun mynda og um annað,
er snerti þennan atvinnurekstur.
Þetta starf er ekki eins einfalt
og virðast kann í fljótu bragði. Úr
miklu og misjöfnu er að velja,
hvað kvikmyndir snertir, og
þegar um rekstur kvikmyndahúss
er að ræða ber jafnan að hafa það
f huga, að það geti orðið sem bezt
skemmti- og menningartæki.
Árni Hinriksson skilur eftir í
hugum okkar, sem störfuðúm
með honum, hinar beztu
minningar um ljúfmennsku og
lipurð í starfi.
Þá var hann Iengi starfandi í
félagi sýningarmanna kvik-
myndahúsa (F.S.K.) og honum
var það mikið áhugamál að þessi
störf færu öll sem bezt úr hendi
og að félagsmenn sýndu sem
mesta leikni og kunnáttu f starf-
inu, og fylgdust vel með öllum
nýjungum á þessu sviði, og sjálf-
ur var hann mjög vaxandi maður í
þessu starfi.
Við hörmum það að Arna
Hinrikssyni skyldi ekki verða
lengra lífs auðið og sendum
móður hans, konu hans og
börnum og ástvinum hans öllum
innilegustu samúðarkveðjur og
biðjum þeim styrks og huggunar
við hið sviplega fráfall hans.
Starfsfólk Laugarásbíós.
FH. félags syningarmanna kvik-
myndahúsa (F.S.K.)
Kristinn Evmundsson
Eiríkur Ásgrímsson
Laugarvatni - Minning
Fæddur 3. maf 1952.
Dáinn 20. september 1975.
Eiríkur Ásgrímsson hefur á
sviplegan hátt kvatt sitt jarð-
vistarlíf. Hann var Laugvetn-
ingur, uppalinn í húsinu Rein á
Laugarvatni. Eiríkur var mann-
vænlegur drengur og nú erum við
harmi lostin sem mest og bezt
kynni höfðum af honum.
Ég þekkti Eirfk Ásgrímsson
vegna þess, að hann var nánasti
nágranni minn í tuttugu ög þrjú
ár, eða öll árin sem hann lifði.
Hann var á fyrsta ári er fundum
okkar bar saman að Laugarvatni.
Því er ekki að furða þótt ég sé
harmi slegin og gráti eins og lítið
barn sem hefur misst uppáhalds
gullið sitt.
Fyrst man ég hann bjartan yfir-
litum, í fallegu jólafötunum
sínum, ofurlítið hlédrægan en þó
einarðlegan og skýran. Ég man
systur hans, Guðrúnu, í garðinum
þeirra í Rein er hún sem var
aðeins eldri að árum gætti Eiríks
og Konna bróður hans. Þar voru
þau öll að leik hljóðlát og æðru-
laus og aldrei heyrðist frá þeim
hnjóðsyrði.
Eiríkur var yngsta barn for-
eldra sinna, Ásgríms Jónssonar,
garðyrkjumanns, sem kominn er
út af skagfirzkum fræðimönnum,
og Þorbjargar dóttur séra Eiríks
og Sigurlaugar á Torfastöðum.
Þorbjörg var eina barn foreldra
sinna sem komst til fullorðinsára,
en bróðir hennar, Stefán, andað-
ist um fermingaraldur, þegar
hinn „hvíti huldumaður“ læddist
inn á mörg heimili landsins og
lagði að velli unga fólkið, án þess
að nokkur meðul fengjust til
varnar. Stefán bróðir Þorbjargar
var mjög harmaður af systur
sinni, móður og föður, þótt hljótt
væri um þann harm. Engan
undraði því þótt Þorbjörg léti
sinn elzta son heita Stefán, en
hann er nú við guðfræðinám í
Háskóla Islands.
Eiríkur var sólargeisli sinnar
fjölskyldu, svo og allra annarra
sem honum kynntust. Eftir því
sem ég bezt veit var hann á allri
sinni skólagöngu alltaf á sínum
stað, með hugann við efnið og mér
er ekki kunnugt um nein mistök á
námsferli hans.
Eiríkur bar nafn afa síns, séra
Eiríks á Torfastöðum, en á efri
árum byggðu þau afi hans og
amma hús sitt áfast við Rein, sem
þau nefndu Auðkúlu eftir
bernskuheimili séra Eiríks.
Eirfkur litli fékk ærið verkefni
að vinna, strax og hann komst á
legg, við að snúast i kring um afa
sinn og ömmu. Hann svaraði uppi
öllum þeirra óskum og þörfum
sem lipur og umhyggjusamur afa-
og ömmudrengur. Amma hans
Sigurlaug, vinkona min, talaði oft
fagurlega um þennan einstæða
dreng, sem boðinn og búinn væri
til þess að veita þeim á efri árum
margskonar umönnun og hjarta-
hlýju.
Ef séra Eiríkur ætlaði sér ekki
af og datt í hug að gera eitthvað
sem honum var um megn, til
dæmis að æða út í storm og stór-
hríð, þá var það Eiríkur litli (eins
og v við kölluðum hann meðan
báðir lifðu) með sinni nærgætni
og ljúfmennsku sem fékk afa sinn
til að snúa við. Slíkan einlægan
kærleika og traust báru þeir
nafnarnir hvor til annars.
Eiríkur Asgrimsson var hag-
leiksdrengur. Jafnframt því sem
hann var farsæll námsmaður á
bóklegar greinar fékkst hann af
miklu yfirlætisleysi við ýmis-
konar smíðar en um það vissu
fáir. Fyrir rúmri viku bauð
Ásgrímur faðir hans mér að sjá
litlu íbúðina sem byggð var við
hliðina á Auðkúlu. Þá íbúð
innréttaði Eirikur með aðstoð
skólafélaga úr Menntaskólanum á
Laugarvatni. Eirikur var þá að
lesa undir próf, sem hann tók i
vikunni sem leið, en hann
stundaði nám í islenzkum fræðum
við Háskóla Islands.
