Morgunblaðið - 02.11.1975, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.11.1975, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1975 Valemon konungur hvítabjörn sér að gullkransinum fagra, er hún þráði svo mjög. Vaknaði hún við, og var þá hvítabjörninn rétt hjá henni með krans- inn. Þá vildi hún kaupa af honum krans- inn. Nei, hann var ekki falur fyrir fé, en aðeins ef hann fengi hana sjálfa, sagði björninn. Og konungsdóttir sagði að hún gæti ekki lifað án sveigsins, og þá væri sama hvar hún væri og hverjum hún giftist, hún varð fyrir alla muni að fá sveiginn. Svo samdist þeim það, að hann skyldi sækja hana eftir þrjá daga, það yrði á föstudegi. Þegar hún kom heim með kransinn, urðu allir mjög glaðir, því nú var hún orðin kát aftur og konungurinn hélt að ekki gæti verið neitt hættulegt að eiga við einn hvítabjörn. Og þriðja daginn bauð hann út öllu varðliði sfnu og lét það umkringja höllina til þess að verja hana gegn hvítabirninum og veita honum varmar viðtökur. En þegar björninn kom, varð herinn að lúta í lægra haldi, því engin vopn bitu á hvíta feldi bjarnar- ins, en hann sópaði hermönnunum um með hrömmunum, eins og þeir væru steinvölur. Þeir lágu þarna í hrúgum "COSPER Ég tek einkaritarann med svo ég get skrifað þér sendibréf á hverjum degi. heldur lemstraðir, suma svimaði, en aðr- ir voru bólgnir og bláir, því ekki voru þeir mjúkir hrammarnir bjarnarins. Þetta fannst konungi ekki mega svo lengur ganga, hann sendi nú elstu dóttur sína út og tók björninn hana og þaut af stað með hana á bakinu. Þegar þau höfðu farið langan veg, sagði björninn við hana: „Hefurðu setið í mýkra sæti og séð betur?“ ,,Já, mýkra var sætið á móðurknjám og betur sá ég heima í höll föður míns“. „Jæja, þá ertu ekki sú rétta“, sagði björninn. Og svo rak hann hana heim aftur. Næsta föstudag kom hann aftur og* allt fór á sömu leið. Hermennirnir reyndu að berjast við hann en hann sló þá niður eins og visin strá og konungur varð að biðja hann að hætta og sendi nú út næstelztu dótturina og hana þaut björninn með í burtu. Þegar þau höfðu farið góðan spöl, sagði björninn: „Hefir þú setið í mýkra sæti og séð betur?“ „Já“, svaraði konungsdóttir. „Heima í höll föður míns sá ég skýrar og mýkra var sætið á móðurknjám“. „Jæja, þá ert þú ekki sú rétta“, sagði bjarndýrið. Og svo rak það hana heim aftur. Þriðja föstudaginn kom björninn enn, og var nú harðari í höggunum, en áður, en konungi fannst hann ómögulega geta látið hvítserk rota fyrir sér allan herinn og svo sendi hann yngstu dótturina út til hans í Guðs nafni, — Björninn tók hana þegar á bak sér og þaut af stað. Þegar þau höfðu farið langaleið og voru stödd í skógi einum miklum, spurði björninn yngstu dótturina sömu spurn- inganna og hann hafði lagt fyrir systur hennar, hvort hún hefði nokkurn tíma setið í mýkri sæti eða séð skýrar. „Nei, aldrei“, sagði hún. „Gott er það, þá ert þú sú rétta“, sagði björninn. Svo komu þau að höll, sem var svo fögur og mikil, að höll konungsins, föður fylgdarmeyjar bjarnarins, var eins og vesæll kofi í samanburði við hana. Þar átti hún nú að búa og fá allt sem hugur girntist, þurfti ekki að gera nokkurn skapaðan hlut nema gæta þess, að eldur- inn dæi aldrei. Björninn var á brott um daga, en kom heim að kveldi og var vtro MORödKf KAFF/NO Hann gerðist sjóliði, þvf hann hélt að hann myndi með þvf vekja gleði í öllum heimsálfun- um. Hjón voru f kvikmyndahúsi. Eftir mikil ástaratlot og kossa f myndinni, hallaði konan sér að manninum og hvfslaði: — Af hverju ertu ekki svona góður við mig, Jón? — Veiztu, hvað manninum er borgað mikið fyrir að gera þetta? var svarið. X Maður nokkur kom inn f veit- ingahús. Þjónninn kom með kjötkássu á diski og setti fyrir framan hann. — Hvað er þetta? spurði maðurinn, get ég ekki sjálfur valið hvað ég vil? — Jú, svaraði þjónninn, þú getur valið um að borða þetta eða fá ekki neitt. Gamalt máltæki f Vfnarborg: — Við hverju er hægt að búast af degi, sem byrjar á þvf að maður verður að fara á fætur eldsnemma um morguninn? X Hreppstjóri var á yfirreið um sveitina. Hann var ekki sérlega vinsæll, að minnsta kosti ekki hjá sumum. Á einum bænum hélt gömul kerling, sveitar- ómagi, yfir honum rokna ræðu. Hreppstjórinn reyndi hvað eftir annað að grfpa fram f og stöðva kellu, en árangurslaust. Loks leiddist honum þófið, setti upp hreppstjóra-kaskeitið og sagði byrstur: — t nafni konungs og lag- anna, haltu kjafti, Gunna. Moröíkirkjugaröinum Mariu Lang Jóhanna Kristjóns dóttir þýddi 23 sig um f kirkjunni... og