Morgunblaðið - 30.10.1975, Side 33

Morgunblaðið - 30.10.1975, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÖBER 1975 33 VELA/AKAIMIDI Velvakandi svarar I sfma 10-100 kl. 14— 1 5, frá mánudegi til föstu- dags. 0 Heyrist hljóð úr horni Þessa fyrirsögn setur Skúli Ólafsson, Klapparstíg 10, bréfi sínu, og segir síðan. „Danir mótmæla 200 mílna út- færslunni, en þessi mótmæli eru ekki vegna hagsmuna Grænlend- inga og Færeyinga, þar sem ibúar þessara landa vilja útfærslu hjá sér, en Danir hafa átt samleið með Þjóðverjum, eins og þeir hafi verið innlimaðir i Stór-Þýzkaland. Innlimun Grænlands í Danmörku eftir seinni heimsstyrjöldina, án samþykkis íbúa Grænlands, sem voru lýstir allsleysingjar, án tilkalls til Grænlands, varð til þess að Portúgalar gátu sýnt fram á hræsni Dana í nýlendumálum, en við þögðum þunnu hljóði. Önnur „vinaþjóð" okkar hefur heldur betur átt þátt i efnahags- erfiðleikum á Islandi. Norðmenn nota oliugróða sinn til þess að undirbjóða fiskafurðir svo að litlar líkur eru á að kostnaðarverð fáist fyrir sjávarafurðir á næstunni. Við verðum þess vegna fyrst og fremst að vara okkur á „vinum“ okkar, þar sem efna- hagslegt sjálfstæði er undirstaða alls sjálfstæðis. Jafnframt verðum við að gera okkur ljóst að við getum ekki átt samvinnu við nálæg orkuveldi t.d. Noreg eða Bretland, um orkumál á íslandi. Orka frá islandi yrði aðeins vara- vara skeifa, og allur samdráttur Ienti á útibúinu á Islandi. Hótun Breta um að halda ryðkláfunum 100 (voru 140 fyrir 2 árum) á Íslandsmiðum, þar til yfir lýkur, er eins og óværa, sem smám- saman má losna við, en lang- varandi orkusamningar við keppi- nauta okkar í orkuframleiðslu gæti orðið banabiti okkar. Skúli Ólafsson." 0 Lofið manninum að sálast í friði! Kona hafði samband við Velvakanda og sagðist vera orðin alveg hissa á fréttaflutningi af andarslitrum Francos hins spánverska. Hún sagði: „Þið blaðamenn eigið bara að lofa manninum að sálast í friði. Hann deyr ekkert fyrr þótt sagðar séu fréttir af veikindum hans kvölds og morgna og um miðjan dag. Að mínu viti hefði vel mátt segja frá þvi er hann veiktist og veikindin komust á svo alvarlegt stig, að honum varð ekki hugað líf, en það gekk eftir breiðum gangstfgunum og virti með hálfuni huga fyrir mér legsteinana og ðletranir á þeim með nöfnum kvenna, barna og karia sem löngu voru dðin og hvfldu f moldu. Á gömlum og þreytulegum steini stóð mðð ðletrunin „Ég veit að lausnari minn Iifir“. Við marga legstaðina voru jólagreinar og kransar sem komið hafði verið fyrir vegna jólahðtfðarinnar. Allt var svo indælt og friðsælt og ég reikaði þarna um f þungum þönkum án þess þó að gera mér grein fyrir þvf nákvæmlega hvað ég var að hugsa um. Hár og áberandi legsteinn dró að mér athygli sfna og ég gekk nær gröfinni, sem umlukt var jðrngrindverki og las: „Gerhard Motander forstjóri“, og sfðan fæðingardagur og dánardægur og af þvf gat ég dregið þð ðlyktun að forstjórinn hafði verið mun yngri en hin viljasterka og ákveðna eig- inkona hans. Cg hafði ekkí enn komið auga á gröf Guðrúnar Ekstedt og ég gekk stefnulaust áfram eftir mjóum stfg sem lá f ðttina að kirkjunni. Og þá — einmitt þegar hugsanir mfnar voru vfðsfjarri Barböru og er satt að segja fullmikið af þvi góða að þurfa næstum að fylgjast með dauðahryglu þessa öldungs, sem nú er kominn að fótum fram. Þið blaðamenn ættuð að reyna að vera svolftið smekklegir." 