Morgunblaðið - 02.11.1975, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.11.1975, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1975 36 baráttuna að nýju. Þakklæti hennar er svo einlægt að hún álítur að hún elski Calvero. Hann veit hinsvegar betur, veit að hún ann hljómlistarmanni sem hún hefur aldrei fengið tækifæri til að kynnast náið. Með óþrjótandi stuðningi Cal- veros kemst svo Terry í sviðs- ljósið að nýju og vinnur leiksig- ur i aðalhlutverki ballett sem hljómlistarmaðurinn er einn af höfundum að. Nú vill Calvero gamli ekki standa í vegi fyrir hamingju hennar, en Terry vill giftast honum, og fer sína leið. Það líður á löngu þar til að Terry sér Calvero aftur, en þá hefur hann ofanaf fyrir sér sem gagnstéttatrúður. Hún fær hann til þess að lokum að SVIÐSLJÓS HAFNARBtÓ: LIMELIGHT — SVIÐS- LJÓS* * ★ Bandarísk, U.A. 1952, 143 min. Leikstjóri, framleiðandi, handrit, tónlist, dansar og söngvar: Charles Chaplin. Að- stoðarleikstj.: Robert Aldrich. Aðalhlutverk: Chaplin, Claire Bloom, Sidney Chaplin og Bust- er Keaton. — LIMELIGHT er tvímæla- laust síðasta kvikmyndastór- virki snillingsins Charleys Chaplin. I myndinni hefur hann sagt algjörlega skilið við flækingsgervið, því Calvero er ekki gamli góði umrenningur- inn sem við þekkjum úr eldri myndum Chaplins, allar götur til THE GREAT DICTATOR (1940). Myndin gerist á bernskuslóð- um Chaplins, á hinum ósjálegu revíu- og kabarettsýningum hinna fátækari, og í glæstum leikhúsum West End — f hin- um skínandi heimi sviðsljós- anna, þar sem ellin verður um síðir að víkja fyrir æskunni. Hún fjallar um drykkfelldan gamanleikara sem má muna sinn fífil fegri, því eitt sinn var hann frægur og dáður. I upp- hafi er hann að staulast inní leiguhjallinn sem hann býr í, og finnur gaslykt leggja útúr herbergi sem ung og falleg stúlka býr í. Hann bjargar henni frá sjálfsmorði, og býður henni að búa hjá sér meðan hún jafnar sig. Stúlkan, sem heitir Terry er dansmey, en mótlæti lífsins hefur leikið hana svo að hún ætlaði að grípa til þessa örþrifa- ráðs. Með tið og tima tekst gamla gamanleikaranum, Cal- vero, að stappa í hana stálinu að nýju og fylla hana sjálfsöryggi svo hún getur tekizt á við lífs- þiggja boð leikhússtjórans um að halda honum veglega hátíða- sýningu. Og gamli maðurinn færi sér einn sterkan áður en hann byrj- ar þátt sinn og er ekki að því að spyrja, að hann sýnir og sannar að enn er hann „sá bezti“. En allt þetta verður hjarta hans ofraun, og gamanleikarinn óviðjafnanlegi gefur upp önd- ina að tjaldabaki, á meðan Terry svífur dansandi um svið- ið. I hinzta sinn hefur Calvero staðið i sviðsljósinu. ' LIMELIGHT er ef til vill full viðkvæm og hádramatísk á köflum til að ná fyllilega til kvikmyndahúsagesta í dag, en líkt og með allar aðrar myndir Chaplins, (að undanskildum A KING IN NEW YORK OG A COUNTESS FROM HONG KONG) þá býr hún yfir þessum sérstöku töfrum, ljóðrænni feg- urð, sannleiksþrá, lífskrafti og lífslöngun. Á köflum keniur hinn aldni meistari áhorfend- um til að gráta af hlátri — það' var ein hans stræsta og dásam* legasta gáfa. Hún, kannski fremur öðrum, gerir myndir hans ódauölegar og ómissandi hverri kynslóð. S.V. Laugarásbfó: Zacharias ★ Nýja Bíó: Salzburg samböndin ★ Austurbæjarbíó: í klóm drekans ~ ★ ★ Hafnarbíó: Sviðsljós ★ ★ ★ Tónabíó: Tommy ★ ★ ★ ★ Bæjarbfó: Káti lögreglumaðurinn 0 kvik mijn /idcin / /, SÆBJÖRN VALDIMARSSON ______o Country Joe and the Fish í „Rokkvestraruglinu“ f Laugarásbíó. Ur Zacharias Hugleiðingar um Hafnarfjarðarbíóin A mínum uppvaxtarárum var sannkallaður kúltúr yfir kvik- myndahúsunum tveim í Hafn- arfirði og innan veggja þeirra átti maður marga góða stund sem ætíð skipa veglegan sess þá farið er yfir ævilangan feril kvikmyndadýrkanda. Sýning á nýju meistaraverki eftir Berg- man var árviss, æsilegur við- burður I Hafnarfjarðarbfói, í rauninni finnst mér að þar ætti að sýna