Til þess að flýta námi sínu sat
hann og Ias í helgireitnum sinum
á Laugarvatni. Á Laugarvatni
vildi Eiríkur helzt vera og unni
þar fjöllum og byggð hugástum.
Síðast þegar ég sá Eirik var
hann að slá flötina fyrir utan
bernskuheimilið sitt. I sambýli
sínu við jörðina eins og allt annað
var hann mjúklátur og vandvirk-
ur. Nú stendur flötin græn og
slétt og stráin vaxa í átt til himins.
Flötin hefur fengið svo góða nær-
ingu hjá Eiríki. Þótt stráin fölni
áður en þau ná til himins, fölnar
aldrei minningin um góðan
dreng. Ég votta ástvinum hans
fyllstu samuð.
Blessuð sé minning vinar míns
Eiríks Ásgrímssonar.
Jensfna Halldórsdóttir.
Fregnin kom sem reiðarslag.
Eiríkur er dáinn.
Frammi fyrir slíkum tiðindum
skynjum við bezt okkar eigin van-
mátt, I hóp okkar hefur verið
höggvið skarð, sem ekki verður
fyllt. Þessi hægláti drengur var
einhver sterkasti persónuleikinn
í okkar hópi. Margar skemmti-
legar minningar eru honum ná-
tengdar, minningar um gáska og
alvöru námsáranna, um speki
bókmenntanna, um vináttu og
tryggð.
Enga lofgjörð á hér að skrifa,
enda væri það fjarri hans vilja. Sá
sem leitar hins góða í fari sér-
hvers manns, hlýtur að hafa áhrif
á þá sem hann umgengst.
Eiríkur vildi hvers manns götu
greiða, slíkt var honum sem innri
þörf.
Þegar við lítum yfir farinn veg
S.l. sunnudag barst mér sú
fregn að tveir nemendur mínir
hefðu farist í bifreiðarslysi. Við
slíka fregn verður mönnum að
sjálfsögðu orða vant, svo átakan-
legt er að sjá unga menn hrifna
brott þegar æskuvorið stendur
sem hæst og manndómsárin fram-
undan. Ég vil þó ekki láta hjá líða
að reyna að minnast hinna látnu
með örfáum orðum.
Eiríkur Ásgrímsson var fæddur
að Laugarvatni 3. mai 1952 og átti
hér heima alla ævi. Hann lauk
stúdentsprófi frá Menntaskól-
anum að Laugarvatni vorið 1973
og stundaði síðan nám við Há-
skóla íslands. Hann var vaxandi
námsmaður og efldist jafnt og
þétt, þroskaðist á þann hátt i
námi sem oft er affarasælast.
Eiríkur var óvenju elskulegur
piltur i framkomu, prúður og
glaðvær. Þegar í bernsku vann
hann hug og hylli allra heima-
manna hér á Laugarvatni og
óhætt er að fullyrða að á því varð
engin breyting þegar hann óx upp
og varð fulltíða maður. Ljúf-
menni var hann í öllum sam-
skiptum, einkar geðþekkur nem-
andi sem átti óskorað traust fé-
laga sinna og kennara.
Sveinn Gunnarsson var fæddur
í Keflavík 7. ágúst 1955. Hann var
nemandi í Menntaskólanum að
Laugarvatni 1971—75 og lauk
stúdentsprófi s.l. vor. Sveinn var
drjúgur námsmaður og fór vax-
andi. Þroski hans og framfarir
virtist mér koma best í ljós siðasta
vetur hans hér og duldist engum
að hann var gott mannsefni.
Framkoma hans var óvenju ljúf-
mannleg, hann var glaðvær og
brosmildur dagfarslega en undir
hinu glaðlega yfirborði bjó djúp
og rifjum upp samskipti okkar við
Eirík, er eins og hann hafi alltaf
verið til. Byrjunina merkjum við
vart, en hann skipaði sífellt
stærra og stærra rúm í hugum
okkar.
Erfitt er að hugsa sér Laugar-
vatn án Eiríks. Til hans vorum við
alltaf velkomin og þangað sóttum
við. I Rein var oft glatt á hjalla og
hann hrókur alls fagnaðar. Hann
var unnandi íslenzkrar tungu og
vel heima í mörgum fræði-
greinum.
Tilfinningar okkar á þessari
stundu megna orð ekki að tjá. Við
munum sakna hans sárt, en þótt
holdið sé horfið mun minningin
lifa.
Foreldrar hans og systkini sjá
nú á bak ástkærum syni og bróð-
ur. Við vottum þeim innilega sam-
úð okkar og biðjum alla góða
vætti að styrkja þau og hugga.
Bekkjarsystkin
frá Laugarvatni.
íhygli. Góðvild mótaði skapgerð
hans og aflaði honum vináttu og
trausts.
Ég hugsa til þessara ungu nem-
enda minna með söknuði sem ein-
göngu er blandinn ljúfum minn-
ingum. Foreldrum þeirra og öðr-
um ástvinum sendi ég innilegar
samúðarkveðjur og bið þess að
minningin um góða drengi megi
varpa birtu í huga þeirra og sefa
sorgir,
Kristinn Kristmundsson.
ATHYGH skal vakin á þvf, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á I mið-
vikudagsblaði, að berast 1 sfð-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera f sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með gððu
Ifnubili.
Eiríkur Ásgrímsson og
Sveinn S. Gunnarsson