0 „Trúi þvf ekki fyrr en ég má til“ Ölafur Vigfússon, Hðvalla- götu 17, skrifar: „Eitt er það, sem maður hefur rekið sig á f blöðum stjórnarand- stöðunnar, en það eru fullyrðing- ar um, að fjárlagafrumvarp það, sem nú hefur verið lagt fyrir Alþingi, gefi ótvírætt til kynna lækkanir á ellilífeyri og örorku- bótum. Það er að visu talað um lækkun á almannatryggingum. En mér dettur ekki f hug, að það gerræði sé í vændum. Ég veit, að sparnaður er nauðsyn, en að minnka framlög til elli- og örorku- þega er helber skammsýni því að á þessum vettvangi má ekkert skerða. Já, ég gerðist svo djarfur að halda því fram, að heldur þyrfti að auka en skerða þessa liði, sem ég hefi á minnzt. Þó talað sé um samdrátt hjá almannatryggingum í fjárlagafrumvarpi hæstvirts fjármálaráðherra, geri ég ráð fyr- ir, að þar eigi hann við einhvers konar hagræðingu eða tilfærslur. Ég trúi þvf ekki að hæstvirt rikis- stjórn baki sér þá skelfilegu óvild, sem Iækkun á þeim liðum, sem fyrr er getið mundi valda. Þessi orð mín um þetta efni eru ekki einvörðungu skrifuð af því að ég er styrkþegi, heldur af þvf að ég sé hversu miklum úlfaþyt þetta mundi valda og að þetta yrði mjög svo kærkomið árásarefni af hálfu stjórnarandstæðinga. Min lokaorð eru því þessi til hæstvirtrar rfkisstjórnar: Ljáið ekki andstæðingum ykkar vopn í hönd. Með vinsemd, Ólafur Vígfússon.“ 0 Bjórinn er bölvaldur Það er að minnsta kosti skoðun Arna Helgasonar í Stykkishólmi, sem skrifar: „Alltaf berst niðurrifsöflunum liðsauki varð mér að brði þegar ég las Velvakanda s.l. laugardag. Þar kemur óreynd og lfklega saklaus 19 ára stúlka fram á ritvöllinn til að dásama nytsemi bjórsins og verkun hans á norska æsku. Ein- hver slykja er sjálfsagt fyrir aug- um hennar, því vart trúir maður að reynd kona, Hjördfs Gunnars- dóttir, sem ritaði varnarðarorð um bjórinn í Mbl. i sumar og sagði frá sinni byggð, viti ekki hvað hún er að segja. Skyldi þessi 19 ára fylgjast svo vel með öllu, sem gerist f jafnstórri borg og Þránd- heimur er, að hún geti fullyrt að þar sé allt f lagi og að manni skilst einna helzt að bjórinn sé menningarlegur uppalandi þarna í Þrándheimi. Ég þekki einnig fólk í Þrándheimi, sem hefir allt aðra sögu að segja. Fólk, sem starfað hefir að bindindismálum árum saman og hefir séð bjórinn verða þess valdandi, að menn hafa á skammri stund farið lengra og lengra í óregluna. Enda þarf engum blöðum um það að fletta, að hvar sem bjórinn fer eða flýtur skilur hann eftir sig för og sum óafmáanleg. Fyrir utan allan sóðaskapinn sem af bjórþambi leiðir. Við þurfum ekki að fara lengra en til Finna. Skýrslur þeirra í þessum efnum segja sína sögu. Enda þar sem bjórinn hefir komið hefir hann aðeins orðið við- bót við allt hitt og enga sögu hefi ég