Morgunblaðið - 02.11.1975, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 02.11.1975, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1975 eftir sr. ÞÓRIR STEFENSEN Allra sálna messa, — minningardagur látinna, þeirra sem frá okkur hafa verið kallaðir, þeirra sem okkur þótti og þykir enn óumræðilega vænt um, hann hlýtur að geyma i eðli sínu óendanlega mikið af þeim tilfinningum, sem mannlegur hugur á dýrmætastar og áhrifaríkastar. Það hlýtur að heyra til hinu góða að skapa slikum tilfinningum eðlilegan farveg innan ramma hins trúarlega lifs. Þess vegna hefur mér og alltaf þótt vænt um þennan forna messudag, sem ertil þess hugsaður, að allra mannssálna sé minnst í bæn og þökk. Fyrirbæn fyrir framliðnum hefur af sumum verið gagn- rýnd sem vantraust á Guði. Hann viti svo vel, hvað sál slíks manns sé fyrir bestu, að óþarft sé að minna hann á það. Því er þar til að svara, að sé bæn fyrir látnum manni vantraust á Guði, þá er svo um hverja bæn. Að sjálfsögðu veit okkar himneski faðir ákaflega vel og miklu betur en við, hvað okkur er fyrir bestu bæði verið burt kallaður. Víst eru þau spor oft erfið, en yfirleitt eru það þó ekki þau þungu spor, sem sterkust verða í minningunni, heldur það sem Kristur gerir, þarsem slíkt hendir. Mér finnst þá oft sem segja megi, að hjálp hans sé áþreifanleg, svo raunverulegur er stuðningur hans oft á slíkri stund, svo ótrúlega mikill er styrkurinn, sem hann gefur, hinn upprisni Drottinn. „Hann upprisni Drottinn," — get ég staðið við þessi orð? — Með hjálp upprisufrásagna guðspjall- anna og vitnisburði Páls postula í 1 5. kapitula Fyrra Korintubréfs og fleiri sögu- legum rökum get ég byggt þessu sterkari grunn en margt af okkar sögustað- reyndum er reist á. Ég get líka á það minnt, að hið jarð- neska lif fullnægir engan veginn réttlætistilfinningu manna. Ég nefni sem dæmi að sumir menn eru bundnir sjúkdómum og margs konar nauð allt sitt lif og njóta ekki margs, meðan aðrir teyga að sér unað og dásemdir lifsins að nú eru sálarrannsóknir viða orðnarað háskólagrein, m.a. hér á landi og má þá vænta meiri og betri árangurs i því, sem er höfuð- markmið sálarrannsóknanna, að sanna með vísindalegum hætti tilveru mannssálar- innar. Kristin kirkja hlýturað fylgjast með sliku starfi af áhuga, því það snertir svo margt af því, sem hlýtur að teljast grundvöllur boðunar hennar, og allt sem á þessu sviði hefur merkast gerst, hlýtur að teljast mikilvægur stuðningur við upprisutrú kristins manns. Þannig hníga öll rök og persónuleg reynsla að því, sem Kristur boðaði, er hann sagði: „Ég lifi og þér munuð lifa." Og mér finnst ég alltaf heyra hin orðin með, þótt þau væru sögð við annað tækifæri. „Komið til mín allir, þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og ég mun veita yður hvlld." — Það er ekki bara líf framund- an. Það er lif i samfélagi við Krist, þarsem hann leiðirog styður um nýja vegu, þar Allra sálna messa þessa heims og annars. Bæn- ir okkar eru þvi aldrei nein töfratæki, sem breyta af- stöðu hans. Þær eiga fyrst og fremst að hafa áhrif á okkur mennina sjálfa. Kærleikur Guðs er alltaf fyrir hendi, ómælanlegurá allan hátt, en hitt er þýðingarmesta hlut- verk bænarinnarað opna manninn, opna hug hans og hjarta, opna sál hans fyrir öllu því, sem Guð vill gefa henni, veita inn i líf hennar. Fyrirbæn fyrir mannlegri sál, hvort sem hún er í likamanum eða ekki, gegnir hinu sama hlutverki — að opna hana fyrir kærleikan- um, sem umvefur hana, og á þessum degi ekki sist fyrir þeim kærleik, sem svellur í brjósti