Morgunblaðið - 02.11.1975, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.11.1975, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1975 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavfk. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6, sfmi 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sfmi 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. j lausasölu 40,00 kr. eintakið. Anæstu mánuðum verða teknar örlagaríkar ákvarðanir í launamálum landsmanna, sem geta ráð- ið miklu um, hvernig okkur tekst að ná tökum á óðaverðbólgunni, sem geysar í landinu og þeim almennu efnahagserfið- leikum, sem við er að etja. Samningaviðræður standa nú yfir við opinbera starfs- menn, sem sett hafa kröf- una um verkfallsrét ofar- lega á blað. Samningar milli vinnuveitenda og al- mennu verkalýðsfélaganna verða lausir um áramót og gera má ráð fyrir, að verka- lýðssamtökin móti kröfur sínar á næstu vikum. Enn- fremur koma kjaramál sjó- manna til ákvörðunar. Þessar þýðingarmiklu ákvarðanir um launastefn- una í þjóðfélagi okkar á næstu misserum eru teknar á sama tíma og það hefur smátt og smátt verið að koma i ljós, að við erum nú komnir í jafn mikla kreppu og við komumst í á árabilinu 1967—1969. Þannig er talið, að þjóðar- framleiðsla landsmanna muni minnka um 314% á þessu ári og þjóðartekjur á mann munu minnka um 9% í ár, sem er meiri sam- dráttur þjóðartekna en jafnvel, þegar verst lét á árinu 1968. Á þessu ári hafa viðskiptakjörin versn- að um 16—17% og staðan í viðskiptum okkar við út- lönd er orðin mjög slæm, svo slæm, að fjármálaráð- herra, Matthías Á. Mathie- sen, hefur lýst því yfir, að íslendingar eigi þess ekki lengur kost að taka veruleg erlend lán, nema erlendir lánardrottnar sannfærist um, að við höfum tekið efnahagsvandamál okkar þeim tökum, að árangur beri. Jafnframt er nú orðin almenn samstaða um það í landinu, að ekkert skipti nú meira máli en það að ná tökum á verðbólguvext- inum, en við höfum nú senn búið við um 50% verðbólgu um tveggja ára skeið. Við þessar aðstæður fara fram launasamningar við opinbera starfsmenn, verkalýðsfélögin og sjó- menn. Og senn verður sú spurning á allra vörum hverjar kröfur verkalýðs- félaganna verði. I því sam- bandi er vert að hafa í huga, að á þessu ári hefur kaupmáttur ráðstöfunar- tekna heimilanna lækkað um 16—17% frá fyrra ári. Þessi minnkun kaupmáttar sýnir, að almenningur hefur verið reiðubúinn til þess að taka á sig þær byrð- ar, sem fylgt hafa krepp- unni sem yfir okkur hefur dunið. Og fleira má benda á til marks um það, að fólk er reiðubúið til að horfast í augu við staðreyndir, þegar þær eru skýrðar nægilega vel. Þegar sjó- mennirnir sigldu fiskiskip- unum í höfn settu þeir fram margvíslegar kröfur um breytingar á fiskverði og endurskoðun sjóðakerf- is. Ráðherrar og sérfræð- fyrir í verkum sínum. En það er rétt hjá Flosa að vara ekki að gantast með slikan harmleik. Og auk þess hefur hann sagt annars staðar — og í meiri og brýnni bókmenntum en Þjóðviljanum; „Öðru munum vér hælask,“ segir Flosi, „heldur en því, er Njáll hefir inni brunnit, því at þat er engi frami“. Nei, Þjóðviljinn er ekki alþjóð- legt dagblað og menningarpostuli þess allra sízt alþjóðlegur postuli. Asklok sovézks sósíalimperíal- isma og endurskoðunarstefnu er hans himinn. Þjóðviljinn hefur ekki einu sinni á kvennaári haft döngun í sér til að prenta eftirfar- andi orð i yfirlýsingu Sakharovs og skilur postuli hans þó betur rússnesku en flestir Islendingar aðrir: „Sérstaklega þýðingarmikil er einnig krafa um umsvifalausa frelsun kvenna sem fangelsaðar hafa verið af pólitískum ástæðum...