Morgunblaðið - 30.10.1975, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1975
Stefnum að sigri
sagði Birgir Örn Birgirs
LEIKREYNDASTI madur
Ármannsliðsins sem leikur gegn
Playboys í kvöld er Birgir Örn
Birgirs. Birgir hefur leikið I m.fl.
I 17 ár, og hefur þvf gífurlega
reynslu að baki. Þrátt fyrir að
Birgir sé kominn á fertugsaldur-
J
Birgir örn Birgirs
inn er álit manna að hann hafi
ekki f langan tfma verið betri en
einmitt nú, enda æft mjög vel f
vetur.
„Undirbúningur okkar fyrir
þessa leiki hefur verið mjög
góður, við höfum æft mjög vel, og
það eina sem betur hefði mátt
fara er að við höfum aðeins getað
æft þrlvegis í Laugardalshöll.
Mér þykir leitt að segja það, að
samskipti okkar við stjórn
Ármanns hafa ekki verið nógu
góð hvað þetta snertír, við skilj-
um það ekki að félagið geti ekki
útvegað okkur æfingar í Laugar-
dalshöll þegar við undirbúum
okkur fyrir svona stórt verkefni
eins og Evrópukeppni er, á sama
tíma og knattspyrnudeild félags-
ins hefur æfingar í höllinni.
Ég býst við spennandí viður-
eign í kvöld, við erum þó á heima-
velli og það ætti að koma okkur til
góða. Annars vil ég nota tæki-
færið og þakka þeim fjölmörgu
sem hafa styrkt okkur í sambandi
við þetta mikla fyrirtæki sem
þátttaka f Evrópukeppni óneitan-
lega er, og við höfum á þvi fullan
hug að þakka fyrir okkur á verð-
ugan hátt — með sigri yfir Play-
boys í kvöld.“
Ætla að sjá nm Canon
— sagði Jimmy Rogers
„MÉR er ljóst, að ein af aðal-
ástæðum fyrir komu minni
hingað til Ármanns var fyrir-
huguð þátttaka liðsins f Evrópu-
keppninni. Þess vegna, sem og
hingað til, mun ég gera allt hvað
ég get til að við vinnum þennan
leik. Aðalhlutverk mitt í Ieiknum
verður að ég bezt veit að fást við
hinn hávaxna landa minn Ronnie
Canon (2,06m) en ég er hvergi
smeykur. Ég veit að ég fæ góðan
stuðning félaga minna í liðinu.
Mig langar til að biðja alla sem
tök hafa á að koma Og hvetja
Armenninga til sigurs f þessum
leik. Ármann hefur sýnt það í
leikjum Reykjavfkurmótsins að
liðið leikur bezt þegar áhorfendur
eru með á nótunum og hvetja.“
Jimmy Rogers
Verðum að stöðva
Mahalamaaki
— sagði Jón Sigurðsson
„PLAYBOYS eru engir viðvan-
ingar í körfuboltanum. fremur
enn finnsk lið yfirleitt, það hef ég
sjálfur reynt í leikjum mínum
með landsliðinu, sagði Jón Sig-
urðsson. Samt sem áður tel ég
sigurmöguleika okkar allmikla ef
okkur tekst að ná vel saman eins
og við höfum gert í haust f
Reykjavíkurmótinu. Eitt stærsta
hlutverk mitt verður að fást við
hinn snjalla bakvörð Mahala-
maaki sem er einn bezti bak-
vörður Finnlands. Ég ætla svo
sannarlega að reyna að halda
honum í skefjum í leiknum, og ef
það tekst þá er mikið unnið. Mig
langar að geta þess í leiðinni að
síðan ég hóf að iðka körfubolta
fyrir allmörgum árum hefur mér
aldrei fundizt eins mikil samstaða
innan Ármanns eins og við undir-
búning fyrir þessa leiki, og ég er
bjartsýnn á leikinn í kvöld.“
Jón Sigurðsson
Færeyska landsliðið f badminton sem keppir vlð tslendinga I Laugardalshöllinni á föstudaginn: Frá
vinstri: Jan Joensen, Gudmund Niclasen, H. Steenberg, Per Andersen, landsliðsþjálfari, Svend Steens-
borg, Egil Lyngsöe, Poul Niclasen og Petur Hansen.
Landsleikor við Færeyinga
í Höllinni á föstndagskvöld
tSLENDINGAR leika sinn þriðja landsleik I bad- 1 einliðaleiknum leikur Haraldur við Poul Mic-
minton n.k. föstudag, 31. október og verða andstæð-
ingarnir nú frá Færeyjum. Hefst landskeppnin kl.
20.00 f Laugardalshöllinni og fara fram fimm leik-
ir, 3 f einliðaleik og 2 f tvfliðaleik.
Tveir fyrri badmintonlandsleikir lslendinga
hafa verið við Norðmenn og fór sá leikur fram f
Laugardalshöllinni og við Finna og var þá keppt f
Helsinki. Báðum þessum landsleikjum töpuðu Is-
lendingar, en veittu þó Norðmönnum töluverða
keppni. Búast má hins vegar við þvf, að tslendingar
vinni sigur f landskeppninni við Færeyjar á föstu-
dagskvöldið, en Iftið er þó vitað um getu Færeying-
anna og framfarir þeirra, en að undanförnu hefur
danskur þjálfari starfað f Færeyjum, og hefur það
örugglega komið Færeyingum mjög til góða.
