Morgunblaðið - 30.10.1975, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÖBER 1975
t
Maðurinn minn
INGÓLFUR ÖRN ÁSBJÖRNSSON
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 31. október kl
13 30
Arnþrúður Sæmundsdóttir.
Móðir okkar,
HERDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR,
frð Ulfsá,
lézt að Sólvangi 28 október
Systkinin.
Bróðir okkar
t
GUÐMUNDUR GUÐJÓNSSON
fyrrverandi verkstjóri,
Kleppsveg 42.
verður jarðsungin frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 1. nóvember kl.
2
Guðjón Guðjónsson.
Dagbjartur Guðjónsson.
t
JÓHANN MATTHÍASSON
frá Jónsseli
verður jarðsettur frá Prestsbakkakirkju laugardaginn 1. nóvember kl
13,30
Vandamenn.
t
Kveðjuathöfn um eiginkonu mína,
FRIÐDÓRU FRIÐRIKSDÓTTUR,
frá Ólafsvfk,
fer fram frá Fossvogskirkju faugardaginn 1 nóv n.k. kl. 10,30
Jarðsett verður frá Ólafsvíkurkirkju mánudaginn 3. nóv. n.k. kl. 1 3,30.
Ari Bergmann og börn.
t
Elskuleg eiginkona min og móðir
SIGURRÓS JÓNASDÓTTIR
Sæviðarsundi 32,
andaðist á heimili sínu mánudaginn 27.10
Jarðarförin auglýst síðar
Hrólfur Gunnarsson og börn.
t
Ég þakka innilega öllum, sem sýndu mér vináttu og samúð við andlát
og útför dóttur minnar
ÁSLAUGAR RÖGNVALDSDÓTTUR
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á Landakotsspítala.
Anna Sigurðardóttir
Hólavallagötu 3
Lokað vegna í dag jarðarfarar
VERZLUN BENÓNÝS.
Minning:
Ingibjörg Jónsson
fgrrum ritstjóri
F. 1. febrúar 1896.
D. 22. október 1975.
Nýlátin er vestan hafs Ingi-
björg Jónsson, fyrrum ritstjóri
Lögbergs-Heimskringlu, 79 ára að
aldri.
Ingibjörg eða Ingibjörg Mar-
grét, eins og hún hét fullu nafni,
fæddist á Mikley í Winnipegvatni
1. febrúar 1896, dóttir Vilhjálms
Sigurgeirssonar bónda og útgerð-
armanns þar á eynni og konu
hans, Kristínar Þóru Helgadóttur.
Hún var dóttir Helga Sigurðar
Tómassonar bónda á Reynistað í
Mikley, frá Hermundarfellsseli í
Þistilfirði, og konu hans Margrét-
ar Þórarinsdóttur frá Vestara-
landi í Axarfirði.
Foreldrar Vilhjálms voru Sig-
urgeir Jakobsson prestur á Grund
I Eyjafirði (d. 1887) og kona
hans, Ingibjörg Jónsdóttir. Hún
fluttist eftir lát manns sfns vestur
um haf með stóran barnahóp,
settist að í Mikley og lézt þar 5.
ágúst 1926.
Það kom i hlut Ingíbjargar
yngri að standa fyrir búi með
föður sínum eftir lát móður sinn-
ar 1907, en seinna fór hún til
náms og lauk kennaraprófi 1921.
Hún kenndi I barnaskólum og
miðskólum bæði I Manjtoba og
Saskatchewan á árabilinu
1921—1938, en dvaldist á íslandi
1935—36 og kenndi þann vetur
við Samvinnuskólann í Reykja-
vík.
Sumarið 1938 urðu þáttaskil í
ævi Ingibjargar, er hún giftist
Eihari Páli Jónssyni skáldi og rit-
stjóra, er flutzt hafði vestur um
haf 1913, varð ári síðar aðstoðar-
ritstjóri Lögbergs og aðalritstjóri
1926.