“ Svo mörg eru þau orð. Friðarverðlaun Nóbels til handa Andrei Sakharov urðu Þjóðviljamönnum ekkert gleði- efni, a.m.k. hefur þess ekki séð stað. Hvað veldur? Hver er ástæða þessarar þagnar? Eru hinir herg- málslausu múrar Kremlar máttar- stoð þess endemis blaðs úti á ís- landi, sem heitir Þjóðviljinn og kennir sig við alþýðuna, þegar mikið liggur við. Tveir eindálkar um Sakharov-réttarhöIdin(!) Og um hvað? „Osamkomulag við Sakharov-yfirheyrslurnar." Sömu aðferðir, sami andi, sama siðferði og í Pravda eða Novosty. Með hunang á vörum, en morð í hjarta, sagði Maó formaður. Og hver þekkir sósíalimperíalistana betur en einmitt hann? Bergmálslausir múrar, sagði annað skáld, Steinn Steinarr. Við getum sagt: berg- mannslausir múrar (!) Það kem- ur í einn stað niður. Borges talar einhvernstaðar um skurðgoð á Hálfvitaöldinni. Við finnum fnykinn af þeirri öld í Þjóðviljanum. Kínverjar segja að þeir menn séu á réttri braut, sem Sovétstjórninni eru ekki að skapi. Samkvæmt þessu eru Morgun- blaðsmenn á réttri braut — en Þjóðviljamenn, guð hjálpi þeim(!) Bæði Solzhenitsyn og Sinjavskí hafa lýst yfir því, hversu mjög almenningsálitið I heiminum hefur hjálpað þeim og öðrum föngum og kúguðu fólki í sovézka heimsveldinu til að lifa af, þreyja þorra Gulag-eyjaklasans, glæða með þessu fólki von. Af þeim sök- um m.a. er hlutverk fólks með gott hjartalag og þau tækifæri sem lýðræðið veitir þvi I senn mikilsvert og nauðsynlegt. En á meðan húsflugur kommúnismans suða í sffellu innan veggja Þjóð- viljans, og þá oftast um lítilsverða hluti, fer örlagaþytur eins og Sakharov-réttarhöldin framhjá þessum sjálfskipuðu útvörðum frelsis og réttlætis. En Islend- ingar eru ekki óupplýst pakk, þeir sjá í gegnum þetta; sjá í gegnum pótemkintjöld Alþýðu- bandalagsins. Nei, Þjóðviljinn er ekki blað þeirra, sem eru raunverulega kúgaðir, heftir í þrældóm, sendir á geðveikrahæli eða lftilsvirtir á annan hátt. Hann er of önnum kafinn við að kaupa sér við- hlæjendur, lítilla sanda og lítilla sæva; hrætt fólk sem minnir hvorki á risaeðlur fornaldar né aðrar skepnur með lítið heilabú, heldur pappirstigrisdýr. Kvenhetja á kvennaári Á kvennaári hefði kannski verið ástæða fyrir Þjóðviljann að endursegja vitnaleiðslur Maríu Sinjavskís fyrir réttinum í Kaup- mannahöfn, en slik sóun hentaði ekki þvf blaði: „Maria sagði, að í Sovétrikjunum væri öll fjölskylda hins pólitíska fanga í reynd dæmd um leið og hann, kona hans, börn, foreldrar og systkin, þótt þau væru hinum megin gaddavirsins. Hún lýsti þvf hvernig hún missti atvinnu sína sem kennari eftir réttarhöldin yfir manni hennar og hvernig hætt var við að gefa út bækur hennar, þótt um það hefði verið samið. Sinjavskí-hjónin bjuggu í fjöl- býlishúsi, þar sem var sameigin- legt eldhús. Konan sem annaðist eldamennskuna þar lýsti því yfir, að María fengi ekki að ganga að ingar ríkisstjórnarinnar undir forustu Geirs Hall- grímssonar, forsætisráð- herra áttu ítarlegar við- ræður við fulltrúa sjó- mannanna, gerðu þeim