Morgunblaðið - 30.10.1975, Blaðsíða 21
MORG UNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKT0BER 1975
21
Siglfirðingar óskuðu
ekki eftir tunnusmíði
— segir síldarútvegsnefnd
MORGUNBLAÐINU barst f gær
eftirfarandi fréttarilkynning frá
sfldarút vegsnef nd:
All mikils misskilnings hefur
gætt f fjölmiðlum undanfarið
verðandi innlenda smíði og
innflutning á tunniim til síldar-
söltunar á yfirstandandi vertíð.
Af þvf tilefni telur Sfldarútvegs-
nefnd, sem fer með stjórn Tunnu-
verksmiðja ríkisins nauðsynlegt
að upplýsa eftirfarandi:
Hinn 27. febrúar s.l. var Bæjar-
stjórn Siglufjarðar og Verkalýðs-
félaginu Vöku á Siglufirði ritað
bréf, þar sem leitað var álits
þessara aðila á þvf, hvort þeir
teldu æskilegt að tunnufram-
leiðsla yrði hafin á ný á Siglufirði
og þess óskað að svör bærust sem
allra fyrst. Þrátt fyrir ítrekaða
beiðni höfðu engin svör borizt, er
stjórn Tunnuverksmiðja ríkisins
fjallaði um þessi mál á sérstökum
fundi 29. maí s.l. og var Bæjar-
stjórninni og Verkalýðsfélaginu
þá ritað á ný og óskað eftir að
áltisgerð þessara aðila bærist eigi
síðar en 20. júní.
Þann 6. júni barst svarbréf frá
Verkalýðsfélaginu Vöku, þar sem
félagið lagði til, að tunnufram-
leiðsla verði ekki tekin upp á
Siglufirði að sto stöddu eða a.m.k.
ekki fyrr en Húseiningar h/f, sem
fengið höfðu Tunnuverksmiðju-
húsið á leigu, hefðu möguleika á
að flytja í eigið húsnæði. I
svarinu segir jafnframt orðrétt:
„Vér teljum það ekki óraun-
hæft meðan ekki er séð, hve mikil
þörf er fyrir slldartunnur, að
doka við með framleiðslu þeirra
eitt til tvö ár, jafnvel þótt flytja
þyrfti inn nokkurt magn..
Undir bréf þetta ritar Óskar
Garibaldason fyrir hönd Verka-
lýðsfélagsins Vöku.
Frá Bæjarstjórn Siglufjarðar
hafa engin svör borizt ennþá.
Með tilliti til framanritaðs hefir
megnið af þeim tunnum, sem
ætlaðar eru til sfldarsöltunar á
yfirstandandi vertíð verið flutt
inn.
Meðan Tunnuverksmiðjur
Lélegur afli
í reknetin
Reyðarfirði 28. okt.
I NÓTT var saltað hjá síldar-
söltun GSR. Saltað var úr Faxa-
borg frá Hafnarfirði. Síldin var
flutt á bílum frá Eskifirði I
kössum til Reyðarfjarðar. Upp-
saltaðar tunnur voru 150, þar af
l'l tunnur úr bátunum Gunnari og
Snæfugli. Gunnar og Snæfugl eru
á reknetaveiðum og hefur þeim
gengið mjög illa. Bátarnir hafa
verið í stöðugu úthaldi og komið
með 4—10 tunnur eftir viku úti-
veru. Búið er að salta 350 tunnur I
allt slðan reknetaveiðar hófust
um miðjan september. Hér er gott
veður en kalt. — Gréta.
rikisins störfuðu var jafnan
fluttur inn verulegur hluti þeirra
tunna, sem notaðir voru til síldar-
söltunar og var verð þeirra komið
á söltunarhafnir mun lægra en
verð á íslenzkum tunnum.
Til frekari upplýsinga skal þess
getið að fjórðungur áætlaðs skips-
hliðarverðs á tunnum þeim, sem
nú eru fluttar inn er innlendur
kostnaður, svo sem flutnings-
gjald, uppskipun ofl. Allar
tunnur þær, sem keyptar eru
erlendis frá, eru fluttar inn með
fslenzkum skipum.
Samkvæmt áætlun um innlendá
tunnusmlði, sem gerð var á veg-
um Tunnuverksmiðja ríkisins I
byrjun þessa árs, var rúmlega
60% af framleiðsluverði efnis-
kostnaður, sem kaupa verður
erlendis frá. Vinnulaun voru
áætluð rúmlega 20% af fram-
leiðslukostnaðarverði.
Vitlausir
kommúnistar
I MORGUNBLAÐINU 25.10 var
birt Itarleg frásögn af útifundi
kvenna.
Kom þar fram að ýmis félaga-
samtök sendu fundinum kveðjur
og stuðningsyfirlýsingar. M.a. var
getið kveðju frá Kommúnista-
samtökunum (marxistum-
lenlnistum) I Rvk. ogá Akureyri.
Þetta er ranghermi. Um er að
ræða kveðju Einingarsamtaka
kommúnista marx-lenfnista) I
Rvk. og á Akureyri — EIK (m-
1).
Þau samtök voru stofnuð I
janúar 1975 og gefa út Verkalýðs-
blaðið.
Pfpulagningamenn kynna sér Danfoss-ofnhitastiilinn.
Hægt að spara allt að 30% 1 hitunar-
kostnaði með ofnhitastilli Danfoss
AÐ undanförnu hefur veriS lagt
mikiS kapp á að nota sem minnsta
orku til upphitunar húsa vegna
hinna miklu hækkana, sem orSiS
hafa á hvers konar hitagjöfum.