myndir hans og hvergi annars staðar. Salurinn er nefnilega virðulegur og myst- fskur og því vel við hæfi verka hins sænska meistara. Sú hug- mynd er nú sjálfsagt hreinasta „nostalgia", og þó. Bæjarbió kynnti ósjaldan hrffandi verk ungra og upprennandi kvik- myndagerðarmanna jafnt sem nýjustu myndir viðurkenndra meistara. L’AVVENTURA Antonionis er mér einna minn- isstæðust allra mynda fyrr og sfðar, Bunuel átti einnig nokkr- ar góðar myndir í Bæjarbfói, VIRIDIANA og EL ANGEL EXTERMINADOR, t.d. 1 Firðinum voru sýndar fyrstu myndir hérlendis eftir tvo af fremstu kvikmyndargerðar- mönnum Frakka, þ.e. JULES ET JIM eftir Francois Truffaut og A BOUT DE SOUFFLE e. Jean-Luc Godard, og svo mætti lengi telja. Ég er nú samt ekki að halda þvf fram að það hafi verið allt gull sem glóði f Hafnarfirði f þá daga, o nei, nei. Þarna voru sýndar danskar og þýzkar leið- inda vellumyndir með náung- um eins og Peter Alexander, Ebbe Rhode, Ghitu Nörby og Dirch Passer. Þær urðu margar hverjar feykivinsælar, gengu sumar allt frá þvf á jólum og framundir Jónsmessu. En þetta voru nú einu sinni afþreying- armyndir númer eitt í þá daga. Fólk var ekki jafn illa innrætt og nú (sic), unglingarnir ekki jafn sólgnir í pyntingar, of- beldi, kynsvall og blóðböð, né homma og rassgatskjaftæði það sem einkennír niggaramyndir vorra tíma. Svo kemur bölvaldurinn mikli, sjónvarpið, til sögunnar. Um árabil virtist það ætla að drepa kvikmyndaáhuga al- mennings og ríða húsunum að fullu. Þetta voru erfiðir tímar, og þá sérstaklega fyrir bfóin í Hafnarfirði, sem er mun lé- legra markaðssvæði en Reykja- vík. Það má segja að Hafnarfjarð- arbíóin hafi aldrei rétt al- mennilega úr kútnum eftir þessi kreppuár, og því er verr. Forráðamenn þeirra virðast smeykir við að róa að nýju á sín gömlu úthafsmið, og halda sig gjarnan í landvari og lognmollu endursýninga bæjarmyndanna. Þá verður og að taka tillit til þeirra breyttu aðstæðna sem orðnar eru í dag. A „guilaldar- árum“ sfnum sátu Hafnarfjarð- arbfóin nær ein að öllum hinum svokölluðu listrænu myndum, Reykjavfkur bfóin sýndu næst- um eingöngu amerískar „commercial” myndir. I dag kaupa hinir stóru, bandarísku dreifihringir f æ ríkari mæli sýningarréttinn á verkum allra stærri spámanna evrópskrar kvikmyndagerðar. Bergman, Bunuel, Fellini, Truffaut, Antonioni, og jafnvel sá eldrauði Pier Paolo Pasolini, allir eru þeir launaðir hjá bandarískum kvikmyndafyrir- tækjum. Sitja því Reykjavfkur- bíóin að myndum þessara manna en þau eru með umboð allra dreifihringjanna. Þá hafa og mánudagssýningar Háskóla- bfós tekið til sín hluta af þess- um áhorfendahóp. En þó að svona sé komið, er af ærið nógu að taka, hvað er orðið langt siðan okkur var boðið uppá jap- anska kvikmynd, ég tala nú ekki um nýja? Kínverjar fram- leiða mikið af myndum árlega, það er svo sannarlega kominn tfmi til þess að fá að sjá eitt- hvað frá því landi. Og svona mætti lengi halda áfram. Núna uppá slðkastið hafa far- ið hálfaumingjalegir fjörkippir um Bæjarbíó. Frumsýnt nokkr ar þokkalegar myndir (SECRET CEREMONY, ASH WEDNESDAY) við afleita að- sókn, og hafa nú snúið dæminu við og byrjaðir að sýna uppsóp- ið af botninum. Undirritaður átti þar ein- hverja þá dapurlegustu tvo tíma sem hann hefur upplifað i kvikmyndahúsi, undir sýningu einhvers sem nefnist „KÁTI LÖGREGLUÞJÖNNINN". Um myndina tekur ekki að ræða á nokkurn hátt. En sjálfsagt eru það hálfslappar afþreyingar- myndir sem gætu gengið hér bezt, ásamt einu og einu lista- verki í bland. Sú formúla gekk vel hér i eina tfð, og þvi ætti hún ekki að gera það i dag? Eg man ekki betur en að einkunnarorö Bæjarbíós hafi fyrir einum og hálfum áratug hafi einmitt verið eitthvað á þessa leið: „Ef þér farið á sýn- ingu f Bæjarbíói, þá safnið þér í sjóð til elliáranna." Hvernig væri að stufa örlítið af, góðu menn? Sæbjörn Valdimarss.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.