Morgunblaðið - 02.11.1975, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 02.11.1975, Qupperneq 10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÖVEMBER 1975 10 SÝNINGIN I heild er mjög jöfn og ekki gerð tilraun til að láta kórinn eða einsöngvara leika spánskt fólk. Hér er á ferðinní íslenzk Carmen mótuð af ís- lenzkum hegðunareinkennum og í heild samræmist hún allri leikgerðinni, nema í upphafi síðasta þáttar. Þar er klæðnað- ur kórkvenna og nautabana of spánskur til að falla að óspánskri hegðan þeirra. Nautabanar aga hreyfingar sín- ar í návist dauðans, en í sýning- unni voru þeir vægast sagt álappalegir og yrðu jafnvel blindu nauti auðveld bráð. Þetta eru smáatriði og auðvelt að lagfæra. Það sem mest er um vert er að sýningin er í heild Islenzk Carmen falleg, sem að miklu leiti er verk höfundar leikmyndar. Búningar, litasamsetning þeirra og sviðsmyndar er með því fallegasta sem ég hef séð á íslenzku leiksviði. Kórinn: Syngur viða vel, ef þess er gætt að ekkert er gert fyrir þann leikhóp, hvorki í raddbeit- ingu né- leikþjálfun af hálfu leikhússins. Tenórinn var mjög slæmur á köflum, söng óhreint en með þjálfun mætti bæta úr þessu og er þá kórinn starfi sínu vaxinn og með fjölgun og endurnýjun í karlaröddum gæti þessi kór sómt sér vel á hvaða sviði sem er. Hljómsveitin: Var góð, yfirgnæfði aldrei. Samspil hljómsveitar og söngv- ara er f höndum hljómsveitar- stjóra sem að þessu sinni var Bohdan Wodiczko, sem stýrði sýningunni vel og örugglega. Carmen: Sigríður Ella er falleg stúlka og syngur mjög vel, en er ef til vill ekki nægilega þrekmikil til að magna upp þá kynspennu í röddinni, sem ætlazt er til af Carmen og óperan gengur ú á. Dom José: Magnús er kraftmikill söngv- ari og hefur aldrei verið í betra formi en nú. Samleikur hans og Sigríðar Ellu var á köflum mjög góður t.d. á kránni. Mikaela: Ingveldur Hjaltested kom á óvart í hlutverki sveitastúlk- unnar og náði að skapa einlæga mynd. Rödd hennar er náttúru- leg og sterk, en vantar þó meir hljómfyllingu. Escamillo: Það vantar margt í þá mynd er Walton Grönroos er ætlað að skapa I hlutverki nautabanans og raddlega séð náði hann ekki aó lyfta söngnum upp. Röddin er hvorki nógu djúp eða skörp fyrir þetta hlutverk og hann náði ekki að leika á sannfær- andi hátt. Smyglararnir: Þeir voru góðir. Kristinn Hallsson á heima á leiksviðinu og var samspil hans. Svölu Niel- sen, Elínar Sigurvinsdóttur og Garðars Cortes mjög gott. Þetta er ekki sú endanlega gerð umsagnar um flutning óperunnar Carmen, að þessu sinni, heldur verður reynt að gera þessu efni betri skil og fjalla um einstaka þætti upp- færslunnar seinna. Undirritað- ur vill hvetja alla til að sjá þessa skemmtilegu óperu, sem er Þjóðleikhúsinu og aðstand- endum sýningarinnar til mikils sóma. Jón Ásg. Sinfóniutónleikar Efnisskrá: Wagner forleikur að Meistara- söngvurunum Jónas Tómasson 1.41 Haydn arfa úr óperunni Anti- góna Williamson Portrait of Dag Hammarskjöld Brahms Haydn-tilbrigðin Stjórnandi: Karsten Andersen Einsöngvari: Elisabeth Söderström Tónbálkur Wagners er byggður upp með mjög þéttum hljómklösum, sem njóta sín ekki alls kostar nema í flutn- ingi stórra