Margt fólk hefur látiS setja sár-
staka hitastilla á ofna I húsum
slnum og meS þvi er hægt aS
spara 10—30% af upphitunar-
kostnaSi. Um þessar mundir er
DanfossfyrirtækiS danska meS
sérstaka kynningu á þvl. hvernig
spara megi hitakostnaS meS þvl
aS nota stillitæki frá fyrirtækinu
og I slSustu viku sóttu 130 pipu-
lagningamenn námskeiS hjá um-
boSi fyrirtækisins hér á landi, sem
er HéSinn h.f., og ennfremur voru
um 100 verk- og tæknifræSingar á
kynningarfundi hjá fyrirtækinu, en
tveir danskir sérfræSingar sáu um
þessa kynningu I húsakynnum
HéSins.
Glsli Jóhannsson hjá HéSni
sagSi I samtali viS MorgunblaSiS,
aS spamaSur viS notkun sjálf-
virkra hitastilla væri Ijós, þegar
haft væri I huga, aS á fslandi væru.
yfir 50 þúsund IbúSir og næmi þaS
engum smáupphæSum, ef hægt
væri aS spara hitakostnaS um
10—30% I þeim öllum. Hvert
hitastig I upphitun, sem er um-
fram 20 stig á celslus, kostar
5—7% I auknum hitakostnaSi.
Þannig kostaSi 25—35% meira
aS hafa hitann 5 stigum hærri en
eSlilegt gæti talizt.
Hann sagSi, aS Danfoss-
ofnstillirinn tæki tillit til hita, sem
kæmi frá sólskini, Ijósum, raf-
magnstækjum og fólki, sem er I
herbergjunum. Þessi hiti nemur
aS jafnaSi á milli 10—15% af
árshitagjöfinni. Þegaf hitéstig I
herberginu hækkaSi vegna ein-
hverra utanaSkomandi áhrifa,
minnkaSi rennsli um ofninn 1 her-
berginu. Þá væri þaS einn af kost-
um ofnhitastillanna, aS auSvelt
væri aS setja þá I staS gömlu
handstilltu krananna I eldri hús-
f samtalinu viS Gtsla kom þaS
fram, aS Danfoss er stærsta iSn-
fyrirtæki Danmerkur og vinna 12
þús. manns hjá þvl. FyrirtækiS var
stofnaS áriS 1933. en nú er þaS
starfandi I mörgum löndum og
rekur verksmiSjur I Kanada, Ind-
landi og V-Þýzkalandi, en alls
starfa um 12 þúsund manns hjá
fyrirtækinu. — FramleiSsla fyrir-
tækisins er á sex vinnslulinum.
Fyrst ber aS nefna stillitæki fyrir
kælikerfi og hitakerfi, sérstakar
sjálfstýringar fyrir ollubrennara og
katla, framleiSsla á ýmsum hlut-
um til fiskiSnaSar og landbúnaSar
og þá fyrst og fremst stýritæki,
margs konar rafbúnaSur og rofar
til iSnaSar og framleiSsla á kæli-
vélum fyrir kæliskápa.
AS sögn Glsla liggja nú fyrir hjá
Efnahagsbandalagi Evrópu at-
huganir nefndar, sem rannsakaS
hefur hvernig lækka mætti hita-
kostnaS og spara þar meS orku.
NiSurstaSa nefndarinnar er sú. aS
meS hitastýringu þar sem hitanum
er stjórnaS meS hitastilli I hverju
einstöku herbergi, náist ekki
minna en 10% sparnaSur.
Æ fleiri þjóSir veita þvl nú meiri
athygli, hvaS kostar aS hita upp
hús vegna hins hækkandi verSs á
orku. Til dæmis má nefna, aS I
Finnlandi verSur aS setja ofnhita-
stilla I öll IbúSarhús ef veitt er lán
til byggingar hússins úr opinber-
um sjóSum. Margar þjóSir veita nú
ýmis frlSindi þeim húsbyggjend-
um, sem stuSla aS lækkuSum
hitakostnaSi I húsum slnum.
Venjulega er þaS gert meS ofn-
hitastillum, bættri einangrun og
tvöföldu gleri.
Ekki eru allar
ferðir til fjár
UM FYRRI hclgi var stolið for-
láta jeppakerru við smábátahöfn-
ina I Hafnarfirði. Kerran er I eigu
gamals manns sem mátti illa
missa hana.
Þegar rannsókn máls þessa
hófst kom i leitirnar vitni sem
kvaðst hafa séð jeppa úr Reykja-,
vlk bakka upp að kerrunni, út
hljóp maður sem tengdi hana I
jeppann og slðan var ekið brott I
snarhasti. En ekki eru allar ferðir
til fjár, því stuttu eftir lenti jepp-
inn I hörkuárekstri á mótum
Hafnarfjarðarvegar og Vlfils-
staðavegar. Þegar farið var að
yfirheyra mennina I jeppanum
vegna árekstursins var m.a. spurt
um kerruna og kom þá það rétta I
ljós og gamli maðurinn fékk kerr-
una sína.
Já, það er staðreynd að nú er rauða rósin ekki lengur grá
— hún er eðlilega rauð í PHILIPS litsjónvarpstækjum.
Þau sýna þér eðlilegustu litina. Heimilistæki sf. býður þér
fullkomna þjónustu og sérþjálfaða viðgerðarmenn.
PHILIPS kanntökin átækninni
heimilistæki sf
Sætúni 8 — Hafnarstræti 3