þekkt sem sagt hefir frá að dregið hafi úr áfengisnautn við komu bjórsins, enda væru bjór- þambarar og brennivísunnendur búnir að koma með feitletraðar fyrirsagnir í blöðin ef slikt væri til staðar og eins er ég þess full- viss að ef bjórinn væri slikur áfengis- og eiturnautnaþurrkari eins og vinir hans og aðdáendur láta skina íj væru ráðamenn þjóðarinnar búnir að fá þetta snjallræði inn i landið. Nei ég hefi enga sögu eða sögn um það heyrt að bjórinn hafi hjálpað á nokkru sviði nema á sviði eyðileggingar og sóunar bæði tíma og verðmæta. Það er kannski gott út af fyrir sig. En fullyrðingar 19 ára stúlku verða að vera betur rökstuddar en i þessari grein ef þær takast eiga alvarlega. Þetta leiðir hugann svo að því að þegar baráttan stóð um afnám bannlaganna haustið 1934, þá man ég sérstaklega eftir einum prófessor sem sagðist ekki vera í vandræðum með að leggja dreng- skap sinn að veði fyrir þvi að ef bannið væri afnumið myndi allt smygl hverfa, bruggun ekki þekkjast, vinmenning halda inn- reið sína samkvæmislífið batna, lögreglan verða atvinnulítil o.s.frv. Hann lifði þvi miður ekki að sjá alla þessa vinmenningu sem nú streymir um allt á voru landi, en mér hefir oft dottið i hug síðan hvernig hann myndi tala og skrifa ef hann væri meðal okkar í dag. Arni Helgason." Vonandi verður Velvakandi ekki settur á bekk með niðurrifs- öflum þótt vitnað sé í ummæli sænsks bindindisfrömuðar i viðtali við Morgunblaðið i sumar. Hann sagði m.a. á þá leið, að aðal- vandamál Svia í sambandi við bjórinn væri það, að hann fengist i hverri búð og væri því of aðgengilegur þar sem erfitt -æri að fylgjast með þvi að börn >g unglingar keyptu hann ekki i almennum sölubúðum. Hins vegar taldi hann, að þetta vanda- mál væri ekki fyrir hendi, ef bjórinn væri aðeins seldur á út- sölustöðum áfengisverzlunar- innar, sem þeir i Svíþjóð kalla Mónópólið. HOGNI HREKKVISI Ég hlýt að bjarga þessu. — Eins og það er hægt að flá kött á fleiri en einn veg! Afsakaðu? PHILIPS 30% mdrayós á vinnuflötinn sami orkukostnartur Philips’Argenta’ SuperLux keiluperan með óviöjafnanlega birtuglugganum I C C HJÓLHÚSAKLÚBBUR ÍSLANDS Aðalfundurinn er í kvöld Kristalsal, Hótel Loftleiðum kl. 21 .00 stundvíslega. DÖMUR fjölbreytt úrval af grá- vöru Húfum, treflum, krögum keypum í tízkuskinnunum. Einnig skinn i pelsa og á möttla. Feldskerinn Skólavörðustig 1 8 simi 10840. novi/ FYRIR VIÐRAÐANLEGT Nýja Novis samstæðan er ætluð ungu fólki á öllum aldri. Novis er skemmtilega einföld og hagkvæm lausn fyrir þó, sem leita að litríkum hillu- og sköpasamstæðum, sem byggja mö upp í einingum.eftir hendinni. Novis er nýtt kerfi með nýtízkulegum blæ. VERÐ Bólsturgerðin Augsýn hf. Hlynur sf. Kjörhúsgögn Garðarshólmi hf. ÚTSÖLUSTAÐIR: Reykjavík: Kristján Siggeirsson hf. J L Húsið Híbýlaprýði Dúna Siglufjörður: Akureyri: Húsavík: Selfoss: Keflavík: Akranes: Verzl. Bjarg Borgarnes: Verzl. Stjarnan FRAMLEIÐANDI: Bolungarvík: Verzl. Virkinn, KRISTJÁN SIGGEIRSSON HF. Bernódus Halldórsson HÚSGAGNAVERKSMIÐJA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.