þess vegna ætlaði ég að pússa alla stjaka og svoleiðis. Og þá datt mér f hug á æfingunni f gær að fyrst ég sæti hér og biði eftir að óhljóðunum f söngfólkinu linnti ætti ég að drffa f þessu. En ég var lengur að þcssu en ég hafði haldið og þegar ég fór hingað til að laga til eftir guðsþjónustuna hafði ég ákveðið að taka silfur- könnuna fram aftur og hætta ekki fyrr en hún glansaði langar leiðir. Þvf að nú veit ég iíka — hann gaut augunum tii Tords — að presturinn er ekki ýkja hrif- inn af þvf að ég fæ mér stundum einum of mikið neðan f þvf og þá hugsaði ég sem svo að nú skyldi ég sýna bæði prestinum og öllum hinum að ég gæti staðið mig með sóma ekki sfður en aðrir. — 1 þessu tilfelli, sagði Christer Wijk — held ég að við höfum fulla ástæðu til að vera mjög ánægðir. Svo er ákefð yðar Lundgren fyrir að þakka að við getum nú nokkurn veginn siegið þvf föstu að þjófnaðurinn hefur verið framinn innan sfðustu tuttugu og fjögurra klukku- stunda. Það fór hrollur um mig og ég stakk hendinni undir arm Einars. Tveir glæpir höfðu verið framdir nánast samtfmis f þessari friðsömu sveit. Eg ályktaði sem svo að þessir tveir glæpir hlytu að standa f sambandi hvor við annan á einhvern óútskýraniegan hátt. Eða var það ekki sennilegast? Ég heyrði Einar bera fram spurningu: hvað var hér um að ræða marga hluti, og ég heyrði stolt f rödd Tords, þegar hann svaraði og taldi upp alla munina, sem margir hverjir voru gamlir og óbætanlegir. Christer beindi á ný athygli sinni að lásurn og Iyklum kirkj- unnar og nokkrum mfnútum sfðar treysti hann sér til að mæla fram eftirfarandi staðreyndir. Þjófurinn hlaut að hafa komið inn f skrúðhúsið annað hvort um útidyrnar, sem voru lokaðar með smekklás eða ytri dyrnar sem að- skildu skrúðhúsið frá kirkju- skipinu sjálfu. Hvað snerti kist- una var á henni vænn og traust- legur hengilás og Lundgren hafði á réttu að standa þegar hann stað- hæfði að erfitt væri að finna lykilinn og felustaðinn. Ef fólk vissi ekki hvar felustaðurinn var máttf heita að nánast væri ógern- ingur að fara að leita að honum f kirkjunni. — En, sagði Christer hraðmælt- ur — hengilásinn gæti auðvitað hafa verið dfrkaður upp enda þótt þess sjáist engin merki. Ég sendi nokkra menn hingað til að athuga það og ég held að við ættum að bfða með að draga nokkrar álykt- anir þar til þeir hafa lýst skoðun sinni. Lundgren verður að vera hér kyrr og endurtaka frásögn sfna og ég held að gott væri ef presturinn vildi einnig vera við- staddur. Einari og mér fannst okkur of- aukið og við gengum hægt f áttina að prestsetrinu og reyndum árangurslaust að fylgja hvatn- ingu Christers um að draga engar ályktanir og við vorum enn önn- um kafin að reyna að gera það ekki, þegar Christer slóst f hóp- inn hjá okkur og pabba f setustof- unni þegar rökkrið var að byrja að falla á. Hann lét fallast andvarpandi niður í sófann fyrir framan brak- andi arininn og spurði hvar aðrir fbúar hússins héldu sig á þessari stundu og það var ekki fyrr en honum hafði verið tjáð að Tord hefði farið til herbergis sfns uppi, að Barbara og Lotta væru úti og Hjördfs við vinnu f eldhúsinu að hann slakaði á og hreiðraði um sig. — Þessi iás þarna, sagði hann hugsandi, — hefur ekki orðið fyrir neins konar hnjaski. Hver svo sem þjófurinn er hefur hann augsýnilega komist inn f kirkj- una með „heiðarlegu" móti. — En, stundi ég — þá getur það ekki verið neinn flækingur eða umrenningur? Og við sem vorum f þann veginn að komast að þeirri niðurstöðu að þjð hefði verið ein- hver ræfill sem hefði verið á flækingi hér um slóðir og hefði bæði brotist inn f Sandells- verzlunina og kirkjuna. — Hvað mig snertir er ég alveg á öndverðum meiði, sagði Christer og lagði ákveðna áhcrzlu á orð sfn. — Þjófnaðurinn hefur verið framinn af einhverjum þeim, sem þekkir sig f kirkjunni. Hvað morðinu viðkemur vitum við að minnsta kosti að ekki vakti fyrir morðingjanum að ræna Sandell eða það er að mínnsta kosti ekkert sem til þess bendir. Og ég veit ekki enn, hvort einhver tengsl eru á milli þessara glæpa, en ég held að það sé skynsamleg- ast að við einbeitum okkur að þvf að upplýsa annan þeirra f einu. Hann horfði eins og viðutan f arineldinn. — Það sýnist mér liggja f augum uppi að við eigum að halda rannsóknum okkar áfram út frá þeirri kenningu að um flæking sé að ræða. Hvort sem það kostar að yfirheyra hverja einustu manneskju f Kila og Vástlinge verðum við að fá úr þvf skorið hvort einhver hefur séð ókunnugan á sveimi hér sfðdegis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.