ná- kvæma grein fyrir þeim rökum, sem legið hafa til grundvallar ákvörðun fisk- verðs. Niðurstaðan varð sú, að sjómennirnir féllust á þessi rök og þessar skýr- ingar. Þeir héldu aftur til veiða gegn því loforði ríkis- stjórnarinnar að það yrði tryggt, að þeir fengju þá launahækkun, sem þeim hafði verið sagt, að fælist i fiskverðshækkuninni frá því í haust. Að sjálfsögðu bar að veita þeim slíka tryggingu enda verða þeir að geta treyst yfirlýsingum Þjóðarsamstaða opinberra aðila um slík efni. Þá var ítrekað það fyrirheit ríkisstjórnarinn- ar, að endurskoðun sjóða- kerfis yrði lokið fyrir 1. des. n.k. eins og að hefur veri1' stefnt frá þvi að sú end rskoðun hófst á sl. sum: i og loks var ákveðið að h.ekka uppbót á línufisk í 1. gæðaflokki úr ríkissjóði en þær uppbætur hafa ver- ið gieiddar um margra ára skeið og þótt eðlilegt að hækka þær við og við, þótt þær hafi staðið í stað meðan Lúðvík Jósepsson var sjávarútvegsráðherra en voru hækkaðar af Matthíasi Bjarnasyni, eftir að hann tók við því ráð- herraembætti. Spilin voru lögð á borðið fyrir sjómenn, þeir voru reiðubúnir til að horfast í augu við staðreyndir og vera hófsamir í kröfum sínum. Með sama hætti verður ríkisstjórnin að skýra mjög ítarlega fyrir launþegum, hvernig ástatt er f efnahagsmálum þjóð- arinnar og gera grein fyrir því, að kjarabætur eru ein- faldlega útilokaðar. Hið mesta, sem hægt er að gera sér vonir um, er að halda óbreyttum lífskjörum frá því, sem nú er og það þarf áreiðanlega nokkra bjart- sýni og heppni til þess að það megi takast. Fallist launþegar á slíka hóflega launastefnu geta þeir gert þeim mun meiri kröfur til ríkisstjórnarinnar um ýmsar hliðaraðgerðir, sem auðvelda fólki að komast í gegnum þessa kjaraskerð- ingu og kreppu. Á árabilinu 1967—1969 tókst samstarf milli ríkis- valds, verkalýðshreyfingar og vinnuveitenda, sem á margan hátt var til fyrir- myndar og var í raun for- senda þess, að okkur tókst að vinna bug á erfiðleikun- um þá. Víðtækt samstarf á svipuðum grundvelli er einnig forsenda þess nú, að okkur megi takast að lyfta okkur upp úr þeim öldudal, sem við erum í. i Reykjavíkurbréf Laugardagur 1. nóvember Martröð Er Þjóðviljinn blað, sem berst gegn kúgun, ofbeldi og óréttlæti, hvar sem er í heiminum? Eða er blaðið kannski öllu heldur mál- gagn kúgunar, ofbeldis og órétt- lætis? Þessara spurninga hafa margir spurt undanfarið. A Þjóðviljanum vinna menn, sem halda vegna æsku sinnar, að blaðið eigi hugsjón og þessi hug- sjón eigi eitthvað skylt við kröf- una um raunveruleg mannrétt- indi, frelsi og jafnrétti, jafnvel bræðralag um heim allan. Við skulum líta nánar á þessa „hug- sjón“. Þá blasir við okkur nötur- leg staðreynd: sú, að Þjóðviljinn er málpipa svartasta afturhalds og mesta kúgunarvalds okkar tima; þjóðernisstefnu sem gengur undir nafninu kommúnismi, en er eldgamlir rússneskir heimsveldis- tilburðir; draumur sem því miður hefur orðið að veruleika f mörg- um Iöndum; martröð sem teygir klærnar hingað út til íslands. Þessi martröð virðist jafnvel smit- andi og hún hefur læst klónum í sofandi íslenzkt fóik, sem heldur að þetta sé „hugsjón". Guð forði Islandi, og ekki sfzt Islenzkum ungmennum, frá slfkri ,,hugsjón“(!) í einni smásagna sinna um martröð, Þáttur um óvininn, segir argentínska stórskáldið og Is- landsvinurinn