hljómsveita, einkum er fáliðuð strengjasveit illa sett á móti þykkri og tónbreiðri fylkingu blásaranna. Þykk raddfærsla Wagners verður sí- streymandi hljómniður, ef ekki er lögð áhersla á andstæð blæ- brigði, töluvert gert úr mismun styrkleika og hraða og sam- kvæmt tíma Wagners, lögð áhersla á ástriðufulla framsetn- ingu. I 158. takti hljóma þrjú aðalstef verksins samtímis, upphafsstefið, sem kemur í bassanum, stefið úr 41. takti, sem birtist í flúraðri gerð og blíðlegt stef úr 97. takti. Þessi samruni stefjanna er venjulega túlkaður sem ástríðufullur ástarsöngur en var að þessu sinni rúinn allri þeirri náttúru, sem tengd er slfkum tilfinning- um. Mætur listamaður sagði einu sinni, að listsköpun væri miskunnarlaus sjálfslýsing, eins konar afhjúpun sem mjög fáir stækkuðu af. Svo má með sanni segja um flest umsvif manna, að allt er dæmt til að mistakast, en eftir stendur grimm og óvægin eiginhandar grafskrift, grópuð í eigin verk. Er hugsanlegt að komandi kyn- slóðir skynji annað en lélega gagnfræðaskóla fyndni f um- sögn höfunda Jónasar Tómas- sonar um eigið verk, eins og hún birtist f efnisskrá tónleik- anna. „Verkið 1.41 er: a) ný-neo-rómantískt og þættirnir heita: 1. Komið í þotu til Islands að vetrarlagi í myrkri. 2. Krýsuvíkurbjarg að hausti. 3. Endurminningar. b) Stærðfræðilegs eðli. 1.41 má tengja formúlu, sem byggist á mikrókosmískri konstrúksjón verksins og einnig talnaröð, sem markrókosmos verksins byggist á. c) tónaljóð, sem fjallar um uppvaxtarár þriggja manna, sem hétu Beethoven, Berlioz og Birkiland. Veljið rétta skýringu. Verkefni: Búið til fleiri skýr- ingar. Góða skemmtun!" Tðnllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON Þetta undirritar höfundur, hlustendum til leiðbeiningar og skilning á mikrókosmiskri konstruktion og makrókos- miskri talnaröð, sem verkið er byggt á. Það sem hlustandinn heyrir, er þotuferðalag, sem frekar líkist því að höfundur hafi komið heim til Islands með smá rellu, hljóðlýsing á Krísu- víkurbjargi, sem var besti hluti verksins og vfða vel gerður og tónræn túlkun á endurminn- ingum, sem við fyrstu heyrn geta varla talist saga til næsta bæjar. Elisabeth Söderström er frábær söngkona og meðferð hennar á arfu Haydn var sterk. Haydn var óhemju afkasta- mikið tónskáld og því óþrot- legur brunnur að ausa af fyrir þá er unna góðri tónlist. Það er sama hvar stungið er niður hendi, verk hans eiga ávallt erindi til manns og svo var um þessa aríu. Aftur á móti verður það að segjast eins og er, að Portrait of Dag Hammar- skjöld var á köflum drep Ieiðin- legt, þrátt fyrir frábæra frammistöðu söngkonunnar. Hljómar, sem eru án tengsla við sönginn, líða formlaust áfram og karakterlitlar laglinur mynda svæfandi og þunglama- legt tónferli. Síðast í pastoralekaflanum og í tveim síðustu köflunum brá fyrir samspili og laglegri hljómsetningu. Síðasta verkið á efnisskránni, Haydn-tilbrigðin, er mjög fallegt verk og var flutningur þess fremur áferðar- fallegur. Nú voru blásararnir í sínu besta formi og léku mjög vel. Þetta voru einhverjir dauf- ustu tónleikar sinfónfuhljóm- sveitarinnar um langan tfma. 1111»***'

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.