Morgunblaðið - 02.11.1975, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.11.1975, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1975 33 Frakklandskvöld hjá Alliance Francaise FRANSK-íslenzka félagið, Alli- ance Francaise, mun f vetur standa fvrir reglubundnum dag- skrám annan hvern þriðjudag fyrsta og þriðja þriðjud. f hverj- um mánuði, f Franska bóka- safninu á Laufásvegi 12 og verður hin fyrsta n.k. þriðjudag 4. nóvember. Á dagskrám þessum verður í vet- ur bryddað upp á ýmsu efni, sem tengt er franskri menningu og samskiptum lslands og Frakk- lands fyrr og nú. Hér er um að ræða bæði fyrirlestra, myndasýn- ingar, flutning á köflum og atriðum úr bókmenntum og á ýmiss konar tónlist. Sendiráð Frakklands á tslandi mun þar að auki sýna þar reglulega franskar kvikmyndir aðra þriðjudaga f hverjum mánuði, bæði nýjar og eldri, og verða þær allar með enskum textum. Á þriðjudagskvöldið hefst dag- skráin kl. 20.30 og eru það umræður um hvernig Island er kynnt í Frakklandi. Sýndar verða tvær Islandskvikmyndir, — Þrír svipir Islands (með frönskum texta) eftir Magnús Magnússon og Ern eftir aldri eftir Magnús Jónsson. Báðar eru þessar myndir nýjar og er ætlað að kynna Island og íslenzk viðhorf erlendis sem innanlands. Dagskrár í Franska bókasafninu i vetur verða jöfnum höndum á íslenzku og frönsku og er öllum sem áhuga hafa heimill aðgangur. Franska bókasafnið er auk þess opið alla virka daga frá kl. 17—19. Sundlaugaframkvæmdir í 2 Breiðholtshverfum í ÞESSARI viku er verið að byrja á sundlaug við Breiðholtsskóla og ætti hún að geta komist upp á 2—3 vikum. Þessi laug er nær 17 metrar að lengd og 8 m á breidd og verður komið fyrir þarna til frambúðar. Búningsklefum verð- ur komið fyrir til bráðabirgða, en þeir eiga sfðar að verða f viðbótar- byggingu við skólann. Upphaf- lega átti þessi sundlaug að vera við Fellaskóla, en þar eru byrjað- ar framkvæmdir við eina sund- laug. Eru áformaðar þar tvær sundlaugar, önnur er innisund- laug sem á að leysa þarfir Fella- skóla á skólaárinu 1976—77, og til viðbótar kemur svo hin stóra úti- sundlaug, sem er hluti sama mannvirkis og kemur til nota þeg- ar það er byggt. Þannig er nú um tvær sundlaugabyggingar að ræða, sfna f hvoru Breiðholts- hverfi. Fræðsluráð Reykjavíkurborgar taldi þessa lausn hagkvæmasta fyrir frambúðaraðstöðu til sund- kennslu í Breiðholti I og III. Fyr- ir lá að nemendur í Breiðholti III í þeim aldursflokkum, sem venja er að stundi sundnám eru samtals 970, þ.e. 800 í Fellaskóla og 170 í Hólabrekkuskóla. En nemendur í sömu aldursflokkum í Breiðholts- skóla f Breiðholti I eru 800 tals- ins. Nemendur úr Breiðholti III munu á yfirstandandi skólaári sækja sundkennslu í Breiðholts- skólann, en aðeins þétta eina ár, þar sem kennslusundlaugin við Fjölbrautarskólann mun væntan- lega taka við sundkennslunni inn- an hverfisins á næsta skólaári. En nemendur úr Breiðholti I munu njóta sundkennslu í sínu hverfi í vetur, en hefðu annars þurft að sækja sund i Breiðholt III um ófyrirsjáanlegan tíma. Skátaþingi nýlokið: Páll Gíslason endur- kjörinn skátahöfðingi SKÁTAÞING var haldið á Akra- nesi helgina 24.—26. október s.l. Þingið sóttu 100 fulltrúar frá hinum ýmsu skátafélögum á Páll Gíslason landinu, en þau eru 40. t þessum félögum starfa 6000 skátar. i Þingið hófst á laugardag með því að lögð var fram skýrsla Ferðir að hefjast til Tenerife Um þessar mundir hefja Flug- leiðir ferðir til Tenerife á Kanarf- eyjum, en þangað cru áformaðar sjö ferðir f vetur. Sú fyrsta verður farin um miðjan desember en sú sfðasta um páskana. stjórnar og reikningar. Þá var ennfremur á laugardag tekið fyrir aðaimál þingsins, markmið og leiðir í skátastarfi og hafði Ólafur Proppé framsögu. Þetta mál var mikið rætt á þinginu. önnur merk mál sem voru til umræðu á þinginu, voru t.d. grunnskólalögin með hliðsjón af skátastarfi, framsaga Arnfinnur Jónsson, og samstarf skátafélaga og æskulýðsráða, framsaga Páll Gislason. Reynir Karlsson æsku- lýðsfulltrúi var sérstakur gestur þingsins og fjallaði hann um þennan málaflokk. Var Reyni veitt borgaramerkið, sem er heiðursmerki, það æðsta sem skátahreyfingin veitir aðilum utan hreyfingarinnar. Á sunnu- deginum var kynning á starfsemi hjálparsveita skáta og annaðist hana Tryggvi Páll Friðriksson. Þá fór fram stjórnarkjör á sunnudaginn. Páll Gíslason var endurkjörinn skátahöfðingi til næstu fjögurra ára. Borghildur Fenger og Jón Mýrdal voru end- urkjörin aðstoðarskátahöfðingjar. Gjaldkeri var kjörinn Sigurður Baldvinsson og fyrirliðar er- lendra samskipta Arnfinnur Jóns- son og Ragnheiður Jósúadóttir. Aðrir áttu ekki að ganga úr stjórn. Mótsslit voru á hádegi á sunnudag í Gagnfræðaskóla Akra- ness, en þar fór þingið fram. Skátaþing eru haldin annað hvert ár. Síðan skátaþing var síðast haldið hafa íslenzkir skátar staðið i stórræðum, og ber þar hæst landsmótið að Úlfljótsvatni í fyrra, sem á þriðja þúsund manns sóttu, Nordjamb 75 i Noregi sem 350 íslenzkir skátar sóttu og Evrópuráðstefna skáta sem haldin var hér á Islandi. ^jívantt 6t?rgs6rœc>u r t AUCaAVEGI 24 SlMAH RtVKJAVIK Verð Kr. 2060 Kr. 2360 Kr. 2680 Kr. 3347 SKOVERZLUN JM jB • .VÉteitó.. 'v • K'J ssrj. Wf/ 11II “ * 1 ' ■* » m .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.