Árið sem þau giftust gerðist
Ingibjörg kennari við Laugar-
dagsskóla Þjóðræknisfélagsins i
Winnipeg og gegndi því starfi til
1952, þar af tólf ár sem skóla-
stjóri. Hún átti sæti 1 stjórn Þjóð-
ræknisfélagsins 1942—1956, fyrst
sem vararitari og siðan, 1951—
1956, sem ritari.
Þau Einar Páll og Ingibjörg
voru mjög samrýind og áttu mörg
sameiginlega áhugamál, enda
dró brátt að því, að hún færi að
vinna að blaðinu með Einari og
varð hún 1944 ritstjóri kvenna-
síðu Lögbergs. Kom þá í ljós, að
hún var hið bezta ritfær á ís-
lenzka tungu og i rauninni fædd-
ur blaðamaður. Kvennadálkar
blaðsins urðu vinsælt lesefni, og
eftir því sem á leið, lét hún æ
meira að sér kveða við blaðið,
varð aðstoðarritstjóri 1956, og við
sameiningu vikublaðanna is-
lenzku i Winnipeg 1959 varð hún
ritstjóri hins nýja blaðs, Lög-
bergs-Heimskringlu.
Ingibjörg kom til Islands öðru
sinni sumarið 1946 ásamt Einari
Páli manni sínum, en ríkisstjórn
Islands bauð þá ritstjórum beggja
íslenzku vikublaðanna og ræðis-
manni Islands í Winnipeg ásamt
eiginkonum hingað heim, og varð
sú för þeim öllum til mikillar upp-
lyftingar og uppörvunar.
Einar Páll orti mörg fögur ljóð í
þeirri ferð eða I minningu henn-
ar, og skulu hér birt þrjú siðari
erindi kvæðisins Við heimsókn I
Jökuldal 1946:
Ég finn það glöggt, að hér er
heilög jörð,
að hér bjó traustur stofn um
aldaraðir,
að lands vors Guð, minn mikli,
máttki faðir,
um mannsbarn hvert og dalinn
heldur vörð.
Ég ber fram mína bæn og þakkar-
gjörð,
er brosa við mér frændahópar
glaðir.
Ég kem í Hofteig, kvöldið
líður fljótt,
og konan strýkur tár af mínum
hvarmi
og veit, að ég er brot
úr heiðaharmi —
í hjartslátt Jöklu styrk frá
æsku sótt.
Við vökum alsæl eina útinótt,
unz austrið fyllir nýrra
morgna bjarmi.
Og litla kirkjan lýsir enn í dag, —
und leiðum hvílast sveitir
ferðamóðar;
nú ganga að verki aðrar
æskurjóðar
með annan svip og frjáls-
mannlegri brag.
Hér finnst mér eins og sérhvert
ljóð og lag
sé lofsöngur f ævi frjálsrar
þjóðar.
Ingibjörg kom þriðju förina til
Islands, 1962, eftir að hún var
orðin ritstjóri Lögbergs-
Heimskringlu, í það skipti i boði
Vestmannaeyjakaupstaðar, er
bauð henni sem Mikleying til Is-
lands. Ingibjörg dvaldist I hinu
bezta yfirlæti nokkra sumardaga í
Eyjum, en ferðaðist jafnframt
víða um land. Varð þessi för mjög
til að efla hana í ritstjórastarfinu,
því að sambandið við ísland er
ekki lítill þáttur í því. Þá jók það
mjög á gleði hennar, að Þóra syst-
ir hennar slóst i förina með henni,
en hún hafði aldrei komið til Is-
lands fyrr.
Ingibjörg kom enn einu sinni til
Islands 1969 og þá til að annast
um nýja útgáfu ljóðasafns Einars
Páls Jónssonar, er nefnt var Sól-
heimar, en Einar lézt 1959.
Ingibjörg var komin á áttræðis-
aldur, þegar hún lét af ritstjórn
Lögbergs-Heimskringlu, skildi, að
rétt væri, að önnur yngri tæki við.