Jorge Luis Borges, að eitt ráð sé til gegn óvininum, ófreskjunni, sem vitjar okkar í draumnum, þ.e. að vakna. En hversu margir þora að vakna? Rússneska skáldið Andrei Sinjavskf, sem býr útlagi ásamt Maríu konu sinni í einu úthverfa Parísar, sagði við ritstjóra Morgunblaðsins í júní síðastliðn- um: Þetta unga fólk á Vesturlönd- um sem segist vera kommúnistar ,,er yfirleitt kommúnistar án ábyrgðar, það skilur ekki og veit ekki, hvað kommúnismi er. Ef kommúnistar næðu völdum á Vesturlöndum, dræpu þeir fyrst þetta unga fólk. Akafir hugsjóna- menn eru alltaf drepnir fyrst, það eru rök byltingarinnar. Þessir ungu kommúnistar eru margir hugsjónamenn, siðferðilega séð, en valdið er þeim ofviða. Ofstækismenn nota alltaf bylt- ingar sér til framdráttar og fyrstu fórnardýr þeirra eru ungu hugsjónamennirnir...“ Svo mörg voru þau orð. Gengisfelling á orðum Morgunblaðið hefur skrifað um mannúðarleysi, kúgun og ofbeldi f ýmsum löndum heims. En athyglin hefur samt sem áður nú upp á síðkastið mest beinzt að sósfalimperíalistunum í Sovét og annarsstaðar, ekki sfzt vegna afhjúpana Solzhenitsyn og Sakharov. Nú mætti spyrja: Er Þjóðvilj- inn alþjóðlegt blað? Sumir virðast halda það. En athugum málið betur. Fáir atburðir úti í heimi hafa vakið jafnmikla athygli og Sakharov-réttarhöldin svoköll- uðu. Þau drógu að Sér athygli allra helztu fjölmiðla heimsins í marga daga. Og f ávarpi sínu eða yfirlýsingu sagði Sakharov sjálfur m.a.: „Ég vona að þessi réttarhöld hljóti verðugan sess f dönskum og alþjóðlegum dagblöð- um og muni verða merkur áfangi í aukinni baráttu fyrir mannrétt- indum f Sovétríkjunum...“ Leitið lesendur góðir, leitið dauðaleit um allan Þjóðviljann, þetta skin- helga og hræsnisfulla málgagn mannúðarinnar og þið munuð finna tvær eindálka fréttir um þessi réttarhöld (!) Ekki alls fyrir löngu var sagt eitthvað á þá leið hér í Reykjavíkurbréfi, að vissir hlutir hefðu gerzt á þeim árum, þegar Stalín, eða langafi, var rit- stjóri Þjóðviljans. Sumir voru farnir að halda að hann hefði látið af ritstjórn blaðsins, þegar Krúsjef tók við, og svo Brezhnev. Nú vita allir að svo er ekki. En hvað um það. Ábyrgðina bera að sjálfsögðu skráðir ritstjórar og andlegir kommissarar biaðsins, þeir Kjartan'Ölafsson og Svavar Gestsson, sem þykjast vera að berjast fyrir frelsi um allar triss- ur, einkum á Vestfjörðum. Og svo — ekki sízt — Arni Bergmann, sérfræðingur f meðalmennsku. Hann ritar að jafnaði f þetta sið- ferðisslappa málgagn þvaðrar og veður forheimskunarelginn sýknt og heilagt og heldur að hann sé hin útvalda rúsína f blóðmörs- kepp heimskommúnismans og réttlætisins, en hefur ekki a.m.k. ekki ennþá, haft tfma, áhuga né rúm í bíaði sínu til að eyða einu orði f þessi réttarhöld — og er honum þó flest annað betur gefið en hógværð andans og orðabind- indi. Af öllum gengisfellingum er sú gengisfelling kannski mest sem hefur nú í tilefni Sakharov- réttarhaldanna orðið á mann- gildishugsjón hans og heiðarjeika eins og þau birtast í Þjóðvilja- skrifum hans, enda má hann aldrei vera að því að líta upp úr rauðgrautnum og sætsúpunni, sem honum var kennt (á náms- launum) að matreiða í Moskvu- háskóla. Að Flosi Ólafsson, Þjóðvilja- húmorinn mikli, skuli aldrei hafa tekið þetta skemmtilega atriði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.