þess manns, er biður fyrir elskuðum ástvini. Fyrir- bænir allra sálna messunnar eiga einnig að greiða leið þeim gagnkvæma kærleika, sem Einar Benediktsson kveður svo vel um, er hann segir. „En ástin er björt sem ' barnsins trú, hún blikar í Ijóssins |eimi, og fjarlægð og nálægð, fyrr og nú, oss finnst þar i eining streymi. Frá heli til lífs hún byggir brú og bindur oss öðrum heimi." Ég er stundum að þvi spurður, hvort það séu ekki erfið spor að fara þangað, sem sorgin hefur kvatt dyra, þangað sem ástvinur hefur án þess að virðast frekar hafa til þeirra unnið en hinir. Þeir, sem þannig verða olnboga- börn jarðlifsins, sjá enga leið til réttlætis aðra en fram- haldslíf, þarsem hin illu bönd ófullkomleikans verða af þeim skorin. Ég bendi líka á það, að því háleitara sem markmið mannanna er, því meira gildi sem starf þeirra hefur, því fjær eru þeir því yfirleitt að ná takmarkinu hér í heim. Maðurinn, sem lifirfyrir frægð eða auð eða völd, hann kann að fá þrá sinni fullnægt. En maðurinn, sem lifir fyrir hugsjónir sann- leikans, fegurðarinnar eða kærleikans, hann lifirekki fyrirtimann, heldurfyrir eilífðina, og lif hans nær vart fyllingu sinni hérna megin grafar. Þess vegna vilja menn halda því fram, að hann eigi rétt til að vonast eftir, að lif hans haldi áfram til þess að ná annars staðar fyllingu sinni. Því skal og heldur ekki gleymt sem sálar- rannsóknirnar hafa leitt i Ijós. Þar er verið að leita hins æðsta sannleika, og þar hefur mjög margt komið fram, sem engin leið er að hrekja, þótt það sé hins vegar heldur ekki visinda- legar sannanir. — En mjög margir fá á þessum leiðum persónulega reynslu sem gjörbreytir lifsviðhorfi þeirra og færir þeim bæði huggun og öryggi. Athygli manna beinist nú mjög að þessum hlutum, ekki síst vegna þess sem hann umvefur mannlegt allt elsku sinni. Ekki megum við heldur gleyma bæninni, sem Jesús bað sjálfur á skilnaðar- stundinni fyrir lærisveinum sinum: „Faðir, ég vil, að það sem þú gafst mér,að einnig þeir séu hjá mér, þar sem ég er, til þess að þeir sjái dýrð mína, sem þú hefur gefið mér. — En ég bið ekki einungis fyrir þessum, heldur og fyrir þeim, sem trúa á mig fyrirorð þeirra. Allireiga þeir að vera eitt, — eins og þú faðir ert i mér og ég i þér, eiga þeir einnig að vera í okkur." Þess vegna getur þú, sem hefur misst ástvin þinn, verið þess fullviss, að hann sem þú saknar, hann er ekki einn á ferð á einhverri eyðimerkur- göngu. Með honum er sá sem vill vera í honum veikum máttugur. Yfir honum vakir sá, sem sífellt er reiðubúinn að fórna sér fyrir hina minnstu bræður. Svo mikill er kærleikur Guðs til okkar jarðarbarna. Svo viss getum við verið um líf eftir líf, svo örugg getum við verið um almáttugan kærleika, sem vill ekkert frekar en að leiða okkur þangað sem allir menn mega kalla heim. — Þess vegna lofum við Guð, um leið og við berum fram bænir okkar um blessun þeim til handa, sem á undan okkur eru farnir. — Já, „Guði séu þakkir, sem gefur oss sigur- inn fyrir Drottin vorn Jesúm Krist." Daf 55 árgerð 1970 til sölu. Bifreiðin er ekin aðeins 40 þúsund km. Upplýsingar gefur Marteinn Eber- hardsson á bifreiðaverkstæði O. Johnson & Kaaber h.f., sími 24000. Hvað er DÚflA að gera nuftA 9 margumtalaöi og vinsæli útsölumarkaöur vekur athygli á . . . . Þaö koma ávallt nýjar vörur í hverri viku á markaöinn Ótrúlegt vöruúrval á frábœrlega lágu verði Látiö ekki happ úr hendi sleppa ATHUGIÐ! Markaðurinn stendur aðeins stuttan tíma Laugavegi 66, sími 28155

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.