Var hún þá gerð að heiðursrit-
stjóra, en annar heiður, sem
henni veittist og hún mat mjög
mikils, var, að hún var gerð heið-
ursfélagi í Blaðamannafélagi Is-
lands.
Ingibjörg dvaldist síðustu ævi-
ár sín á Islenzka elliheimilinu I
Selkirk. Hún lézt 22. október sl.,
á þeim degi. þegar liðin var ná-
kvæmlega öld frá þvi * er
Islendingar tóku land skammt
sunnan Gimli á vesturströnd
Winnipegvatns.
Finnbogi Guðmundsson.
Hjónaminning:
Sigríöur Guðmimdsdótt-
ir og Hörður Gestsson
Sigrfður f. 24. febrúar 1909, d. 19.
okt. 1975.
Hörður f. 2. okt. 1910, d. 6. marz
1975.
Þá hefur nú Sigríður mín
+
Bróðir minn
GUÐMUNDUR
GUOJÓNSSON
frá Seljalandi,
Vestmannaeyjum.
er látinn
Fyrir hönd sona og annarra
ættingja hins látna
Þorsteinn Guðjónsson.
„gengið til skips“ og fylgt Herði.
Reyndar urðu þau ekki samskipa,
hann var farinn á undan. Eftir
svo löng og skemmtileg kynni min
af þeim hjónum, finnst mér að
rómantíkin sé ennþá með I spil-
inu, jafnvel á næsta tilverustigi.
Ég hef séð Hörð i anda með sitt
sérstæða bros, bíða á ströndinni
hinum megin, eftir þeim farkosti
sem flutti Sigríði til hans. A 4.
áratug þekkti ég Hörð og Sigriði
saman og á því margar ógleyman-
legar minningar frá þeim kynn-
um. Á meðan allt lék f lyndi var
ekkert sögulegt við það að vera
kátur og skemmtilegur. En sið-
ustu tólf sjúkdómsárin, þegar
leiðin lá milli sjúkrahúsa erlendis
og hér heima, þá sætti furðu
hvernig Hörður tók örlögum
sínum með bros á vör, og með það
eitt markmið að gleðja þá
sjúklinga sem hann umgekkst.
Slíkt er fáum gefið. Margir muna
hann þegar hann tók þátt í að
skemmta á kvöldvökum í Hvera-
gerði. Þá fór hann á kostum. Orð-
heppni hans og kfmnigáfa áttu
sér fáar hliðstæður. Ekki er ég
fróð um ætt Harðar og uppruna.
Foreldrar hans voru Helga Lofts-
dóttir og Gestur Guðmundsson.
Hörður var tvíkvæntur og átti
tvær dætur með Ragnheiði fyrri
konu sinni, þær Vilborgu og
Helgu. Þau Sigríður áttu engin
börn saman.
Sigriður var Vestfirðingur, svo
hana þekkti ég frá unga aldri.
Hún fæddist á Nýjabæ i Tálkna-
firði. Elst þriggja barna hjónanna
Valgerðar Jónsdóttur og
Guðmundar Jónssonar. Hin syst-
kinin eru: Geirlaug saumakona og
Jón myndlistarkennari, mikill
listamaður og faðir brúðuleikhúss
á tslandi.
Valgerður og Guðmundur voru
sjálfmenntað listafólk af Guðs
náð. Hún þessi mikla hannyrða-
kona, hann listasmiður á eigin-
lega hvað sem var, hús, báta,
rokka og ýmsa fagra muni, sem
hann nostraði við svo af bar. Því
var það ekki að undra, að börnun-
um væri þetta i blóð borið.
Sigríður var mikil hannyrðakona,
og hafði ríkan fegurðarsmekk.
Blóm elskaði hún og var natin við
að rækta þau. Þar voru þau
Hörður sannarlega á sömu línu,
hvað viðvék snyrtimennsku og
vandvirkni.
Mér hefur verið það mikill
ávinningur, að eiga vináttu þessa
úlfaraskreytingar
blómouol
Groðurhusið v/Sigtun simi 36770