Landslið Islands verður skipað eftirtöldum
mönnum: Haraldur Kornelfusson, TBR, Friðleifur
Stefánsson, KR, Óskar Guðmundsson, Sigfús Ægir
Árnason, TBR, og Ottó Guðjónsson, TBR.
helsen, Friðleifur við Hans D. Steenberg, og Oskar
við Petur Hansen. I tvfliðaleiknum keppa þeir
Haraldur og Steinar við Poul Michelsen og Petur
Hansen en Sigfús Ægir Arnason og Ottó Guðjóns-
son leika við Egil Lyngsöe og Svend Steensborg.
Auk landsleiksins munu Færeyingarnir svo taka
þátt f opnu badmintonmóti sem fram fer f iþrótta-
húsi Garðahrepps laugardaginn 1. nóvember. 1 þvf
móti munu einnig keppa allir beztu badminton-
menn landsins og nokkrir A-flokks menn. Þetta
mót hefst kl. 13.30 og verður keppt bæði f einliöa-
og tvfliðaleik.
Færeyingarnir koma hingað með veglegan bikar
sem keppt verður um f landskeppninni á föstudags-
kvöldið og er hann gefinn af Föroya Fiskasölu f
Þórshöfn. Er þetta farandbikar sem keppa á um
árlega næstu fimm árin, og er þar með tryggt að
landskeppni f badminton mun fara fram árlega
milli þessara þjóða.
_ S
Tekst Armenningum
að sigra Playboys?
Kl. 20,30 f kvöld hefst í Laugar-
dalshöllinni fyrri leikur Ár-
manns og Playboys f Evrópu-
bikarkeppni bikarmeistara.
Greinilega hefur orðið vart við
mikinn áhuga á þessum leik
meðal fólks, enda má segja að nú
sé f fyrsta skipti að einhverju
leyti jafnræði með fslenzku liði
sem þátt tekur í Evrópukeppni f
körfubolta og mótherjanum.
Hér er að sjálfsögðu átt við það,
að Ármenningar leika nú með
Bandaríkjamann í liði sínu, en
þeir hafa nær alltaf leikið í liðum
andstæðinga okkar f Evrópu-
keppni og leikið okkar menn
grátt. Koma Jimmy Rogers f lið
Dómaranámskeið
FRJÁLSfÞRÓTTASAMBAND ís-
lands hefur ákveðið að efna til
dómaranámskeiðs I kastgreinum.
Námskeiðið fer fram I IR-húsinu
við Túngötu og hefst n.k. mánu-
dagskvöld 3. nóvember ki.
20.30. Væntanlegir þátttakendur
eru beðnir að skrá sig á skrifstofu
ÍSÍ, slmi 83377, fyrir mánudags-
kvöld. (Fréttfrá FRl).
Ármanns hefur haft góð áhrif á
Ármannsliðið í haust, og liðið er
eins vel undir þessa leiki gegn
Playboys búið og frekast er hægt
á þessum tfma árs.
Ármenningar taka nú í fyrsta
skipti þátt í Evrópukeppni og í
fyrsta skipti gefst íslenzkum
áhorfendum tækifæri til að sjá
hér á landi viðureign tveggja
blökkumanna. Jimmy Rogers
verður ekki eini Bandaríkja-
maðurinn á fjölum Laugardals-
hallarinnar í kvöld, því Finnar
eru með einn slíkan í liði sfnu,
Ronnie Canon, sem er 2,06 m á
hæð. Þá eru f finnska liðinu
nokkrir landsliðsmenn, og eru
þeirra frægastir Kaari Liimo, sem
er jafnframt þjálfari liðsins, og
bakvörðurinn Klaus Mahalam-
aaki, sem lék hér á Polar Cup
1968 og vakti mikla athygli.
Armenningar treysta á að fólk
mæti á leikinn í kvöld og hvetji
liðið, ekki mun af veita gegn
Finnunum, og stuðningur áhorf-
enda í kvöld gerir möguleika Ár-
manns f leiknum vissulega tals-
verða.
Eins og fyrr sagði hefst leikur-
inn kl. 20,30.
Björn Magnússon
Sigurmöguleikar fgrir hendi
Björn Magnússon hefur vakið
mikla og verðskuldaða athygli
með liði Armanns I vetur fyrir
mjög góða leiki og er mjög vax-
andi leikmaður.
Björn hefur fengið það erfiða
hlutverk að fylla skarð Sfmonar
Ólafssonar miðherja sem hélt til
Bandarfkjanna til náms I haust.
Er víð spurðum Björn um álit
hans á leiknum f kvöld sagði
hann: „Ég bfð spenntur eftir að
leikurinn hefjist, og mitt álit er
að við eigum sigurmöguleika. Ef
við náum upp baráttu f liðinu og
allir leggja sig fram getur allt
gerzt en það verður ekki auðvelt
að fást við þessa risa,“ sagði
Björn að lokum. Sjálfur er hann
enginn dvergur, 1,99 ni á hæð, og
hefur leikið fjölda unglinga-
landsleiki fyrir Island.